Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
13
fræðina, og nú á efri árum sendi
hann frá sér bók um Jónas Hall-
grímsson. Hins vegar voru fræði-
störf ekki hans aðalstarf, hann
varð embættismaður, fyrst og
fremst, skólastjóri Verslunarskól-
ans og síðan útvarpsstjóri. Þegar
Vilhjálmur gerðist útvarpsstjóri,
var hann hagvanur í þeirri stofn-
un, hafði verið fréttamaður í byrj-
un og ráðunautur og vinsæll út-
varpsmaður alla tíð. í áratugi
kvaddi hann árið í nafni lands-
manna með annáli ársins, sem
enginn vildi af missa; hann mótaði
þennan annál i persónulegum fjöl-
fræðastíl, sem fólki þótti vænt
um. Hann var og í flestu sínu far-
sæll fræðari, beitti stundum hag-
fræðilegri upptalningatækni, sem
ýmsir göfðu gaman af, varaðist
skilgreiningar skilgreininganna
vegna og þó ekki síður vafasöm
sannindi og vafasama speki; stíll-
inn og málfarið sundurgerðar-
laust, en vandað og traust.
Vilhjálmi hlýtur að hafa verið
gefin mikil starfsorka. Auk sinna
aðalstarfa, sem bæði hljóta að
hafa verið kröfumikil, og allra
sinna ritstarfa og fyrirlestra, gaf
hann sér tíma til að sinna hinum
margvíslegustu áhugamálum, sem
flest lutu að menningu og fram-
förum bæjar og lands, líkt og í
Kveldfélaginu forðum: Hann sat í
Menntamálaráði um langt skeið,
var formaður Reykvíkingafélags-
ins lengi, Stúdentafélagsins og
Blaðamannafélagsins, í stjórn
Norræna félagsins, Fegrunarfé-
lagsins, í listaverkanefnd Reykja-
víkurborgar ofl. ofl.
Ekki eru rit Vilhjálms heldur
hér öll talin, en auk frumsaminna
rita, sá hann um útgáfur ýmissa
úrvalsrita íslenskra skálda, Egg-
erts Ólafssonar, Hannesar Haf-
stein, Guðmundar Friðjónssonar
og Sveinbjarnar Egilssonar. Hann
gaf út sendibréf Benedikts Grön-
dals, sjálfsævisögur Páls Melsteð,
Tryggva Gunnarssonar og Jóns
Ólafssonar, íslandssögu Jóns Að-
ils, ferðabók Helga Pjeturss, ritin
Eiríkur á Brúnum, Jón Sigurðsson
í ræðu og riti, Reykjavík fyrr og
nú og er langt frá allt talið. En
eigp að síður gaf hann sér tíma til
að þýða bæði Victor Hugo og
Dostojevski, og nokkrum verka
Gunnars 'Gunnarssonar og Guð-
mundar Kambans koma hann yfir
á íslensku; þýddi jafnframt fjölda
leikrita fyrir svið og útvarp. Ög er
þá komið að enn einum þættinum
í lífsverki Vilhjálms Þ. Gíslason-
ar, áhuga hans og afskiptum af
leikhúsmálum, og við þann þátt
ætla ég að staldra.
Ég býst við að leiklistaráhug-
ann hafi Vilhjálmur sótt beint á
æskuheimilið. Þorsteinn Gíslason
skrifaði markverða leikgagnrýni i
blað sitt Lögréttu og birti þar
einnig fræðandi greinar um ein-
staka leikara, sem fram úr skör-
uðu, svo og yfirlitsgreinar til
glöggvunar áhugasömum lesend-
um. Sjálfur skrifaði Vilhjálmur
síðar ágrip af leiklistarsögu í Af-
mælisrit Leikfélags Reykjavíkur
1947, á 50 ára afmælinu, og kom
þar fram með upplýsingar, sem
ekki hafa sést annars staðar á
prenti. Sögu Þjóðleikhússins
þekkti Vilhjálmur síðan flestum
mönnum betur og liggja til þess
augljósar ástæður: við stofnun
leikhússins varð hann fyrsti for-
maður leikhúsráðsins og gegndi
því starfi í rúman aldarfjórðung
eða fram til ársins 1978. Varð það
hans síðasta opinbera trúnað.ir-
starf.
