Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 44
Horfur á að gróður taki snemma við sér - segir Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri „EF ENGIN mciriháttar breyting verdur á veðurfari, má telja örujjgt að.tún komi víðast vel undan vetri, og hér á Suðurlandi líklega mjög vel. Eins er líklegt að gróður taki yfir- leitt snemma við sér, ef ekki koma áföll,“ sagði Jónas Jónsson búnað- armálastjóri, er Mbl. innti hann eftir hvernig tún kæmu undan vetri að þessu sinni og hvernig horfurnar væru hjá bændum í vor. „Þessi vetur lagðist fremur snemma að, hann hófst víðast í Pólverjar loka sendiráöinu í Reykjavík KÍKISSTJÓRN l'óllands hefur ákveðið að loka pólska sendiráð- inu í Keykjavík í byrjun júní og mun sendiherrann framvegis hafa aðsetur í Osló. Sendiráöið hefur i fjölda ára haft aðsetur að Greni- mel 7 í Keykjavík. Hnrik Jesaki í pólska sendi- ráðinu sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að ástæðan fyrir lokun sendiráðsins og flutningi þess til Osló, væri einfaldlega sparnaðarráðstöfun pólskra stjórnvalda, enda væri ódýrara að reka eitt sendiráð en tvö. Nú, þegar sendiráöinu verður lokað, eru 28 ár liðin frá því að það var opnað. Núverandi sendiherra Pól- lands á Islandi Karol Nowak- owski verður áfram sendiherra, en eins og fyrr segir með aðsetri í Osló. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort einhverjir starfsmenn sendiráðsins muni hafa aðsetur á Islandi í fram- tíðinni. byrjun október og var harður framan af. Nú var sl. sumar ákaf- lega erfitt og voru horfurnar á tímabili óneitanlega nokkuð ískyggilegar. En upp úr áramótum gerði hins vegar betri tíð, sem hef- ur haldist nokkuð óslitið. Það hef- ur þannig ræst mikið úr þessu og nú er almennt nokkuð gott hljóð í bændum. Það sem er mikilvægast, er að á landinu í heild hafa ekki orðið svellalög. Það hafa að vísu verið nokkuð miklir snjóar í sumum landshlutum, en þá hefur tekið upp jafnt og þétt. Þannig ættu að vera góðar horfur með sprettu víð- ast hvar, ef ekki bregður til hins verra með tíðarfarið. Sauðburður byrjar víðast þegar vika er liðin af maí og eru ágætar horfur með hann víðast á landinu, ef þetta góða tíðarfar helst." I.josm. Mbl.: Lárus Karl Innflutningur jókst um 65% tímabilið janúar-febrúar: Um 300% verðmætaaukning í inn- flutningi á kæli- og frystitækjum INNFLUTNINGUR til landsins jókst um 75,6% í febrúar- mánuöi sl., samanboriö við febrúarmánuð 1981, en verðmæti innflutningsins jókst úr tæplega 435,4 milljónum króna í liðlega 764,4 milljónir króna. Ef hins vegar tímabilið janúar- febrúar er skoðað, kemur í Ijós, að innflutningur til landsins hefur aukizt um 65% frá sömu mánuðum árið 1981, en verð- mæti innflutningsins jókst úr 790,9 milljónum króna í tæp- lega 1,305 milljarð króna. ísspöng föst við Grímsey ÍSSPÖNG er nú komin að Gríms- ey og truflar hún siglingar báta við eyjuna. Hefur verið strengdur vír fyrir hafnarmynnið, en spöng- in er löng og mjó og hefur rekið að vestan upp að eynni. Vestanátt var við eyna í gær. Þá má geta þess, að útflutn- ingur íslendinga jókst í febrú- armánuði um liðlega 63% frá fyrra ári, en hann jókst hins vegar ekki nema um liðlega 40% tímabilið janúar-febrúar í ár miðað við sömu mánuði á síð- asta ári. Dæmi um aukinn innflutning einstakra vörutegunda á tíma- bilinu janúar-febrúar sl. eru kæli- og frystitæki til heimilis- nota, en verðmæti þess innflutn- ings jókst umrædda mánuði miðað við sama tímabil á árinu 1981 um tæplega 300%, eða úr 708 þúsund krónum í 2,822 millj- ónir króna. Þá má nefna, að verðmæti litsjónvarpa, sem flutt voru inn umrætt tímabil, jókst um tæp- lega 81% milli ára, eða fór úr 2,834 milljónum króna í 5,127 milljónir króna. Verðmæti þvottavélainnflutn- ingsins á umræddu tímabili jókst um liðlega 170%, eða úr 1,007 milljón króna í 2,725 millj- ónir króna. Ef innflutningurinn er skoðaður eftir viðskiptalöndum okkar íslendinga kemur í ljós, að