Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
19
SEPTEMEEB
S M Þ M F F L
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30
JULI
S M Þ M F F L 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
AfiUST
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 29 30 31 25 26 27 28
SEFTEMBER
SMÞM m
12 3 4
5 6 7 8 9 X) 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30
Zurich fliia summdaga
JÚU
s M Þ M F F L
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
AGUST
SMDHFFL
12 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
1!) 16 17 18 19 20 21
2? 23 24 25 26 27 28
29 30 31
DMFFL
12 3 4
6 7 8 9 10 11
13 14 15 16 17 18
1 20 21 22 23 24 25
> 27 28 29 30
O Brottfarardagar 1 vetraraœtlun
ARNARFLUG
Lágmúla^ sími 84477
ANNAR VALKOSTUR - ALLRA HAGUR
JÚLÍ
SMDMFFL
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
AfiÚST
s M Þ M F F L
I 1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 2.3 24 25 26 27 28
29 30 31
Spænski kommúnistaflokkurinn:
Carillo kjörinn
formaður á ný
Madrid, 14. júní. AP.
SANTIAGO Carillo, sem sagði af sér
Leiðtogi friðar-
hreyfingar í haldi
Moskva, 14. júní. AP.
SOVKSK yfirvöld hnepptu í dag í varð-
hald einn af meðstofnendum hinnar
nýstofnuðu sjálfstæðu sovésku friðar-
hreyfingar, Sergei Batovrin, samkvæmt
upplýsingum frá konu hans.
Um helgina var öllum meðlimum
hreyfingarinnar að frátöldum einum
sem ekki var í borginni, hótað öllu illu
af hálfu yfirvalda í Moskvu. Þeir voru
aliir færðir til yfirheyrslu, þar sem
þeim var ráðlagt að leggja þegar niður
hreyfinguna eða koma í það minnsta
ekki nálægt starfsemi hennar framar.
Meðstofnandi hreyfingarinnar,
Sergei Rosenoer, er einnig horfinn og
eiginkona hans segist ekkert vita um
afdrif hans, en telur líklegt að líkt sé
fyrir honum komið og Batovrin.
Þegar tveir bandarískir blaðamenn
reyndu að nálgast íbúð Batovrins í
gær, stökk út úr nálægum bíl frakka-
klæddur maður sem bannaði þeim að
koma nær útihurð hans en í 6 metra
fjarlægð, að öðrum kosti hlytu þeir
verra af.
Aðgerðirnar nú um helgina voru
bersýnilega gerðar í þeim tilgangi að
aftra meðlimum hreyfingarinnar frá
því að hafa samband við friðarhreyf-
ingar í Bandaríkjunum, sem voru með
miklar aðgerðir nú um helgina.
formennsku í spænska kommúnista-
flokknum sl. miðvikudag, var í gær,
sunnudag, endurkjörinn formaður
hans og hefur þar með borið fullan
sigur úr býtum i þeim átökum, sem
geisað hafa innan flokksins.
Carillo sagði af sér degi áður en
miðstjórn kommúnistaflokksins
kom saman til fundar sl. fimmtu-
dag vegna ágreinings við suma
miðstjórnarmenn um forystuna í
flokknum og afstöðuna til Sovét-
ríkjanna. í fyrra voru 60 frammá-
menn í flokknum reknir úr honum
vegna fylgispektar þeirra við
Sovétmenn en Carillo er sem
kunnugt er frumkvöðull Evrópu-
kommúnismans svokallaða, sem
vill rjúfa tengslin við móðurflokk-
inn í Moskvu.
A miðstjórnarfundinum var
Carillo endurkjörinn formaður
með 67 atkvæðum gegn fjórum en
12 sátu hjá. Aðstoðaraðalritari
flokksins, Nicholas Satorius, sem
helst beitti sér gegn Carillo, sagði
af sér eftir þessi úrslit þrátt fyrir
að hann væri beðinn um að sitja
áfram. Ágreiningurinn í spænska
kommúnistaflokknum er enn mik-
ill þótt Carillo hafi þar nú töglin
og hagldirnar og hefur léleg út-
koma flokksins í sveitarstjórnar-
kosningunum í Galisíu og Suður-
Andalúsíu ekki bætt þar um betur.
„Þolinmæði Pól-
verja á þrotum“
— segir fyrrum Samstöðumaður á misseris-
afmæli herlaganna
Genf, 14. júní. AP.
FYRRUM frammámaður í Sam-
stöðu, hinu óháða pólska verkalýðs-
sambandi, sagði í dag, að sex mán-
aða herstjórn í Póllandi hefði engu
fengið áorkað og að „þolinmæði
þjóðarinnar væri á þrotum". f gær,
sunnudag, var farið í mótmælagöngu
í London í tilefni af misserisafmæli
herlaganna og tóku þátt í henni
helstu leiðtogar stjórnmálaflokk-
anna í Bretlandi. Öryggislögreglan i
Varsjá herti mjög eftirlit í gær í
borginni og var það augljóslega gert
til að koma í veg fyrir mótmæli í
likingu við þau, sem urðu fyrir mán-
uði.
