Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
Halldór Arínbjarnar
lœknir —
Fæddur 4. september 1926
Dáinn 4. júní 1982
Föstudagskvöldið 4. júní síðast-
liðinn bárust þau harmtíðindi
hingað til lands, að þann dag hefði
Halldór læknir Arinbjarnar orðið
bráðkvaddur á ferðalagi um suð-
urlönd Evrópu, á siglingaferð um
Miðjarðarhafið.
Hann var í sumarleyfisferð
ásamt eiginkonu og vinafólki.
Vika var að baki ferðarinnar, og
hafði hópurinn haft viðdvöl á It-
alíu og í Grikklandi. Næsti áfangi
var sjóieiðis til Egyptalands.
Þar hvíldi Halldór nár, um síð-
ustu helgi, þar til lík hans var
flutt heim síðastliðinn laugardag
til hinstu hvíldar í íslenzkri mold.
Útför hans fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 15.00.
Halldór Arinbjarnar, læknir,
fæddist að Gunnfríðarstöðum á
Ásum í Vestur-Húnavatnssýslu
þann 4. september 1926.
Hann var kjörsonur Guðrúnar,
dóttur hjónanna Valgerðar f.
Möller og Ottós Carls Tuliniusar
útgerðarmanns á Akureyri. Guð-
rún var stúdent að mennt, vel að
sér í tungumálum, fékkst við tung-
umálakennslu og var í mörg ár
kennari í Verzlunarskóla Islands.
Maður Guðrúnar var Kristján
Arinbjarnar, læknir, sonur Sigríð-
ar Jakobsdóttur, ættaðrar frá Kol-
beinsstöðum í Hnappadal í Snæ-
fellssýslu, og faðir Kristjáns var
Arinbjörn Sveinbjörnsson, bók-
bindari í Reykjavík.
Kristján Arinbjarnar, læknir,
var ljúfmenni í allri umgengni,
dagfarsprúður, glaðlyndur, vin-
tryggur og vinsæll læknir, norðan-
lands, á ísafirði og síðast starfaði
hann í Hafnarfirði og var þar hér-
aðslæknir frá 1. júlí 1942 allt til
þess að hann andaðist 5. marz
1947.
Æviár Kristjáns urðu jafnmörg
og kjörsonarins, aðeins 55. Báðir
dóu þeir ungir, fyrir aldur fram.
Á Hafnarfjarðarárum Kristjáns
Arinbjarnar og konu hans kynnt-
ist ég allnáið heimili þeirra og var
oft gestkomandi. Halldór var þá
við nám í Menntaskólanum í
Reykjavík og nokkur aldursmunur
á okkur.
Ég kynntist honum þá aðeins af
orðspori, en síðastliðin tæp átta ár
höfum við verið nánir samverka-
menn og góðir vinir.
Halldór Arinbjarnar lauk stúd-
entsprófi úr stærðfræðideild
Menntaskólans í Reykjavík 11.
júní 1946 með fyrstu einkunn, og
læknakandidat varð hann frá Há-
skóla íslands 30. janúar 1953,
einnig með fyrstu einkunn.
Halldór var við framhaldsnám í
Danmörku 1954 og 1955, síðar
einnig í Svíþjóð 1956 til 1958.
Hann réðst aðstoðarlæknir í
fæðingardeild Landspítalans
haustið 1958 og í handlækninga-
deild spítalans 1%0 en deildar-
læknir í þeirri deild varð hann
1962.
Halldór Arinbjarnar hlaut al-
mennt lækningaleyfi 6. júlí 1955.
Að auki öðlaðist hann viðurkenn-
ingu sem sérfræðingur í hand-
lækningum 1960 og ennfremur í
kvensjúkdómum og fæðingarhjálp
1962.
Á námsárum Halldórs Arin-
bjarnar í Háskóla Islands var
hann settur héraðslæknir í Árnes-
héraði í Strandasýslu og síðar
starfandi læknir í Höfðakaupstað
í Húnavatnssýslu á vegum hrepps-
félagsins og sjúkrasamlags stað-
arins.
Heimilislæknir hefir Halldór
verið hjá mörgum fjölskyldum og
einstaklingum hér í borg og stund-
aði þau störf af stakri alúð og
trúmennsku og mun hans lengi
minnst og saknað fyrir sjúkravitj-
anir og heimilislækningar.
Halldór gekk að eiga skólasyst-
ur sína og samstúdent, Gerði, 30.
júní 1951, dóttur Jónínu Margrét-
ar Pálsdóttur og Guðna Jónsson-
ar, prófessors í Háskóla Islands.
