Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 Myndir úr ljóðheimí Rætt við Gísla Sigurðsson listmálara um sýningu hans á Kjarvalsstöðum, þar sem hann sýnir 60 málverk við jafnmörg Ijóð Athyglisverð og sérstæð sýning stendur nú yfir á Kjar- valsstöðum, þar sem Gísli Sigurðsson listmálari sýnir verk sín í Austursal. Á sýningunni eru sextíu myndir, allt olíumál- verk á dúk og hafa myndirnar verið gerðar á síðastliðnum þremur árum. Kveikjan að öllum myndunum eru Ijóð fjöl- margra núlifandi og látinna íslenskra Ijóðskálda, þar sem erindi úr Ijóði hefur orðið listamanninum uppspretta hug- mynda í hverja mynd. Myndirnar standa þó að sjálfsögðu allar sem sjálfstæð listaverk. Sýningin á Kjarvalsstöðum er sjöunda einkasýning Gísla, en auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Blaöamaður hitti listamanninn að máli, par sem hann var að leggja síðustu hönd á undirbúning sýningarinnar í síðustu viku. Talið barst fyrst að myndlistar- námi. Ekki hefðbundið myndlistarnám „Ég stundaði ekki hefðbundið myndlistarnám," sagði Gísli, „en ég tel mig hafa verið að berja í brestina í tuttugu ár, eða frá því að ég fór að taka þetta alvarlega. Þar áður hafði ég gutlað um skeið án alls metnaðar við landslags- myndagerð. En þetta breyttist fyrir einum átján eða tuttugu árum, en þá varð ég ritstjóri Vikunnar. Þá réðst til biaðsins Baltasar listmál- ari, og það tókst þegar með okkur kunningsskapur og ágætt sam- starf, og við höfum alltaf borið saman bækur okkar í þessum efn- um síðan. Það er í og með honum að þakka, að ég tók myndlistina fastari tökum en verið hafði. Síð- an þá hef ég drukkið í mig allt sem verða má um myndlist; lært af öllu því sem ég hef séð, og prófað mig sjálfur áfram og farið í gegn- um ýmis þroskastig, ef svo má að orði komast. Ögun af vinnu við portrett I upphafi fékkst ég við lands- lagsmyndagerð, en síðan færði ég mig yfir á eins konar abstrakt expressionisma, þar sem ég mál- aði stílfært landslag, jafnvel svo stílfært að áhorfandinn gat varla séð annað en að um hreint ab- strakt væri að ræða! Ég yfirgaf svo þetta stig, og sneri mér að „fígúratívari" út- færslu á myndunum, þar sem kenndí þó nokkurra áhrifa af raunsæisútfærslu. A þessum tíma fór ég í vaxandi mæli að fást við mannslíkamann sem myndefni, og síðar ekki minna mannsandlitið. I framhaldi af því hef ég í vaxandi mæli fengist við gerð portrett- mynda, bæði í hefðbundu formi og með frjálslegri útfærslu, og í öðr- um myndum er mér gjarnt að nota andlit við ýmis tækifæri. Ég hef fjarlægst raunsæisstefn- una aftur, og leitað á vit skáld- skapar og fantasíu, án þess þó að það sé abstrakt. Síðasta sprettinn hef ég svo farið að nota ljóð sem aðföng í myndir, eins og best sést á þessari sýningu. — En áður en ég skilst alveg við gerð portrett- myndanna, sem ég fæst alltaf töluvert við og hef sérstakega gaman af, þá langar mig að nefna það, að sú gerð myndlistar hefur hjálpað mér geysilega mikið á Gísli Sigurðsson: Mörg ár síðan ég tók að hugleiða sýningu af þessu tagi. ferli mínum. Þar þarf að koma til alveg sérstök ögun, og mikið reyn- ir á teiknikunnáttuna, og það sem ég hef lært af gerð portrettmynda hefur komið sér vel á öðrum svið- um í myndlistinni. Aðföng mynd- listarmanna En varðandi það sem ég var að nefna um ljóð sem óbeinar fyrir- myndir eða kveikju að myndlist, þá er það augljóst og ekki nema eðlilegt, að málarar verði að afla sér fanga í list sína, ekki síður en aðrir