Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
Drangur:
Aðilar í Keflavík og á
Bahama-eyjum hafa áhuga
„Það hcfur enn ekkert verid ákv-
eðið hvað gert verður við Drang,
þegar nýi flóabáturinn keraur, en við
höfura þegar fengið margar fyrir-
spurnir um skipið bæði frá innlend-
um og erlendum aðilum," sagði Jón
Steindórsson, framkvæmdastjóri fló-
abáLsins Drangs, þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann í gær.
Samkvæmt því, sem Morgun-
blaðið hefur komist næst þá hafa
aðilar í Keflavík hug á að kaupa
Drang og breyta skipinu til fisk-
veiða. Ennfremur er blaðinu
kunnugt um, að aðilar á Bahama-
eyjum hafa sýnt skipinu áhuga.
Drangur er smíðaður árið 1959,
176 rúmlestir að stærð og er búinn
400 hestafla Wichmam-vél.
Þreifingar í deilu
tæknimanna útvarps
„FYRSTI fundur deiluaðila var
haldinn í ráðuneytinu í dag, en þar
var ekki um að ræða neitt annað en
þreifingar,“ sagði Þórir Steingríms-
son, tæknimaður hjá útvarpinu, í
samtali við Mbl„ er hann var inntur
eftir gangi mála í deilu tæknimanna
og ríkisins, en tæknimenn hafa sagt
upp störfum sínum frá 1. júni nk. og
„Hvað er að gerast...“
I»eir sem vilja koma að frétt-
um í þáttinn „Hvað er að gerast
um helgina", eru beðnir um að
koma þeim inn á ritstjórn Morg-
unblaðsins eigi síðar en fyrir
miðvikudagskvöld. Berist frétt-
irnar síðar, er ekki hægt að
tryggja birtingu þeirra í þættin-
um. Þátturinn birtist á fóstudög-
hafa ákveðið, að hlíta ekki þriggja
mánaða framlengingu á starfstima
þeirra.
— Það er síðan boðaður annar
fundur í lok vikunnar og þá skýr-
ast málin væntanlega, þ.e. hvort
af uppsögnum okkar verður eður
ei, sagði Þórir ennfremur.
Þórir Steingrímsson sagði að-
spurður, að hann sæi ekki annað,
en starfsemi útvarpsins lamaðist
aigerlega, ef tæknimennirnir
ganga út þann 1. júní nk.
— Okkar krafa er að fá sam-
bærileg laun við radíóvirkja í
ríkisverksmiðjunum, en þeir fá
greidd laun samkvæmt 19. launa-
flokki, sagði Þórir ennfremur, en
tæknimenn útvarps fá í dag greidd
laun samkvæmt 10—14. launa-
flokki BSRB.
Halldór Aðalsteinsson látinn
Látinn er i Reykjavík eftir erfiða
sjúkdómslegu Halldór Viðar Aðal-
steinsson, starfsmaður í tæknideild
Morgunblaðsins. Halldór var fædd-
ist í Reykjavík hinn 29. apríl 1932,
og var hann því nýlega fimmtugur er
hann lést.
Foreldrar hans voru Aðalsteinn
Óskar Guðmundsson, rafvirki í
Reykjavík, og kona hans, Sigrún
Einarsdóttir hárgreiðslukona.
Halldór vann mestalla starfs-
ævi sína hjá Morgunblaðinu.
Hann hóf nám hinn 1. apríl 1949 í
Prentsmiðju Morgunblaðsins, og
tók sveinspróf í setningu 1953. Þar
Aðalfundur SH
hefst á morgun
AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna hefst að Hótel
Sögu á morgun, fimmtudag,
klukkan 14.00. Auk venjulegra að-
alfundarstarfa, verða til umfjöll-
unar ýmis málefni SH og afkoma
fyrirtækja Sölumiðstöðvarinnar í
Bandaríkjunum og í Englandi.
vann hann siðan sem handsetjari
til 1957, og síðan við vélsetningu.
