Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 27 Systkinin urðu mjög samhent og hafa aldrei rofið hópinn og haldið daglegri umgengni sín á milli og við foreldra sína meðan lifðu. Eftir að Steinunn missti ást- kæran mann sinn fluttist hún til Keflavíkur að Vesturgötu 12 og bjó þar með Agli syni sínum. Hélt hún fagurt og gott heimili þar sem barnabörnin áttu vísa hlýju og var þeim eins og annað heimili. Steinunn lét sér mjög annt um barnabörnin og hélt við þau stöð- ugu sambandi fram til dauðadags. Árið 1969 kenndi Steinunn heilsubrests og átti erfitt með gang, en var í fullu fjöri andlega og fluttist hún þá til Maríu dóttur sinnar að Njarðvíkurbraut 23, í Innri-Njarðvík, og var hjá henni þar til María kenndi sér meins og þurfti að leita lækninga og fór Steinunn þá á Elliheimilið Garð- vang, en kom oft til barna sinna og gisti nokkrar nætur. Síðasta dag marzmánaðar síð- astliðinn veiktist Steinunn og var flutt á Borgarspítalann og var mikið veik. Sjúkdómurinn greip hana illa og var hún meðvitundarlaus fyrstu dagana, en komst svo til meðvitundar og var nokkra daga nokkuð hress, hló og gerði að gamni sínu og setti saman vísur. Hún náði því að kveðja fólkið sitt og ástvini með sömu hlýju og glaðværð sem einkenndi hana og mega ástvinirnir þakka Guði fyrir það. Aðfaranótt 23. apríl síðastliðinn lézt Steinunn á Borgarspítalanum. Við barnabörnin kveðjum ástkæra ömmu okkar með trega og með henni er horfinn hluti af lífi okkar, við trúum því að hennar bíði betri heimur og betra líf og að hún bæti þann heim eins og þenn- an. Við óskum ömmu alls hins besta og þökkum henni allt sem við þó fáum aldrei fullþakkað. Guð veri með elsku ömmu minni. Porsteinn llákonarson Karlotta S. Þorsteins- dóttir Minningarorð Fædd 19. júní 1912 I)áin 25. apríl 1982 Það var í Hafnarfirði í vinalegu húsi rétt hjá Hellisgerði við hraun og hríslur, sem Karlotta bjó við okkar fyrstu kynni. En hve vorkvöldin þar voru töfrandi, og í endurminningunni verður þar svo bjart og hlýtt að mér finnst sem þar væri sífellt sólskin. Hjá því góða fólki, í húsinu sem nefnt er Hraunkot, var hjartarúm og húsrúm líkast því sem lýst er í Brekkukoti skáldsins. Áttu margir þar athvarf um lengri eða skemmri tíma þegar á lá. Tókst þar með okkur Karlottu sú vin- átta, sem aldrei fyrntist. Var vel- vild hennar og tryggð slík að fá- gætt er og reyndist mér sá sjóður sem unnt var að sækja styrk í þeg- ar öll sund virtust lokuð. Karlotta fæddist að Efri-Tungu í Fróðárhreppi þann 19. júní 1912 og voru foreldrar hennar Kristín Þórarinsdóttir og Þorsteinn Matthíasson sem þar bjuggu. Var hún yngst 5 systkina og átti góða og glaða æsku. Fluttist hún til Hafnarfjarðar með foreldrum sín- um á unglingsárunum og eftir að móðir hennar lést annaðist hún föður sinn meðan hann lifði og reyndist honum frábærlega vel. Á þeim árum var fátt til að létta störf verkamannsins, og vann Karlotta hörðum höndum til þess að sjá sér og sínum farborða og mikil var vinnugleði hennar, að hverju sem hún gekk. Var hún löngum við síldarsöltun og fisk- verkun en eftir að börn hennar fæddust, fyrst Kristín og síðar Anton Helgi, vann hún ýmis störf sem betur hentuðu. Álltaf var lífsbaráttan hörð og hvíld ónóg og reyndi það mjög á krafta hennar og þrek. Að lokum fór svo að heilsan bil- aði og voru síðustu árin henni mikil og erfið reyn'sla. Var það al- veg einstakt að hún skyldi ekki missa kjarkinn I öllu því and- streymi. En í þessum þrengingum naut hún styrks fjölskyldu og vina. Ber þá fyrst að nefna Kristínu dóttur hennar og mann hennar, Braga Helgason, flugmann, sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að létta henni byrðarnar. Einnig voru sonur hennar, Anton Helgi rithöfundur, og kona hans, Mar- grét Sveinsdóttir, henni til mikill- aránægju. Eru barnabörnin henn- ar nú orðin fjögur. Síðustu árin dvaldi hún að Sól- vangi í Hafnarfirði við gott atlæti. Hjúkrunarliði og félögum þar eru nú færðar þakkir fyrir alúð og nærgætni í hvívetna. Um leið og ég þakka Karlottu einlæga vináttu og tryggð í gegn- um árin óska ég henni allrar blessunar við vistaskiptin. Megi heimkoman verða henni svo björt og fögur sem vorkvöldin forðum. Fjölskyldu hennar færi ég sam- úðarkveðjur. Þórdís Aðalbjörnsdóltir Benediktsson, börnum þeirra hjóna og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Oddur Ólafsson, Haukur Þórðarson. „Anda scm unnasi fa*r cilífð aldrcgi aðskilið.