Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jttorjjimblnbib MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1982 Mannbjörg er 60 tonna bátur brann og sökk VeMtmannaeyjum 25. maí, frá blm. Mbl. Árna John.sen. Mannbjörg varð í gær er Jóhanna Magnúsdóttir KE, 62ja tonna bátur úr Reykjavík, brann og sökk á mið- unum undan Suðurlandi. Eldurinn kom upp í vélarrúmi bátsins um klukkan eitt, aðfaranótt þriðjudags, og magnaðist hann svo skjótt, að ekki varð við neitt ráðið. Skipverjar voru í kojum, að stýrimanni undan- skildum, og komust þeir fáklæddir um borð í gúmmíbjörgunarbáta. Síð- an var þeim bjargað um borð í Þór- unni Sveinsdóttur VE, og er þetta í þriðja skipti sem Sigurjón Oskars- son skipstjóri á Þórunni og menn hans, bjarga mönnum úr sjávar- há-ska á þessum slóðum. Um borð í Jóhönnu Magnúsdótt- ur var sex manna áhöfn og skips- hundur að auki. Eigendur voru skipstjórinn Gísli Guðmundsson, Hálfdán Guðmundsson bróðir hans, stýrimaður á bátnum og þriðji bróðirinn, Jón Guðmunds- son, sem er í landi. Sjá viðtöi og fleiri myndir í mið- opnu blaðsins í dag. LjÓHm.Sigurgeir Fjóla Róbertsdóttir, níu ára stúlka í Vestmannaeyjum, sem bjargaðist er hún féll í höfnina í Eyjum í síðustu viku. Hjá henni er björgunarmað- ur hennar, Sævald Elíasson, sem sýndi snarræði við björgun hennar. V estmannaeyjar: Bjargaði níu ára telpu frá drukknun Frá Arna Johnsen, blaðamanni Morgunbladsins í Eyjum í gær. NÍII ÁRA stúlku var bjargað úr höfninni í Vestmannaeyjum síðast- liðinn fimmtudag, en hún hafði fallið frá trillu, þar sem nokkur börn voru að leik. Sævald Elíasson, stýrimaður á Herjólfi, var að aka bíl sínum við höfnina, þegar hann veitti athygli hópi barna, og virtist eitthvað mikið um að vera. Hann brá skjótt við og gætti að, og sá þá að eitt barnið buslaði í ofsahræðslu í sjónum skammt frá bryggjunni. Stakk Sævald sér eftir barninu, Fjólu Ró- bertsdóttur, 9 ára, og synti með hana til lands. Jafnaði hún sig fljótlega, en ofsahræðsla hafði heltekið hana er hún féll í sjó- inn. „Harðra gagnaðgerða okkar er að vænta“ verði haldið áfram á sömu braut, segir Gunnar S. Björnsson, for- maður Meistarasambands byggingamanna, um verkfóll byggingamanna „OKKIJR virðist áhrifín ekki vera ýkja mikil, en það fer ekki hjá því, að það slíti vinnu töluvert í sundur, sérstaklega þessa viku,“ sagði Gunnar S. Björns- son, formaður Meistarasam- bands byggingamanna, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir áhrifum eins dags verkfalls bygg- ingamanna í gærdag og væntan- legu verkfalli þeirra á morgun. Við urðum hins vegar varir við það í gærmorgun, að það var mikill mannskapur að vinna, og því getum við ekki ályktað annað, en sveinarnir sjálfir séu ekkert hrifnir af þessum aðgerðum félaganna, sagði Gunnar ennfremur. Annars vissum við að hverju stefndi og gerðum því okkar ráðstafanir eins og hægt var, og tökum þessum aðgerðum því með mikilli ró. Ef sveinasam- tökin ætla sér á hinn bóginn að halda áfram aðgerðum af þessu tagi, þá mega þau fljótlega bú- ast við einhverjum gagnaðgerð- um af okkar hálfu, sagði Gunn- ar S. Björnsson að síðustu. Aðilar hafa ekkert rætt sam- an síðan á miðvikudaginn var og að sögn Gunnars er næsti fundur aðila kominn undir vilja ríkissáttasemjara, en málið er alfarið í hans höndum. Lægsta verð á mjöl- mörkuðum um árabil VERÐ á fískimjölsmörkuóunum í heiminum er lægra um þessar mundir, en þaö hefur verið um árabil, og sagði viðmælandi Morgunblaðsins í gær, að ef loónuveiðar væru leyfðar hér við land nú, hefði gengið illa að láta enda ná saman hjá verksmiðjum og skipum. Verðið, sem fæst fyrir proteineininguna nú er i kringum 6 dollarar, en á síðustu loðnuvertíð seldu íslendingar proteineininguna á 7,20 til 7,50 dollara. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríksins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þótt framleiðsla hefði dregist saman á íslandi og víðar á norðurhveli jarðar, þá hefði fram- leiðslan aukist í Suður-Ameríku- ríkjum og líklega væri heildar- framleiðslan nú svipuð því sem hún hefði verið á undanförnum árum. S-Ameríkumjöl hefði að undanförnu verið selt á í kringum 6 dollara proteineiningin, en mjöl frá Norðurlöndum á 6 til 6,20 doll- ara. Þá sagði Jón, að lýsisverð hefði hækkað lítillega frá því ís- lendingar hefðu síðast selt, en það væri nú í kringum 400 dollarar tonnið, en í fyrrahaust var það selt á 370 til 380 dollara. Það hefur komið fram í erlend- um tímaritum, að Japanir hyggj- ast flytja út í kringum 110.000 tonn af fiskimjöli árlega í fram- tíðinni, en fram til þessa hafa Jap- anir þurft að flytja inn fiskimjöl. Mest eru það sardínutegundir, sem Japanir bræða. Árið 1979 veiddu þeir 1,74 milljónir tonna, 1980 var veiðin komin í 2,2 millj- ónir tonna og í fyrra fór veiði Jap- ana í 2,7 milljónir tonna. Jón Reynir Magnússon var spurður að hvort þessi mikli mjöl- útflutningur Japana væri farinn að hafa áhrif á heimsmarkaðs- verðið. Svaraði hann því til, að svo væri ekki. Lágu verði mætti miklu fremur kenna um minnkandi kaup Austur-Evrópuríkja á fiskimjöli, sem aftur má rekja til erfiðs efna- hags í löndunum. Ekkert nýtt í fiskverðsmálum FUNDUR var haldinn í yfirnefnd sjávarútvegsins í gær og stóð fund- urinn í einn og hálfan tíma. Þetta var þriðji fundurinn í yfirnefndinni um fiskverð, en á þessum fundum hafa fiskverðsmálin aðeins verið rædd, en ljóst er, að erfiðlega mun ganga að koma saman fiskverði að þessu sinni, ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða. Ríkisstjórnin mun hafa fjallað um fiskverðs- ákvörðunina á fundi í gærmorgun og munu menn hafa lýst yfir áhyggjum sínum þar með að ákveða nýtt fisk- verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.