Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Aukið sjálfsforræði sveitarfélaga: Neyðaráætlun vegna heita vatnsskorts í Reykjavík? Svo hefur verið þrengt að framkvæmda- og þjónustugetu llitaveitu Reykjavíkur, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson (S) í umræðu á Alþingi í gær um gjaldskrárákvæði, að komi til kuldakasts á næsta vetri, sem stendur lengur en þrjár vikur, verður að grípa til þess að kynda tiltækar varastöðvar með olíu vegna heitavatnsskorts. I*að er jafnvel verið að gera því skóna að setja upp sérstaka neyðaráætlun um aðgerðir, ef hæstu hús á hitaveitusvæð- inu verða heitavatnslaus undir slíkum kringumstæðum. Sjálfsforræði sveitarfélaga Framangreind ummæli féllu í umræðu um þingsályktunartil- lögu, sem Magnús H. Magnússon (A) o.fl. þingmenn flytja, og fja.ll- ar um aukið sjálfsforræði sveitar- félaga. Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti fyrir meirihlutaáliti frá Alls- herjarnefnd Sameinaðs þings, sem leggur til að tillagan verði sam- þykkt með nokkuð breyttu orða- lagi, en að álitinu standa auk hennar: Birgir Isleifur Gunnars- son (S), Halldór Blöndal (S) og Steinþór Gestsson (S). Tillagan miðaði að því að auka sjálfræði sveitarfélaga í landinu og leysa hnúta, sem lengi hafi verið talað um að leysa þurfi — en athafnir aldrei fylgt orðum. Meginatriði tillögunnar eru þessi: • 1) Skattlagning á tekjum ein- staklinga og á eignum einstakl- inga og fyrirtækja verði einvörð- ungu á vegum sveitarfélaga, en tekju- og eignaskattur til ríkis- sjóðs falli niður. • 2) Skattar af veltu verði alfarið á vegum ríkissjóðs, en aðstöðu- gjöld til sveitarfélaga falli niður. • 3) Það sem á skortir til að ná jöfnuði milli ríkis og sveitarfé- laga, eftir þessa breytingu, verði gert með því að draga úr sér- greindum tilfærslum frá ríki og sveitarfélögum og með því að sveitarfélögin yfirtaki verkefni frá ríkinu. • 4) Að jöfnunarsjóður sveitarfé- laga þjóni í auknum mæli því hlutverki að jafna aðstöðumun sveitarfélaga og jafna kostnað milli landshluta, en dregið verði verulega úr því, að hann sé viðbót við fasta tekjustofna þeirra. • 5) Sveitarfélögin fái óskorað vald til að ákveða gjaldskrár fyrir veitta þjónustu, án afskipta ríkis- valdsins. Páll Pétursson (F) mælti fyrir nefndaráliti minnihluta (Skúli Al- exandersson (Abl.) og Haraldur Ólafsson (F), auk hans), sem flyt- ur frávísunartillögu, þ.e. að tillög- unni verði vísað til ríkisstjórnar- innar. Vald og verkefni til sveitarfélaga Alexander Stefánsson (F) tók undir frávísunartillöguna. Stjórn- skipuð nefnd starfaði nú að endur- skoðun sveitarstjórnarlaga og sameiningu sveitarfélaga, nýtekin til starfa, og ennfremur hefði endurskoðunarnefnd á verkefna- skiptingu ríkis og sveitarfélaga nýskilað áliti. Rétt væri að sjá, hvað út úr þessu kæmi. Frumvarp til laga vegna nor- rænna fjárfestingarlána FKUMVAKI' til laga vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna var lagt fram á Alþingi sl. miðvikudag. I frum- varpinu segir að ríkisstjórninni sé heimilt art ábyrgjast hlut íslands, allt að fjárhæð 2.830.000 SDR, gagnvart Norræna fjár- festingarbankanum vegna fjárfestingar- lána og ábyrgöa til verkefna. Kíkisstjórn- inni sé og heimilt að ganga frá samningi við Norræna fjárfestingarbankann á þess- um grundvelli. í athugasemdum við lagafrumvarp þetta kemur m.a. fram að árið 1981 hefði ráðherranefnd Norðurlanda lagt til við Norðurlandaráð að norrænt samstarf um verkefnaútflutning skyldi aukið, en með orðinu „verkefnaútflutn- ingur“ væri átt við sölu fullgerðra mannvirkja til útlanda. Síðar á árinu 1981 hefði ráðherranefndin ákveðið að taka upp samstarf á þessu sviði. í at- hugasemdunum segir ennfremur að að baki þessu liggi sú hugsun að auka samkeppnisgetu fyrirtækja á Norður- löndum við sölu til þróunarlanda, en einnig til landa sem búa við ríkisrekinn áætlunarbúskap. Birgir ísleifur Jóhanna Magnús H. Magnússon, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði nefndir hafa starfað í tvo áratugi, án þess að Alþingi kæmi sér sam- an um stefnumörkun né ákvörðun- artöku. Nú er ekki seinna vænna en höggva á hnútinn, sagði hann. