Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 11 Kappræðufundur um borgarmál úr sögunni: Ungu mennirnir í vinstri flokkunum treysta sér ekki til að verja meirihlutann - segir Árni Sigfússon formaður Heimdallar leik. Þó er kappkostað að viðhafa fullan heiðarleik gagnvart höf- undinum, sem sagði: „Ef við hlæj- um, þá skulum við hlæja að ein- hverju, sem er þess virði, að hlegið sé að því.“ Og nú á Eftirlitsmaður- inn að verða vorgleði Akureyr- inga, ef mér leyfist að segja svo. — Nú eruð þið báðar leikstjór- ar, þið Guðrún Ásmundsdóttir. Hvernig hafið þið skipt meðykkur verkum? — í fyrstu var ætlað, að Guð- rún tæki að sér allt verkið, en nokkru síðar varð hún að takast á hendur hlutverk í nýju leikriti eft- ir Kjartan Ragnarsson, sem heitir Skilnaður. Þá valdi hún mig til að taka við og ljúka verkinu. Við unn- um alla forvinnu saman í Reykja- vík ásamt Jóni Hjartarsyni. Svo kom Guðrún norður og var hér nokkurn tíma, en um síðustu mán- aðamót vorum við hér báðar og samræmdum hugmyndir okkar og vinnubrögð. Enginn ágreiningur kom upp milli okkar um skilning eða efnistök, enda erum við gaml- ar vinkonur og búnar að þekkjast lengi. Reyndar var það Guðrún, sem fyrst kenndi mér leiklist og leikstýrði fyrstu sýningunni, þar sem ég kom fram í atvinnuleik- húsi. Síðan höfum við leikið mikið saman og ég undir hennar stjórn. Kannski leikur hún einhvern tíma undir minni stjórn, hver veit? — Hefur þú verið leikstjóri oft áður? — Frumraunin var „Týnda teskeiðin" hjá Leikfélagi Sauð- árkróks, en sú sýning var, — þó að maður eigi ekki að vera að mont- ast, — valin á leiklistarhátíð áhugamannaleikhúsa í Ábo í Finnlandi. Svo stjórnaði ég líka tveimur leiksýningum á Selfossi, „Stalín er ekki hér“ og „Fjölskyld- an“, og var aðstoðarleikstjóri við uppsetningu á „Jóa“ eftir Kjartan Ragnarsson hjá Leikfélagi Reykjavíkur. — Hefur þér þótt skemmtilegt að vinna hér? — Já, það segi ég satt, og mér hefur samið mjög vel við leikara og starfsfólk Leikfélags Akureyr- ar. Þetta hefur verið skemmtileg- ur tími. Gestur E. Jónasson leikur eftirlitsmanninn, Þráinn Karlsson borgarstjórann og Guðlaug Her- mannsdóttir borgarstjórafrúna. AIls eru leikendur ellefu, en nokkrir eru í fleiri en einu hlut- verki. — Fyrstu nóttina mína hér fæddust nokkrir litlir kettlingar hérna í íbúðinni og hafa dafnað vel. Það hlýtur að vita á gott og að allt verði í stakasta lagi hjá okkur. Sv.P. arbúar fengju að nýju þennan 20% afslátt af fasteignagjöld- um. Ilver trúir nú Framsókn? Nú eru kosningar framundan. Framsóknarflokkurinn finnur óánægju almennings brenna á sér. Þá er gripið til þess ráðs að lofa því að gera aldrei aftur það, sem flokkurinn barðist harðri baráttu fyrir á þessu kjörtíma- bili. Hver trúir nú slíkum mál- flutningi? Hver trúir því í al- vöru að Framsóknarflokkurinn muni allt í einu söðla um eftir kosningar og lækka fasteigna- gjöldin? Þeir borgarbúar eru ekki margir, sem láta blekkjast svo auðveldlega. í þessu sambandi má og rifja upp að Framsóknarflokkurinn hefur áður lofað borgarbúum ákveðinni meðferð í sambandi við fasteignagjöld. Fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1978 gaf flokkurinn út stefnuskrá, sem birt var borgarbúum. Þar stóð skrifað: „Fasteignaskattur af hús- næði, sem svarar til einnar hæfilegrar íbúðar á fjölskyldu, verði ekki gerður að frekari tekjulind borgarinnar en nú er.