Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
47
Skákmótið í Tórinó:
Híibner hættur
Frá Margeiri Péturssyni, Torínó.
MÓTIÐ, sem flestir bjuggust við að yrði eitt af sterkustu
skákmótum sem nokkru sinni hefur verið haldið, virðist nú á
góðri leið með að verða misheppnaðasta mót skáksögunnar
með svo öflugri þátttöku. Eins og flestum er vafalaust í
fersku minni fengu mótshaldararnir skeyti frá Jan Timman,
næststigahæsta stórmeistara heims, degi áður en mótið átti
að byrja, þar sem hann afboðaði þátttöku sína. Þar sem
keppendur voru þá aðeins sjö talsins þarf einn þeirra að sitja
yfir í hverri umferð og staðan í mótinu er því jafnan mjög
óljós auk þess sem aðeins eru tefldar þrjár skákir í hverri
umferð.
Nú er síðan allt útlit fyrir að
keppendunum fækki enn frekar,
því í gær er tefla átti áttundu um-
ferðina mætti vestur-þýski stór-
meistarinn Robert Húbner ekki til
leiks í skák sína við Boris Spassky,
fyrrum heimsmeistara. Skýringin
er sú, að Húbner telur sig vera
lasinn og hefur tekið þá ákvörðun
að hætta í mótinu nú þegar það er
hálfnað, aðstandendum mótsins
og áhorfendum hér til mikilla
vonbrigða.
Mótshaldararnir lögðu mjög
hart að Húbner að reyna að halda
áfram, enda lítur hann alls ekki
óhraustlega út. Þegar hann tók
þessa ákvörðun sína, var hann
efstur í mótinu ásamt, Anderson,
með þrjá vinninga af fimm mögu-
legum, en lakari biðskák gegn Lju-
bojevic.
Húbner ákvað að tefla biðskák-
ina, en sem áður segir verður það
siðasta skák hans hér á mótinu.
Hann hefur því lokið við fyrri
helming mótsins og teflt einu
sinni við hvern hinna. Skoðun
Húbners er sú, að í raun sé um tvö
mót að ræða og því fyrra sé lokið
og hið seinna að hefjast. Móts-
haldararnir eru hins vegar á ann-
arri skoðun og vilja halda fast við
það að mótið verði ekki slitið í
sundur og hafa ákveðið að Húbner
fái núll á töfluna fyrir allar skákir
sínar í seinni hlutanum.
Nicolo Palladino, forseti ítalska
skáksambandsins og einn af
skipuleggjendum mótsins sagði,
að auðvitað hefði þessi ákvörðun
Húbners ollið honum og sam-
starfsmönnum hans miklum
vonbrigðum. Palladino sagði
ennfremur: „Við getum vissulega
fallist á það að Húbner væri ekki
fyllilega frískur. Hann er með
niðurgang og ýmsa fylgikvilla þess
og læknirinn ráðlagði honum að
taka því rólega næstu tvær vikur.
En þó Húbner sé smávægilega las-
inn breytir það því ekki að flestir
aðrir skákmenn í hans aðstöðu
sem ég þekki myndu í lengstu lög
hafa reynt að bjarga mótinu og
teflt áfram. Mér virðist Húbner
vera veikgeðja persóna sem á erf-
itt með að taka mótlæti, en hvað
amar að honum í raun verða sál-
fræðimenntaðir menn að skera úr
um,“ sagði Palladino að lokum.
Um helgina voru tefldar þrjár
umferðir á mótinu í Torínó. í
sjöttu umferð vann Karpov Port-
isch, Spassky og Kavalek gerðu
jafntefli, en skák Ljubojevics og
Anderson svo og hjá Karpov og
Innbrot í Sjón-
varpsbúðina
BROTIST var inn í Sjónvarpsbúðina
við Lágmúla aðfaranótt laugardagsins.
Þaöan var 2 Finlux-sjónvarpstækjum
stoliö, tveimur myndvörpum og
hljómflutningstækjum.
Þá var brotist inn í íbúð við
Lambastekk og þaðan stolið um 4
þúsund krónum. Loks var brotist
inn í veitingahúsið Broadway og
skiptimynt stolið, en ekki er ljóst
hve miklu.
Húbner, en Spassky virðist eiga
unna biðstöðu gegn Portisch, eftir
að hafa átt erfiða stöðu framan af.
I áttundu umferðinni fóru skákir
Andersons og Karpovs og Kaval-
eks og Portisch í bið, en sem áður
segir mætti Húbner ekki til leiks
gegn Spassky og tapaði því skák-
inni.
Staðan í mótinu, að biðskákun-
um ótefldum, er þessi:
1. Anderson, 3 vinningar og
tvær biðskákir af sjö mögu-
legum.
2.-4. Karpov, Húbner og Spassky
3 v. og eina biðskák hver.
5. Ljubojevic 2'h. v. af sex
tefldum skákum og eina
biðskák.
6. Kavalek 2'Æ v. og biðskák.
7. Portisch 2V. og þrjár bið-
skákir.
Sem sjá má er því staðan nú
mjög jöfn og óljós, en eftir stöðun-
um í biðskákunum að dæma virð-
ast þeir Anderson, Spassky og
Ljubojevic nú standa bezt að vígi.
Inn-
flytjendur
Óskum eftir aö komast í
samband við innflytjenda-
og söluaöila á plastumbúö-
um. Um er aö ræöa inn-
flutning plastpoka á rúllum
og plastumbúðum til mat-
vaelageymslu, heimilishalds
og iönreksturs, ruslapoka,
innkaupapoka og plastpoka
meö auglýsingum eða
skreytingum eftir vali.
Sendum sýnishorn.
Scanlau — Oestergade
9, Box 51,
8450, Hammer — Dánemark,
sími (06-963626 — 963122,
telex nr. 60879 Scalau DK
ftfftfrifcf
í Koupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
ENN AUKUM VIÐ
ÞJÓNUSTUNA!
Viö höfum flutt noröur yfir götuna og I Sóivallagötu (Áöur bilaskemmur Stein-
opnaö eina glæsilegustu byggingavöru- dórs). Komiö og kynniö ykkur úrvalið og
verslun landsins á homi Hringbrautar og | ótrúlega hagstæða greiösiuskilmála.
ATH: Aðkeyrsla og bílastæði er nú að
norðanveröu frá Sólvallagötu.
Hjá okkur fáiö þiö
urval af:
Gótfteppum og
byggingavörum
Gólfdukum
Flisum
Hreinlætistsekjum
Auk þess:
Spónsplötur
Viðarþiljur
Harðvið og
Spðn-
Viðurkennda
einangrun
Milliveggjaplötur
Utveggjastein
Þakjárn
Málningarvörur
Verklaeri o.fl.
IBYGGINGAVÖBUB
HRINGBRAUT120, SIMI 28600.