Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Leikfélag Akureyrar frumsýnir „Eftirlitsmanninn“ eftir Gogol: „Á að vera vorgleði Akureyringa“ — segir Asdís Skúladóttir leikstjóri Leikfélag Akureyrar frumsýnir Eftirlitsmanninn eftir rússneska höfundinn Gogol á föstudags- kvöld, og er þetta leikrit fjórða verkið, sem félagið sýnir á þessu leikári. I^eikstjórar eru tveir, Guð- rún Ásmundsdóttir og Ásdís Skúladóttir, leiktjaldasmiðurinn ungverskur, Ivan Török, ljósa- meistarinn ástralskur, David Walters, en Gunnar Reynir Sveinsson samdi tónlist og leik- hljóð. Þýðandi leikritsins var Sig- urður Grímsson. I tilefni frumsýningarinnar átti fréttamaður Mbl. stutt samtal við annan leikstjórann, Ásdísi Skúla- dóttur. — Hvað geturðu sagt mér um höfundinn, Ásdís? — Hann hét fullu nafni Nikolai Vasilyevitsj Gogol, var rússneskur maður og var uppi 1809—1852. Hann reyndi við ljóðagerð í fyrstu, en reyndist algerlega misheppnað ljóðskáld og brenndi upplag fyrstu bókar sinnar, sem hafði að geyma æskuljóð. Móðir hans og systir sendu honum frá Úkraínu ýmsar sveitasögur, þegar hann var kom- inn til St. Pétursborgar, og úr þeim samdi hann alþýðusögur, sem urðu mjög vinsælar. Þá var hann um tvítugt. Hann var mjög rómantískur í eðli sínu. — En hvað um Eftirlitsmann- inn? — Það er nú saga að segja frá því, hvernig hann komst á fram- færi. Leikritið er skörp ádeila á yfirstéttina, undirlægjuháttinn, lygina og falsið í Rússlandi keis- aratímans, svo að litlar líkur voru til þess að slíkt verk slyppi í gegn- um hina ströngu ritskoðun yfir- valda. En viti menn. Einn af vin- um Gogols sýndi sjálfum zarnum, Nikulási I., leikritið, og hann varð svo hrifinn, að hann heimtaði, að það yrði sýnt. Frumsýningin var svo í St. Pétursborg árið 1836, og „Hann bar upp bónorðið af sjálfsdáðum" var zarinn viðstaddur. Ef hann hefði ekki skorist í leikinn, hefði slíkt verk áreiðanlega verið bann- að og höfundinum sennilega refs- að. — Hvernig urðu svo viðtökurn- ar? — Leikritið hlaut strax miklar vinsældir, og yfirstéttin rússneska hló, þó að höfundurinn ætlaðist nú ekki beinlínis til þess. Skömmu síðar var það sýnt í Englandi, þó að það tæki Englendinga nokkra stund að átta sig á því vegna ókunnugleika á rússnesku þjóðfé- lagi og ástandinu þar. Síðan fór það sigurför um Vesturlönd og hefur alltaf síðan verið talið með allra fremstu gamanleikjum. — Höfðar það til okkar? — Þó að það sýni rússneskt þjóðfélag í samtíma höfundar, getum við með auðveldu móti fundið til skyldleikans, — skyld- EftirlitsmaAurinn og borgar- stjórafrúin í ástarbríma. I.jósm.: I'áll að semja tvö milliatriði eða tengi- atriði, þar sem fram koma tvær nýjar persónur, leikritaskáld og misheppnaður og gjaldþrota leikhússtjóri. Þetta gefur leik- stjóra og leikendum frjálsar hend- ur til að hverfa yfir í hið dular- fulla, yfir í hugarburð og ímynd- un, jafnvel látbragðsleik og söng- Eftirlits- maðurinn ( Gestur E. Jónasson og Pjotr Ivanovitsj (Marinó Þorsteins* son) leikans við kerfisviðjar og möppu- dýraveldi nútímans, við íslenskan raunveruleika í knngum okkur. Leikritið er ósvikið gamanleikrit, en með bitrum ádeilubroddi. — Hvernig er leikgerðin, sem þið ætlið að sýna? — Gogol ætlaðist ekki til, að leikurinn yrði farsi, en hjá okkur nálgast hann það þó mjög. Eg vona, að Gogol