“ Hvernig efndi Framsóknar- flokkurinn þetta loforð? Það þekkja þeir borgarbúar sem þessa dagana leggja leið sína í Gjaldheimtuna til að greiða fasteignagjöld sín. „Okkur hafa borist svör frá ungu mönnunum í vinstri flokkunum þrem- ur, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki, en því miður er niðurstaða þeirra sú, að þeir treysta sér ekki til að mæta okkur á kapp- ræðufundi um borgarmál," sagði Árni Sigfússon, formaður lleimdallar, sam- taka ungra sjálfstæðismanna, í sam- tali við Morgunblaöiö í gær. En eins og áður hefur verið skýrt frá í Morg- unblaðinu, skoraði stjóm Heimdallar nýlega á ungliðahreyfingar vinstri flokkanna til kappræðna um borgar- mál og þau mál er flokkarnir þrír hafa staðið sameiginlega að á síðasta kjör- tímabili. Að sögn Árna Sigfússonar bárust öll svörin seinna en Heimdallur hafði farið fram á, líkt og erfiðlega hefði gengið að komast að niður- stöðu um hverju svara skyldi. Er svörin bárust, hefðu ungir fram- sóknarmenn sagt að þeir væru til- búnir til að mæta ungum sjálfstæð- ismönnum á kappræðufundi, þar sem væru tveir fulltrúar frá hverj- um flokki, eða átta samtals. Til vara hefðu framsóknarmenn nefnt sér- stakan kappræðufund milli þeirra og ungra sjálfstæðismanna. Æsku- lýðsnefnd Alþýðubandalagsins hefði í sínu svari sagst sem fyrr reiðubúnir til kappræðna um höfuð- ágreiningsmálin í íslenskum stjórn- málum, þar á meðal í málefnum Reykjavíkurborgar. Þeir töldu á hinn bóginn „óaðgengilegt" að þrír flokkar með þrjár stefnuskrár mættu sjálfstæðismönnum einum. Svipaðan tón kvað Árni hafa verið í svari ungra jafnaðarmanna, þeir vildu ekki koma fram með sam- starfsflokkum Alþýðuflokksins, meirihlutanum, gegn minnihluta sjálfstæðismanna. „Þessi svör valda okkur miklum vonbrigðum," sagði Árni Sigfússon. „Vitað er að mikill áhugi er á borg- armálefnum nú, þegar reynslan af fjögurra ára stjórn vinstri manna í Reykjavík liggur fyrir. Það er hins vegar greinilegt að ungu mönnunum í þessum flokkum finnst ekki hafa verið nægilega vel að málum staðið, og þeir treysta sér ekki til að koma fram á kappræðufundi og verja gerðir meirihlutans. Þetta er í sjálfu sér skiljanlegt, þegar „afrekalisti" vinstri meirihlutans er skoðaður, ungt fólk er heiðarlegt, og ungu mennirnir vilja ekki taka upp hanskann fyrir eða verja það sem þeir eru sjálfir óánægðir með. Heiðarlegra hefði þó verið að segja það hreint út, eins og Æskulýðs- nefnd Alþýðubandalagsins gerir að vísu svo gott sem: þeir vilja ekki einu sinni ræða borgarmálin án þess að blanda landsmálum inní. Það væri í sjálfu sér allt í lagi af okkar hálfu, og getur komið til greina síðar, en nú eru það borg- armálin sem til umræðu eru. Undan því geta vinstri menn ekki skotið sér. En niðurstaðan liggur sem sagt fyrir: Félag ungra framsóknar- manna, Félag ungra jafnaðarmanna og ÆnAb treysta sér ekki til að verja núverandi borgarstjórnar- meirihluta á kappræðufundi við unga sjálfstæðismenn," sagði Árni Sigfússon að lokum. Með Útsýn á Amerísku heimssýninguna í Knoxville, Tennessee. — Tækifæri sem aðeins býðst einu sinni á ævinni. Ameríska heimssýningin kemur til með að slá öll met. Alþjóð- leg sýningarsvæði allt frá Kína til Saudi Arabíu. Heimsþekktir skemmtikraftar eins og Grand Ole Oþry, Bob Hoþe, Rudolf Nureyev og Boston-ballettinn, Kabuki-hóþur frá Jaþan, Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davies jr. Egyptarnir sýna fjársjóð Tut-Ank-Amons faraós og Ungverjar sýna auðvitað töfrateninginn hans Rubiks. 23 daga óviðjafnanleg ferð um Bandarík- in með viðkomu á Knoxville- sýningunni. 1. dagur. Föstudagur Flug til New York. ís- lenskur fararstjóri tekur á móti hópnum á Kennedy-flugvelli. Ekiö á hótel Summit á Manhattan. 2. dagur. Laugardagur: 4ra tima skoöunar- ferö um neösta (syösta) hluta Manhattan, m.a. fariö upp á 107. hæö í World Trade Center-byggingunni, um Lincoln Tunnel undir Hudson-fljótiö yfir i New Jersey, til noröurs eftir vesturbakkanum, yfir George Washington-bruna, upp til Cloisters meö út- sýn yfir til Palaisades. Frjáls tilhögun siö- degis 3. dagur. Sunnudagur: 4ra tima skoöunar- ferö um miöhluta Manhattan, m.a. Rockef- eller Center, St. Patricks-dómkirkjuna, Linc- oln Center og Central Park. Frjáls tilhögun siöd., en bent á skoðunarferð (hringferö um Manhattan) á báti og skoöunarferö i þyrlu. 