Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Ég las eitt sinn lýsingu á því, hvernig fjallgöngumenn í Hima- layafjöllum urðu að leita vars í litlum hellisskúta, meðan ofviðri geysaði allt í kringum þá. Það var ekki stætt fyrir utan þetta litla skýli þeirra, svo var vindur- inn ógurlegur. Og ekki þurfti lengi að láta óvarið andlit skyggnast um, til þess að frostið hefði sín áhrif. Þeir lágu þarna þétt saman, fjallgöngumennirnir og þágu lík- amshita hvers annars og biðu þess, að veðrinu slotaði. Og þeg- ar það hafði gengið yfir, héldu þeir ótrauðir áfram eins og ekk- Það var því eðlilegt, að örygg- istilfinningin hyrfi um leið og herra þeirra var horfinn. Er naglar nístu hold hans, var eins og öldurnar hefðu allt í einu öðl- azt mátt sinn á ný til þess að skella bátskel þeirra á hliðina og sökkva henni. Þegar svitastorkin ásjóna hans leit við himni og hann gaf upp andann, kom hungurtilfinningin aftur inn í líf þeirra, aðeins ennþá sterkari, eins og hendir hjá þeim, sem fyrr þekkti skort og neyð, en slapp svo undan okinu, til þess eins að fá það ofan á sig aftur með margföldum þunga. reynd urðu lærisveinarnir líka að viðurkenna eftir veruna í þeim skóla, sem nærvera Jesú veitti. Þeir voru þó saman og áttu allt sameiginlegt. Og eftir að hafa starað lengi til himins við brottför Jesú, sneru þeir heim á ný. og þá færðist himinninn inn til þeirra, svo að þeir þurftu ekki að reigja höfuð á bak aftur. Slíkt kallast bæn, þegar himinn og jörð renna saman í eitt í vitund manns, nærvera herra himins á stigum jarðar. Og það er gott. Skyldu fjallgöngumennirnir ekki hafa beðið líka? Um það var Sigur í nánd ert hefði í skorizt og náðu upp á tindinn, áður en þeir héldu heim aftur. Og fullir gleði og sigurvímu yfir afreki sínu, sögðu þeir frá ævintýrum sínum, og þar var dvölin í skjólinu litla í miðjum ofsagangi storms og frosts ein- hver eftirminnilegasti þáttur ferðarinnar allrar. Slík var reynslan þar, svo reyndi á þá, svo mjótt var bilið milli feigðar og fjörs. Það var ekkert skýrt frá því í frásögninni, sem ég las, hvað þeir voru að hugsa, meðan þeir lágu þar. Um samræður þýddi ekki að tala. En það er þó for- vitnilegt að velta því fyrir sér, hvað kunni helzt að hafa leitað á huga þeirra. Allir nema einn voru útlendingar. Skyldu þeir hafa verið að velta því fyrir sér, hvað það hafi verið, sem fékk þá til þess að yfirgefa heimili og vini, atvinnu og framtíðarhorfur fyrir það eitt að klífa fjall langt, langt í burtu? Eitthvert svart- sýnisaugnablikið í hellisskútan- um hlýtur slík hugsun að hafa leitað á. í postulasögu Nýja testament- isins er líka sagt frá fólki, sem eignaðist sérstæða reynslu. Þar voru að vísu engin fjöll í líkingu við Himalayafjöllin. En það er hægt að fara í „fjallgöngu", þótt ekki séu einhverjir blámóðutind- ar sigraðir. Og þetta fólk hafi verið brýnt á því, að láta sér ekki lynda lægðir þær og dalverpis- skorur, sem fyrr hefðu virzt nægjanlegar. Og þess vegna höfðu margir í þeirra hópi yfir- gefið heimili sín, snúið baki við atvinnu og lífsstarfi. Af hverju? Jú, til þess að ná fram til þess fjallstinds sem þeim hafði allt í einu verið bent á, að þyrfti að sigrast á. Huga þeirra hafði verið lyft í hæðir. Fólkið skildi ekki allt, sem flutt hafði verið, en eitt var þeim þó bjargföst vissa: Meðan Jesús var hjá þeim, þurftu þeir ekki að óttast neitt, hvorki her- menn með brugðna branda né hungrið á eyðimörkum fjarri mannabyggðum, ekki einu sinni storminn í bátskel úti á ólgandi vatni. Það var ekki hægt að skilja þetta allt, af því að eitt er nú að róa til