listamenn. Sumir sækja sér myndefni í landslag, aðrir í fólk, hús eða ljóð. Þetta er líkt og þegar rithöfundar afla sér fanga í skáld- verk sín. Hjá mér blandast oftast saman með þessum hætti ljóð, landslag og fólk, sem ég steypi saman í myndirnar. Myndlist af þessu tagi er þá frásagnarlegs eðlis, og í því sam- bandi er rétt að rifja það upp, að slík list átti ekki aldeilis upp á pallborðið fyrir tveimur áratugum eða svo. Bannárin í myndlistinni Þegar ég byrjaði að mála, stóðu yfir þau ár sem ég hef viljað nefna „bannárin" í íslenskri myndlist, en þá ríktu geysilega sterk boð og bönn, sem fáir treystu sér til að virða að vettugi. Sumir tóku þetta jafnvel svo alvarlega, að þeir hættu hreinlega að mála í mörg ár, uns aftur rofaði til. Þetta var formrannsóknartíma- bil í myndlistinni, og sem slíkt ákaflega þarflegt að mínum dómi, og hafði gagnleg áhrif á myndlist- ina. En það er til marks um þær miklu breytingar sem orðið hafa á afstóðu manna til þessara hluta síðustu árin, ekki hvað síst vegna eða fyrir áhrif frá popplistinni, að nú er nánast allt leyfilegt jafnt í myndlist sem öðrum listgreinum. Spurningin snýst ekki lengur um það eftir hvaða stefnu maður vinnur, heldur hver árangurinn er. Ofsinn og mildin búa þér undir bránni. Þrenna við Útsæ Kinars Benediktssonar. Andlegt inntak mynda Sumir eru í abstrakti, aðrir í hreinum raunsæisútfærslum, og enn aðrir svamla um þar mitt á milli. Allt er þetta ágætt, en fyrir mér er það aðalatriði, höfuðnauð- syn, að í myndunum sé að finna eitthvert andlegt inntak. Það skiptir líka höfuðmáli í því, hvort mynd lifir, að hún hafi slíkt inn- tak. Til þess að hafa inni að halda slíkt andlegt inntak þarf mynd ekki endilega að vera frásagnar- legs eðlis, en fáránlegt er að frá- sögn megi ekki koma fyrir í mynd. Áður var það um tíma talið vont, ef mynd hafði það sem kallað var bókmenntalegt eðli. Nú hafa fæst- ir nokkuð við það að athuga, en sýning af því tagi sem ég held nú á Kjarvalsstöðum, hefði naumast getað orðið að veruleika fyrir um það bil tuttugu árum. Þegar föng eru sótt í ljóð má segja að myndlistin hafi bók- menntalegt inntak, en það á þó ekki að skipta myndina neinu máli, þar verður hið myndræna að sitja í fyrirrúmi. Myndin verður að lifa sjálfstæðu lífi, og má því aldrei þurfa að hafa neins konar texta með sér, hvorki ljóð né ann- an texta, ef hún á að standa sem mynd. Vert er þó að minna á í þessu sambandi, að bókmenntir af ýmsu tagi hafa löngum verið myndlist- armönnum „yrkisefni", svo sem Biblían og goðsagnir áður fyrr, og hér heima þekkjum við til dæmis myndröð Baltasars við Fáka Ein- ars Benediktssonar, frá síðustu sýningu hans og Bragi Ásgeirsson hefur gert myndir við Áfanga Jóns Helgasonar og Jón Engil- berts við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar. Þjóðsögurnar hafa líka orð- ið mörgum hugstæðar og nota- drjúgar sem myndefni." Heil sýning um Ijóð — Og nú hefur þú tekið þér fyrir he.ndur að halda heila sýningu með sextíu myndum, sem öll eiga sér „Ijóðræna" forsögu, ef svo má segja. „Já, það eru mörg ár síðan ég tók að hugleiða þann möguleika að halda heila sýningu byggða á ljóð- um," sagði Gísli. „Síðan hef ég lík- lega farið í gegnum ekki færri en 200 ljóðabækur íslenskra skálda, þar sem ég hef leitað að ljóðum er hvettu mig til að mála eftir hughrifunum. Verkið byrjaði ég síðan fyrir alvöru fyrir þremur ár- um, og ég hef unnið að því meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.