Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 112. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezkt herskip illa lask- að eftir gífttrlega loftárás IjtnHnn maí AP London, 25. maí. AP. ARGENTÍNSKAR herþotur gerðu meiriháttar árás á brezk her.skip við Falklandseyjar í kvöld og eitt þeirra laskaðist illa að sögn John Nott varnarmálaráðherra í sjónvarpsviðtali. Þrjár argentínskar Skyhawk-þotur voru skotnar niður fyrr í dag í snörpum bardögum. Brezkar Sea Harrier- þotur réðust á flugvöllinn í Port Stanley og önnur hernaðarmannvirki. Nott talaði um „allverulega, meiriháttar árás“ í viðtalinu, en sagði að fréttir væru enn að berast. Hann sagði: „Ég er hræddur um að hinar slæmu fréttir séu þær að eitt skipa okkar hefur orðið fyrir miklu tjóni og á í erfiðleikum." Hann sagði engar upplýsingar liggja fyrir um manntjón og landvarnaráðuneytið sagði seinna að engar fleiri uppíýsingar yrðu veittar í kvöld. Þó var sagt að björgunaraðgerðir stæðu yfir. Bretar höfðu búizt við meiriháttar árás á þjóðhátíðardegi Argentínu að sögn Nott, sem viðurkenndi „mikið hugrekki" argentínsku flugmannanna, sem tóku þátt í hinum hættulegu árásum. Brezkir fréttaritarar sögðu að argentínsku árásirnar hefðu verið í líkingu við sjálfsmorðsárásir japanskra flugmanna í heimsstyrjöldinni. Einn þeirra kvað Breta vanmeta staðfestu Argentinumanna og vilja þeirra til að hætta á mannfall. Nott neitaði að nafngreina lask- aða skipið, en Press Association sagði, að talið væri að skipið væri tundurspillir af gerðinni 42. (Sam- kvæmt brezkum blaðafréttum komu tveir tundurspillar af þeirri gerð — „Southampton" og „Exeter" — nýlega til Falklandseyja, auk þriðja tundurspillisins af gerðinni 82). Nott sagði að Argentínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu flug- vélatjóni og gætu ekki þolað jafn- mikið tjón öllu lengur. Tvær brezkar freigátur — „Ard- ent“ og „Antelope“ — hafa sokkið eftir ioftárásir Argentínumanna síðan Bretar stigu á land á Falk- landseyjum á föstudaginn. Tund- urspillinum „Sheffield" var sökkt 4. maí. BBC sagði í kvöld, að áhöfn dul- arfullu brezku þyrlunnar sem lenti í Chile hefði verið flutt á laun frá hafnarborginni Punta Arenas í Chile, sennilega í áætlunarflugvél, en ekki væri vitað um ákvörðun- arstað. BBC kvað heimildir stað- festa að líklegasta hlutverk þyrl- unnar hefði verið að varpa niður víkingahermönnum á Eldlandi í Argentínu. Fréttamaður ITN, Michael Nicholson, talaði um fát um borð í brezku herskipi. Fjórum argent- ínskum þotum hefði tekizt að smjúga óséðum í gegn og árásin hefði komið gersamlega á óvart. Harrier-þotur frá brezku flugvéla- móðurskipunum hefðu bægt flest- um árásarflugvélunum frá herskip- unum. Fyrr í dag töluðu Nott og Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra af bjartsýni um væntanlegan sigur Breta í átökunum. Nott sagði í BBC-dagskrá til Falklendinga, að þeir gætu búizt við því að þeir yrðu frelsaðir fljótlega. Frú Thatcher sagði á þingi að Falklandseyjadeil- unni lyki ekki fyrr en Argentínu- menn hörfuðu frá eyjunum. Ef ör- yggisráðið hvetti til vopnahlés mundu Bretar beita neitunarvaldi gegn því. Ummæli hennar sýndu að af- staða Breta hefur harðnað síðan friðarviðræður fóru út um þúfur. Hún kvaðst telja að Falklendingar vildu engin tengsl við Argentínu og sagði: „Markmið okkar er að ná aftur Falklandseyjum. Þær eru brezkt yfirráðasvæði og við viljum koma brezkri stjórn aftur til valda.