Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1982 2 7 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 1. vélstjóri 1. vélastjóri óskast á 150 lesta togbát. Uppl. í símum 99-3878 Gísli Jónsson og 91-27459 Siguröur Þórðarson. Vélstjóri 4. stigsmaöur óskar eftir atvinnu strax. Uppl. í síma 34816. Rafvirki óskast til afgreiöslustarfa á rafmagnsvöru- lager. Umsóknir meö uppl. um aldur og fyrri störf sendist auglýsingad. Mbl. merkt: „Rafvirki — 3040“. Kona vön vélritun símavörzlu og spjaldskrárvinnu, óskar eftir heilsdagsstarfi á skrifstofu. Er reglusöm og stundvís. Tilboö sendist auglýsingadeild Morgunblaös- ins fyrir 28/5 merkt: „Stundvís — 1602“. Hárskeri óskast Hárskera vantar á rakarastofu sem er veriö að opna á Hótel Esju. Nánari upplýsingar á hárgreiöslustofunni Hjá Dúdda, Suöurlandsbraut 10. Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra á Eskifiröi er hér meö aug- lýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 97-6175. Bílstjóri óskast Bílstjóra meö meirapróf vantar til ýmissa út- keyrslustarfa nú þegar. Uppl. hjá dreifingarstjóra á staönum eöa í síma 35313. Sanitas við Köllunarklettsveg. Forritari kerfisfræðingur óskast til starfa sem fyrst í skýrsluvéladeild. Þekking á sívinnslu og forritunarmálum COBOL eöa PLI, ásamt CICS/VS. Nánari upplýsingar veitir starfsmannahald, á skrifstofu, en ekki í síma. Samvinnutryggingar g.t., Ármúla 3. Viðskiptafræðingur meö mikla starfsreynslu á sviöi bókhalds, uppgjöra, útgeröarmála og fl. óskar eftir góöri framtíöarvinnu. Tilboö óskast send Mbl. merkt: „Z — 555“ fyrir miðvikudagskvöld. Viljum ráða handlaginn mann til starfa viö skóviögeröir. Upplýsingar er greina aldur og fyrri störf, sendist augl.deild Mbl. merkt: „Framtíöar- starf — 3374“. Textainnritari meö góöa íslensku- og vélritunarkunnáttu óskast til starfa viö tövlusetningu. Upplýsingar í síma 17165. ísafoldarprentsmiðja hf. Skrifstofu- og bókhaldsstarf Norðurstjarnan óskar eftir aö ráöa skrifstofu- mann til bókhalds- og annarra skrifstofu- starfa. Umsókn er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum, sendist framkvæmdastjóra fyrir 1. júní. Æskilegt aö viökomandi geti hafið störf nú þegar. Noröurstjarnan hf. Pósthólf 35, Hafnarfirði. Organisti — tónmenntakennari Staöa organista viö Hverageröiskirkju er laus nk. haust. Einnig er laus staöa tónmenntakennara viö Grunnskólann í Hverageröi. Upplýsingar hjá formanni sóknarnefndar, sími 99-4277. Atvinnurekstur Maöur um fertugt óskar eftir starfi. Vanur verslunarstörfum. Margt annaö kemur til greina. Uppl. í síma 16913. Járnun — Vinnuafl Leggjum járn í hús og aöra byggingahluta. Fyrirspurnir leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Stoö og plata — 3043“. Sumarvinna Óska eftir aö ráöa í skrifstofustarf í sumar. Vélritunarkunnátta og æfing á reiknivél nauðsynleg. Bókhaldskunnátta æskileg. Tilboö sendist Mbl. fyrir 27. maí, merkt: „Sumarvinna — 3044“. Skrifstofustarf Viö leitum að vönum starfskrafti til almennra skrifstofu- og innheimtustarfa. Þarf aö geta unnið sjálfstætt. Hálfsdagsstarf. Iðnrekendur — Fasteignasala Ungur reglusamur maöur óskar eftir framtíö- arstarfi í Reykjavík. Hef menntun og starfs- reynslu í stjórnun og kennslu í tréiönaöi. Ennfremur koma sterklega til greina sölu- störf s.s. viö fasteignasölu. Gæti hafið störf fljótlega. Æskilegt væri aö möguleiki væri á frjálsum vinnutíma. Tilboð merkt: „Framtíöarstarf — 0—3340“ sendist Mbl. fyrir miövikudagskvöld 26. maí 1982. Nemi á rafiðnaðarbraut búinn meö grunnnám, óskar eftir atvinnu í sumar. Uppl. í síma 74840. PRISMA REYKJA Vl'KURVEGi 64 - HAFNARFIRÐI - SIMI53455 Ljósmyndari óskast eda maöur meö góöa þekkingu á Ijós- myndavinnu. Opinber stofnun óskar eftir starfsmanni í tímabundiö verkefni, a.m.k. 4 mánuöi. Umsóknir sendist Morgunblaöinu fyrir 28. maí nk. merkt: „Ljósmyndari — 3336“. Verkstjóri — framleiðslustjórnun Frystihús KEA, Dalvík, auglýsir eftir verk- stjóra í frystingu frá 1. júní til frambúöar. Starfssviö: ★ Starfsmannastjórn. ★ Framleiöslustjórnun og eftirlit. ★ Gæöastjórn, viökomandi þarf aö hafa matsréttindi. ★ Umsjón og eftirlit meö skrán- ingum og bónus. Æskilegt er, aö viökomandi hafi próf frá Fisk- vinnsluskólanum eöa sambærilega menntun og starfsreynslu. Hér er um lifandi starf aö ræöa fyrir áhugasaman mann. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Uppl. gefnar í síma 96-61211, á vinnutíma. Frystihús KEA, Daivík. Starfsmaður óskast til bókhalds- og skrifstofustarfa hjá innflutn- ingsverslunarfyrirtæki. Til greina gæti komiö aö ráöa í hálfsdags- starf. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sé skilaö til augld. Mbl. fyrir 31. maí nk. merkt: „S — 3373“. Iðnverkafólk atvinnutækifæri Þar sem fyrirtæki vort er aö taka upp nýja framleiöslu leitum vér aö þremur til fjórum starfsmönnum á aldrinum 20—50 ára. Starfiö er krefjandi og vel launað (bónus). Upplýsingar hjá tæknideild kl. 10—12 næstu daga í síma 50022. Rafha Hafnarfirði. Framtíðarsölustarf Fataframleiðslufyrirtæki í Reykjavík óskar aö ráöa harðduglegan sölumann. Þarf aö hafa bíl til umráöa og geta fcyrjaö sem fyrst. Leitað er aö röskum og reglusömum manni til framtíöarstarfa. Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir fimmtu- daginn 27. þ.m. merkt: „Sala — 6056“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.