“ Jll Þórður Benediktsson hlýtur að verða öllum ógleymanlegur, sem muna hann í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir hugsjónum SÍBS. Hann kom fram með snjallar hugmyndir og bar þær fram til sigurs. Því ætti að mega treysta að starfssaga hans verði nákvæm- lega skráð og varðveitt. Kemur þá m.a. fram hinn mikli þáttur hans í uppbyggingu vinnuheimilisins að Reykjalundi. Því miður dvelja margir í Reykjalundi án þess að vita upprunalegt heiti eða sögu þessa staðar, sem reistur var fyrir þá sjúklinga, sem lifðu af „hvíta dauðann" með skert starfsþrek, en þó nokkurt, sem nýst gat við hæfi- legar aðstæður. Mörgum varð dvöl í Reykjalundi leiðin út á almennan starfsvettvang. Með ólíkindum er hve mörgum af „gömlu berklasjúklingunum" hefur auðnast að skila miklu starfi, þó að fáir berklasjúklingar hafi gengið heilir hildar til áður en „nýju berklalýfin" komu til sögunnar. Svo vinsælt var Vinnu- heimilið að Reykjalundi að það var um árabil nefnt „óskabarn ís- lands". Þórður Benediktsson gekk til sinnar baráttu með bilað brjóst en geislandi af þeirri hetjulund að sjá hugsjónir rætast. Það var „kúrinn" hans á Vífilsstöðum að vera dögum oftar í Reykjavík til að vinna þingmenn og aðra mekt- armenn til fylgis við vinnuheimili SÍBS. Minnisstæð er mér fyrsta koma mín til Reykjalundar er Þórður fór þangað með okkur Jakobínu Johnsen skáldkonu, til að sýna henni staðinn. Þá voru þar aðeins smáhýsi til íbúðar fyrir vistfólk og starfsfólk, hermannabraggar, sem höfðu verið sjúkrahús Bandaríkja- manna voru notaðir fyrir heimil- ishald og margháttaða starfssemi vistmanna. Við áttum öll ánægju- lega stund í húsi Valgerðar, yfir- hjúkrunarkonu og Snjáfríðar, ráðskonu. Það er af miklu að taka að rekja minningar um Þórð í starfi, rösk- an þrátt fyrir brjóstmæðina, ljúf- an í viðmóti. Ég vendi því mínu kvæði í kross og minnist síðustu æviára Þórðar. Þótt hann væri þjakaður af erfiðum sjúkdómi var bros hans hýrt sem fyrr, hann fagnaði gestum, en Anna kona hans vakti yfir því að hann þreytt- ist ekki um of. Þrátt fyrir and- streymið var unaðslegt að hitta þau hjón, svo elskuleg og kjark- mikil í sjúkdómsraununum. Þegar Þórður var forseti SÍBS tók Anna þátt í starfi hans með móttöku fjölda gesta, erlendra sem innlendra, hún var frábær sem húsfreyja á forsetaheimili, veitingar hennar og viðmót svo fullkomið, sem fremst mátti verða. En ef til vill var hún stærst er veikindi surfu að. Er Þórður var á Vífilsstöðum, tjaldaði hún á rýmilegum stað í hrauninu nálægt hælinu og var þar með börn þeirra hjóna, svo að fjölskyldan gæti not- ið sumardaga saman. Þórður þarfnaðist stöðugrar hjúkrunar og hjálpar í mörg ár, en Anna gerði honum fært að dvelja á heimili þeirra, enda mátti hann ekki af henni sjá. Svo miklar sam- vistir gera tómið eftir hann enn stærra. , „Hve |>uny( er lífs að þreyja, er þú erl frá mér dáinn." En Önnu mun leggjast líkn með þraut, barnalán og miklar vin- sældir munu verða henni huggun harmi gegn, og áfram mun Þórður lifa í hjarta hennar og huga, því að „anda, sem unnast fær eilífð, aldregi aðskilið". Ég votta Önnu og öllum vanda- mönnum dýpstu samúð mína. Þökk fyrir allt og allt. Heilsuhæli NLFÍ, Hveragerði, Þórunn Elfa. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verda að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. I»ess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sparaóu þér fyrirhöfn og peninga og skoðaðu fyrst og síðast úrvalið okkar 50—60 tegundir af rúmum Glæsilegt úrval af sófasettum Hvergi er meira af furuhúsgögnum Líttu inn í stærstu, bestu og ódýrustu húsgagnaverslun landsins ’SHUSGAGNAHOLLIN HUSGÖGN BILDSHÖFÐA 20 110 REYKJAVÍK SIMAR: 9181199 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.