fiskjar og þekkja hverja bröndu, sem í net kemur, annað að túlka orð, sem í ein- faldleika sínum voru þó það há- leit, að þeim var líkt við fjall, já, og líka við himininn. Þess vegna földu þeir sig. Bak luktum dyrum hírðust þeir. Og það var jafnvel skárra að vanta brauð, heldur en þurfa að fara út á götu til þess að afla þess, þar sem einhver hefði borið kennsl á þá, og munað þá daga til háðs- upprifjunar, þegar gengið var stoltum skrefum á eftir honum, sem allt bar fyrir þá, en svo hafði sligazt undan krossi. Þeir hímdu því bak við luktar dyr, skelfdir og með byrði sína marg- falda. En svo kom hann. Hann var mitt á meðal þeirra á ný. Enn mátti greina naglaförin og spjótslagið hafði skilið eftir sín merki. Þetta var hann og söm voru orðin, söm var hlýjan, sami verndandi krafturinn. Þeir litu upp, og brosið myndaðist á ný, og loks færðust veggir út og runnu saman við sjóndeildar- hringinn. Og loftið í herberginu hófst, svo himinninn kom í ljós, heiður og tær. Allt af því að hann var kominn til þeirra á ný. Og þeir fundu fyrir annarri breytingu. Stormur haturs og ofsókna geisaði áfram, en þeir voru óhultir, rétt eins og fjall- göngumennirnir í vari sínu. Og það var ekkert, sem hindraði þá í að fara út, jafnvel alla leiðina upp í musterið, og þeir töluðu djarfmannlega. En síðan fannst þeim syrta að nýju. Jesús sagðist ekki ætla að vera með þeim áfram. Hann hefði gefið þeim svo mikið, að nú ættu þeir að geta gengið sjálfir. Þeir höfðu lært það mikið. Og dagarnir voru orðnir fjörutíu, sem þeir fengu að njóta návistar hans. Þess minntumst við á fimmtudaginn, uppstigningar- dag, þegar lærisveinarnir sáu Jesúm síðast hér á jörðu, og hann var uppnuminn fyrir aug- um þeirra. Jörðin var undir fót- um hans, himinninn yfir höfði, en síðan var það ekki meir. Hann hvarf þeim sýnum, hvarf inn í himininn, en fól þeim að starfa á jörðinni. Öryggið vék smám saman fyrir trúarvissunni. Þeir voru eins og barn, sem hefur verið sent að heiman til þess að sækja skóla. Allt nýtt, hvert andlit, hver bók, sérhvert verk. Og ein- manaleikinn sækir að með til- finningu um eigin smæð. Bara að mamma væri komin, ef pabbi gæti nú sýnt, hvernig bezt er að standa að verki, þá væri allt svo miklu léttara. En svo skilst, að ábyrgð fylgir aldri, og þá stað- ekkert sagt í stuttri frásögn. En það hljóta að hafa komið fram gömul bænavers, mörg hver kannski hálfgleymd vegna notk- unarleysis, einhvers staðar langt grafin i djúpi vitundarlífsins, þar sem allt er varðveitt og fátt týnist. Vers, sem barnið nemur og helgar kvöldi, verður allt í einu dýrmætt hinum fullorðna, þegar óöryggi hins unga leitar á hann á ný. Vera má þeir hafi jafnvel sett þar saman eigin bænir og stytt sér við það stund- ir. En þó getur það aldrei verið dægradvöl að biðja. Bænin er lífsins andardráttur, og skyldi hann nokkru sinni vera sterkari og dýrmætari en þá dauðinn ógnar? Jú, vitanlega hafa þeir beðið, meðan stormurinn gnauð- aði og frostið drap allt í dróma. Það er mannlegt. Og það köllum við mannlegt, sem er eðlislægt, og svo frumstæðir hafa engir þjóðflokkar komið fram, að þeim hafi ekki verið gefin einhver kennd, einhver þrá, einhver þörf fyrir að leita að honum, sem er öllu ofar. Var örvæntingin hvati að bæn fjallgöngumannanna, ef þeir hafa beðið? En slíkt væri ekki sönn lýsing á trúarafstöðu lærisveinanna í hælinu þeirra eftir uppstigningu Jesú. Þeir voru ekki í örvænt- ingarfullri leit að einhverju spreki, sem forðaði frá drukkn- um. Þeir áttu þann að, sem sam- einaði himin og jörð. Og hann var þarna hjá þeim, þótt þeir fengju