mest er flutt inn frá Sovét- ríkjunum þessa fyrstu tvo mán- uði ársins, eða fyrir liðlega 183 milljónir króna, sem er liðlega 14% heildarinnflutningsins. í öðru sæti er Vestur-Þýzka- land, en verðmæti innflutnings- ins þaðan var liðlega 160,6 millj- ónir króna, sem er um 12,3% af heildarinnflutningnum á þessu tímabili. í þriðja sæti eru Hol- lendingar, en þaðan voru fluttar vörur fyrir liðlega 135,3 milljón- ir króna fyrstu tvo mánuðina á þessu ári, sem svarar til um 10,3% heildarinnflutningsins. í fjórða sæti er Danmörk, en þaðan voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 115 milljónir á umræddu tímabili, sem svarar til um 8,8% heildarinnflutnings- ins. I fimmta sæti eru Bandarík- in en þaðan voru fluttar inn vör- ur fyrir tæplega 114,3 milljónir króna á umræddu tímabili, sem svarar til um 8,76% heildar- innflutningsins. Loks má nefna Svíþjóð, sem er í sjötta sætinu, en þaðan voru fluttar inn vörur fyrir liðlega 111,2 milljónir króna fyrstu tvo mánuði ársins, sem svarar til um 8,5% heildar- innflutningsins. Tekinn við meintar ólöglegar veiðar Undarleg þrákelkni að halda í þetta svæði segir Davíð Oddsson um Rauðavatnssvæðið MÉR FINNST það undarleg þrá- kelkni að halda dauðahaldi í þá hugmynd að færa framtíðarbygg- ingarsvæði Keykjavíkur upp á Kauöavatnsheiðarnar, því þessar nýju fréttir um hve landið er gegn- sprungiö gera það erfitt að koma þar fyrir byggð svo í lagi sé, sagði I)avíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en í Mbl. i gær sagði Sigurður Harðarson formaður skipulagsnefndar Keykjavíkur að það hreytti engu um skipulagið þótt sprungum á þessu svæði fjölgaði eða fækkaði. — Ef til vill væri skiljanlegt að drífa upp byggð á þessu svæði ef ekki væri annar kostur fyrir hendi, en þetta er nánast óskilj- anlegt þar sem miklu hagkvæm- ari svæði eru fyrir hendi með- fram ströndinni, sagði Davíð ennfremur. — Við verðum að hafa í huga að á Rauðvatnssvæð- inu eru sprungurnar aðeins einn galli af mörgum. Svæðið liggur hátt og sumar kemur þar um 3 vikum síðar en við ströndina, það er dýrt að leggja þarna stofnlagnir og mætti spara stórkostlegar fjárhæðir ef horfið væri frá þessu svæði og þá þyrfti ekki heldur að leggja af besta neysluvatn borgarbúa, að Bull- augum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að núverandi borgaryfir- völd komist upp með þessa þrá- kelkni sína. Síðasta tækifærið til þess gefst hinn 22. maí nk. og þá þurfa borgarbúar að taka í taumana, sagði Davíð Oddsson að lokum. FOSTUDAGINN 23. apríl sl. stóð Landhelgisgæzluvélin TF-RÁN m/b Draupni V&550 að meintum ólöglegum togveiðum undan Kakkafjöru. Málið var sent bæj- arfógetanum í Vestmannaeyjum til málsmeðferðar. Skipstjórinn á Draupni hefur þegar viðurkennt brot sitt, en samkvæmt fyrstu mælingum var mesta fjarlægð frá landi 2,5 sjómílur og vitinn á Stórhöfða var í 7 sjómílna fjarlægð. Gefur það stað bátsins um 0,5 sjómílur innan fiskveiðimarkanna á þess- um slóðum. Síðan var mesta fjarlægð frá landi mæld um 2,7 sjómílur og vitinn á Stórhöfða í um 6,7 sjó- mílna fjarlægð. Gefur það stað bátsins um 0,3 sjómílur innan leyfilegra fiskveiðimarka. Mælingarnar voru gerðar með ratsjá flugvélarinnar og var haft samband við bátinn og hon- um sagt að hífa veiðarfærin og halda til Vestmannaeyja. Gífurleg skemmdar- verk í Arbæjarsafni GÍFURLEG skemmdarverk hafa verið unnin í Árbæjarkirkju og gamla bænum i Árbæ og sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun aðkoman hafa verið mjög Ijót. Skemmdir voru unnar á munum og húsbúnaði. Tilkynnt var um verknaðinn til lögreglunnar um hádegisbilið í gær og fóru lögreglumenn og rannsóknarlögreglumenn á staðinn. Unnu þeir fram eftir degi við að kanna skemmdir og verksummerki, en lögreglan bannaði myndatökur meðan á vettvangsrannsókn stóð og reyndist ekki unnt að fá nánari upplýsingar áður en Mbl. fór í prentun í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.