Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 19 Heimssöngvari Tónlist Jón Ásgeirsson William Parker er heims- söngvari, baritonsöngvari með fallega rödd er þolir miklar W illiam Parker sviptingar, bæði sakir gæða hennar og þjálfunar, rödd, sem stýrt er af þekkingu og miklu listfengi. Verkefni hans voru Adelaide eftir Beethoven, Bana- lites eftir Poulenc, War Scenses eftir bandarískt tónskáld að nafni Ned Rorem og síðast Dichterliebe eftir Schumann. Allt var þetta frábærlega flutt og stundum á strengjum snilld- arinnar, einkum í Dichterliebe, þar sem söngvara og undirleik- ara tókst í nokkrum andartökum að nálgast hið óskilgreinanlega, snilldina, sem ekkert orð er til yfir, mjög fáir geta nálgast, eng- inn getur átt, en allir þekkja eft- ir á og brenhur manni í hjarta eins og þegar brauðið hafði verið brotið forðum daga. William Huckaby var söngvaranum til aðstoðar, góður píanóleikari en nokkuð meðvitaður í túlkun sinni, vissi hvað hann vildi og sýndi manni það svolítið um- fram það nauðsynlega, svo at- hyglin beindist frekar að því sem hann var að gera, en tónlistinni sjálfri. Lokatilraunin Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson LOKATILRAUNIN Handrit: March Kosen. Kvikmyndun: Hohn ('oquillon. Leikstjórn: l'aul Almond. Sýningarstaður: Kegnboginn Góð kvikmynd þarf annaðhvort að búa yfir spennu, kímni eða listrænum efnistökum. í „The Fin- al Assignment" sem nú skreytir tjaldið í A-sal Regnbogans er að- eins að finna einn þessara þátta, sum sé dálitla spennu í þeim atrið- um myndarinnar sem gerast í Rússíá. En spenna þessi næst með því, að setja varnarlausan kanad- ískan fréttamann útaf fyrirfram skipulagðri áætlun og þar með velkjist hann inná óopinber svið sovésks þjóðskipulags. En þótt hinn ákafi „sannleiksleitandi" fréttamaður vilji þannig komast undan alsjáandi auga hins opin- bera í þessu mikla landi þá er einsog ósýnileg hönd KGB seilist innum hverja gátt. Og það er ein- mitt þessi nærvera hins ósýnilega valds sem vekur spennu með áhorfandanum. Ósjálfrátt veltir maður því fyrir sér þegar horft er á myndina hvernig hinum almenna manni líður í landi þar sem örfáir menn ráða svo til hverri lífshræringu. Mér varð þannig hugsað til lýs- ingar Axelander Solsjenitsyn í Gulag-eyjunum á því hvernig hinn fámenni bolchevíkaflokkur grundvallaði alræðisvald sitt. Sol- sjenitsyn segir: „Kerfin (útsendar- ar flokksins)) byggðu úrtak sitt sjaldnast á neinum lögmálum, sem gætu ákveðið hver væri rétt- tækur og hver friðhelgur, heldur leituðust við að fylla upp í ákveðna tölu. Þessi tölufylling gerðist stundum samkvæmt ein- hverju lögmáli, en stundum bar hún tilviljunareinkenni í bak og fyrir. Árið 1937 snéri kona nokkur sér til skrifstofu NKVD í Novoc- herkask með fyrirspurn; hvað hún ætti að gera við ungbarn fangels- aðrar grönnu sinnar. „Dokið við," var svarið, — „við skulum athuga málið." Hún dokaði við í tvær klukkustundir. Þá var hún leidd út af skrifstofunni og stungið í klefa. Það lá á að fylla uþp í kvótann, en starfslið ekki nægjanlegt til að endasendast út um alla borg, þessi aftur á móti tiltæk í staðinn". Því miður er „The Final Assignment" ekki nógu fagmannlega unnir til að opinbera áhorfandanum hið sovéska kerfi í nekt sinni. Ymsar góðar hugmyndir koma fram en leikstjórinn Paul Almond vinnur ekki úr efniviðnum heldur skilur við hugmyndirnar hráar ef svo má segja. Kannski var fjármagnið af of skornum skammti. Grunar mann að leikararnir þau Genevi- eve Bujold, sem leikur frétta- manninn kanadíska og hinn guð- umlíki Michale York, sem leikur útsendara sovétstjórarinnar hafi gleypt bróðurpart þess fjármagns sem hinum kanadíska kvikmynda- hóp stóð til boða. Burgess Mere- dith hefur og kostað sitt. Annars dugir ekki digur sjóður ef handrit og leikstjórn eru slök. Hinsvegar virðist góður leikur ekki háður neinum lögmálum þannig er Coll- een Dewhurst í hlutverki rússn- esku vísindakonunnar Valentine Ulanovo hreint afbragð. „Dilknes", mynd nr. 47. Úr fórum fjölskyldunnar ¦ .'iL'JiTJIIM4 Valtýr Pétursson Mér er minnisstæð dagstund fyrir nokkuð mörgum árum austur í Hveragerði á heimili vinar míns Gunnlaugs Schev- ings. Þar var gestkvæmt þá stundina og einkum og sér í lagi er mér minnisstæður hæglátur og aðlaðandi maður, sem ekki hafði orðið áður á vegi mínum, en verk hans voru mér að ein- hverju kunn. Þetta var Höskuld- ur Björnsson listmálari, er ætt- aður var úr Hornafirði eins og fleiri í því fagi málaralist t.d. Svavar Guðnason, Jón Þorleifs- son og kaupfélagsstjóri