Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982
43
Verið velkomin
Aksturseiginleikar Alfa Romeo eru
rómaðir um allan heim og hin gull-
fallega ítalska teikning gefur honum
sérstaklega skemmtilegt útlit.
Hjúkrunarheimiliö tekur
væntanlega til starfa í maí nk.
Þaðan er fallegt útsýni yfir
fjörðinn og geta sjúklingar far-
ið beint út í garðinn og notið
útsýnis, en Hjúkrunarheimil-
inu hafa verið gefar teikningar
að garðinum og garðblóm sem
væntanlega verða sett niður í
sumar.
„Líkt og félagslegt ævintýriu
„ÞAÐ MÁ líkja þessum framkvæmdum við Hjúkrunarheimilið við félags-
legt ævintýri, fjársöfnun hefur staðið yfir á um 4.000 heimilum og um 300
manns hefur verið í því að ganga á milli fólks og skipta um bauka á
undanfornum árum,“ sagði Ásgeir Jóhannesson formaður stjórnar
Hjúkrunarheimilisins i Kópavogi.
„Við höfum sótt um leyfi til
Heilbrigðisráðuneytisins um að
hefja rekstur i maí, en þá gerum
við ráð fyrir að taka 22 rúm í
notkun og 16 rúm verða síðan
tekin í notkun fyrsta júlí og
verður heimilið þar með fullset-
ið, en þegar liggja fyrir 46 beiðn-
ir um innlagningar."
Það voru níu klúbbar og félög í
Kópavogi sem áttu frumkvæði
að byggingu Hjúkrunarheimilis-
ins en um 58% af kostnaði við
framkvæmdirnar hefur verið
borgaður af almenningi í Kópa-
vogi, félögunum og öðrum vel-
unnurum. Ríkið og Kópavogsbær
hafa einnig stutt við bakið á
þessum framkvæmdum og fram-
lag til byggingarinnar hefur
komið úr Framkvæmdasjóði
aldraðra.
Fyrsta skóflustungan að hús-
inu var tekin í janúar fyrir rúm-
um tveim árum en húsið er um
1450 fm á einni hæð auk 750 fm í
kjallara. Á hæðinni eru 14
tveggja manna herbergi og 10
einstaklingsherbergi, þrjár setu-
stofur, eldhús, matsalur og að-
staða til iðjuþjálfunar. í kjallara
er aðstaða fyrir sjúkraþjálfun,
fundarsalur, geymslur o.fl.
„Það er gífurlegur fjöldi af-
bragðsfólks sem hefur lagt sitt
af mörkunum til þess að þetta
mætti takast,“ sagði Ásgeir „og
við vonum að fólk geti sótt sér
vellíðan hingað og betri heilsu."
Soffía Eygló Jónsdóttir, skrifstofustjóri Hjúkrunarheimilisins í hinu nýja húsnæði, en þegar hafa
borist um 46 beiðnir um innlagningar.
|S|Í
r*
á
il
%
Við sýnum hinn einstaka Alfa Romeo
á bílasýningu í dag frá kl. 13.00
til 17.00
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
JÖFUR HF