Á heimili Gerðar og Halldórs
Minning
hefir gleði, ánægja og fegurð verið
í öndvegi og fjölskyldan hefir unað
þar vel sínum hag.
Gerður og Halldór tóku til fóst-
urs og ættleiddu kornabarn, Jón-
ínu Margréti, sem nú er gift Ben-
óný Ólafssyni, vélvirkja.
Tvo syni einguðust þau hjón,
Gerður og Halldór: Kristján Ar-
inbjarnar, verkfræðinema, kvænt-
ur Kristínu Erlu Björnsdóttur, og
Guðna, læknanema, sem er heit-
bundinn Berglind Guðmundsdótt-
ur.
Þeir eru báðir til heimilis í for-
eldrahúsum.
Sem fyrr segir var samstarf
okkar Halldórs einlægt, þéttofið
og vinsamlegt undanfarin tæp
átta ár frá upphafi haustið 1974
innan vébanda Útvegsbanka Is-
lands.
Útvegsbanki Islands hefir um
tugi ára látið sér annt um heilsu-
far og vellíðan starfsfólksins í
þjónustu hans. Hann hefir haft
fastráðinn trúnaðarlækni á vegum
bankans til þess að stuðla að góðu
heilsufari starfsfólksins.
Eftir að dr. Óli Hjaltested féll
frá, en hann hafði árum saman
verið trúnaðarlæknir bankans, var
Halldór Arinbjarnar ráðinn til
þess að taka að sér starfið.
Auk þess að hafa með höndum
árlega allsherjar læknisskoðun
allra starfsmanna Útvegsbankans
á Reykjavíkursvæðinu mætti
Halldór vikulega í bankanum og
hafði opinn viðtalstíma til aðstoð-
ar, fyrirgreiðslu og læknishjálpar
fyrir starfsfólk bankans.
Það hefir verið í mínum verka-
hring, allt frá upphafi, að vera til
aðstoðar við fyrirkomulag lækn-
isskoðunarinnar.
Þegar vitað var að Halldór Ar-
inbjarnar væri fáanlegur og fús að
taka starfið að sér, var það engum
meira fagnaðarefni en mér.
Ég þekkti foreldra hans og þann
góða heimilisbrag er hann ólst
upp við. Hann hafði getið sér góð-
an orðstír og allra vanda vildi
hann leysa. Framkoman var
frjálsleg og vinsamleg. Framréttir
hjálpararmar ávallt fúsir til að-
stoðar og útvegunar sjúkrarýmis
þegar mikinn vanda bar skjótt að
höndum.
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum
að kynnast skilningi og sam-
starfsvilja Halldórs Arinbjarnar í
Útvegsbankanum.
Mér er einnig kunnugt um að
bankastjórn Útvegsbanka Islands
mat mikils þau störf, er Halldór
leysti samviskusamlega af hönd-
um í þágu bankans og starfsfólks-
ins, og harmar sáran að njóta ekki
lengur starfskrafta hans, en þakk-
ar á leiðarenda vökul læknisstörf
Halldórs Arinbjarnar, sem unnin
hafa verið á vegum bankans.
Mér er kunnugt og ljóst af góðri
reynslu, hversu ágætur mann-
kosta- og drengskaparmaður Hall-
dór Arinbjarnar var í raun, örlát-
ur og fagnandi að þjóna starfs-
fólki bankans, þegar leitað var til
hans í heimsóknartímum í bank-
anum, á læknastofuna við Klapp-
arstíg eða ónáðaður í heimasíma.
Hann var öllum jafn greiðvikinn,
enda velhugsandi, glaðlyndur og
góðgerðasamur, og mat meira
starfið og góðan árangur en
stimpilklukkuna. Hann hafði allt-
af nægan tíma til þess að hjálpa
öðrum.
Fyrir tæpum tveimur mánuðum
hitti ég Halldór léttan á fæti,
brosandi að vanda, á afmælisdegi
mínum. Honum var allt til yndis.
Gamanyrði sindruðu á vörum
hans og iífið virtist eiga langa
framtíð.
Seinast bar fundum okkar sam-
an tveimur dögum áður en hann
lagði af stað í ferðalag, sem hon-
um var framandi en heillandi og
ákaflega mikið tilhlökkunarefni.
Við ræddum þá um að taka upp
þráðinn í samstarfi okkar aftur á
ný eftir mánaðartíma.
