Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 Þórarinn Ólafsson kennari sjötugur „Hnigna tekur heim.s magn. Ilvar finnur vin sinn? Kær margur fakbjörg, forsómar manndóm. Tryggðin er trylld sögð. Trúin gerist veik nú. Drepinn held ég drengskap. Dygð er rekin í óbyggð.“ (Jón Arason) Þegar mér verður hugsað til góðvinar míns á Skaga, Þórarins Olafssonar, koma mér gjarnan í hug erindi á borð við þessa vísu biskupsins sæla. Þangað flykkjast líka ýmsar setningar á stangli eða þá atvik sem frá er greint á forn- um bókum. En þegar farið er með jafndýrlegan skáldskap sem þessa vísu Jóns, forföður okkar, mætti vera að einhverjum yrði spurn: „Yrkja þeir betur í kirkjumála- ráðuneytinu núna? Eða mennta- málaráðuneytinu?" Rammíslensk- ur Djúpmaður eins og Þórarinn telur eflaust að ólystugt orða- hröngl stofnanamálsins bögglist þeim á tungu fremur en alskírt, klárt og kvitt orðafar Jóns bisk- ups. Enda mun ýmsu tekið að hnigna þegar bögubósar og máls- óðar virðast orðnir eilífir augna- kallar í þeirri stofnun þar sem Helgi Hjörvar, Sigurður Einars- son og Sverrir Kristjánsson sátu á þularstóli fyrrum. Þórarinn Ólafsson, sem við Þór- arinn heitinn Bjarnason veittum tignarheitið Skjaldfannarskáld og er ekki minni sæmd að en fálka- tyrðlum þeim sem af Innesjum fljúga, er einn fárra nútímamanna sem vart geta einhamir talist. Hann er skáld gott, dvergur hagur og vel íþróttum búinn. Hann er svarabróðir og málvinur þeirra af- reksmanna sem gengu hér um garða fyrir margt löngu, hjuggu mann og annan og brugðu sér hvorki við sár né bana. Hann er og félagi þeirra forfeðra vorra sem þreyðu hér þorrann og góuna í myrkri og kulda, hungraðir og tötrum búnir, eldu grátt silfur við draug og fjanda og höfðu jafnan sigur; kunnu enda margt fyrir sér. Og síðast en ekki sist er hann svo bráðlifandi á atómöld að fáar nýj- ar fregnir úr víðáttum hvolfsins koma honum í opna skjöldu; hann er læs á náttúruna engu síður en sögur úr forneskju og manna létt- astur upp á fótinn þó að dulítil kölkun í mjöðm tefji hann um sinn. Sú kölkun mun þó seint ná til höfuðstöðvanna. Þórarinn Ólafsson er, Guði sé lof, ekkert líkur þeim hermidýrum sem ana eftir forskriftum gírugra auglýsingamanna í þessa áttina eða hina. I honum er það ósvikinn málmur að hann reynir aldrei að sýnast. Þess vegna er hann nota- legur félagi, allra manna kátastur, skemmtilegur sagnasjór sem seint verður þurrausinn. Þórarni Ólafssyni ægja hvorki háfjöll né jökulár og sjóhræddur mun hann ekki. Jafnvel sprengju- kast óðra stríðsmanna skaut hon- um ekki skelk í bringu, ungum námsmanni á Danagrund, enda af sama þjóðflokki og Þorgeir Há- varsson sem bar af öðrum mönn- um fyrir sakir hjartaprýði eins og segir í fornum sögum og nýjum. En svo segir í Þórarins sögu að hann var ungur sveinn við nám í institúti danska ríkisins fyrir íþróttakennara er kolgrimmir nasistar af Þjóðverjalandi tóku Danmörku herskildi. Nokkru síðar bar svo við að fjendur þeirra, Bretar, hugðust varpa sprengjum úr flugvél yfir höfuðborgina. Buðu yfirvöld mönnum að leita skjóls í kjöllurum eða öðrum tryggum stöðum. Djúpmaðurinn hafði þau tilmæli að engu en kleif í þess stað upp í símastaur til að fylgjast sem gerst með hvernig þeim bresku tækist sprengjukastið. Frá þess- um atburðum og fleiri tíðindum er greint í Þórarins drápu Skjald- fannarskálds. Vel er Þórarinn íþróttum búinn sem fyrr segir. Hann syndir í jök- ulvötnum meðan aðrir aka sér í heitum pottum. Og það er til marks um kvenhylli hans að hann hefur fengið konur til slíks garp- skapar með sér. Meira að segja lét vesalingur minn ginnast út í kalt vatn með honum; hef enda ekki borið mitt barr síðan. Þá er Þórar- inn fjallagarpur eins og byrjar sönnum Djúpmanni. Fáir munu hafa sótt fleiri vargfuglsegg á Akrafjall en hann, enda segir í Þórarins drápu: „Þat vas eggja at er við Akrafjall sat; fojjl, er flojjit gat, framleiddi mat.