fyrirgefi okkur það. Leikfélag MA sýndi Eftirlits- manninn fyrir mörgum árum með Pétur Einarsson í titilhlutverkinu, og þá var verkið mikið stytt. Það er það líka hjá okkur, við höfum strikað út nokkur atriði. Hins veg- ar fengum við Jón Hjartarson til Fasteignagjöldin og Framsóknarflokkurinn eftir Biryi Isl. Gunnarsson Þessa dagana eru Reykvík- ingar að greiða síðustu afborgun sína af fasteignagjöldum. Mörg- um reynist það erfitt, enda hafa fasteignagjöldin á undanförnum árum hækkað langt umfram verðbólgu, bæði vegna breyttra álagningarreglna svo og vegna þess að fasteignamat í Reykja- vík hefur nokkur ár í röð hækk- að mun meir en nemur hækkun á almennum launatekjum. Borgarbúar óánægðir Margir Reykvíkingar hugsa því vinstri flokkunum í meiri- hluta borgarstjórnar þegjandi þörfina, þegar þeir fara með fasteignagjöldin í Gjaldheimt- una. Þetta finna vinstri flokk- arnir og því eru þeir nú að reyna að hlaupast undan merkjum gjörða sinna á þessu kjörtíma- bili. h’yrstur hefur P’ramsóknar- flokkurinn riðið á vaðið. Hann birtir það nú í stefnuskrá sinni að hann vilji lækka fasteigna- gjöld í Reykjavík um 20%. En er þetta ekki nokkuð seint? Er nú líklegt að nokkur Reykvíkingur taki mark á þessum orðum „Nú eru kosningar framundan. Framsóknar- flokkurinn finnur óánægju almcnnings brenna á sér. I»á er gripið til þess ráðs að lofa því að gera aldrei aftur það, sem flokkurinn barðist haröri baráttu fyrir á þessu kjörtímabili. Hver trúir nú slíkum málflutn- ingi?“ flokksins, þegar ferill hans er skoðaður síðustu 4 ár? Þessi stefna er nefnilega dæmigerð um það, þegar stjórnmála- flokkur segir eitt en framkvæm- ir annað. Orð og gjörðir stand- ast ekki á. Framsóknarflokkiirinn iolar nú 20% lækkun fasteignagjalda. Flokk- urinn lét þaö þó verða sitt fyrsta verk á þessu kjörtímabili aö afnema 20% afslátt sjálfstæöismanna og hækka fasteignagjöldin, sem því nam. Framsókn lofaði fyrir kosn- ingarnar 1978 aö hækka ekki fast- eignagjiild á venjulegum ibúöum. Hver skyldi trúa þessu loforði flokksins nú? Sjálfstæðismenn veittu 20% afslátt I lögum um tekjustofna sveit- arfélaga segir, að skattur af íbúðarhúsnæði skuli vera 0,5% af fasteignamati. Þó er sveitar- stjórn heimilt að hækka eða lækka skattinn um 25%. Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn not- færðu sér árum saman þessa heimild um afslátt og lækkuðu skattinn um 20%, þannig að álagningarprósentan varð 0,421 af fasteignamati. Þegar vinstri flokkarnir tóku völdin í Reykja- vík árið 1978 varð það eitt af þeirra fyrstu verkum að hækka fasteignagjöldin. Þeir afnámu 20% afslátt sjálfstæðismanna og hækkuðu álagningarprósent- una í 0,5. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn voru mjög andvígir þess- ari hækkun og vildu halda sér við þær álagningarreglur, sem giltu í þeirra valdatíð. Um þetta hefur verið deilt í borgarstjórn á hverju einasta ári í fjögur ár. í hvert sinn, þegar fjárhagsáætl- unin hefur verið til afgreiðslu í borgarstjórn hafa sjálfstæðis- menn flutt tillögu um að lækka fasteignagjöldin að nýju og taka upp aftur þann 20% afslátt, sem áður var gefinn. Vinstri flokk- arnir í borgarstjórn hafa allir fellt þessa tillögu. Framsóknar- flokkurinn hefur í heilt kjör- tímabil staðið gegn því að borg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.