Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982 Vilhjálms eftir einkadótturinni Nönnu, sem var jafnaldra mín. Þó oftast væri gestkvæmt í Þing- holtsstrætinu á sunnudögum, skáld og listamenn söfnuðust þangað, þá vorum við alltaf jafn- velkomnar fyrir því, og alltaf hafði húsbóndinn, skáldið og rit- stjórinn Þorsteinn Gíslason tíma til að tala við okkur með sinni al- kunnu ljúfmennsku, þótt fullt hús væri af öðrum gestum. Gáfurnar komu snemma í ljós hjá Vilhjálmi. Þegar hann var sjö ára gamall, gaf hann út dagblað sem hann kallaði „Tjarnarbrekkuna". Hann skrifaði blaðið allt sjálfur en hafði það í dagblaðsformi, því faðir hans var ritstjóri, svo hann kunni nú öll skil á þessu. Það var aðeins ein manneskja sem fékk þessi blöð og það var móðir mín. Alla mína barnæsku man ég eftir að móðir mín las upp úr þessum blöðum fyrir vini sína og mátti heita að blaðið væri „upplesið" þegar það komst í mínar hendur, eftir lát móður minnar. Ég hélt svo áfram uppteknum hætti og leyfði vinum mínum að heyra greinar úr blað- inu, þeim til mikillar skemmtun- ar. Svo hugkvæmdist mér nú fyrir nokkrum árum, að láta Vilhjálm fá blöðin aftur, svo hann gæti lof- að sínum börnum að sjá það. Ég fór á minn fyrsta stúdentadans- leik með Vilhjálmi og þá aðeins fjórtán ára gömul. Vilhjálmur dansaði aldrei, en hann fullvissaði mig um að hann skyldi sjá um að ég fengi að dansa fyrir því og hon- um tókst að standa við það. Ég átti sannarlega eftir að fara á mörg stúdentaböll eftir þetta, en þetta mitt fyrsta ball er mér alveg ógleymanlegt. Það eru vissulega ótal minningar sem rifjast upp í huganum við fráfall Vilhjálms og nú er allt þetta elskulega fólk úr Þingholtsstræti 17 horfið, nema yngsti sonurinn Gylfi. Þegar ég fyrir nokkru var gestur á heimili Ingu og Vilhjálms, þá sýndi Vil- hjálmur mér ýmsa minjagripi frá Þingholtsstrætisheimilinu, sem hann hafði safnað saman og hafði ég vissulega mikla ánægju af að skoða það. Ég hitti þau hjónin síð- ast, ekki alls fyrir löngu á óperu- tónleikum og sagði Vilhjálmur þá, að hann vildi endilega að við hitt- umst bráðlega, hann þurfti margt að spjalla við mig, eins og hann orðaði það. Úr því varð nú aldrei því miður, það er svona að maður heldur alltaf að tíminn sé nægur. Ég og börn mín sendum Ingu og allri fjölskyldunni innilegustu samúðark veðj ur. Vigdis Jakobsdóttir Kveója frá Nemendasambandi Menntaskólans i Reykjavík í dag er Vilhjálmur Þ. Gíslason, forseti Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík, kvaddur. Á langri starfsævi var hann trúr þeirri stúdentshugsjón sjálfstæðisbaráttunnar að nota menntun sína og starfsþrek til að koma mönnum nokkuð á leið með því að efla þjóðlíf og þroska ein- staklingsins. Því valdi hann sér hlutverk miðlarans og mannrækt- andans sem blaðamaður, útvarps- maður, kennari og síðar stjórn- andi skóla og útvarps. Veganesti gamla skólans var honum hugfólgið. Fyrir rúmum 10 árum gegndi hann kalli til forsæt- is í samtökum stúdenta þaðan og bar gullmerki Nemendasam- bandsins, stúdentastjörnuna. Við skólaslit á morgun hefði Vilhjálmur fagnað 65 ára stúd- entsafmæli sínu. í hópi nýstúd- enta er barnabarn Vilhjálms. Þeg- ar slík tímamót falla saman sjá menn betur samhengi tilverunnar. Dugmiklar kynslóðir hverfa og nýjar hasla sér völl. Með verkum sínum og manngildishugsjón skil- ur Vilhjálmur eftir stóran arf. Stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík eru þakklátir fyrir sinn hlut í honum. Þeir senda fjöl- skyldu Vilhjálms dýpstu samúð- arkveðjur. I Guðs friði var fleyg kveðja Vilhjálms í hvert sinn er hann talaði til þjóðarinnar á öld- um Ijósvakans. I Guðs friði fari hann nú. Þórir Einarsson Verzlunarskóli íslands kveður nú fyrrverandi skólastjóra sinn Vilhjálm Þ. Gíslason. Það var skólanum mikil gæfa að hafa mátt njóta leiðsagnar svo mikilhæfs manns sem Vilhjálmur var, á ein- hverjum umbrotasömustu tímum í sögu skólans. Þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason var ráðinn skólastjóri árið 1931 hafði Verzlunarráð íslands nýver- ið gert talsverðar breytingar á stjórnskipulagi skólans og tilnefnt nýtt skólaráð. Það ár fluttist starfsemi skólans í nýtt húsnæði við Grundarstíg 24, sem var all- miklu rýmra en eldra húsnæðið hafði verið, enda fjölgaði nemend- um nú mikið næstu árin. Vil- hjálmur ræðst því til starfa þegar allt starf skólans er í endurskoðun og endurmótun, og það varð hlut- verk Vilhjálms að leiða það starf. Eitt af fyrstu