Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1982 Bókasafii Vestmannaeyj a Brot úr sögu íslenskra almenningsbókasafna Bókasafnshúsið gamla komið að hruni. Safnahúsiö. Úttitsteikning. Eftir Harald Guðnason I júnímánuði 1862 komu tveir helstu embættismenn í Vest- mannaeyjum, sýslumaður og sóknarprestur, ásamt danska kaupmanninum, saman til fundar. Þeir vildu „reyna til þess að stofna bókasafn í Vestmannaeyjum, er innihéldi ýmsar fróðlegar og lær- dómsríkar bækur á íslensku og dönsku máli“. Er varla að efa, að sýslumaður- inn, Bjarni E. Magnússon, var frumkvöðull þessa máls. Hann var fæddur á Flatey á Breiðafirði árið 1831. Um svipað leyti var fyrsta lesrarfélag handa almenningi stofnað þar vestra. Bryde, selstöðukaupmaðurinn danski, var einráður að mestu um verslun í þorpinu. Hann studdi þó ýms framfaramál „í plássinu". Þeir þremenningarnir sendu nú frá sér boðsbréf, áskorun til Eyja- búa að ganga í lestarfélagið og fylgdi ítarleg reglugerð fyrir fé- lagið. Þeir minntu á gamlan málshátt íslenskan: „Blindur er bóklaus maður." Félagið átti að heita: Bókasafn Vestmannaeyja lestrar- félags. Brátt höfðu 27 heimilsfeður skrifað sig á lista sem félagsmenn. Þá voru í Eyjum 540 íbúar og heimili 98. Það var því tæpur þriðjungur heimila sem mundi fá bækur úr hinu nýja bókasafni. Forstöðumaður og bókavörður var kosinn Bjarni sýslumaður, æðsti embættismaður í þorpinu. I september 1863 skrifar hann í blaðið Þjóðólf grein um safnið, sem þá á 320 bækur, „margar góð- ar og nytsamar". Ýmsir höfðu sýnt rausn í bókagjöfum og Bryde kaupmaður hafði t.d. gefið bækur og 20 ríkisdali. Danska stjórnin veitti nokkurn fjárstyrk, en ís- lensk stjórnvöld voru því ekki meðmælt, einkum biskup, „þar sem honum hafi virst stofnun þessi næsta óþörf fyrir Eyjabúa, sem heldur ættu að stunda fiski- og fuglaveiðar en bóklestur". Frá 1500 og fram á nítjándu öld voru Vestmannaeyjar konungs- eign. Kóngar og kaupmenn arð- rændu Eyjamenn. Sjósókn á ára- bátum var aðalatvinnuvegur öld- um saman til 1906. Oft komu afla- leysisár og þá var skortur í búi. Fuglaveiði var mikil og árvissari. Oft hélt fuglakjötið fólki frá hungri. Híbýli voru flest úr torfi og grjóti. Þrátt fyrir fátækt var menning- arviðleitni furðu mikil. Á kvöldin las einn heimilismanna fyrir alla hina upphátt. Um miðja 19. öld eða fyrr var farið að sýna sjón- leiki, fyrst í einu fiskhúsanna. Fyrsti barnaskóli landsins var stofnaður í Vestmannaeyjum árið 1745, en varð að hætta eftir nokk- ur ár vegna féleysis. Þá var í Eyj- um fyrsta fæðingarstofnun lands- ins (1847). Nær allir stofnfélagar lestrarfé- lagsins voru fátækir, ef ekki ör- snauðir. Þeir fengu að borga eftir efnum og ástæðum, sumir með bókum eða bókbandi. Peningar sáust varla, flestir borguðu með innskrift (millifærslu) í dönsku versluninni. Bókavarsla var sjálfboðastarf í mörg ár, síðar fá- ar krónur á’ári. Árið 1869 kom út fyrsta bóka- skráin, prentuð í Khöfn. Þá voru í safninu 600 bindi, helmingur á dönsku. Athyglisvert er, hvað fólk vildi helst lesa. íslendinga- og Noregskonungasögur, landfræði- bækur, og Þúsund og ein nótt varð afar vinsæl, einnig íslenskar skáldsögur, en útgáfa þeirra var eiginlega að hefjast um þessar mundir. Líf fólksins í Eyjum var í föst- um skorðum fram yfir aldamót. Menn sóttu sjó á fleytum sínum. Mörg voru árin mögur, stundum hallæri. Þeir fátækustu fengu gjafakorn. Það má því merkiiegt heita, að félag áhugamanna um bóklestur skyldi ekki deyja drottni sínum á barnsaldri. Þótt bókaeignin væri ekki nema nokkur hundruð bindi, þurfti hús- rúm og það lá ekki á lausu. Fyrstu árin var safnið í húsi sýslumanns, sem var jafnframt bókavörður meðan hann átti heima í Eyjum. Sóknarpresturinn (stofnandi) var bókavörður frá 1874 til dánardags 1884. í hans tíð var safnið á kirkjuloftinu. Árið 1893 voru bæk- urnar fluttar í þinghús hreppsins. í öðrum enda þess voru fangaklef- ar. Hagur lestrarfélagsins batnaði nokkuð á árunum 1885—1905. Ár- ið 1887 fóru tekjurnar fram úr 100 kr. í fyrsta sinn, svo heldur hærri næstu ár. Árið 1900 voru félagar 37. Allmargar fágætar bækur voru til um aldamót. Sýsluhókasafn 1905—1918 Árið 1905 hætti lestrarfélagið að vera félag áhugasamra lesenda. Þá var safnið Sýslubókasafn Vest- mannaeyja og um leið eign