Nú hafa örlögin slitið þráðinn
og samstarfi okkar er lokið, sem
hefði getað orðið til næstu ára-
móta mín vegna. Ég er forsjóninni
þakklátur að hafa átt kost á að
kynnast og starfa með jafn ágæt-
um og einlægum drengskapar-
manni og Halldór Arinbjarnar
reyndist mér alla tíð.
Ég mun trega hann lengi og sár-
an.
Eiginkonu Halldórs, börnunum
þremur, barnabarni, tengdasyni,
tengdadóttur og ættingjum öllum
sendi ég samúðarkveðjur og bið
Guð að þerra sorgartárin á
hvarmi þeirra og varðveita og
vernda framtíðarspor þeirra og
lífsbraut alla.
Góður vinur hvíli í guðsfriði.
Adolf Björnsson
Fregnin um andlát Halldórs Ar-
inbjarnar læknis snerti mig djúpt
og svo hefir eflaust verið um
marga fleiri. Hann varð heimilis-
læknir fjölskyldu minnar, þegar
flutt var til Reykjavíkur sumarið
1958. Þá var töluverðum erfiðleik-
um háð að fá heimilislækni strax,
og einhvers konar biðtími og
fyrirstaða, sem ég man ekki leng-
ur að segja frá. En svo var það eitt
kvöld að barn á heimilinu veiktist
og við urðum að hringja á kvöld-
lækni. Gleði mín var ekki lítil,
þegar ég sá hver það var, sem stóð
við dyrnar, þegar læknirinn birt-
ist. Við höfðum svolítið kynnst
Gerði og Halldóri, þegar þau voru
í Kaupmanahöfn, og þarna var
hann kominn með sitt yndislega
viðmót og traustvekjandi fram-
komu. Að sjálfsögðu sleppti ég
ekki tækifærinu og bað hann ger-
ast heimilislækni okkar og var það
auðsótt.
Halldór Arinbjarnar var óvenju
vel gerður maður, en ég þekkti
best þá hlið, sem að starfi hans
laut, en þar var hann frábær og
var gott að leita til hans og þiggja
ráð hans. Hann var sérlega barn-
góður og hændi börnin að sér með
þeim hætti, að þau fögnuðu hon-
um alltaf, þegar hann birtist, þótt
skoða þyrfti í háls eða eyru. Sam-
bandið við heimilislækninn var
alltaf fyrir hendi, hvort sem for-
eldrarnir voru heima eða á ferða-
lögum. Bréf til Halldórs var fastur
liður í ferðaundirbúningi og hann
var beðinn að Iíta til með heilsu
barnanna. Það brást heldur aldrei
og eitt sinn höfðu þau fengið kíg-
hósta meðan foreldrarnir voru í
fjarlægum löndum. Þá var ekki
ónýtt að eiga jafn góðan heimilis-
lækni og Halldór Arinbjarnar var.
Það kom fyrir að hann kom óbeð-
inn til þess að gá að því, hvort allt
væri ekki með felldu og láta sjá að
hann myndi eftir smáfólkinu. Og
þegar undirrituð beið yngsta
barns síns, var Halldór ómetan-
legur ráðgjafi og vinur. Hann átti
til að birtast upp úr þurru. „Ég
átti leið hjá,“ sagði hann með
glettni í svip, „og ætlaði bara að
gá að því, hvort allt væri ekki í
góðu lagi hjá þér.“ Slíkar heim-
sóknir eða innlit held ég að séu
ekki algengur þáttur í starfi heim-
ilislækna, enda varla við því að
búast. En svona var Halldór. Það
var þessi mannlega hlýja og skiln-
ingur, sem auðkenndu störf hans.
En hann var líka frábær læknir,
víðlesinn og lærður og þegar allt
þetta fer saman er ekki að sökum
að spyrja.
Þegar Halldór hóf störf við
Landspítalann sagði hann upp öll-
um sínum sjúklingum, en þá eign-
uðumst við annan „doktor Arin-
bjarnar" eins og börnin kölluðu
lækninn sinn fyrstu árin, en það
var Ragnar bróðir Halldórs, sem
nú sér á bak góðum vini. Ein-
hverra hluta vegna sneri Halldór
sér aftur að heimilislækningum og
stundaði þær þar til hann féll frá.
Það eru því mörg heimili í borg-
inni og einstaklingar, sem sakna
nú góðs læknis og góðs manns. En
sárastur er söknuður Gerðar og
fjölskyldu Halldórs allrar, sem
hefir misst hann frá sér aðeins 55
ára gamlan, gáfaðan lækni, glæsi-
legan og góðan dreng. Heimili
mitt þakkar Halldóri af hjarta og
biður honum blessunar Guðs.
