Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 19 sett fjölda bóka. Því miður get- um við ekki komið í veg fyrir að bókaverslanir selji ósiðlegar bókmenntir, en öðru máli gegnir um bókasöfnin, og sérstaklega skólabókasöfnin. Þar hefur okkur tekist að koma út úr húsi allt að 80% af þeim bókum sem okkur líkar ekki.“ „Foreldrar eiga rétt á að berja börnin sín“ Á svarta listanum eru m.a. bækur eftir D.H. Lawrence, Norman Miller og Erica Young og kemur það víst fæstum á óvart. En á listanum er einnig verðlaunaskáldsaga Salingers: „Bjargvætturinn í grasinu". Lor- enzen telur að unglingurinn sem er aðalsöguhetja bókarinnar, en hún kom út á sjötta áratugnum, sé „óamerískur og firrtur allri föðurlandsást". MM einbeitir sér ekki aðeins að skemmtanaiðnaðinum, af- þreyingu og hámenningu, heldur leitast við að hafa áhrif á banda- ríska þjóðfélagið í heild sinni. „Við erum fylgjandi dauða- refsingum, kapitalisma, föður- landsást og kynferðislegri hóf- semi. Við teljum að foreldrar eigi rétt á að berja börnin sín. Það á helst að gerast opinber- lega, til að auðmýkja krakkana. En það verður að gæta þess að berja þau ekki í andlitið eða höf- uðið, því ekki viljum við valda þeim líkamlegum meiðslum, heldur aðeins andlegum. Við í MM höldum okkur að jafnaði utan við stjórnmál, en við styðjum Reagan forseta heilshugar. Hann hugsar eins og við, hefur sömu siðgæðishug- myndir og er sennilega einn af mestu leiðtogum þessarar ald- ar.“ MM-samtökin segjast vera á móti „ljótum“ orðum, hómósexú- aliteti, rokktónlist, klárni og kommúnisma. Ennfremur sé samtökunum í nöp við sósíal- isma, k.vnfræðslu í skólum, hjónaskilnaði, kvennahreyfing- una og fósture.vðingar. (SIB þýddi og endursagði úr Vecko-Revyn) Löður — „Ósómi og sióleyai." Húsið á sléttunni. — „Góöur fjölskylduþáttur." „Fólk í skemmtanaiðnaðinum er hrætt við okkur“ Segir einn af forystumönnum Moral Majority — sam- takanna, sem m.a. hafa stöðvað framleiðslu á „Löðri“ Eins og fram kom í sjón- varpsviðtali við Caterine Helm- ond, sem leikur Jessicu í hin- um vinsælu sjónvarpsþáttum, Löðri, er búið að stöðva fram- leiðslu þáttanna fyrir atbeina afturhaldsfélagsskapar í Bandaríkjunum, sem kallar sig „Siðlega meirihlutann" (Moral Majority). Nýlega birtist í sænsku vikuriti viðtal við yfir- mann Kaliforníudeildar þess- ara samtaka, John Lorenzen. I>að fer hér á eftir í lauslegri þýðingu og endursögn. „Nú einbeitum viö okkur aö MASH“ „Okkur tókst að stöðva fram- leiðslu og sýningar á Löðri. Nú einbeitum við okkur að 30 öðrum sjónvarpsþáttum, þ.á.m. MASH. Við viljum ekki hafa neinn ósóma og siðleysi í sjónvarpinu." Sá sem hefur orðið er John Lorenzen, yfirmaður Kaliforníu- deildar Moral Majority-sam- takanna, kristilegrar hreyfingar sem hefur haft geysimikil áhrif í Bandaríkjunum. Þessir ný-púrit- anar telja um eina milljón fé- laga, en Lorenzen segir að 25 milljónir Bandaríkjamanna styðji samtökin. MM-samtökin voru stofnuð árið 1979 af prest- inum Jerry Falwell. Þau eru kristin og mjög íhaldssöm, með ákaflega öfluga útbreiðslumið- stöð á sínum snærum. MM er ríkur félagsskapur og nýtur krafta færustu markaðsfræð- inga við að koma boðskap sínum áleiðis. „Við ákváðum að einbeita okkur að sjónvarpinu fyrir um það bil ári síðan og hefur vegnað vel. Fólk í skemmtanaiðnaðinum er hrætt við okkur,“ segir Lor- enzen og hlær. í Bandaríkjunum eru þátta- framleiðendur gersamlega háðir auglýsingatekjum og er þar um stjarnfræðilegar upphæðir að ræða. Einnar mínútu auglýsing í Dallas-þættinum kostar þannig yfir tvær milljónir króna. Því er það ekki að undra, að auglýsend- ur forðist að leggja fé í auglýs- ingar í þáttum sem hafa fengið mótbyr. Vegna þrýsting frá MM hefur stórfyrirtækið Proctor & Cambel hætt auglýsingum í fimmtíu sjónvarpsþáttum á besta sýning- artíma. Þetta er spurning um hundruð milljóna Bandaríkja- dala og talið er að fleiri fyrir- tæki muni fylgja á eftir. „Kvikmyndir og bæk- ur á svartan lista“ „Við höfum sett saman lista yfir 30 verstu sjónvarpsþættina, hvað varðar kynlíf, ofbeldi og al- mennt siðleysi. Við höfum haft samband við auglýsendur í þátt- unum og sagt þeim að við mun- um sniðganga vörur frá þeim. Jafnframt höfum við svo verð- launað auglýsendur í góðum fjöl- skylduþáttum, eins og t.d. Húsið á sléttunni með því að mæla með vörum þeirra.“ Hvers vegna vill MM koma MASH — „Málfarió er ógeöslegt." MASH fyrir kattarnef, þætti sem hefur unnið til fjölda verð- launa? „Það er fyrst og fremst mál- farið sem við sættum okkur ekki við. Það er svo mikið um að verið sé að grínast með kynlíf og það er ekki gott fyrir ungt fólk að horfa á slíkt. Við viljum skapa betra þjóðfélag." MM hefur þegar öðlast svo mikil áhrif, að stóru sjónvarps- stöðvarnar sýna nú fulltrúum samtakanna þætti áður en þeim er sjónvarpað. „Við getum að sjálfsögðu ekki haft samskonar eftiriit með kvikmyndum og við getum með sjónvarpsefni, en við setjum margar kvikmyndir á svartan lista. Þá höfum við einnig bann- John Lorenzen: — „Við viljum ekki hafa neinn ósóma og sió- leysi í sjónvarpinu." 0 U Takið sumarið snemm öll f jölskyldan til MALLORKA OTCÍKVT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.