Hann var trúnaðarmaður starfs-
manna í Prentsmiðju Morgun-
blaðsins um tíma og 2. meðstjórn-
andi í stjórn Hins íslenska prent-
arafélags 1967 til 1969.
Halldór var ókvæntur og barn-
laus, en lætur eftir sig aldraða
móður.
Þingmenn í útreiðatúr
Landssamband hestamannafélaga bauð nýlega nokkrum alþingismönnum í útreiðatúr, en tilefnið var það að
unnið var efni í nýtt blað er sambandið hefur gefið út. Var farið með þingmönnum í stuttan útreiðartúr, og síðan
rætt um ýmis hagsmunamál hestamanna yfír hressingu í hesthúsi á eftir. Á þessari Ijósmynd Kristjáns
Einarssonar, má sjá þingmennina, sem boðið þekktust, talið frá vinstri: Páll Pétursson, Matthías Á. Mathiesen,
Egill Jónsson, Steinþór Gestsson, Ólafur Þórðarson og Stefán Guðmundsson. — Hestana fengu þingmennirnir
lánaða hjá Sigurbirni Bárðarsyni, nema Matthías, sem sjálfur á gæðinginn er hann situr.
Fyrsti fundur sjúkraliða og fjármálaráðuneytis í dag:
Mið tekið af samningi
hjúkrunarfræðinga
segir Málhildur Angantýsdóttir
„FYRSTI alvöru viðræðufundur að-
ila verður haldinn í dag og því geri
ég mér vonir um, að einhver hreyf-
ing fari að komast á okkar mál,“
sagði Málhildur Angantýsdóttir, sem
sæti á í stjórn Sjúkraliðafélags ís-
lands og samninganefnd félagsins, í
samtali við Mbl„ er hún var innt
eftir stöðu mála í deilu þeirra og
ríkisins, en félagsmenn hafa sagt
upp störfum sínum frá 1. júní nk.
hafí samningar um bætt kjör ekki
tekizt. Það er því Ijóst, að náist ekki
samkomulag mun starfsemi sjúkra-
húsanna lamast að miklu leyti á nýj-
an leik eftir hjúkrunarfræðingadeil-
una.
Málhildur varðist frétta af því
hverjar væru kröfur sjúkraliða.
Hún sagði sjúkraliða vilja kynna
þær fyrir samningsaðila sínum á
morgun. — Það er hins vegar ekk-
ert launungarmál, að samningur
hjúkrunarfræðinga er okkur
ákveðið leiðarljós í okkar baráttu,
sagði Málhildur ennfremur.
Sjúkraliðar fengu greidd laun
eftir 7.—10. launaflokki BSRB, en
kjaranefnd úrskurðaði á sínum
tíma, að launin skyldu greidd
samkvæmt 8.—11. launaflokki.
Þessari niðurstöðu vilja sjúkralið-
ar ekki una og hafa því sagt upp
störfum sínum frá og með 1. júní
nk. eins og áður sagði. Um er að
ræða 600 sjúkraliða á sjúkrahús-
unum í Reykjavík og nágrenni.
Vöruskiptajöfnudur óhagstæður um rúmar 647 milljónir króna janúar-apríl:
Innflutningurinn jókst
um liðlega 72% í apríl
Vöruskiptajöfnuður íslendinga
var óhagstæður á tímabilinu janúar-
apríl um liðlega 647,1 milljón króna,
en verðmæti innfíutnings á þessu
timabili var tæplega 2,88 milljarðar
króna. Verðmæti útflutnings á tíma-
bilinu var hins vegar liðlega 2,23
milljarðar króna. Á sama tíma í
fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um liðlega 211 milljónir
króna.
Verðmæti innflutnings fyrstu
fjóra mánuði ársins var sem sagt
tæplega 2,88 milljarðar króna, en
til samanburðar var verðmæti
innflutnings fyrstu fjóra mánuði
ársins 1981 liðlega 1,845 milljarð-
ur króna. Aukning innflutnings er
því um 56% á þessu tímabili.
