Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 Laxnessmyndir Ragnheiðar Jónsdóttur Myndlist Bragi Asgeirsson Nýlega kom út frá forlaginu Helgafelli mikil og fögur bók í tilefni þeirra tímamóta í lífi Halldórs Laxness, sem öll þjóðin hefur fylgst með og glaðst yfir. Bók þessi inniheldur saman- tekt úr ljóðum Gljúfrasteins- bóndans, nefnist „Bráðum kem- ur betri tíð“ og er myndskreytt af hinum kunna grafík-lista- manni Ragnheiði Jónsdóttur. Bók þessi er kjörgripur mikill í útliti og hönnun, prentunin upp á það besta í mynd og letri. Las ég einhvers staðar, að svo ná- kvæmlega hafi verið farið út í það að ná fram blæbrigðum myndanna í lit og grátónum, að fjórar filmur hafi verið gerðar af hverri mynd. Ég efa ekki að það sé rétt og er þá um lofsverða framför að ræða því að oft kem- ur það fyrir að útgefendur spari sér útgjöld með því að hafa film- urnar í fæsta lagi. Slíkt tel ég dýrasta sparnað sem hugsast getur í útgáfu myndskreyttra bóka fyrir utan það að meiri ógreiða er naumast hægt að gera nokkrum myndlistarmanni. Á síðustu árum hefur prenttækni fleygt svo mikið fram að mögu- Ieikarnir í sambandi við útgáfu vandaðra listaverkabóka eru nær ótakmarkaðir. Ragnheiður Jónsdóttir hefur í lýsingu þessarar bókar valið að reyna fyrir sér í tækni, sem mér er ekki kunnugt um að hún hafi hagnýtt sér áður. Myndirnar eru mjög grafískar í eðli sínu og unnar með ákveðinni filmu- tækni. Umgjörð þeirra er gamlir gluggar og sér í myndsviðið í gegnum þá. Listamaðurinn Erró hefur gert svipaðar myndir í grafík í t.d. bækur eftir Matthías Jóhannessen, en notar þá mun frjálsara myndferli og útfærslu. Ég sé þó ekkert því til fyrirstöðu að aðrir reyni einnig fyrir sér í þessari tækni því að varla er Erró upphafsmaður hennar, en hún er þó þess eðlis að myndir geta orðið mjög keimlíkar svo sem einnig leikur með ýmsar að- ferðir í málmgrafík. Þetta er um margt létt og skemmtileg tækni og yfir mynd- unum er mun ferskari blær en ef Ragnheiður hefði t.d. valið að vinna í málmgrafík. Það er prýði að myndunum í bókinni og þær kunna að marka tímamót í list- ferli Ragnheiðar Jónsdóttur og vonandi einnig íslenzkri bóka- útgáfu. Leirmunir og teikningar í vesturgöngum Kjarvalsstaða getur að líta mikinn fjölda leirmuna eftir Hauk Dór Sturlu- son og stendur sýningin yfir til 23. maí. Haukur Dór hefur und- anfarna níu mánuði dvalið í Bandaríkjunum eða í Columbíu, Maryland og eru gripirnir á sýn- ingunni afrakstur þeirrar dval- ar. Má með sanni segja að ger- andinn hafi tekið til höndunum því að gripirnir eru æði margir og sumir hverjir stórir um sig. Hauk Dór þekkja flestir, sem með myndlist fylgjast á landi hér, því hann hefur verið mjög virkur á starfsvettvangi sínum og að auki mikið gefið sig að frjálsri myndlist og myndlist- armálum. Ég rita hér myndlist í hinni sígildu merkingu þessa orðs en annars er erfitt að draga línur á milli skapandi listiðnað- ar og hreinnar myndlistar en er þó víðast hvar gert. Skoðandinn ætti fljótlega að kenna mynd- listarmanninn á bak við verkin á Kjarvalsstöðum því að þótt ein- hverjir haldi það við fyrstu sýn, þá eru þau fæst gerð með hag- nýta notagildið í huga. Ekkert er þó til fyrirstöðu að kaupendur hagnýti sér þau sem slík en það er hið lifandi útlit í mótun og áferð sem mestu máli skiptir. Þá eru sum verkanna lítið annað en hreinir skúlptúrar, sérstæð og forneskjuleg andlit eins og utan við tíma og rúm. Af þessari sýningu að marka virðist Haukur Dór öðru fremur vera að leita fyrir sér í traustum og kraftmiklum vinnubrögðum og taka slík fram fyrir frumleika og vinsælar mótunartilraunir. Litið til þess má vel hugsa sér, að listamaðurinn standi á tíma- mótum á listferli sínum og vilji marka sér landvinninga í tvenn- um skilningi. Hann hyggst setj- ast að í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma en þangað held- ur Haukur að sýningunni hér lokinni og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Á sýningunni eru einnig all- margar teikningar sem staðfesta fyrra álit á hæfileikum Hauks á því sviði. Stuðla þær ótvírætt að sterkari heildarsvip. Listamann- inum fylgja svo góðar óskir vest- ur um haf. Félag___________ Járniðnadarmanna Félagsfundur veröur haldinn miövikudaginn 26. mai 1982 kl. 8.30 e.h. í Domus Medica viö Egilsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Frá 10. þingi MSÍ 3. Kjaramálin 4. Önnur mál Mætiö vel og stundvíslega. Stjórn Fólags járniðnaóarmanna. í Kaupmonnahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.