Bohdan Cywinski, fyrrum rit-
stjóri við vikurit Samstöðu, sem
var erlendis þegar herlögin voru
sett, sagði fulltrúum á ársþingi
Alþjóðavinnumálasambandsins,
að viðurkenning pólsku stjórnar-
innar á meginreglum sambands-
ins um frjáls verkalýðsfélög væri
einskis virði svo lengi sem Pól-
verjar væru dæmdir „í allt að tíu
ára fangelsi fyrir að vinna einmitt
í anda þessara reglna". Hann
sagði, að ekkert hefði breyst til
hins betra í landinu eftir að her-
lögin voru sett og að stjórnvöldum
væri um megn að bæta ástandið
vegna þess, að þau hefðu engan
stuðning meðal þjóðarinnar.
í svipaðan streng tekur fyrrver-
andi sendiherra Pólverja í Japan,
Zdzislaw Rurarz, sem flúði til
Bandaríkjanna í desember sl. í
viðtali við bandarískt dagblað seg-
ir hann, að póiski kommúnista-
flokkurinn sé í algerri upplausn og
að milli 80—90% þjóðarinnar sýni
stjórnvöldum opinberlega fyrir-
litningu. Hann tók sem dæmi, að
heiðursvörður hermanna við
grafhýsi Stefans Wyszynskis
heilsaði jafnan þegar hann gengi
framhjá ólöglegu minnismerki um
kolanámumenn, sem fallið hefðu á
fyrstu dögum herlaganna. „Það
hefur þeim vissulega ekki verið
sagt að gera,“ sagði sendiherrann
fyrrverandi, „en þeir gera það
samt.“ Rurarz hrósaði Banda-
ríkjastjórn fyrir afstöðu hennar
til atburðanna í Póllandi en hvatti
hana til að hætta kornsölu til Sov-
étríkjanna. „Hættið að halda uppi
kommúnismanum. Það hefur verið
sagt, að kommúnisminn sé lengsta
leiðin til kapitalismans en svo er
ekki. Hann getur einfaldlega ekki
gengið og mun aldrei gera,“ sagði
hann.
Mótmælaganga var í gær farin
frá Hyde Park í London til Traf-
algar-torgs þar sem þess var kraf-
ist, að Lech Walesa yrði látinn
laus ásamt öðrum Samstöðu-
mönnum, sem kommúnistar hefðu
í haldi.
Q Brottfarapdagar i vetrapáætlun
Diisseldorf alla miðvikudaga
ísraelskur hermaður matar fanga, sem teknir voru í sókn lsraela inn í Líbanon. Fangarnir eru sagðir skæruliðar
Palestínumanna, og hafa þeir verið fluttir í fangabúðir í ísrael. Á matseðlinum er kex og vatn.
Skæruliðar PLO í
Beirút einangraðir
Tel Aviv, 14. júní. AP.
ÍSRAELSKAR hersveitir einangruðu
Palestínuskæruliða í Beirút í morg-
un, og eru skæruliðum allar undan-
komuleiðir á landi, i lofti eða á sjó
lokaðar. Raphael Eytan hershöfð-
ingi, yfirmaður ísraelska heraflans,
sagði í dag, að Beirút væri einangruð
og að allt benti til þess að leiðtogar
skæruliða PLO hefðu flúið þaðan.
„Kannski er sá tími kominn, að hin
rétt kjörnu yfirvöld landsins geti
tekið við vöidum á ný,“ sagði Eytan.
Eytan kvaðst engin fyrirmæli
hafa fengið um að taka Beirút, að-
eins að koma skæruliðum á burt.
Útvarpið í ísrael sagði ísraelska
hermenn hafa lokað hraðbraut-
inni frá Beirút til Damaskus eftir
að þeir lögðu útborg Beirút,
Baabda, undir sig. Forsetahöllin
er á þessum slóðum.
Ariel Sharon varnarmálaráð-
herra ísraels sótti hverfi kristinna
manna í Beirút heim í dag, en nú
hefur aðskilnaður kristinna í
norðurhluta landsins og suður-
hlutanum verið rofinn.
Yitzhak Shamir utanríkisráð-
herra sagði að skæruliðahreyfing
Yasser Arafats hefði í dag beðið
Egypta um að fá ísraela til að fall-
ast á vopnahlé. Það er í fyrsta
skipti frá því Egyptar undirrituðu
Camp David-samkomulagið 1979
að PLO biður Egypta um milli-
göngu í máli fyrir sig, og er það
talið til marks um þá vonlausu
stöðu, sem samtökin eru komin í í
Beirút. Ef þeir vilja hætta, þá er-
um við það einnig. Hins vegar er
erfitt að taka mikið mark á þess-
ari ósk þeirra, þar sem þeir rufu
það vopnahlé, sem reynt var að
koma á á laugardag.
Til bardaga kom milli ísraelskra
og sýrlenzkra skriðdrekasveita á
alþjóðaflugvellinum í Beirút á
sunnudag, og lauk þeim með því
að 10 skriðdrekar Sýrlendinga
voru eyðilagðir, en einn skriðdreki
Israela laskaðist.