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði tillöguna falla að stefnu- mörkun Sjálfstæðisflokksins um valddreifingu, þ.e. fiutning valds og verkefna til sveitarfélaganna. Hún einfaldaði og skattakerfið og gerði það auðveldara í fram- kvæmd. Auk þess væri það mjög mikilvægt að auka á sjálfsforræði sveitarfélaga, m.a. um gjaldskrár- ákvarðanir, en afskipti ríkisvalds- ins hefðu leitt til þess að margar stofnanir sveitarfélaga römbuðu á barmi gjaldþrots. Sem dæmi um hve sumar stofnair væru hart leiknar nefndi hann Hitaveitu Reykjavíkur og lét orð falla í þá veru sem hér sagði í upphafi frá- sagnar. Aðrir, sem til máls tóku, og mæltu fyrir tillögunni vóru: Vil- mundur Gylfason (A), Árni Gunn- arsson (A) og Jón Baldvin Hanni- balsson (A), sem lögðu m.a. áherzlu á, að hér væru eitt Magnús H. merkasta umbótamál á ferð, sem lagt hefði verið fyrir það Alþingi, sem nú væri að ljúka, og varðandi stjórnkerfi landsins. Furðu gegndi að menn, sem þættust tala máli sveitarfélaga í landinu, létu „handjárna" sig í þessu máli — og það á ári sveitarstjórnarkosninga. Frumvarp sjálfstæðismanna um viðskiptabanka: Sömu lög og sömu starfsheimild ir um alla viðskiptabanka MATTHÍAS Á. Mathiesen og 12 aðr- ir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp til laga um við- skiptabanka, sem samið er á vegum þingflokks sjálfstæðismanna og flutt á vegum hans. Frumvarpið tekur til allra viðskiptabanka, bæði í eigu rík- issjóðs og hlutafélagsbanka. I frum- varpinu er tekið á öllum atriðum, sem þykja eiga erindi í altæka lög- gjöf um slíka bankastarfsemi. Samkvæmt greinargerð felur frumvarpið í sér þessar breytingar helztar frá gildandi bankalöggjöf: • 1) Samkvæmt frumvarpinu um viðskiptabanka skulu sameiginleg lög gilda um alla ríkisviðskipta- bankana og alla hlutafélagsbank- ana, í stað þess að nú gilda sérstök lög um sérhvern banka, eins og almennt tíðkast nú í nágranna- löndum, og jafnframt eru sett ákvæði til þess að tryggja eðlilega samkeppni milli stofnana á þessu sviði. • 2) Horfið skal frá þeirri skipan, að lögfest sé, að banki sérhæfi sig til þjónustu við ákveðna atvinnu- grein eða þjóðfélagshóp. Ekkert yrði þó því til fyrirstöðu, að t.d. hlutafélagsbanki þrengdi starfs- vettvang sinn með ákvæðum í samþykktum sínum. • 3) Starfsheimildir beggja teg- unda banka, þ.e. ríkisviðskipta- banka og hlutafélagsbanka, verði nákvæmlega hinar sömu. • 4) Starfsheimildir viðskipta- bankanna verði auknar verulega frá því sem verið hefur og þó sér- staklega að því er varðar hlutafé- lagsbanka, sbr. liði 5—9 hér á eft- ir. • 5) Gert er ráð fyrir, að löggjöf- in sé með þeim hætti, að sérhverj- um viðskiptabanka sé frjálst að ákveða almenna vexti af inn- og útlánum sínum. • 6) Sérhverjum viðskiptabanka verði frjálst að ákveða stofnun útibús og umboðsskrifstofu, sbr. ákvæði frumvarps um Seðlabanka um afnám réttar hans og ráðherra til afskipta af þessum málum. • 7) Sérhverjum viðskiptabanka verði heimilt að versla með er- lendan gjaldeyri í samræmi við reglur, sem séu hinar sömu fyrir alla banka. Nú hafa aðeins Lands- banki og Utvegsbanki þennan rétt. • 8) Settar verði altækar reglur um takmörk heimilda viðskipta- banka til að eiga fasteignir, hJuta- bréf og annars konar eignarhluta í öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Þessar reglur eru sumpart þrengj- andi, að því er varðar fasteignir viðskiptabanka og hlutabréfaeign ríkisviðskiptabanka, en sumpart rýmkandi, að því er varðar hluta- bréfaeign hlutafélagsbanka. Regl- urnar verði í meginatriðum sem hér segir: a) Banka skal óheimilt að eiga aðrar fasteignir en þær, sem nauðsynlegar eru vegna starf- seminnar eða vegna líklegrar aukningar á henni._ b) Viðskiptabanka verði heimilt að eiga aðild að fyrirtækjum, sem reka bankastarfsemi eða aðra starfsemi, sem er skyld eða í nánum tengslum við bankastarfsemi. c) Umfram framangreint verði viðskiptabanka heimilt að