Undirritaður kynntist Vilhjálmi
Þ. Gíslasyni fyrst að einhverju
ráði, er hann starfaði sem fulltrúi
í dagskrárdeild útvarpsins, á þeim
árum, þegar hljóðvarpið fluttist í
sitt þriðja bráðabirgða- og leigfu-
húsnæði. Nánari urðu þau kynni
auðvitað eftir að ég kom til starfa
í Þjóðleikhúsinu, og þótti mér
Vilhjálmur vaxa af, því meiri sem
þau kynni urðu. Þegar Vilhjálmur
lét af starfi sem formaður ráðsins,
var hann orðinn áttræður, og
heyrðust gagnrýnisraddir, sem
ekki beindust gegn Vilhjálmi
sjálfum, heldur fyrirkomulaginu
sem slíku; skýringin var sú, að í
nærfellt áratug vafðist fyrir þing-
mönnum að koma einu litlu Þjóð-
leikhúsfrumvarpi í gegnum laga-
smiðjuna. Auðvitað má segja sem
svo, að sem regla sé heppilegt að
skipta um í Þjóðleikhúsráði oftar
en á þrjátíu ára fresti. Á hinn bóg-
inn sannfærði seta Vilhjálms í
ráðinu, og samvinna okkar þar,
mig um þá skoðun, sem oft hefur
gerst áleitin, að þessi þjóð hafi
fráleitt efni á að segja upp öllum
sínum sjötugu afmælisbörnum og
setja út af sakramentinu, hvernig
svo sem ástatt er um andlega og
líkamlega krafta. Störf Vilhjálms
fyrir Þjóðleikshúsið einkenndust
af víðsýni hans og lifandi áhuga,
staðgóðri klassiskri menntun, yf-
irtak mikilli þekkingu og þolinni
reynslu. Hann hafði ást á öndveg-
isverkum heimsbókmenntanna og
var þeim handgenginn, og sama
hug bar hann til helstu verka is-
lenskra leikbókmennta. Honum óx
aldrei í augum að takast á við
stórvirki, var enginn úrtölumaður
þó að rennt væri á ný mið og fyrir
löngu búinn að svara þeirri spurn-
ingu, hvort menningarstarf mætti
kosta ríkiskassann mikið annað en
orð. Undir hans stjórn tókst leik-
húsráðinu að greina aðalatriði frá
aukaatriðum og skilja hismi frá
kjarnarum og ágreiningur var
settur niður í hugarjafnvægi.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var mik-
ill öðlingsmaður. Ég hygg líka að í
flestu tilliti hafi hann verið far-
sæll maður og gæfumaður. Hon-
um fylgja því við vegamótin þakk-
ir margra. Um leið og ég flyt frú
Ingu og öðrum nánustu aðstand-
endum innilegar samúarkveðjur
vil ég kveðja hann sjálfan með
þeim óskum, sem hann færði
landsmönnum oftar en aðrir: í
Guðs friði.
Sveinn Einarsson
Við fráfall Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar rifjast upp ótal bernsku-
minningar sem tengdar eru æsku-
heimili hans að Þingholtsstræti 17
hér í bæ. Þannig stendur á því, að
mæður okkar voru frænkur og
æskuvinkonur og hélst sú vinátta
meðan báðar lifðu. Það var viss
venja, að á hverjum sunnudagseft-
irmiðdegi í barnæsku minni fór
móðir mín með okkur systurnar
upp í Þingholtsstræti og þar var
okkur ætíð tekið opnum örmum af
„Nönnumömmu", en svo kölluðum
við systurnar Þórunni móður
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Það er eitthvað við þær....
LAUGAVEGI 47 SIM117575
Nú kemur þú meö okkur
til Mallorka í sumar '■***■
FERÐASKRIFSTOFA, Iönaöarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og 28580