Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um garðyrkju Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurningar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til fostudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Gömul tré, snarrót burstormar og bergflétta Unnur Hjartardóttir spyr: Ég er með stórar svalir og lang- ar til að girða þær af með runn- um. Hvaða runnategund er heppilegust? Ég hef ætlað mér að hafa þá í kössum. Hvernig á ég að standa að þessu, svo ár- angur verði sem bestur? Svar: Það ætti að geta heppnast vel að rækta í kössum eða einhvers konar kerjum á rúmgóðum svöl- um, einkum ef þær eru á móti suðri. Þess þarf þó að gæta að jarðvegur í kössunum sé nægj- anlegur. Helst þurfa þeir að vera 50x60 sm í ummál og 60 sm djúp- ir. Bora þarf göt á botninn svo vatn geti runnið frá rótunum, t.d. í langvarandi votviðrum. I botninn þarf að setja grófa möl, um 10 sm þykkt lag, og ofan á það pokastriga, sem hindrar moldina í að stífla þessa fram- ræsluleið úr kerinu. Síðan setj- um við kerið á sinn fyrirhugaða stað á svölunum og látum kubb eða múrstein undir hvert horn, þannig að vel lofti undir gróð- urkassann. Að því loknu er svo að moka gróðurmold í kerið og gróðursetja með hefðbundnum aðferðum. Erfitt er að benda á einhverja sérstaka runna, það fer allt eftir því hve skjólsælt er á svölunum og fjölmargt kemur til greina. Bendi þó fyrst og fremst á okkar ágæta ísienska loðvíði, einnig þyrnirós, og þá er ekki úr vegi að huga að greni og furu, sem gætu verið ánægju- legar kerplöntur í nokkur ár, eða þann tíma, sem kerin endast. Næringar- skortur llúsfélag í Álfheimunum spyr: Lóðin hér við fjölbýlishúsið hefur verið mjög vel hirt ár eft- ir ár, en nú er svo komið, að mosi er farinn að verða óþægi- lega mikill. Borinn hefur verið áburður, fiskimjöl, á grasflöt- ina á hverju ári. Hvað veldur og hvað getum við gert til að ná honum úr túninu? Svar: Þær fara að verða nokkuð margar spurningarnar um mos- ann, en ekki er ósennilegt, að hjá þeim í Álfheimunum sé fremur rakt í grasrótinni og einnig að þrátt fyrir fiskimjölið, sem borið hefur verið á, sé eftir sem áður næringarskortur. Ráðlegg ég því að reynt verði að bera á sem hér segir: Nú strax 7 kg pr. 100 fermetra blönduðum garðáburði og blá- korni. Um miðjan júní 5 kg pr. 100 fermetra og fyrst í júlí 3 kg pr. 100 fermetra. Ennfremur hefði lóðin gott af því að fá sem svarar 10 kg af svörtum fínp- ússningarsandi á hverja 100 fer- metra. Að sjálfsögðu mega trjá- og runnabeð fá sinn skammt, ekki síður en grasflötin. Svo er veru- legt atriði að stilla sláttuvélina ekki of nærri rótinni. Ein tomma frá rót er hæfilegt. Gömul tré flutt Jóhanna Markúsdóttir, Kópavogi, spyr: Mig langar til að vita hvort flutningar á stórum trjám séu mögulegir. Hvernig er best að flytja þau. Ég er t.d. með 2 metra háar birkiplöntur, sem hafa verið í limgerði. Hverjar eru líkurnar á, að slíkt tré lifi eftir flutning og hversu langan aðlögunartíma má búast við að Þessi mynd er af einu hæsta trénu, sem til er í Reykjavík. Stendur það við Laufásveg 