“ Seint gleymi ég atburði sem varð, er við gengum á Fjallið einu sinni sem oftar snemma vors. Þeg- ar upp úr Berjadal kom tók skáld- ið stefnu á grjóturð nokkra. Ég hélt í humátt á eftir honum. Hann rótar síðan til hellum sléttum sem þar voru á brúninni, dregur fram gönguskó góða og hefur skóskipti með jafnfumlausum handtökum og ljúfu brosi sem hann sæti á rúmstokknum hjá Rannveigu sinni. Ég þóttist þá skilja að slíkir snillingar eiga alla ættjörðina að heimili og athvarfi en ekki bara einhvern smáskika eins og vér hvunndagsmenn. Þegar öræfaglaðir angurgapar halda þvert yfir landið, gamlar þjóðleiðir, svo sem Sprengisand og Kjöl, og oftast í bílum eða sleðum knúðum vélarafli, lætur Þórarinn Ólafsson sig ekki muna um að ganga yfir landið endilagt frá Eið- um austur til Borgarfjarðarhéraðs vestra. Hann þenur sig yfir heiða- löndin norðaustan Vatnajökuls, svamlar ár, strokar sig yfir Tungnafellsjökul og nemur ekki staðar fyrr en í góðsveitunum borgfirsku. Að vísu fór hann þetta við annan mann en afrekið er ekki minna fyrir þær sakir. Og nú er verið að reyna að telja manni trú um að Þórarinn Ólafs- son sé orðinn gamall maður. Trúi þvi hver sem vill. Ég álít að slíkur Islendingur sem hann eldist ekki þótt árunum að baki fjölgi. Mál- vinur Grettis, Hallgríms Péturs- sonar og skipstjórans frá Aber- deen er tiltölulega óháður dagatali og klukku. Enda var nákvæmnis- veiki tuttugustu aldar það bless- unarlega fjarri öðlingnum Þórarni að á löngum kennsluferli lagði hann aldrei á sig að muna auka- atriði eins og til að mynda í hvaða stofu hver bekkur var hafður eða hver átti jakkann sem hann fór í heim í mat. Þórarinn Ólafsson valdi sér konu sem er slík í sjón og raun að margur vildi hana átt hafa. Þar skilur með honum og Þorgeiri Há- varssyni að hann kann vel að meta kvenkynið enda sýslungi Þormóðs Kolbrúnarskálds. Rannveig Hálf- danardóttir er eyfirsk að uppruna og börnin þeirra fjögur atgervis- fólk eins og foreldrarnir. Á sjötugsafmæli Þórarins send- um við hjónin þeim öllum árnað- aróskir og kærar þakkir. Ófáar stundirnar höfum við átt með þeim síðan fundum bar fyrst sam- an á Skaga. Betri vini er ekki hægt að kjósa sér. Og þó að heimurinn fari kannski ekki batnandi, garp- skapur gerist fátíðari en „áður á tíðum", flatrímaður eða órímaður leirburður fylli „nú breiða byggð" búa bestu eðliskostir íslendingsins í einu brjósti á Skaga. Þar er hvorki drengskapur drepinn né dygð „rekin í óbyggð". Olafur Haukur Árnason d Dagskrá Hjólreiðadagsins mikla sunnudaginn 23. maí Kl. 13.00: Safnast saman á eftirtöldum stöðum: í Reykjavík: Hagaskóla, Hvassaleitisskóla, Hlíðaskóla, Langholtsskóla, Réttarholtsskóla, Laugar- nesskóla, Breiöholtsskóla, Árbæjarskóla, Selja- skóla, Fellaskóla. I Mosfellssveit: Við Varmaskóla. í Kópavogi: Viö Kópavogsskóla og Kársnesskóla. I Garóakaupstaö: Viö Flataskóla. í Hafnarfirói: Viö Víðistaðaskóla. Á Seltjarnarnesi: Við Mýrarhúsaskóla. Lagt verður af stað frá öllum þessum skólum um kl. 14.00 og hjólað í fylgd lögreglunnar og félaga úr Hjól- reiöafélagi Reykjavikur inn á aöalleikvanginn i Laugar- dal A eftir hverjum hópi verður einnig sendiferðabif- reið ef einhver hjól skyldu bila. Uthlutað verður húfum og þátttökunumerum við alla skólana áður en lagt verður af stað. Númerin gilda sem happdrættismiði á Laugardalsleikvanginum. A Laugardalsvelli kl. 14.30—16.30 verður þessi dagskrá: 1 Skólahljómsveit Mosfellssveitar leikur. Stjórnandi Birgir D. Sveinsson. 2. Afhending söfnunarfjár og viðurkenningarskjala. 3. Tobbi-Trúður kemur í heimsókn. 4. Stuttur leikþáttur. 5. Verksmiðjan Vífilfell hf. býður öllum þátttakendum Coca-Cola, Freska, Fanta, Sprite og nýja drykkinn TAB. 6. Flugdrekasýning frá Tómstundahúsinu, Lauqaveai 164. 7. Fallhlífastökk — lent á Laugardalsvelli. 8. Dregið i happdrætti dagsins: 1. Motobecane 3ja gíra torfærureiðhjól frá „Míl- unni". 2. 9 reiðhjól frá „Fálkanum", þar af fimm 10—12 gira. DBS-hjól frá nýju samsetningarverksmiðju „Fálkans". 9. Haldið heimleiðis — Viðurkenningarmiða Umferð- arráðs og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra settir á reiðhjól þátttakenda. Kynning: Bryndís Schram og Þorgeir Ástvaldsson. ðllum hagnaöi Hjólreiðadagsins verður varið til eflingar málefnum aldraðra. Allt hjólreiöafólk er hvatt til aö vera meö og foreldrar eru sérstaklega hvattir til aö hjóla með sínum börnum. Kjörorð dagsins er: Látum öldruöum líöa vel. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. ♦ •♦♦ LIONSKLÚBBURINN NJÖRÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.