sýsl- unnar, og þangað runnu bækur fé- lagsins endurgjaldslaust. Var nú samin ný reglugerð fyrir safnið í anda hinnar fyrstu. Safnið var nú opið einu sinni í viku frá 1. jan. til 1. apríl og aftur frá 1. okt. til ára- móta. Bókavörður fékk nú 25 kr. í árslaun, sem hækkuðu 1916 í 70 krónur. Sunnudagur var nú út- lánadagur, opið kl. 8 árdegis til kl. 12 á hádegi. Árið 1906 voru lánþegar 63 og árið 1909 voru þeir 91. Ríkissjóður fór fljótlega að veita 150 kr. til safnsins á ári og sýslan hið sama. Hélst svo framyfir árið 1920. En nú fór að halla undan. Tekj- ur minnkuðu og lánþegum fækk- aði. Kannski var orsökin sú, að tæknin hafði numið land. í stað róðrarbáta komu vélbátar. Fólkið í landi hafði varla undan að gera fiskinn að verslunarvöru. Þá varð minni tími til bóklesturs. Bæjarbókasafn frá 1918 Vestmannaeyjar öðluðust kaup- staðarréttindi árið 1918 (í annað sinn) og tók þá bærinn við rekstri bókasafnsins. Bækurnar voru fluttar í barnaskólann, hluta sem enn var óinnréttaður. Veturinn 1918 var hinn kaldasti í Eyjum á öldinni. Kolaleysi og köld hús. Voru þá dæmi þess að bókavörður- inn lánaði bækur með ullarvettl- inga á höndum! Lítt vænkaðist hagur safnsins við það að verða bæjarbókasafn, lítið var keypt af nýjum bókum, lánþegum fækkaði, lélegt húsnæði, áhugaleysi. Liðu svo tímar til 1924, en þá kom til sögu ungur kennari sem var ráðinn bókavörður. Hann stjórnaði bókasafninu af áhuga og framsækni fram á árið 1931, er hann flutti úr bænum. Einhver versti þrándur í götu var þá sem fyrr slæmt húsnæði. Árið 1924 var safnið flutt á pakk- húsloft í tvö herbergi. Þá var fyrst um það rætt að byggja yfir safnið, sen sú hugmynd hlaut öngvar und- irtektir. Utlán 1930 voru fjórum sinnum í viku. Lánþegar um 230, ritauki 500 bindi á árinu. Tímabilið 1930—40 var erfitt stofnunum og einstaklingum. Þá var kreppan mikla í algleymingi með atvinnuleysi og skort á öllum sviðum. Þá þótti gott að hafa til hnífs og skeiðar. Peningar til reksturs bæjarbókasafnsins voru af ærið skornum skammti. En að- sókn var mikil, því nú gafst oft tími til að lesa, en fáir höfðu hins vegar efni á að kaupa bækur. Bókakostur var hins vegar allt of lítill. Á þessum árum var lítið keypt af nýjum bókum. Árið 1939 var enn flutt og nú niður að höfn, í tvö herbergi. Þar var áður veitingakrá sem hét Kuði (líklega af Kuðungi). Þetta rými var lítill hluti af stóru húsi, en í því var m.a. auk bókasafnsins, skrifstofur, fiskvinnsla, olíu- og sementsverslun. Seinna (1956) fékk bókasafnið stærra pláss í sama húsi, en þó alltof lítið (60 ferm). Eftir 1940 batnaði hagur safns- ins nokkuð, því kreppunni var að ljúka. Samt var bókaeignin ekki nema þrjú þúsund bindi í árslok 1949. Árið 1951 var farið að flokka bækurnar samkvæmt Dewey flokkunarkerfi að nokkru. Árið 1955 komu til sögu íslensk bókasafnalög, nýmæli. Lögin settu ríki- og sveitarfélögum nokkrar skyldur varðandi fjárframlög til almenningsbókasafna. Árið 1953 keypti kaupstaðurinn 400 ferm lóð, þar sem bókasafns- hús skyldi rísa og bæjarstjóri gerði tillöguuppdrátt, sem var samþykktur. Næsta ár var lóðin seld. Leið nú áratugur og varð nú svo þröngt í safninu að til hreinna vandræða var um safnvinnu. Þá gerðist það, árið 1961, að keypt var allstórt verksmiðjuhús (netagerð), sem allvel hentaði að innrétta sem bókasafn. Var þar verk hafið með pomp og pragt. Þá vakna bæjar- feður upp við vondan draum: vant- ar slökkvistöð. Var þá hætt við fyrri samþykkt og bókasafnshúsið varð slökkvistöð. Loks sáu ráðamenn bæjarins að við svo búið gat ekki staðið. Á há- tíðarfundi í bæjarstjórn í febrúar 1969, á 50 ára afmæli kaupstaðar- ins var samþykkt einróma að hefja byggingu safnahúss sumarið 1969. Haustið 1970 var lokið við að steypa kjallara og bókasafnshæð (2. hæð). Grunnflötur 564 fermetr- ar og anddyri 130 ferm. í nóv- ember sama ár var byrjað að slá upp fyrir efstu hæð (minjasafns- hæð), en aðfaranótt 29. apríl 1972 gerði ofsaveður og allt timbur í mótum þriðju hæðar lá brotið í stórum hrúgum kringum húsið. Vinna við húsið lá svo niðri til 20. september 1972. Þá var aftur farið að slá upp fyrir veggjum efstu hæðar og undir efsta loft (þak). Þannig stóð er eldgosið hófst á Heimaey 23. janúar 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.