Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 45 Þakkir til Péturs Péturssonar útvarpsþuls Þvottalaugarnar í Laugardalnum Ingjaldur Tómasson skrifar: Þakkir til Péturs útvarpsþuls. Einu sinni enn finnst mér ég verða að þakka Pétri þul fyrir hans ágæta tónaval í útvarpi, fyrr og síðar. Sér- staklega varð ég var við hin miklu umskipti, þegar hann nú nýlega tók algerlega við stjórn morgunútvarps. Mér kemur í hug samlíking við vor- sólina, sem brýst fram eftir þoku- drunga morgunvöku, sem grúft hef- ur yfir flesta morgna vetrarins. Þetta stagl, sem flest skilar sér í blöðum, mætti gjarnan hverfa úr út- varpi ásamt alltof mörgu öðru, sem vægast sagt getur varla talist menn- ing. Pétur er einn í morgunútvarpi. Morgunvaka þarf þrjá menn. Var ekki einhver að segja að útvarpið væri á hausnum og þyrfti að spara? * A að eyðileggja listaverkið við þvottalaugarnar? Fyrir nokkru er ég var á göngu lá leiðin framhjá gömlu Þvottalaugun- um. Ég var bæði undrandi og hrygg- ur, að sjá allan sóðaskapinn og rusl- ið, sem þarna blasir við. Allt vatn hefur verið tekið, bæði úr lauginni og skurðinum sem liggur frá henni, upphlaðinn af gengnum hleðslusnill- ingum. Listaverkið er þegar stór- skemmt af grjótkasti. Þvottalaug- arnar hafa verið notaðar frá upphafi byggðar hér og nokkuð frameftir okkar öld. Þarna hafa íslenskar hús- mæður og vinnukonur stundað sín lítilsvirtu þjónustuverk fyrir karl- ana og börnin. Árið eftir fermingu var ég ráðinn til snúninga að Pálsbæ á Seltjarn- arnesi og var ég mjög oft sendur „inní Reykjavík" ýmissa erinda. Þá sá ég oft margar konur á leið í og úr Þvottalaugunum, ýmist berandi þvottinn eða akandi í hjólbörum og handvögnum. Húsfreyjan í Pálsbæ ákvað eitt sinn að þvo í Þvottalaug- unum. Ágæt kona úr Reykjavík var fengin vinnukonunni til hjálpar. Feiknaaðsókn og þrengsli voru í laugunum á daginn, svo ákveðið var að fara að kvöldi og þvo þvottinn um nóttina. Duglegur hestur með vagn flutti bæði fólk og þvott báðar leiðir. Ég var látinn fara með, bæði sem „kúsk- ur“ og svo til að létta undir með stúlkunum eftir getu. Þarna var nokkrt fólk auk okkar að þvo. Ég man glöggt að það var mikið fjör og kæti þarna og kannan alltaf til stað- ar með heitu sterku kaffi. Heim var komið undir morgun, og eitthvað minnir mig að við leggðum okkur. Mér finnst það mikil móðgun við ís- lenskar verkakonur, hvernig búið er að eyðileggja Þvottalaugarnar og stórskemma þvottakonuna, listaverk Ásmundar. Þetta er aðeins eitt af óteljandi dæmum um skepnuskap karlþjóðarinnar, sem flestu hefur ráðið, illu heilli frá upphafi byggðar á landi hér, og er nú að reka smiðs- höggið á niðurbrot íslensks efna- hags, með öðru, með gengdarlausri hátæknivæddri rányrkju á okkar mestu lífsauðlind, fiskimiðunum. Ég vil hér með skora á hinn ágæta ný- kjörna meirihluta Sjálfstæð- ismanna, að láta nú þegar endur- reisa Þvottalaugarnar, og gera þær eins og þær voru er þær voru í notk- un. Og listaverkinu verður að bjarga strax, svo það verði ekkkmulið niður. Ef af einhverjum ástæðum þykir ekki fært að verða við þessu, þá er skömminni skárra að slétta yfir öll ummerki Þvottalauganna. Þessir hringdu . . . Hvers eiga börnin aö gjalda M.S. hringdi og sagði: „Mig langar til að koma á framfæri dálitlu í sambandi við barnatíma sjón- varpsins. Það, sem mig langar til að kvarta yfir, er að barnatími sjónvarpsins skyldi vera felldur niður í gær vegna útsendingar á fótbolta og ég tel að það séu miklu fleiri börn að höfðatölu sem horfa á barnatímann, heldur en þeir sem horfa á fótboltann. Mér finnst að það sé svo lítið barnaefni í sjón- varpinu og mér finnst það illa gert að fella niður þennan eina barna- tíma sem er í sjónvarpinu, þegar íþróttaþátturinn er á laugardögum og svo aftur á mánudögum. Það eru mörg börn sem urðu fyrir miklum vonbriðgum. Fyrirspurn til formanns Rithöfundasam- bands Islands Vélvakandi var beðinn að koma á framfæri eftirfarandi fyrirspurn