þeirra á Höfn, Bjarni, sem stundaði mál- verk í frítímum sinum og fylgd- ist með framvindu í listgreininni með því að vera áskrifandi að því fræga riti STUDIO. Kynni okkar Höskulds urðu tekin fram í sýningarskrá. Það er heldur ekki nefnt í því riti, hvort um olíumálverk, teikn- ingu, eða vatnslitamyndir sé að ræða, og því miður rýrir þessi vankantur sýningarskrána sem heimild í framtíðinni. En það er ágætur formáli um listamann- inn í sýningarskrá, og er hann ritaður af góðvini málarans, Kristjáni skáldi frá Djúpalæk. Sumum mun áreiðanlega mis- líka upphenging þessarar sýn- ingar, og það er eins og fagmenn hafi ekki verið þar með í ráðum. Þetta eru nokkur lýti á sjálfri sýningunni en þessi verk Hösk- ulds Björnssonar eiga betri með- höndlun skilið að mínum dómi. Hér ægir nokkuð ósamstæðum verkum saman, og því veröa heildaráhrif sýningarinnar ekki eins og efni standa til. Það er mikill vandi að ganga þannig frá listaverkum, að þau fái að njóta sín til fulls, en ég er hræddur 77 er einnig ein besta mynd á þessari sýningu. Ég stikla hér á stóru og tíunda ekki fleiri að sinni. Enda yrði það bara til málalengingar, en fáir nenna að lesa slík skrif. Hornafjörður og Skaftafells- sýslur virðast hafa haft sérstæð tök á málaranum Höskuldi Björnssyni. Það landslag virðist honum miklu kærara en flest annað. Hann virðist hafa verið barn umhverfis síns og lifað í nánum tengslum við náttúru, ekki hvað síst við dýrin í flæð- armálinu, kýrnar og hestana. Það eru samt fuglarnir, sem eru honum hugstæðastir, og þar virðist hann jafnan vera hvað mest í essinu sínu. Það hefur verið í gangi að und- anförnu nokkuð af yfirlitssýn- ingum á verkum látinna lista- manna: Vigdís Kristjánsdóttir í listasafni ASÍ, Ragnheiður Ream á Kjarvalsstöðum, Brynj- Michael York og Genevieve Hujold i hlutverkum sínum ekki meiri en þessi dagstund, en það þurfti ekki langa samveru við Höskuld Björnsson til að fullvissast um, að þar fór sér- stakur heiðursmaður. Gentil- maður eins og þeir segja á Bret- landi. Ljúfmennska og glettni virtust einkenna far hans allt, og nú, er ég sé verk þessa manns á Kjarvalsstöðum, sé ég ekki betur en að einmitt þessir minnis- stæðu eiginleikar frá okkar stuttu kynningu komi afar áber- andi fram í verkum Höskulds. Hann hefði orðið 75 ára á sumri komandi, ef hann hefði lifað, og má því hiklaust setja sýninguna á Kjarvalsstöðum í sambandi við þessi merku tímamót. Eg efast þó um, að hægt sé að kalla þessa sýningu yfirlitssýningu á verk- um Höskulds, því að hér er að- eins tekið úr fórum fjölskyld- unnar, eins og undirtitill sjálfrar sýningarinnar bendir til. En þarna eru sjálfsagt myndir frá flestum tímabilum listamanns- ins, en því miður eru engin ártöl .Hestar" (teikning), mynd nr. 66. um, að það verði ekki sagt um þessa sýningu Höskulds Björns- sonar. Þau verk, sem valin hafa verið til þessarar sýningar, eru nokk- uð misjöfn að gæðum. Persónu- lega finnst mér vatnslitamyndir Höskulds bera af á þessari sýn- ingu, enda eru þær, að ég held, í meirihluta. Einmitt á vatnslita- myndunum sér maður greini- lega, hvernig listamaðurinn leit- ar fyrir sér við myndgerð sína, og á stundum nær hann ágætum árangri. Nefni ég þar til stuðn- ings máli mínu myndir eins og no. 2, 3, 47 og 43. Höskuldur var mjög sérstæður fuglamálari, en það er sérstakt fag til dæmis í breskri menningu. Þar náði hann ágætum árangri oft á tíð- um, og eitt olíumálverk á þessari sýningu sannar getu hans á þessu sviði. Það er no. 95, Tjald- ur. Og annað olíumálverk langar mig til að benda sérstaklega á, það er no. 100 og heitir Uppstill- ing. Teikningin Straumendur no. ólfur Þórðarson í Listasafni Is- lands og nú minningarsýning um Höskuld Björnsson að Kjarvals- stöðum. Þetta er mikið framtak og þarft. Sannleikurinn er sá, að alltaf bætist við fólk, sem ekki þekkir nægilega til þróunar ís- lenskrar myndlistar, og úr því verður ekki betur bætt en með því að gefa fólki kost á að sjá heildarmyndir af þeim lista-. mönnum, sem hafa skilað dags- verki sínu. Tímarnir eru síbreytilegir og þar með þörf og smekkur fyrir list. Allt er þetta duttlungum tímans háð, og góð latína í dag þarf ekki að vera í hávegum á morgun og öfugt. Þessi sýning úr fórum fjölskyldu Höskulds Björnssonar málara er bæði forvitnileg og tímabær. Því mælist ég til við þá, er vilja verða ofurlítið fróðari um ís- lenska myndlist, að láta þessa sýningu ekki ganga sér úr greip- um. Hafi aðstandendur þökk fyrir framtakið og ræktarsem-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.