Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
31
Vissulega er breytinga þörf
eftir Jóhönnu
Tryggvadóttur
Bjarnason
Enn gerast stórtíðindi í salt-
fisksölumálum. Eins og fram kom
á baksíðu Morgunblaðsins 11. júní,
stóðst ísienskur saltfiskur, sem
skipað var upp úr skipinu Geaciar
Verde í Portúgal fyrir nokkrum
dögum, ekki gæðamat það, sem
Framleiðslueftirlit sjávarafurða
hafði ákveðið. Hér var um að ræða
450 tonn af saltfiski úr farmi sem
nam 1500 tonnum. Forsvarsmenn
Sölusambands islenskra fisk-
framleiðenda voru fljótir að skelia
skuldinni á Framleiðslueftirlit
sjávarafurða, sem sér um gæða-
mat og gæðaúttekt sem fer fram
áður en fiskurinn er fluttur úr
landi.
En hvernig geta slík mistök átt
sér stað? Láist SÍF að uppfylla
reglur þær er gilda um útflutning
á fiski (gæðamat, heilbrigðisvott-
orð, stimpill frá ræðismanni við-
komandi lands, og að lokum
stimpill frá viðskiptaráðuneytinu
sem sýnir að öllum þessum skil-
yrðum hafi verið fullnægt)?
í apríl á síðastliðnu ári gerðist
svipaður atburður þegar 1.325
Fornleifa-
gröftur á
tveimur
stöðum í ár
Ætlunin er að halda áfram í
sumar fornleifagreftri á tveim
stöðum, þar sem grafið hefur
verið áður, á Stóru-Borg undir
Eyjafjöllum og við Elliðavatn,
samkvæmt upplýsingum Þórs
Magnússonar þjóðminjavarðar.
Á Stóru-Borg var byrjað að
grafa fyrir fjórum árum, í
gamlan bæjarhól þar sem
bærinn stóð áður, en hann
var fluttur vegna sjávar-
gangs um 1840. Mjöll Snæs-
dóttir fornleifafræðingur
hefur haft umsjón með fram-
kvæmdum og hefur mikið af
forngripum fundist, einkan-
lega af tréhlutum, en sjald-
gæft er að þeir varðveitist vel
hér á landi.
Við Elliðavatn var byrjað
að grafa í fyrra. Umsjón með
þeim framkvæmdum hefur
Guðmundur Ólafsson safn-
vörður. Það eru gamlar þing-
búðarústir sem verið er að
rannsaka þar. Ein rúst var
grafin upp í fyrrasumar, en
ekki tókst að aldursgreina
rústirnar þá svo öruggt sé.
Talið er, að ef til vill geti
rústirnar verið frá því
snemma á 10. öld, og þá jafn-
vel rústir hins forna þing-
staðar Kjalarnesþings, en
það þing er eldra en allsherj-
arþingið á Þingvöllum, ef
trúa má því sem heimildir
segja.
Orkumálaráð-
herrar Norður-
landa á fundi
í Reykjavík
Orkumálaráðherrar Norðurlanda
halda fund í Keykjavík í dag og á
morgun.
Ráðherrarnir eru: Hjörleifur
Guttormsson, Poul Nielson frá
Danmörku, V. Hveding frá Noregi,
Ingimar Eliason frá Svíþjóð og
Esko Ollila frá Finnlandi.
tonnum af íslenskum saltfiski var
hafnað í Napolí á Ítalíu, og sendur
hið skjótasta til Portúgals (sam-
anber grein í portúgölsku dagblaði
frá 24. apríl 1981). Þá sótti Eldvík-
in, sem stödd var í Grikklandi,
fiskinn til Napolí og fór með hann
til Leixóes i Portúgal. í portú-
gölskum fjölmiðlum gætti undr-
unar á því að Reguladore keypti
íslenskan fisk af SÍF sem lta.Hr
fúlsuðu við. Italir hafa jafnan
keypt okkar besta saltfisk á hæsta
verði. Reguladore í Portúgal hefur
aftur á móti alltaf keypt islenskan
saltfisk á hlægilega lágu verði.
Enginn vafi leikur á þvi, að
þessi mistök hafi verið stórhnekk-
ir fyrir okkar viðkvæma ítalska
saltfiskmarkað.
I ljósi þessara tveggja atburða
er sýnt að svo illa er komið salt-
fisksölumálum okkar íslendinga
að með eindæmum er, og er vissu-
lega breytinga þörf.
Hlýtur það að vera krafa fólks í
fiskiðnaði að hæsta fáanlega verð
fyrir fiskinn fáist hverju sinni,
þannig að mannsæmandi fiskverð
sé greitt sjómönnum og góð laun
saltverkunarfólki sem meðhöndlar
þá gullnámu sem saltfiskurinn er.
Til þess að svo megi verða þarf
hæfa seljendur.
SÍF gegnir ekki lengur því hlut-
verki sem þvi var ætlað við stofn-
un þess fyrir hálfri öld. Þess í stað
er íslenska þjóðin að sligast undan
þessum einokunarsamtökum sem
standa út eins og myglublettur í
brauði landsmanna.
Það er gróf móðgun við fisk-
matsmenn að ætla þeim þá van-
kunnáttu og andvaraleysi að þeim
takist að vanmeta heilan farm af
ítaliufiski frá hinum ýmsu ver-
stöðvum á landinu. Vonandi var
SIF ekki að hygla að Reguladore
með því að bæta þeim upp sölu-
samninga með 1.325 tonnum af úr-
valssaltfiski, smokrað inn bak-
dyramegin og sem ljósmyndurum
fjölmiðlanna í Portúgal var mein-
að að ljósmynda fyrir rúmu ári.
SÍF fékk útflutningsleyfi fyrir
fisk til Portúgals 1980 á 20%
lægra verði en ég hafði samið um.
Slíkt undirboð og atburðir þeir
sem hér hafa verið raktir eru skýr
dæmi um vanmátt SÍF á erlendum
saltfiskmörkuðum, og skammsýni
og spillingu þeirra sem hafa tögl
og hagldir í þessum málum.
Annaðhvort hætti fiskframleið-
endur að kvarta og kveina yfir of
lágu fiskverði og geri sér að góðu
það sem SÍF þóknast að skammta
þeim, eða þeir losi sig við SÍF og
greiði þannig veginn fyrir bættan
þjóðarhag.
Hafnarfjörður, 13. júní 1982.
Bara
stykki ef tir
Vegna ótrúlega hagstæðra samninga við verksmiðjumar getum við nú boðið nýjan Skoda á
aðeins 59.700
Við fengum ekki nema 200 bíla á þessum vildarkjörum svo nú er um að gera að panta strax
Þetta er tilboð sem talandi er um
JOFUR hf
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600