til formanns Rithöfundasambands íslands, Njarðar P. Njarðvík. Formaður Rithöfundasambands íslands, Njörður P. Njarðvík, gat þess fyrir ekki alls löngu í Morg- unvöku Ríkisútvarpsins, að hann, að gefnu tilefni, ætlaði að birta skrá yfir þá rithöfunda, sem fengið hafa fé úr launasjóði þeirra undan- farin ár. Nú vænti ég og fleiri bók- lesendur, að þessi skrá fari að birt- ast. Einnig er ekki úr vegi, að fá líka tölur yfir þá, sem formaðurinn og starfsmenn hans hafa veitt við- urkenningu úr svokölluðum bóka- safnssjóði og einnig mætti fljóta með tala yfir þá rithöfunda, sem fengið hafa ferðastyrki gegnum tíðina. Með nafnaskránni óska ég eftir að fá að lesa það, hvað hver einstaklingur hefur fengið mikið fé og hvenær. Með ósk um skjóta af- greiðslu. Bókalesandi, nafnnr. 7715—4671. Leiðrétting Friðrik hringdi og sagði: „Heyrðist mér rétt síðastliðið laug- ardagskvöld? í myndinni um furð- ur veraldar, var viðtal við prófess- or nokkurn frá Chicago í Banda- ríkjunum, þar sem hann minntist á Pygmies, einn af þjóðflokkum Af- ríku. Ég gat ekki séð betur en þýð- andi þáttarins nefndi Pygmy- þjóðina Búskmenn í þýðingartext- anum. Hafi ég heyrt og séð rétt, vil ég benda á, að Pygmies og Búsk- menn eru ekki eitt og hið sama, heldur tvær þjóðir. Það verður þó að viðurkenna, að þetta er ef til vill ekki alvarleg yfirsjón þýðanda." Kettir og starrafló Kona skrifar og kvartar um að köttur hennar beri inn Starrafló og líði heimilisfólkið fyrir. Um daginn bjargaði ég Starraunga úr kjaftinum á ketti merktum Dúlla. Kannski hérna sé komin skýringin á flónni. Það kannast margir við að vakna upp á nóttinni við breim og væl í köttum sem þess á milli míga upp á útidyrnar svo að óþefinn leggur um allt hús í vikur á eftir. Þeir míga sennilega ekki upp á dyrnar heima hjá sér, þeim væri þá fljótt fargað. Kettir fara einnig upp í barnavagna og leggjast þar ofan á sofandi ungbörn og hafa mæður nú net fyrir opi vagnanna. Það er engin smáhópur af fólki sem líður fyrir kattapláguna, sem er öllu að tröllríða hérna í borg- inni. Það ætti að skylda kattaeigend- ur til að tjóðra sína ketti við sínar dyr og loka þá alveg inni, í tvo mánuði, þar sem þrösturinn verp- ir, á sumri. Mér finnst tími til kominn að kattaeigendur geri sér grein fyrir því að þeir eru minni- hlutahópur sem neyðir sína lúmsku ketti upp á aðra. Eitt enn. Hvert ætli megin- markmið kattavinafélagsins sé? 3874—7282. Bréfritari telur að margur unginn verði fyrir barðinu á köttunum. Glæsilegar viðarþiljur úr eik, aski, furu og oreg- on-pine. BJORNINN Skúlatúm 4. Sími 25150. Reykjavík Vegg- og loft- klæðningar í ótrúlegu úrvali. Verö frá kr. 32.-ma. MAMIYA U ER FÆDD. HÚN ER 35MM, 11,5CM Á BREIDD, 6,5CM Á HÆÐ, VEGUR 230G OG SEGIR BIIIB! Náðirðu öllu þessu? Þó nýja MAMIYA U sé,eins og þú sérð, ótrúlega fyrirferðar- lítil, er hún samt meðal fullkomnustu 35 mm myndavéla á markaðnum. Enda má segja að fæðing hennar hafi gengið framarvonum í allastaði. Hún er hlaðin tækninýjungum þó hún beri það ekki utan á sér. Engu var til sparað svo þessi knáa myndavél yrði eins auðveld í meðföaim og skilaði jafn frábærum myndum og raun ber vitni um. 1 Mjög fullkominn Ijósmætir vinnur með lokaranum sem stillir á réttan hraða og Ijósop eftír birtuskilyrðum hverju sinni allt frá f. 2,8 á hraða 1 /8 úr sek. til f. 16 á hraða 1/500 úr sek 2. Þegar hraðinn fer niður fyrir 1/30 sek. lætur vélin vita að nota þurfi þríföt eða flass með því að gefa frá sér bæði hljóð (bíííb) og Ijósmerici. 3. Mjúkur afsmellari kemur í veg fyrir að vélin hreyfist þegar smellt er af og gefur því skarpari myndir. 4. Innbyggt lok fyrir linsuna. Ef lokið er fyrir er ekki hægt að smella af. 5. Sjálftakari. 6. Fyrirferðariítið verð, aðeinskr. 1810.- MAMIYA U-TEKUR ALLT NEMA PLASS. HfiNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER UMBOOSMENN S 20313 S 82590 S. 36161 UM ALLT LANO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.