4. dagur. Manudagur: Ekiö aleiöis til Bost- on um Connecticut og Rhode Island. Viö- koma veröur i Mistic. Conn., ekiö yfir brúna til Newport, R.l. og um Fall River til Plym- outh, Plymouth Rock skoöaöur, meöfram noröurströnd Cape Cod, um Quiney til Bost- on. 5. dagur. Þriöjudagur: 3ja tima skoöunar- ferö um miöborg Boston. Siöan ekiö til Gloucester. gönguferö um þann litrika fiski- bæ. Siöan ekinn hringurinn um Cape Ann og aftur til hótelsins i Boston. 6. dagur. Miövikudagur: Ekiö áleiöis til Montreal i Kanada, noröur um Massachus- etts, New Hampshire og Vermont. Mjög fal- leg leiö, áning tvisvar á fögrum útsynisstöð- um 7. dagur. Fimmtudagur: 3ja tima skoöunar- ferö um Montreal (Gray Line). Siöari hluti dagsins frjáls, en bent á skoðunarferö meö báti á St. Lawrence-fljótinu og heimsókn i Olympiu-þorpiö. 8. dagur. Föstudagur: Ekiö áleiöis til Tor- onto i Kanada, eftir noröurbakka Ontario- vatns. Ein áning. Eftir hótelskránmgu i Tor- onto veröur fariö upp i C.N. Tower, „Þjóðar- stolt kanadisks iönaöar". 9. dagur. Laugardagur: Ekiö til Niagara- fossanna og þeir skoöaöir, meöfram Erie- vatni norðanveröu til Detroit i Michigan. Ein ánmg. 10. dagur. Sunnudagur: 3ja tima skoöunar- ferö um borgina og fariö i Ford-bilasafmö. Siöari hluti dagsins frjáls. 11. dagur. Manudagur: Ekiö áleiðis til Chi- cago i lllinois, um landbúnaöarheruö Ohio og Indiana. Komiö viö i Toledo, Ohio og South Bend, Ind. 12. dagur. Þriöjudagur: 5 tima skoöunar- ferö um borgina. m.a. i Sears-turninn, hæstu byggingu i heimi. Siöari hluti dagsins frjáls, en bent er á Museum of Industrial Science. 13. dagur. Miövikudagur: Ekiö áleiöis til St. Louis, Missouri, um landbúnaöarhéruö llli- nois. Ein áning. 14. dagur. Fimmtudagur: 4ra tima skoöun- arferö um þessa merku borg meö hinum fræga „nutima sigurboga". Siöari hluti dags- ins er frjáls, en bent er á batsferðir a Missis- sippi-fljoti á „hjolaskipi '. 15. dagur. Föstudagur: Kl. 08.00 veröur lagt í lengstu dagleiöina. Ekiö suöur meö Mis- sissippi Missouri megin. um Kentucky og suður til Nashville. Tennessee, þar sem verður aö. og austur til Knoxville, og gist þar 16. dagur. Laugardagur: Frjáls tilhögun, en þeir sem vilja, geta skoöaö Heimssyninguna 1982. Aögangseyrir er ekki innifalinn. Einnig er bent á möguleika á skoöun á Kjarnorku- safninu i Oak Ridge 17. dagur. Sunnudagur: Ekiö um suöurhluta Smoky Mountains, heimsótt m a Indiana- safniö i Cherokee. North Carolina, og Bill- more-höllin fræga og hinir fögru garöar þar. Aögangseyrir ekki innifalinn. Gist veröur i Asheville, North Carolina. 18. dagur. Mánudagur. Ekiö eftir Blue Ridge Parkway (fjallvegur meö stórkostlegu útsyni). Ein aning. Gist veröur i Roanoke. Virginia. 19. dagur. Þriöjudagur: Ekiö aleiöis til Washington D.C., m.a. um Shenadoa-dal- inn, sem er frægur fyrir náttúrufegurö. 20. dagur. Miövikudagur. 5 tima skoðunar- ferö um höfuöborgina (og Arlington). sem lykur viö Smithsonian-safmö. 21. dagur. Fimmtudagur: Ekiö um Maryland til Philadelphia. Pennsylvama. Stutt skoöun- arferö um borgina. Siðan ekiö noröur um New Jersey til New York. 22. dagur. Föstudagur: 4ra tima skoöunar- ferö um nagrenni New York. Siöari hluti dagsins frjáls Kl. 18.00 er hanastelsboö a 'hótelinu 23. dagur. Laugardagur Brottför af hoteli um hadegi. Brottför ut á Kennedy-flugvöll kl 17 00. Aö ööru leyti er dagurinn frjáls Flog- iö er til Islands kl. 20 00. Allt þetta fyrir kr. 16.615 Feröaskrifstofan Aöeins 3 feröir: 4. júní, 9. júlí og 6. ágúst. 7 Reykjavík: Austurstræti 17. Sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4. Sími 22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.