43. Mikið er spurt um flutning stórra trjáa. trén þurfi á nýja staðnum áður en þau taka almennilega við sér? Svar: Vissulega eru flutningar á stórum og jafnvel'mjög gömlum trjám mögulegir. Það er hins vegar mjög hæpið að leggja vinnu og fjármuni í slíka flutn- inga. Ef vel ætti að vera, kostar það langan undirbúning, eitt eða tvö ár eða jafnvel lengri tíma. Ekkert er þó til fyrirstöðu að flytja tveggja metra há tré, en afar ólíklegt er, að tré, sem stað- ið hafa í limgerði, séu það eftir- sóknarverð, að þau verði mikill ánægjuauki á öðrum vaxtarstað. Slíkt verður þó hver og einn að meta. Séu gömul tré flutt verður að búa vel í haginn fyrir þau á nýja staðnum hvað jarðvegs- hræringar snertir. Eins er nauð- synlegt að veita þeim góðan stuðning fyrstu árin svo ekki reyni á ræturnar. Reynslan hef- ur sýnt, að gömul tré, sem flutt eru, eru i mörg ár að jafna sig eftir tilfærsluna og oft standa þau í stað í áratug eða meira. Sé t.d. plantað 50 sm hárri birki- plöntu sólarmegin við 2 m háa birkitréð sem flutt var þá eru miklar líkur til að ungplantan hafi vaxið aldna trénu upp fyrir efstu sprota á sex til sjö árum. Viðauki: Hér langar mig til að fara ör- lítið lengra en spurning Jóhönnu gefur tilefni til að svarað sé. Til- efnið er, að í mörgum nýrri hverfum er það ekki fátítt að flutt séu hávaxin tré á lóðir nýrra húsa. Oftast er þetta í miklu ósamræmi við umhverfið og er vægast sagt lítið augna- yndi. Þetta er svipað og að taka kjörbörn sem komin eru yfir fermingaraldur. Uppalendurnir fara á mis við sjálft barnið og uppeldi þess og verða þar af leið- andi aldrei raunverulegir rækt- endur hversu heitt, sem þeir þrá að verða það. Þeir einir fá notið ánægjunnar jafnt af gróðri sem börnum er annast vöxt þeirra og tilveru frá bernsku að ávaxta- aldri. Burstormar Kristín Björnsdóttir spyr: 1. Ég var að vinna í garðinum mínum og fann þá skyndilega fullt af hvítum ormum í einu beðanna. Ég hef ekki séð þá í garðinum áður. Hvað get ég gert til að útrýma þeim? 2. Ég er með animónur, sem ég er búin að koma til. Þær eru í litlum potti, sem ég er hrædd um að sé of smár fyrir þær. Mér sýnist sem ræturnar séu um það bil að koma í gegnum botninn. Á ég að skipta um pott? Svar: 1. Burstorma mun ég hafa minnst á lítillega í svari sl. laug- ardag. Ormar þessir valda sjaldnast skaða en geta þó ef mikið af þeim hópast saman við rótarávexti, t.d. kartöflur, gefið frá sér slím, sem orsakar rot í hýði kartöflunnar. Helsta ráðið til að draga úr sókn þeirra er að bera kalk í jarðveginn eða gera hann loftmeiri, t.d. með því að setja grófan sand í moldina. Éins og ánamaðkurinn sækist burstormurinn fyrst of fremst eftir því að dveljast þar sem mikið er af rotnandi lífrænum næringarefnum. 