Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 29 Fræðslufundur foreldra- og kennarafélags Vogaskóla: Skólarnir fyrir börnin en börnin ekki fyrir skólana Nýlega helt foreldra- og kennarafélag Vogaskóla fræðslufund, en tilgang- ur fundarins var að vekja athygli á málefnum grunnskólanna og áhrifum skólanna á þroskaferil barna. Fékk félagið sérfróða menn til að fjalla um þróun grunnskólanna og ræða um framtíðarhorfur. Fyrirlesarar voru Krist- ján Gunnarsson fræðslustjóri, Ilrólfur Kjartansson námsstjóri og Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. „Það var ekki fyrr en með til- komu foreldrafélaganna sem for- eldrar gátu haft áhrif á þróun skólamála hér á landi en þessi mál eru ekkert sérmál skólanna, held- ur er nauðsynlegt að foreldrar hafi aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála og veita skólunum að- hald og aðstoð," sagði Margrét Þorvaldsdóttir, formaður for- eldra- og kennarafélags Voga- skóla. „Eins og getur nærri, þá hafa foreldrar áhuga á að fylgjast með skólagöngu barna sinna, en grunnskólarnir eru grundvöllur að framhaldsmenntun síðar meir. En markmið foreldra- og kennarafé- lagsins í Vogaskóla er að skólinn sé eisetinn og stundaskráin sam- felld og bekkjarstærðir hóflegar og.að réttur nemandans til þess náms, sem er á stundaskrá verði trvggður," sagði Margrét enn- fremur. „Við vonumst til þess að þessi fræðslufundur verði upphafið að gagnlegum umræðum um skóla- mál og að því að foreldrar verði betur upplýstir af skólayfirvöld- um um þær stefnur sem taka á í skólamálum áður en þær koma til framkvæmda, svo þeir geti haft einhver áhrif þar á. Foreldra- og kennarafélög eru eðlilegur hlekk- ur á milli skólanna og heimilanna og væntanlega verða stofnuð sam- tök foreldra- og kennarafélaga innan grunnskólanna í Reykjavík. Að lokum vil ég undirstrika það, að skólarnir eiga að vera fyrir börnin, en börnin ekki fyrir skól- ana,“ sagði Margrét Þorvaldsdótt- ir, formaður foreldra- og kennara- félags Vogaskóla. Til fræðslufundarins í Voga- skóla var boðið foreldrum og kennurum, fræðsluráði, borgar- fulltrúum, skólastjórum og full- trúum kennara- og foreldrafélaga í grunnskólum í Reykjavík. Á myndinni eru talió frá vinstri: Arnfinnur Friðriksson og Friðrik Gislason (Eymenn), Arnar Jónsson (Titanic), Sigurjón Ingólfsson (Eymenn), Elías Björnsson, forstöðumaður Alþýðuhússins, Sigurgeir Jónsson (Qmen 7), Val- týr Snæbjörnsson og Magnús Jónasson frá Oddgeirsnefndinni. Liðsmenn hljómsveitarinnar Radíus gátu vegna anna ekki verið viðstaddir afhending- una. IJngi maðurinn á myndinni mun vera upprennandi rótari hjá Ey- mönnum. Ljósmynd. Mbl. Sigurgeir Jónasson. Vestmannaeyjar: Fjáröflun hljómsveita í Oddgeirsminnisvarðann Á MIÐVIKUDAG fyrir skírdag gengust fjórar hljómsveitir í Vest- mannaeyjum fyrir fjáröflunar- dansleik í Alþýðuhúsinu og var ákveðið að allur ágóði skyldi renna til minnisvarðans um Oddgeir Kristjánsson. Þetta voru hljómsveitirnar Eymenn, Qmen 7, Radíus og Titanic og gáfu félagar þeirra alla vinnu sína. Að auki felldi Alþýðuhúsið niður leigu og gjöld fengust eftirgefin. Húsfyllir var umrætt kvöld og urðu margir frá að hverfa. Alls nam ágóði af dansleiknum kr. 17.550 og er myndin tekin er for- svarsmönnum Oddgeirsnefndar var afhent upphæðin. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi: Kaffisala 1. maí til styrktar Hjúkrunarheimilinu Á HÁTÍÐISDEGI verkalýðsins, 1. maí, gangast Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi fyrir kaffisölu í Sjálfstæð- ishúsinu, Hamraborg 1. Þar verða kaffi og kræsingar á boðstólum frá klukkan 14 til 18, og rennur allur ágóði til styrktar byggingu hjúkrun- arheimilis aldraðra í Kópavogi. ..BygKÍng hjúkrunarheimilisins er nú komin á lokastig, og vantar aðeins herslumuninn á að fullgera fyrsta áfanga. Við skulum taka höndum saman og létta róðurinn uns komið er í heila höfn. Sjálfstæðisfélögin hvetja alla til að leggja sitt af mörkum og styrkja þannig gott málefni," segir í lok fréttatilkynn- ingar er Morgunblaðinu hefur borist frá Sjálfstæðisfélögunum í 'Kópavogi. Frá fræðslufundi foreldra- og kennarafélags Vogaskóla. Þú gengur ekki fram hjá Lee Cooper, þær ganga með þér #DDnm LAUGAVEGI 47 SIMI17575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.