Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 39 Helgarskákmótið á Hvolsvelli: Jóhann Hjartarson tapaði ekki skák Skák Jóhannes Gísli Jónsson Sumarvertíð íslenskra skák- manna hófst á Hvolsvelli um síó- ustu helgi er þar var haidið helgar- skákmót á vegum tímaritsins Skákar, hið 15. í röðinni. Þátttak- endur voru aðeins 38 að þessu sinni og voru heimamenn i miklum minnihluta. Tefldar voru 9 umferð- ir og umhugsunartími var 1 klst. á mann, en mót þetta var fimmta mótið þar sem slíkur háttur var hafður á. Röð efstu manna varð annars sem hér segir: 1. Jóhann Hjartarson 8 v. 2. Jón L Árnason 7,5 v. 3.-4. Jóhannes G. Jónsson og Karl Þorsteins 6,5 v. 5.-8. Ásgeir Þ. Árnason, Róbert Harðarson, Dan Hansson og Pálmi Pétursson 6 v. Jóhann Hjartarson Jóhann sýndi nokkuð öryggi og tapaði ekki skák, en gerði jafntefli við Sturlu Pétursson og Jón L. Arnason. Hann lenti að- eins í taphættu gegn Helga Ólafssyni, sem teygði sig of langt og tapaði um síðir. Jón L. Árnason tefldi af mikl- um ferskleika enda hefur hann hvílt sig að mestu frá skákiðkun að undanförnu. Hann vantaði aðeins herslumuninn á að sigra í mótinu, en örlagadísirnar reynd- ust Jóhanni hliðhollar. Jón var einnig taplaus í mótinu. Ekki er ástæða til að fjölyrða um taflmennsku annarra í mót- inu, en þó má vekja athygli á slæmri frammistöðu Helga Ólafssonar, sem hlaut einungis 5.5 vinninga. Honum voru mjög mislagðar hendur, því að í öllum tapskákum sínum hafði hann vænlega stöðu framan af en lék af sér þegar fram í sótti. Helgi hlaut hins vegar 15.000 kr. verð- laun fyrir bestan árangur á sið- ustu helgarmótum, sem hann hafði þegar tryggt sér fyrir mót- ið. Að móti loknu var slegið upp hraðskákmóti undir berum himni í blíðskaparveðri. Þar bar Jóhann Hjartarson hæstan hlut frá borði öðru sinni. Hann hlaut 11.5 vinninga af 14 mögulegum. Fast á hæla honum komu Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason með 11 vinninga. Þó að klukkustund sé heldur skammur umhugsunartími til að tefla reglulega góða skák, tókst Jóni L. Á.rnasyni að tefla sann- kallaða stórmeistaraskák: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Elvar Guðmundsson Alekhinesvörn I. e4 — Rf6, 2. e5 — Rd5, 3. d4 — d6, 4. Rf3 — Bg4, 5. Be2 — c6, 6. Rg5 Nákvæmara en 6. 0-0 — bxf3, 7. Bxf3 — dxe5, 8. dxe5 — e6 og svartur hefur jafnað taflið. Ann- ar möguleiki er hins vegar 6. c4 — Rb6 7. Rbd2 — dxe5, 8. Rxe5 (Vogt — Bagirov Riga 1981) — Bxe2. Einnig kom 6. — Bf5 til greina. 7. Dxe2 — dxe5 8. dxe5 — e6, 9. 0-0 — Rd7, 10. Hel. Skarp- ara framhald er 10. f4 en Jón fer sér að engu óðslega. 10. — Be7, II. Rf3 — Rc5, 12. a3 — a5, 13. b3 — 0-0, 14. Bb2 — Dc7, 15. Rbd2 — Hfd8, 16. g3 — Hd7, 17. h4. Hvítur blæs til sóknar en svart- ur lætur sér fátt um finnast. 17. — Had8, 18. h5 — h6, 19. Rfl — Ra6, 20. Rlh2 — c5, 21. Rg4 — c4? Þessi eðlilegi leikur reynist banabiti svarts. Betra var 21. — Bf8 og staðan er tvísýn. 22. bxc4 — Rb6. 23. Rf6+! Upphafið að fallegum endalokum. 23. — gxf6. Eftir 23. - Bxf6 24. exf6 - Rxc4, 25. Re5 er svartur glataður. 24. exf6 — Bf8, 25. Re5 — Hd4. Með texta- leiknum hyggst svartur koma í veg fyrir 26. Dg4+ en hvítur á einfalt svar við þvi. Reyna mátti 25. - Ra4!? 26. Hadl! Hvitur hundsar hrókinn en tryggir sér g4-reitinn í staðinn. 26. — Hxdl, 27. Hxdl - Hxdl+, 28. Dxdl. Hótunin er nú 29. Dg4+ — Kh8, (29. - Kh7, 30. Rg6! - Bd6, 31. Re7 og vinnur) 30. Rg6+! — fxg6, 31. f7+ og svartur er óverjandi mát. 28. — Bd6. Nú getur svartur svarað 29. Dg4+ — með 29. — Kf8, 30. Dg7+ — Ke8, 31. Dg8+ — Bf8 og sókn hvíts er stöðvuð, en hvítur lumar á óvæntum leik sem gerir vonir svarts að engu. 29. Rg6!! — fxg6. Eftir 29. - Kh7, 30. Dg4 - Dxc4,31. Rf4 - Bf8, 32. Dg6+!! - fxg6, 33. hxg6+ - Kh8, 34. f7+ vinnur hvítur og sama er að segja um 29. — Bxg3, 30. Dg4 — Bxf2+, 31. Kxf2 - Dh2+, 32. Kel — Dhl+, 33. Kd2 - Dh2+, 34. Kc3 - Ra4+, 35. Kb3 - Ra5+, 36. Ka2 — Rc3+, 37. Bxc3 — Dxc2+, 38. Bb2 - Db3+, 39. Kal. 30. hxg6 — e5, 31. Dh5 — Dd8. Eða 31. - Rd7, 32. f7+ - Kg7, 33. Bcl og hvítur vinnur. 32. f7+ 32. Bxe5 var jafnvel einfaldara 32. — Kg7, 33. Bxe5+ — Bxe5, 34. Dxe5+ — Kg6, 35.1)e8 og svartur gafst upp enda getur hann ekki hindrað liðstap. EVTNRUDE öðrum fremri g^,nBÓDEÍ ÞÓRf SIIVII B1500 Abiviulaii « OI.VSINCASiMINN KR: ZZ480 JBorflunblnbit) :C3> COmmCAmPeasy Viö opnun Combi Camp tjaldvagnsins þá lýkst upp nýr möguleiki til feröalaga. Combi Camp er sérstak- lega sérhæföur fyrir íslenzka staöhætti bæöi fyrir lélega vegi og kalda veöráttu. Hann er því bæöi hlýr og traustur. Einnig er gott geymslurými fyrir allan viölegubúnaö 5—8 manna fjölskyldu. Verð frá 30.710. BGIICO til afgr. strax.Gengl 1/6 1982 , . _ .Qjtc 9 Bolholti 4, simi 21945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.