Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1982 5 Sjónvarp á niánudag kl. 21.20: Lukkupotturinn — sænskt sjónvarpsleikrit Á dagskrá sjónvarps kl. 21.20 á mánudagskvöld er sænskt sjón- varpsleikrit, Lukkupotturinn (Jackpot), eftir Kjell-Áke Ander- son og Kjell Sundvall. Leikstjóri er Kjell Sundvall, en í aðalhlut- verkum Tommy Johnson og Marg- areth Weivers. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Leikritið segir frá Kurre, flutn- ingaverkamanni í Stokkhólmi, í starfsgrein þar sem lögum er ekki alltaf fylgt út í ystu æsar. Við starf sitt hittir Kurre ekkjuna Elsu, en ástarsamband þeirra verður fljótt að engu. Þá tekur Kurre að leggja drög að meiri háttar framtíðaráformum. Spurn- ingin er hvort hann detti í lukku- pottinn. Á dagskrá sjónvarps kl. 21.05 er kvikmynd sem Njála, kvikmyndagerð s/f, hefur gert um Valdimar Björnsson, sem um árabil gegndi embætti fjármálaráðherra í Minnesota. í kvikmynd- inni er rætt við Valdimar og svipast um á æskustöðvum hans í Minnesota. Hljódvarp kl. 13.15: Kosningaúrslit — og lesið í pólitískar línur Á dagskrá hljóðvarps kl. 13.15 er kosningaútvarp. Úr- slit kosninga og umræður. Umsjón hefur Kári Jónasson. — í þessum þætti verður greint frá úrslitum í öllum kjördæmum, sagði Kári, — enn fremur verða viðtöl við leiðtoga flokkanna og fram- bjóðendur. Svo er ætlunin að reyna að gera grein fyrir póli- tískum úrslitum kosninganna. Við erum búnir að setja alla lista inn á tölvuna hjá okkur og skipta þeim upp, þ.e. eftir því hvaða flokkur styður hvaða lista úti á landi, þar sem óháð framboð eru, til þess að unnt sé að lesa í pólitísku línurnar. Kári Jónasson Cliff í London Á dagskrá sjónvarps kl. 22.35 er tónlistarþáttur er nefnist Cliff í London með breska dægurlagasöngvaran- um Cliff Richard, sem margir muna eflaust eftir. Cliff Rich- ard er búinn að vera í sviðs- ljósinu í meira en tvo áratugi og lætur engan bilbug á sér finna — virðist enn jafn vin- sæll og hann var fyrir um tuttugu árum. Meskva, Leninan secni vk Svartahafió 3ja vikna ferðir með íslenskri fararstjóm í tengslum við leiguflugið til Kaupmanna hafnar efnir Samvinnuferðir-Landsýn til tveggja hópferða til Sovétríkjanna. Stór- borgirnar Moskva og Leningrad verða sóttar heim auk þess sem flogið verður til hinnar frá- bæru baðstrandar Sochi við Svartahafið. Ferð- imar eru 3ja vikna langar að meðtaldri nokkurra daga dvöl í Kaupmannahöfn. Heimsóknin til Sovétríkjanna á áreiðanlega eftir að koma mörgum á óvart. Þetta stóra og fallega land býr yfir líflegum borgum og sól- baðsstöðum sem eiga sér fáa líka. Þangað flykkjast ferðamenn í æ ríkara mæh og skipta nú milljónum á hverju ári. Ströngustu kröfum heimsmenningarinnar er mætt þegar ferða- menn eru annars vegar, hótel og veitingahús eru fyrsta flokks og afþreyingaraðstaða eins og best verður á kosið. 1. dagur: Flogið til Kaupmannahafnar. 2. -5. dagur: Kaupmannahöfn, skoðunarferðir, frjáls tími. 6. dagur: Flogið til Moskvu. 7,8. dagur: Moskva, skoðunarferðir, frjáls tími. 9. dagur: Flogið til Sochi við Svartahafið, stærsta og frægasta sólbaðsstaðar Sovét- ríkjanna. Aðstaðan fyrir ferðamenn er einstak- lega þægileg og ekki spillir náttúrufegurðin ánægjunni. 10. -17. dagur: Sochi, skoðunarferðir og frjáls tími til sólbaða og skemmtunar. 18. dagur: Flogið til Leningrad. 19, 20. dagur: Leningrad, skoðunarferðir, frjáls tími. 21. dagur: Flogið til Kaupmannahafnar og síðan heim til íslands. Brottf arardagar: 18. júní 13. ágúst Verð kr. 12.900 miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Flug og gengi 18. janúar 1982. Innifalið í verði: Flug, gisting í Kaupmanna- höfn með morgunverði, gisting í Moskvu og Leningrad með 1/1 fæði og Sochi með 1/2 fæði, akstur til og frá flugvelh erlendis, íslensk fararstjórn. Takmarkað sætaframboð - pantið tímanlega Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.