Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 15 Styrkir úr „Dansk- íslenzka sjóðnum“ Á FUNDI í stjórn „Dansk-íslenzka sjóósins" fyrir skömmu var sam- þykkt að veita nokkrum aðilum styrki úr sjóðnum, samtals að upp- hæð 16.300 danskar krónur. Tilgangur styrkveitinganna er að auka samband Islands og Dan- merkur á menningar- og vísinda- sviði. Stærsti styrkurinn var veitt- ur stofnun Árna Magnússonar, 5.000 krónur danskar, til útgáfu á Skjöldungasögu. Kaffisala Kristilegs stúdenta- félags Þjóðhátíðardaginn, 17. júní, sem jafnframt er stofndagur Kristilegs stúdentafélags, verður félagið með kaffisölu á 3. hæð Freyjugötu 27. Áður en kaffisalan hefst, eða kl. 14.30, hefur Ástráður Sigurstein- dórsson, fyrrverandi skólastjóri, hugleiðingu en kaffisalan stendur síðan fram eftir degi. Tappi tíkarrass heldur tónleika HUÓMSVEITIN Tappi tíkarrass efnir til tónleika í I.indarbæ í kvöld kl. 21. Tappi Tíkarrass er ein yngri hljómsveita landsins og vakti t.d. verulega athygli í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Lengst af var hljómsveitin skip- uð fimm meðlimum, en annar söngvarinn, Eyþór Arnalds, hefur sagt skilið við poppið í bili og ætl- ar að snúa sér að cellóleik. Þau, sem skipa Tappa tíkarrass nú, eru: Jakob Magnússon, bassi, Guðmundur (föðurnafn vantar), trommur, Eyjólfur Jóhannesson, gítar, og Björk Guðmundsdóttir, söngur. GLÆSIVAGN Á GÓÐU VERÐI Ó5VIKINN GÆÐINGUR 1 NÝ ISLENSK FRAMLEIDSLA DBS-TOURING 10 gíra/kven eða karlmanns bogið eða beint stýri/lokaðar skálabremsur innbyggður lás/standari/ljósatæki/ 3 stærðir litir: silfurgrátt/ljósblátt FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.