eiga hlutabréf innan ákveðinna, þröngra marka: Hlutabréfa- eign má ekki fara fram úr 2% af eigin fé banka og samanlögð hlutabréfaeign banka skal ekki fara fram úr 15% af eigin fé hans. Heimild þessi tekur ein- ungis til hlutabréfa, sem selja má og veðsetja hömlulaust. — Viðskiptabanka skal þó heimilt án takmarkana að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. • 9) I frumvarpinu eru altæk ákvæði um heimild manna til að setja á stofn hlutafélagsbanka. Skal lágmark hlutafjár vera 5 millj. kr. við gildistöku laganna. Eftir þann tíma breytist lágmark- ið í takt við breytingar á verðgildi peninga. Sýni t.d. almennt viður- kennd verðlagsvísitala hækkun, hækkar lágmark hlutafjár í sama mæli. • 10) Ailir bankar skuli heyra undir einn og sama ráðherra. Af- numin verði heimild ráðherra til að skipa menn í stjórn Iðnaðar- banka íslands hf. • 11) Við opnun innlánsreikninga skal gert skylt að skrá nafn reikn- ingseiganda og nafnnúmer. • 12) Fyrir alla viðskiptabanka skuli gilda sömu reglur um ákveð- ið mælanlegt hámark fyrir- greiðslu við einstaka viðskiptaað- ila. Hámarkið skal vera sem svar- ar 30% af eigin fé banka, nema til komi samþykkt bankaráðs, þá hæst 50%. Engar skuldir og ábyrgðir. viðskiptamanns við- skiptabanka skuli vera undam skildar við þennan útreikning. — I núgildandi lögum er ekki að finna nein ákvæði um þetta efni. • 13) Frumvarpið gerir ráð fyrir, að með lögum verði komið fastri, samræmdri skipan á leyfileg fjár- hagsleg tengsl starfsmanna og stjórnunar- og eftirlitsaðila við viðkomandi viðskiptabanka. Með lögum verði bankastjórum og að- stoðarbankastjórum meinað að vera skuldugir viðkomandi banka. Strangt eftirlit, verði með við- skiptalegum tengslum bankaráðs- manna og endurskoðenda við bankann. Bankaráðsmenn, endur- skoðendur og starfsmenn megi ekki koma fram sem umboðsaðilar varðandi lánbeiðnir eða aðrar fyrirgreiðslubeiðnir. Aðrir starfsmenn en að ofan greinir megi ekki vera skuldugir banka sínum, nema eftir sérstökum regl- um, sem bankaráð og bankastjór- ar setja. — Ákvæði í núgildandi lögum um einstaka banka um þessi efni eru sundurleit og að ýmsu leyti ófullkomin. • 14) Um lausafjárstöðu er í frumvarpinu lagt til, að horfið verði frá nákvæmri tölulegri við- miðun, svo sem nú er í lögum allra bankanna, sbr. ákvæði í lögum um Landsbanka, svohljóðandi: „Skal eign bankans í ríkistryggðum verðbréfum og öðrum tryggum og auðseldum verðbréfum nema að minnsta kosti 15% af innlánsfé með sparisjóðskjörum." I staðinn verði kveðið á um skyldu banka til að kappkosta að hafa yfir að ráða nægilegu lausu fé til að geta innt af hendi úttektir á innlánsfé og aðrar nauðsynlegar útgreiðslur. • 15) Ákvæðið um eiginfjárstöðu er nýmæli í frumvarpinu. Lagt er til, að eigið fé megi ekki vera lægra en sem svarar 5% af niður- stöðutölu efnahagsreiknings, að frádregnum vissum kvikum fjár- munum, svo sem innstæðum í Seðlabanka o.fl., en að viðbættum þeim ábyrgðum, sem banki hefur tekið að sér fyrir viðskiptaaðila sína. • 16) Lagt er til, að reikningsár viðskiptabanka skuli ákveðið í reglugerð eða samþykktum, frem- ur en að með lögum sé ákveðið, að reikningsárið sé almanaksárið. Þá er lagt til, að ráðherra setji reglur um gerð ársreiknings viðskipta- banka og mundi þar vera kveðið á um reglur, sem fylgja beri um virðingu eigna. Þetta ákvæði ásamt ákvæðum um eiginfjár- stöðu ætti að leiða til að ársreikn- ingar banka yrðu sannari og sam- anburðarhæfari en verið hefur. • 17) Ákvæði um endurskoðun eru mjög ítarleg og ströng. Tryggt skal, að löggiltur endurskoðandi hafi atbeina að endurskoðun banka. í sérhverjum banka skal starfa sérstök endurskoðunardeild undir stjórn forstöðumanns, sem ráðinn skal af bankaráði, og skal deildin sjá um, að innra eftirlit sé í lagi. • 18) Ákvæði er um skyldu banka til að hætta starfsemi, ef brotið er ákvæði laganna um eiginfjárhlut- fa.ll, og eru þessi ákvæði, eftir því sem við getur átt, hin sömu fyrir báðar tegundir viðskiptabanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.