“ Bretar gerðu einnig loftárásir á Port Stanley í nótt. Nott tjáði þing- heimi að tvö brezk hjálparskip hefðu laskazt í argentínskum loft- árásum á landgöngusvæðið við San Carlos á mánudagskvöld, en sagði að viðgerð færi fram. Hann neitaði að liðsflutningaskipið „Canberra" hefði orðið fyrir árás. Tilkynnt var að Blowpiper-loftvarnaeldflaugar væru á leið frá brezka Rínarhern- Bretar hótuðu í dag að beita neit- unarvaldi gegn tillögu íra um að Öryggisráðið hvetji til 72 tíma vopnahlés. Alexander Haig utanríkisráðherra sagði bandarísk- um þingmönnum að Bretar yrðu senn í aðstöðu til að útkljá deiluna með hernaðarlegum ráðum. Greint var frá því að ný herskip frá Bret- landi hefðu bætzt við Falklands- eyjaflotann sem væri jafnöflugur og áður. Brezkir hermenn búa sig undir landgöngu á Falklandseyjum. Það hefur krafizt diplómatískrar fimi á mörgum vígstöðvum að koma því svo fyrir að páfinn gæti farið til Bretlands án þess að styggja Argentínumenn á meðan bardaginn um Falklandseyjar stendur sem hæst. Liður í þeirri við- leitni var heimsókn Basil Homes, kardinála á Englandi og í Wales, í Vatikan- iö um siðustu helgi, en mynd þessi var tekin við upphaf hámessu í Péturs- kirkjunni. Páfinn fer líklega til Argentínu að lokinni Bretlands-heimsókn Lundúnum, Vatíkaninu, 25. maí. AP. ÁKVÖRÐUN Jóhannesar Páls páfa II um að fara til Bretlands þrátt fyrir Falklandseyjadeiluna hefur vakið mikinn fögnuð í Bretlandi og í dag var það haft eftir áreiðanlegum heimildum i Vatíkaninu að sennilega færi páfi til Argentinu skömmu eftir að hann kemur frá Bretlandi i byrjun júní. Páfaheimsóknin hefst á föstu- skipti í sögunni sem páfi kemur í daginn, en þá mun páfi halda til fundar við Elísabetu drottningu í Buckingham-höll. Karl krónprins verður á laugardaginn viðstaddur messu í dómkirkjunni í Canter- bury sem er háborg kaþólskra manna í Bretlandi. Páfi hittir ekki pólitíska leiðtoga, svo sem venja er í slíkum heimsóknum, og er ástæðan hið pólitíska ástand sem orðið er vegna Falklands- eyjadeilunnar. Þetta er í fyrsta heimsókn til Bretlands, en fundur Jóhannesar Páls II með drottn- ingu er táknrænn fyrir batnandi sambúð kaþólsku kirkjunnar og ensku biskupakirkjunnar. Til skamms tíma var ekkert samband þar á milli eftir að Henrik VIII sagði skilið við kaþólsku kirkjuna árið 1534 af því að páfi vildi ekki veita honum skilnað frá Katrínu af Aragon svo hann gæti gengið að eiga önnu Boleyn. írönsk sókn inn í írak? Beirút, 25. maí. AP. ÍRAKAR viðurkenndu í dag, þriðjudag, að her þeirra hefði hörfað frá hafnarborginni Khorramshahr og íranir fógnuðu því að hafa hrakið íraka frá síðasta vígi þeirra á suðurenda vígstöðvanna. í tilkynningum íraka sagði að þeim hefði tekizt að valda eins miklum usla í liði óvinarins og unnt hefði verið, en íranir kölluðu töku borgarinnar mesta sigurinn í stríðinu. Olíuríkin við Persaflóa, Banda- ríkin, EBE og fleiri aðilar víðs vegar í heiminum hvöttu strax til samningaviðræðna til að binda endi á bardagana. Nú er mikilvægasta spurningin: Nema íranir staðar á landamær- unum eða sækja þeir inn í írak meðan Irakar eru á undanhaldi? Iranskir leiðtogar segjast ekki ágirnast írakskt yfirráðasvæði, en síðustu vísbendingar frá Teheran eru óljósar. Khomeini erkiklerkur gaf í skyn að íranir létu til skarar skríða gegn Irak eða grannríkjum við Persaflóa og lýstu þau trúlaus vegna samstarfs við Bandaríkin þegar hann sagði: „Land okkar talar nú úr sterkri aðstöðu ... ger- ið ekkert sem neyðir okkur til að beita lögum Kóransins ...“ 15 brunnu inni - grunur um íkveikju eftir sjónyarpsþátt Aire-sur l'Adour, Frakklandi, 25. maí. AP. FIMMTÁN manns létu lífið í eldsvoða sem varð í hæli fyrir unglinga með geðræn vandamál í SV-Frakklandi í morgun. Átta hlutu alvarleg brunasár og sjö er saknað. Á mánu- dagskvöldið höfðu margir unglinganna sem vistaðir eru á stofnuninni horft á sjónvarpsþátt sem nefndist „Á að brenna geðveikrahæli?" Eldurinn kom samtímis upp á nokkrum stöðum á annarri hæð hælisins kl. sex í morgun og tók fjórar stundir að ráða niðurlögum hans, en um helmingur húsakosts á staðnum er í rúst. Stofnun sú sem hér um ræðir hefur verið starfrækt sem skóli fyrir afvega- leidd og geðtrufluð ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, en þegar eldurinn kom upp í morgun voru í byggingunni um 200 manns, þar af 80 unglingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.