ekki lengur litið hann. Það olli þáttaskilum í lífi þeirra. Nálægð Jesú fæst fyrir gjöf and- ans, og það er vandinn, sem hvetur til þess að leitað sé eftir samfélagi við aðra, svo styrkur vaxi og hiti aukist, rétt eins og hjá fjallgöngumönnunum. Þess vegna höfum við líka þá söfnuði í líkingu við þann fyrsta í Jerú- salem. Slíkt veitir styrk og varma. Andinn er hjá okkur, þótt eng- inn getið gefið á slíku þá skýr- ingu, sem öllum dugar. Þar líkj- umst við Páli í því, að við fram- göngum í trú en ekki í skoðun. Trúin er hælið, trúin á hinn upp- risna, sem er enn hjá lærisvein- um sínum. Þess vegna biðjum við, og ekki aðeins, egar hræðsla er hvati. Við biðjum í öryggi vegna and- ans, og erum sameinuð í bæn fyrir trúna. Það er gott hæli, og þaðan sést tindurinn, sem við sigrum líka — fyrir hjálp and- ans. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl ALGLÝSIR LM ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALGLYSIR I MORGLNBLAÐINl Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem glöddu mig á 90 ára afmaeli mínu þann 20. maí síöastliðinn, meö heiUa- óskum, heimsóknum og gjöfum. Guö blessi ykkur öll. Sigrún Þorkelsdóttir, Sólheimum 56. W Verðbréíamarkaður Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 23. MAÍ 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1970 1. fiokkur 8.662,81 1970 2. flokkur 6.992,95 1971 1. flokkur 6.189,35 1972 1. flokkur 5.363,79 1972 2. flokkur 4.549,18 1973 1. flokkur A 3.317,65 1973 2. flokkur 3.055,94 1974 1. flokkur 2.109,65 1975 1. flokkur 1.730,69 1975 2. flokkur 1.303,64 1976 1. flokkur 1.234,82 1976 2. flokkur 990,35 1977 1. flokkur 918,66 1977 2. flokkur 767,19 1978 1. flokkur 622,86 1978 2. ftokkur 490,15 1979 1. flokkur 413,14 1979 2. flokkur 319,38 1980 1. flokkur 238,89 1980 2. flokkur 187,75 1981 1. flokkur 161,31 1981 2. flokkur 119,80 fram verðtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGO: Sölugengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSK JARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) veröfr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2%% 7% 4 ár 91,14 2’/s% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7%% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7V4% 9 ár 83,43 3% 7’/2% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS Pr. k” B — 1973 2.419,77 C — 1973 2.057,88 D — 1974 1.744,97 E — 1974 1.193,71 F — 1974 1.193,71 G — 1975 791,83 H — 1976 754,48 I — 1976 574,05 J — 1977 534,19 1. fl. — 1981 106,01 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaðarbankahúsinu Sími 28566 13ítamalka2utLnn ^ý-iettisgötu 12-18 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Honda Accord 1981 Blár, ekinn 14 þús. 5 gíra. Út- varp. Verö 135 þús. Sem nýr. Ford Mustang Coupé 1980 Silfurgrár m/ rauöum vinyltopp. 6 cyl m/ öllu. Ekinn aöeins 9 þús km. Citroén GS 1979 atation Blásanzeraður, ekinn 57 þús. km. Snjó- og sumardekk. Verö 85 þús. Datsun Sunny 1981 Silfurgrár, ekinn 19 þús. km. Verö 90 þús. Saab 900 GL 1982 Blásanzeraöur, ekinn 5 þús. km. Sem nýr bíll. Verö 185 þús. Ódýr- ari bíll tekinn upp í. Honda Quintet 1981 Blágrár, ekinn 13 þús. km. Út- varp, topplúga. Verö 125 þús. Mazda 323 1982 Silfurgrár, ekinn 2 þús. km. Verö: tilboð. Mazda 626 2000 sport 1980 Grár, ekinn 15 þús. Útvarp, seg- ulband, snjó- og sumardekk. Verö 110 bús. AMC Eagle 1981 Silfurgár, ekinn 12 þús. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp og segul- band. Drif á öllum. Verö 225 þús. Skipti möguleg á ódýrari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.