Aukningin í útflutningi lands-
Þjóðviljinn í gær:
„Spurningarmerki við líf og
stöðu“ ríkisstjórnarinnar
„HLJÓTA kosningaúrslitin að setja spurningarmerki við líf og stöðu
ríkisstjórnarinnar," segir í hugleiðingum Þjóðviljans, málgagni Alþýðu-
bandalagsins, um niðurstöður kosninganna í gær. Telur blaðið einkum
tvennt valda „því að efasemdir vakna" ura líf stjórnarinnar, það er
afstaða Alberts Guðmundssonar og Eggerts Haukdal, sem Þjóðviljinn
segir, að verði „eflaust dýrkeyptari" í haust, og óróleiki í framsóknar-
mönnum.
í forystugrein Þjóðviljans
kemst Kjartan Ólafsson, vara-
formaður Alþýðubandalagsins
svo að orði: „Ymsir spyrja hvaða
áhrif úrslit sveitarstjórnakosn-
inganna muni hafa á ríkisstjórn-
arsamstarfið. Alþýðubandalagið
stefnir að því að halda samstarf-
inu nú áfram til loka kjörtíma-
bilsins. Hvort það auðnast hlýt-
ur þó að ráðast af því, hvort
samkomulag tekst um veiga-
mestu mál, ekki síst hvað varðar
kjara- og efnahagsmálin."
Við hliðina á þessari yfirlýs-
ingu varaformanns Alþýðu-
bandalagsins og ritstjóra Þjóð-
viljans birtist svo nafniaus hug-
leiðing um „spurningarmerki við
líf og stöðu ríkisstjórnarinnar".
Þar segir meðal annars:
„Ljóst er að Gunnar Thorodd-
sen vill halda áfram á sama
grunni, en ekkert liggur fyrir um
það, hvort Eggert Haukdal eða
Albert Guðmundsson eru sama
sinnis. Þeir félagar gengu á móti
samstarfsgrundvelli stjórnarliða
í hverju málinu á fætur öðru á
Alþingi í vetur, og verða eflaust
dýrkeyptari en nokkru sinni fyrr
með haustinu er þing kemur
saman að nýju.
I öðru lagi er Framsóknar-
flokknum ekki rótt ... Tómas
Árnason byrjar að klifa á óskum
sínum um almenna kjaraskerð-
ingu þegar að kosningaúrslitum
kynntum."
manna var hins vegar aðeins um
36,6% á umræddu fjögurra mán-
aða tímabili, en verðmæti útflutn-
ings fyrstu fjóra mánuði þessa árs
er liðlega 2,232 milljarðar króna,
samanborið við liðlega 1,634 millj-
arð á sama tíma í fyrra.
Ef litið er á innflutningsaukn-
inguna í aprílmánuði kemur í ljós,
að um 72% meiri innflutningur
var í apríl sl., en var í apríl á
síðasta ári. Aukning á útflutningi
var hins vegar aðeins um 42,8% á
sama tímabili.
í útflutningnum vegur ál og ál-
melmi þyngst, en verðmæti þess
útflutnings fyrstu fjóra mánuði
ársins var tæplega 279,5 milljónir
króna, smanborið við liðlega 173,5
milljónir króna á sama tímabili í
fyrra. Verðmæti útflutnings á kís-
iljárni var fyrstu fjóra mánuðina
liðlega 51 milljón króna, saman-
borið við tæplega 17,3 milljónir
króna á sama tímabili í fyrra. Það
er því um þreföldun á þeim út-
flutningi að ræða.
I innflutningnum vega vörur
fyrir íslenzka álfélagið þyngst, en
verðmæti þess innflutnings var
fyrstu fjóra mánuðina liðlega
135,6 milljónir króna, samanborið
við liðlega 120,5 milljónir króna á
sama tímabili í fyrra.
Við samanburð við utanríkis-
verslunartölur 1982 verður að
hafa í huga, að meðalgengi erlends
gjaldeyris í janúar-apríl 1982 er
talið vera 40,1% hærra en það var
í sömu mánuðum 1981.