verkum hins ný- ráðna skólastjóra var að vekja at- hygli skólaráðs á nauðsyn þess að eÖa félagslíf nemenda, enda beitti hann sér á þessum árum fyrir margvíslegum nýjungum meðal nemenda, sem enn þann dag í dag verða að teljast burðarás þess mikla félagslífs sem Verzlunar- skólinn er nú svo þekktur fyrir. Sérstaklega má þar nefna stofnun Nemendamóts árið 1932 og stofn- un Verzlunarskólablaðsins ári síð- t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUOLÍNAR JÓHANNESDÓTTUR. Guóný EyjólUdóttir, Kristján Þorvaldason, Reynir Eyjólfaaon, Dóra Guömundadóttir, Björg Eyjólfadóttir, Vilhjálmur Ólafaaon og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þelrra sem sýndu okkur samúö vlö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, GUNNARS M. MARINÓSSONAR, fangavaröar, Hjallavagi 5, Raykjavlk. Lilja Bjarnadóttir, Einar Hrainn, Guörún Bára, Gunnar örn, Hafatainn Sigurjón. ar, en auk þess vann Vilhjálmur að eflingu málfundafélags og sönglífs í skólanum. Óhætt er að segja að afskipti Vilhjálms af félagslífi nemenda svo og persónutöfrar hans, hafi gefið honum óvenju sterk ítök í hugum nemenda sinna. Hér átti Vilhjálmur þó þann að sem um verður að geta, sem er frú Inga kona hans. Oft á tíðum mun starf- ið ekki síður hafa hvílt á henni, einkurn þau ár sem þau bjuggu í sjálfu skólahúsinu. Glæsileiki og vinsældir þeirra hjóna var slíkur að enn er á orði haft, hvenær sem gamlir nemendur þeirra hittast. Það verk sem Vilhjálmi mun sjálfum hafa þótt mest um vert og e.t.v. má segja að hafi verið af- drifaríkast fyrir skólann var stofnun Lærdómsdeildar. í nóv- ember 1942 fékk Verzlunarskóli íslands leyfi til þess að útskrifa stúdenta. Það leyfi var ekki auð- fengið og muna margir eftir þeim deilum sem sú ráðstöfun olli með- al menntamanna, sem á þeim tíma komu allir úr menntaskólunum. Að þetta skyldi hafa náð fram að ganga var fyrst og fremst Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni að þakka. Lagni hans og sannfæringarkraft- ur mátti sín þar mikils, en ekki siður hið mikla traust sem til hans var borið af skólamönnum og stjórnvöldum. Það er mér undirrituðum og konu minni ómetanleg lífsreynsla að hafa mátt kynnast Vilhjálmi og Ingu konu hans, þó ekki væri fyrr en á síðustu árum. Slíkur var Vilhjálmur að langa viðkynningu þurfti ekki til þess að hann yrði manni ógleymanlegur. Erfitt hlýt- ur að vera að kveðja slíkan mann og við hjónin sendum frú Ingu Árnadóttur svo og öðrum aðstand- endum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Þorvarður Elíasson, skólastjóri. Fyrirlestur FYRIRLEíyTURINN, sem nefnist: „René Laennec og Stetoskopiens Ind- forelse i Danmark. To hundrede árs minde," verður fluttur rimmtudaginn 27. maí kl. 17.30 í Norræna húsinu og er öllum heimill aðgangur. Hann verð- ur fluttur á dönsku og skyggnur sýndar efninu til skýringar. Fyrirlesari þessa árs verður fyrr- verandi skólalæknir dr. med. Eyvind Bastholm, sem á langri ævi hefur dyggilega plægt akur sögu læknis- fræðinnar, allt frá 1942 er fyrsta bók hans, Um sjúkdóma í Danmörku á miðöldum, kom út og fram á þennan dag, nú síðast með útgáfu ritsins „Petrus Severinus og hans Idea med- icinae philosophicae. En dansk para- cealsist", í tilefni af fimm alda af- mæli Hafnarháskóla 1979. Og dokt- orsritgerð hans 1950, var einnig sögulegs eðlis „The history of muscle physiology“. Ráðgert er að fyrirlestrar um sögu læknisfræðinnar verði haldnir ár- lega hér í Reykjavík, en þetta er fyrsti fyrirlestur sinnar tegundar. Til fyrirlestranna var stofnað af Povl M. Assens lyfjafræðingi 15. júní 1981, en Assens vill minnast langrar vináttu þeirra prófessors dr. med. & phil. Egils Snorrasonar, með því að veita brautargengi einu mesta áhugamáli hans, sögu læknisfræð- innar, og þá sér í lagi þeim straumi hennar sem til íslands liggur. Fyrir- lestrarnir eru kenndir við Egil Snorrason. Sjóður Assens mun standa undir ferða- og dvalarkostn- aði fyrirlesara. Hafnarfjörður: Borgarafundur um skipulagsmálin KÍÐASTI borgarafundur um skipu- lagsmál í Hafnarflrði verður haldinn í félagsheimilisálmu íþróttahússins við Strandgötu i dag, miðvikudag, kl. 20.30. Þar fer fram almenn kynning á aðal- og miðbæjarskipulagi fram til aldamóta og einnig verður kynnt deiliskipulag að nýju íbúðahverfi á Setbergssvæðinu. Höfundar skipu- lagsins, þeir Sigurþór Aðalsteinsson og Björn S. Hallsson, munu skýra tillögurnar og svara fyrirspurnum á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.