2. Allt er í góðu lagi með ani- mónurnar, en þær mun Jesús hafa haft fyri augunum er hann ræddi um liljur vallarins á sín- um tíma. Nú er bara að gróður- setja þær út í garðinn. Það eina, sem þarf að hafa í huga er að þær séu í beði þar sem vatn get- ur ekki safnast fyrir. Séu þær í upphækkuðu beði og sett yfir þær fölnuð lauf á haustin eru miklar líkur á, að ræturnar lifi næsta vetur og skjóti frjóöngum sem blómstra annað sumar, jafnvel lengur. Ýmsir mögu- leikar Guðrún Þorsteinsdóttir, Brúnsstöðum v/Undraland, spyr: Mig vantar mann til að laga til í garðinum hjá mér þar sem ég get það ekki sjálf vegna veik- inda. Hvar get ég fengið mann til að vinna þetta fyrir mig? Svar: Margir garðyrkjumenn aug- lýsa þjónustu sína hér í Reykja- vík, en einnig hefur borgin veitt ellilífeyrisþegum og sjúku fólki aðstoð við hreinsun og umhirðu lóða eftir að vinnuskólaungl- ingar hefja sumarstarf. Slík þjónusta fer fram fyrir milli- göngu heimilishjálpar borgar- innar, sem kannar kringum- stæður þess fólks, sem um slíka aðstoð biður. Bergfiétta Vilborg Sigurðardóttir spyr: Ég ætlaði að planta bergfléttu við fúavarðan skjólvegg, en mér hefur verið sagt, að hún fari ekki upp fúavarða veggi. Er þetta rétt? Eru þá einhverjar klifurjurtir eða hávaxnir runn- ar, sem koma til greina, sem eru fallegir á vetrum — helst sígrænir. Svan Bergflétta þarf helst að hafa samfelldan (massívan) vegg, sem hún getur bundið heftirætur sín- ar við. Sé þeim ætlað að vaxa upp við skjólþil þá þarf að huga að þessu. Það er öllum gróðri viðsjárvert að vaxa fast við girð- ingu eða veggi, sem borin hafa verið á fúavarnarefni. í þessum efnum eru olíur sem viðurinn drekkur í sig og olían getur vald- ið bruna jafnt í rótum sem blöð- um jurtar þannig að þær hljóti skaða af. Get því miður ekki bent Vilborgu á aðrar klifurjurt- ir er halda blöðunum árið um kring er hér gætu komið til greina. Snarrót í túni Guðbjörg Böðvarsdóttir, Njarðvík, spyr: Hvernig er hægt að uppræta snarrótarþýfi í blettinum hjá mér? Svar: Til eru efni, sem drepa snarrót og önnur grös, en öll eru þau vandmeðfarin og nokkuð dýr þar sem þau eru sjaldnast seld nema í stórum pakkningum. Ef áhugi er fyrir notkun slíkra efna er hyggilegast að hafa samband við garðyrkjumenn og fá leiðsögn þeirra eða aðstoð við að fram- kvæma verkið. En ekki er úr vegi fyrir Guðbjörgu að reyna gamlar en að vísu nokkuð seinvirkar að- ferðir við að eyða snarrótinni og þá er að gera tíðar árásir á grasbrúskana með búrhníf og bera annað hvort tröllamjöl í rótarsárið eða matarsalt. Þegar svo mikið hefur verið skorið upp af snarrót að grasflötin nálgast það að vera orðin samfellt flak- andi sár, þá er ekki um annað að gera en bera mold í sárin og sáldra yfir grasfræi. Grær þá um heilt á tveimur eða þremur vikum. 25. maí 3 vikur fullbókaö 2 vikur fullbókaö 8. júní 15. júní 2 vikur fullbókai 29. júní 6. júlí 2 vikur fullbókaö 20. júlí 3 vikur fullbókaö 3 vikur 13 sæti iaus 3 vikur fullbókaö 1 vika nokkur sæti » 1 vika laus sæti 1 vika laus sæti laus 27. júlí 2 vlkur biöllsti 10. ágúst 3 vikur biölisti 1 vika biölisti 17. ágúst 2 vikur biöfísti 31. ágúst 3 vikur biölisti 1 vika 4 sæti laus 3 vikur laus sæti 1 vika laus sæti URVAL VID AUSTURVÖLl^ SIMI: 26900 , 7. sept. 12. okt. 2 vikur biölisti 2 vikur laus sæti 21. sept. * Tryggöu þór far atrax tlll mm I Ifmn Iifftfff* m mnmm* * I«mm * • 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.