Djúp samúðarkveðja til fjölskyld-
unnar.
Anna Snorradóttir
Fundum okkar Halldórs Arin-
bjarnar bar fyrst saman haustið
1942, þegar hann fluttist til Hafn-
arfjarðar með foreldrum sínum og
bróður, en faðir hans, Kristján
Arinbjarnar, hafði þá um sumarið
verið skipaður héraðslæknir þar.
Þar með hófst með okkur góð og
mikil vinátta, sem ég í dag þakka
fyrir, um leið og ég sakna þess að
hún skyldi ekki verða lengri, en
Halldór var 55 ára er hann lést.
Margs er að minnast frá góðum
dögum. Ég minnist heimilis hans
við Strandgötu í Hafnarfirði, þar
sem móðir hans, Guðrún Túlinius,
hafði búið fjölskyldunni notalegt
heimili. Þar var mikil gestrisni,
vinir sonanna velkomnir, tekið á
móti manni með brosi og glað-
værð, elskuleg kona. Kristján varð
fljótt vinsæll læknir í Hafnarfirði,
en andaðist langt um aldur fram,
árið 1947, og flutti fjölskyldan þá
til Reykjavíkur, en þar bjó Hall-
dór mestan hluta ævi sinnar.
Ég minnist handboltans í Hafn-
arfirði á þessum árum, en mikil
gróska var í þeirri grein íþrótta.
Haukarnir voru oft á toppnum og
ekki síst að þakka leikmanni, eins
og Halldór var, eldsnöggur,
marksækinn og innleiddi og þró-
aði nýja tækni við að skora mark,
sem var fólgin í því að stökkva upp
yfir varnarleikmenn um leið og
skorað var. Má með sanni segja að
þetta 5 ára tímabil sem Halldór
lék með Haukum hafi verið einn
besti Ieiktími félagsins.
Halldór fetaði í fótspor föður
síns og las læknisfræði við Há-
skólann. Sóttist námið vel, enda
góðum gáfum gæddur. Fór síðan
til Norðurlanda og fullnumaðist
þar. Halldór var góður læknir og
ákaflega vinsæll og það eru marg-
ir sem sakna hans nú, og þakka
honum umhyggjusemi og tryggð.
Halldór var skemmtilegur mað-
ur, hláturmildur, hress í bragði,
tæpitungulaus, gat stundum virst
hrjúfur, en hafði betra hjarta að
geyma en flestir sem ég hefi
kynnst. Hann var vinmargur og
aufúsugestur hvar sem hann fór.
Halldór giftist bekkjarsystur
sinni, Gerði, dóttur Guðna heitins
Jónssonar, magisters, og áttu þau
yndislegt heimili, nú síðast að
Bjarmalandi 20, og er barnalán
þeirra mikið. Börnin eru 3, dóttir-
in Jónína og synirnir Kristján og
Guðni, sem báðir stunda nám við
Háskólann. Er nú líkt komið fyrir
þeim og Halldóri og Ragnari bróð-
ur hans, þegar faðir þeirra, Krist-
ján, féll frá, en þá voru þeir bræð-
ur að hefja háskólanám.
Ég veit að móðir þeirra verður
nú sá styrkur sem þörf er á til
þess að þeirra marki verði náð.
Við, ég og fjölskylda mín öll, svo
og Heidi mágkona mín, þökkum
Halldóri nú að leiðarlokum alla
umhyggju og góðsemi í okkar
garð.
Bjarni Bjarnason
Nú er stórt skarð höggvið í
frændgarð minn. Halldór Arin-
bjarnar læknir andaðist 4. júní í
fjarlægu landi, er hann var í
sumarleyfi með konu sinni. Og í
dag, 15. júní, er hann til moldar
borinn. Halldór var bæði mágur
minn og aldavinur, svo að fáir
stóðu mér jafnnær og hann, og á
ég bágt með að sætta mig við, að
hann skuli á miðjum aldri vera
horfinn sjónum fyrir fullt og allt.
