Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 43 ísafjörður: Föndurkennsla fyrir aldraða Frá fnafirAi. í TILEFNI af ári aldraðra, höfðu aðilar að félagsstarfí aldraðra og nokkur félög á ísafírði, samstarf um að standa að sýningu á föndri og handavinnu eldri borgara á ísafírði í Gagnfræðaskólan- um 15. og 16. maí sl. Báða dagana var kaffísala til styrktar félagsstarfí aldraðra og er ágóða af kaffísölu varið til kaupa á tækjum til fönd- urstarfsins. Föndurkennsla er nýlunda í félagsstarfi aldraðra á ísafirði, en er þegar orðin vinsæl. Kennsla fer fram í opnu húsi í Vinnuveri, og eins er föndur á elliheimilinu og sjúkrahúsinu og voru sýndir munir frá þessu starfi á sýningunni auk handa- vinnu, sem unnin hefur verið í heimahúsum. Aðstaða til föndurvinnu verður í vistheimili aldraðra á Torfnesi, sem tekið verður í notkun á þessu sumri. Ef fjár- magn fæst, verður þar um að ræða gjörbreytingu á högum eldra fólks, sem horfið er af hinum almenna vinnumarkaði, en hefur ennþá verulega getu og vilja til að hafa eitthvað þarflegt fyrir stafni. Úlfar Mikill fjöldi fólks notfærir aér mt (Vndwkeaaahi á vegum ísafjarðarkaup- staóar. Myadia er tekia á aámakeiái i báaakyaaum Sjálfsbjargar á ísafirði. MáirrUar HaOdóndótttr Verk úr íspinaum, unnin af öldrnAnni íaAráiagum. IjimL: MátfrMw HalldéniMttir Fyrirlestur um vöxt laxa JÚLÍUS Birgir Kristinsson, sem undanfarin ár hefur stundað rann- sóknir á vexti laxa við háskólann i New Brunswick í Kanada, heldur fyrirlestur mánudaginn 24. mai kl. 16.00. Fyrirlesturinn nefnist: Tvískipt stærðardreifing laxaseiða, þroski, myndbreyting og hormónar. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Háskólans að Grensás- vegi 12 og er öllum heimill að- gangur. HÚS- BYGGJENDUR Til afgreiðslu af lager: Niðurfallsrör Rennubönd Þakrennur Þakgluggar Þaktúður Gaflþéttilistar Kjöljárn Klippt og beygt járn af ýmsum gerðum. Öll almenn blikksmíði. 'B BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Ltitíó nénmrl upplýminga mðSégtúni7 Simn29022 SAGA HÓTEL Kaupmannahöfn, Colbjernsenagade 20, DK-1652 Copenhagen, sími (01) 24-99-67 Staösett 200 fm frá járnbrautarstöðinni, 300 m frá Tívolí og 700 m frá Ráðhústorginu. íslendingar fi 10% afslaft. Eins manns herbergi án baös frá kl. 145—165. Tveggja manna herbergi án baös frá kr. 240—260. Eins manns herbergi meö baöi kr. 230—240. Tveggja manna herbergi með baöi frá kr. 340—360. Morgunmatur er innifalinn. Litasjónvarp og bar. Með vinarkveðju frá Bredvig fjölskyldunni með ósk um gleöilegt sumar. Lúxusvillur í sólskinsparadís Við bjóðum upp á óvenjulega og glæsilega gistingu í smáhúsum (bungalows) og íbúðum í undir- fögru umhverfi við Puerto de Andraitx, sem stendur skammt vestan við Magaiuf-ströndina. í hverfi þessu eru verslanir, næt- urklúbbur og diskótek, barir, veitingastaðir, 2 sundlaugar og barnalaug, 4 tennisveilir og ákaf- lega falleg og góð sólbaðs- og útivistaraðstaða. Örskammt er niður í hinn fagra fiskimannabæ, Puerto de Andraitx, þar sem er iðandi og fjölbreytt mannlíf og mikill fjöldi viðurkenndra veit- ingastaöa. Nánarí upplýsingar á skrifstofu okkar og myndband (video) til sýnis. Brottfarardagar: 29. maí — örfá sæti laus — mjög góðir greiðslu- skilmálar. 15. júní — örfá sæti laus — greiðsluskilmálar. 6. júlí laus sæti. 27. júlí fullbókað — biðlisti. 17. ágúst fullbókað — biðlisti. 7. september — laus sæti. 28. september — laus sæti. Ótrúlega ódýr vikuferð til Parísar 19. júní Gist veröur á 4ra stjörnu hóteli á eftirsóttum stað í borginni. Boöiö verður uppá úrval skemmti- og skoðunarferða undir leisögn ís- lensks fararstjóra sem gjörþekk- ir París. Verð kr. 6.200. Innifalið í verði: Flug gisting með morgun- verði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Athugiö! Takmarkaður sætafjöldi. Skotland - Skotland — í boði er 12 daga ferð um hin undirfögru skosku hálönd. Heim- sóttir eru margir af sögufræg- ustu stöðum Skotlands, svo sem: Pitlochry, Inverness, Cawtor- kastali, hið fræga Loch Ness, Oban, Ayr og Burns Country. Einnig verður gist í Glasgow og Edinborg. Brottför: 28. júní. Verð- frá 10.300. Innifalið í verði: Flug, gisting og hálft fæði á flestum stöðum og akstur með mjög góð- um áætlunarbílum. íslenskur far- arstjóri. Nýjung - Nýjung Skíðaferð um hásumar til Austurríkis Já, þetta er alveg ótrúlegt en staðreynd samt. Einstakt tæki- færi fyrir þá sem vilja stunda skíðaíþróttina, sólböð og útiveru í fögru umhverfi austurrísku Alp- anna. Skíðað verður á Stubaital-jöklin- um í allt að 3.000 m hæð þar sem frábær aðstaða er jafnt fyrir byrj- endur sem alvana skíðamenn. Gist verður á glæsilegu íbúðar- hóteli með allri aðstöðu svo sem: Úti-sundlaug, gufubaði, nuddi, tennisvelli, borðtennis og billi- ard. Brottför: 12. júní. Verð 9.300. Innifalið í verði: Flug, gisting og íslenskur fararstjóri. Almenn ferða þjónusta — öll ódýrustu fargjöldin . : >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.