Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 „Hafiði heyrt þennan um Færeyingana, sem voru sendir til að sækja götin?“ „Nei,“ kvað við úr salnum. „Það voru einu sinni nokkrir Færeyingar, sem voru sendir til þess að sækja göt. Fóru þeir er- indanna á vörubíl. Gekk ferðin að óskum og settu þeir öll götin upp á vörubílspallinn. Vegurinn var hins vegar ekkert allt of góður, eins og títt er um göturn- ar í Færeyjum og á leiðinni til baka ók bílinn ofan í mikla holu. Við hnykkinn datt eitt gatanna af. „Oj oj,“ hrópaði einn verka- mannanna og bankaði í bíl- stjórahúsið. „Það datt eitt gatið af.“ Bílnum var því bakkað, en íra- fárið var svo mikið að þeir átt- uðu sig ekki fyrr en þeir höfðu bakkað ofan í gatið.“ HlátrasköIIin glumdu um all- an salinn. Það var Jónas Jónasson, út- varpsmaðurinn þjóðkunni, sem sagði svo skemmtilega frá þess- um Færeyingum á miðnætur- skemmtun, sem Haukur Morth- ens, ásamt fríðum flokki söngv- ara og tónlistarmanna, efndi til á miðvikudag. Jónas annaðist kynningar á skemmtuninni af alkunnri snilld og vitnaði gjarn- an í hliðstæða uppákomu fyrir aldarfjórðungi síðan, er hann rabbaði. Ekki var að sjá að Jónas, hvað þá heldur Haukur, hefðu elst mikið frá þeirri skemmtun. Haukur fór hreinlega á kostum á skemmtuninni og svo mátti reyndar segja um alla þá er þar komu fram, utan hvað tískusýn- ingarflokkur frá Karon með ein- hvern þann aumasta kynni, sem Árni Elvar var einn gesta Hauks á skemmtuninni. Hér málar hann mynd af söngvaranum síunga og ekki ber á öðru en hann skemmti sér dável. nokkru sinni hefur stigið á svið, setti síðari hlutann dálítið úr skorðum með illa undirbúinni sýningu. Það var hins vegar ekki ætl- unin að elta ólar við slíkt, en tískusýningin átti bara ekki heima á þessari annars bráð- skemmtilegu kvöldskemmtun. Fjöldi fólks lagði leið sína í Austurbæjarbíó á miðviku- dagskvöldið, voru þarna nokkur börn, sem sennilega hafa þó ver- ið orðin framlág þegar skemmt- uninni lauk klukkan rúmlega tvö um nóttina. Stjarna kvöldsins, Haukur sjálfur, hóf skemmtunina á nokkrum rólegum lögum, en e.t.v. hefði verið betur til fundið að hefja prógrammið með meira trukki því nokkur töf varð á því að skemmtunin hæfist. Ekki bar á öðru en fólk kynni vel að meta er Haukur hafði lokið við að syngja „Katarína, Katarína" og fleiri í þeim dúr. Dynjandi lófa- tak var til merkis um að áheyr- endur voru vel með á nótunum. Síðan rak hvert atriðið annað. Kristbjörg Löve söng „Who’s Sorry Now“, Edda Sigurðardótt- ir dustaði rykið af raddböndun- um eftir fjögurra ára hlé og söng „Feelings" og þá kom Reynir Jónasson, nikkari og fór á kostum. Hjördís Geirs tók því næst við og söng „San Fran- cisco" og síðan söng Mjöll Hólm „You’re Too Good to be True“. Tókst henni að ná upp góðri stemmningu á meðal fólksins, sem klappaði kröftuglega í takt við tónlistina. Haukur söng þvínæst tvö lög, sem fengu hárin til að rísa á gömlum aðdáendum. „Lonesome Sailorboy" (Simbi sjómaður) og „Granada" söng hann við storm- andi undirtektir. Big band Svansins lauk fyrri hluta skemmtunarinnar með bráð- skemmtilegum lögum. Upphaf síðari hlutans var hins vegar því miður gersam- lega misheppnað. Var þar tísku- sýningarhópur frá Karon á ferð- inni með einhverja þá ámát- legustu sýningu, sem undirrit- aður hefur séð af því tagi. Ekki bætti úr skák, að kynnirinn var svo aumur að engu tali tók. Ekki aðeins var þessi sýning eins og skrattinn úr sauðaleggnum heldur var hún illa framkvæmd. Þessi slaka sýning féll þó fljótt í gleymskunnar dá er Ey- þór Þorláksson lék á klassíska gítarinn sinn lag, sem fékk áheyrendur til að standa á önd- inni af hrifningu. Á eftir honum söng Haukur með Big-bandinu, áður en það hvarf af sviðinu við dynjandi lófatak eftir frábæra frammistöðu. Söng Haukur bæði „Stardust" og „Pennies From Heaven", sem hann til- einkaði ríkisstjórninni, enda veitir víst ekki af stuðningi, jafnt fjárhagslegum sem öðrum, á þeim bæ. Soffía Guðmundsdóttir, sópr- ansöngkona, söng þvínæst eitt bráðfallegt lag á einkar laglegan hátt og síðan lag með Hauki, sem heitir „Make Believe" áður en henni var fylgt af sviði með dynjandi lófataki. Jónas reytti áfram af sér brandarana og síðan kom Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.