Halldór Arinbjarnar fæddist 4.
september 1926 á Gunnfríðar-
stöðum á Ásum í Húnaþingi, og
voru foreldrar hans Daníval Daní-
valsson bóndi á Litla Vatnsskarði,
síðar kaupmaður í Keflavík, og
kona hans, Júdit Guðmundsdóttir
frá Hnífsdal, sem var kynjuð af
viðkunnri vestfirskri ætt. Halldór
missti móður sína, er hann var á
öðru ári og var þá tekinn í fóstur
af þeim ágætishjónum, Guðrúnu
Tulinius og Kristjáni Arinbjarnar
héraðslækni á Blönduósi, og gengu
þau honum í foreldra stað og tók
hann ættarnafn þeirra. Kjörfor-
eldrar hans sýndu honum mikið
ástríki, enda bar hann mikinn hlý-
hug til þeirra. Þetta hlutskipti
mun síðar hafa ráðið um menntun
og ævistarf Halldórs. Er Ragnar
Arinbjarnar læknir bróðir hans.
Halldór lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík á
því sama ári, er skólinn varð 100
ára gamall. Þá gengu út í sumar-
dýrðina 17. júní mörg mannvæn-
leg og glæsileg ungmenni, og með-
al þeirra var Gerður Guðnadóttir,
systir mín, er síðar varð eiginkona
Halldórs og lífsförunautur.
Að loknu stúdentsprófi lagði
Halldór stund á læknisfræði og
brautskráðist með sóma frá Há-
skóla íslands 1953. Þá hófst sá
þáttur í ævi Halldórs, sem tíðkað-
ist hjá ungum læknakandídötum,
að velja sér svið innan læknavís-
indanna og verða sér úti um víð-
tækari þekkingu. Hann gegndi
læknisstörfum um tíma úti á landi
fyrst í Árneshéraði, síðar í Höfða-
kaupstað, og þótt hann væri ekki
lengi læknir á þessum stöðum,
minnast hans enn margir þar með
þakklæti, þótt langt sé um liðið.
Því næst sigldi hann til fram-
haldsnáms og var fyrst í Dan-
mörku og síðar í Svíþjóð. Eftir það
sneri hann heim og var deildar-
læknir á Landspítalanum um
nokkurt skeið, en gerðist síðan
heimilislæknir og gegndi því
starfi, uns hann féll frá. Halldór
var því læknir tæpa þrjá áratugi
og lífsstarf hans var að megin-
hluta fólgið í því að þjónusta van-
heila og líkna sjúkum í aldarfjórð-
ung í Reykjavík.
Halldór var prýðilega menntað-
ur læknir, eftir því sem ég ber
skynbragð á. Hann var sérfræð-
ingur í handlækningum, kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp og
var trúnaðarlæknir Pósts og síma,
Iðnaðarbankans og Útvegsbank-
ans. Halldór var röskur læknir og
snarráður, þegar mikið lá við, en
um leið nærgætinn við sjúklinga
sína og hjartahlýr. Yfirlæti var
honum víðs fjarri, og honum var
gefið, eins og öllum góðum lækn-
um, með orðum og látbragði að
stappa stáli í sjúklinga sína, telja
í þá kjark, lífsvilja og þrek. Áf
viðræðum okkar Halldórs um
læknisstarfið réð ég það, að hann
bar sterka ábyrgðarkennd gagn-
vart sjúklingum sínum og bar hag
þeirra mjög fyrir brjósti og var
ekki sporlatur að vitja þeirra.
Halldór græddi mein margra og
hjálpaði mörgum til heilsu, og
mun því mörgum sjúklingum og
skjólstæðingum Halldórs þykja nú
nær sér höggvið, er hann er allur
og þeir geta ekki lengur sótt til
han ráð og umönnun.
Við Halldór vorum skólasveinar
í Menntaskólanum í lok síðari
heimsstyrjaldar, og var hann
tveimur bekkjum á undan mér. Þá
var lögð mikil rækt við hand-
knattleik undir leiðsögn öðlingsins
Valdimars leikfimiskennara
Sveinbjörnssonar, og þá tókust
fyrstu kynni með okkur Halldóri.
Hann var þá þegar orðinn einn af
bestu handboltamönnum landsins
og keppti um tíma í þeirri íþrótt
með Haukum í Hafnarfirði ásamt
æskuvinum sínum og skólafélög-
um úr Flensborg og Menntaskól-
anum, Islandsmeistari í meistara-
flokki karla í handknattleik árið
sem Hekla gaus. Kristján Arin-
bjarnar var um þær mundir hér-
aðslæknir í Hafnarfirði frá
1942—1947 eða allt til dauðadags.
Halldór var glæsilegur íþrótta-
maður, og gaf ég honum sérstakar
gætur, þar sem hann geystist um
völlinn og skoraði hvert markið á
fætur öðru. Hann var hár og