Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982
Suzuki Fox
reynsluekið
Lipur í innanbæjarakstri
Hastur á mölinni
Mjög lipur í torfærum
IILUTFALL jeppa í heildarsölu bíla
hér á landi hefur farið mjög minnk-
andi siðustu árin og má í því sam-
handi nefna, að árið 1962 var mark-
aðshlutdeildin um 36%. Árið 1972 var
hún komin niður í um 15% o£ á síð-
asta ári niður í um 5,5%. Ástæður
þessa eru eflaust margar, en sjálfsagt
vegur hátt verð á amerísku og brezku
jeppunum þar þyngst, þar sem þeir
hafa verið uppistaðan í þeim jeppum,
sem hingað hafa verið fluttir. Breyting
hefur hins vegar orðið á þessu hin
allra síðustu misseri og jeppasala
jafnframt glæðst, en það er með sí-
auknum innflutningi á japönskum
smájeppum. Kinn þeirra er Suzuki
Fox, sem er nokkurs konar arftaki
Suzuki-jeppans, sem verið hefur á
markaði síðustu árin. Ég reynsluók
Foxinum á dögunum og útkoman úr
þeim akstri kom mér verulega á óvart,
þ.e. hversu marga góða kosti þessi
annars litli jeppi hefur.
Foxinn er skráður fyrir tvo full-
orðna og tvö börn aftur í, og það
verður að segjast, að rýmið frammi
í er ágætt. Það fer alveg þokkalega
um tvo meðalstóra menn. Hins veg-
ar er sætið aftur í af einfaldari
gerðinni, enda aðeins gert fyrir tvö
börn, eða unglinga. Það þyrfti hins
vegar ekki að gera ýkja miklar
breytingar til að gera aðstöðuna al-
veg þokkalega fyrir tvo fullorðna.
Taka þyrfti úr gólfinu, sem er lítið
mál og hækka sætið lítið eitt. Eins
og áður sagði er rými í framsætum
ágætt. Sætin sjálf eru hins vegar
frekar af einfaldari gerðinni og
þegar ekið er í ójöfnu landi, eða í
torfærum er bráðnauðsynlegt, að
festa sig með öryggisbeltum.
Annars má segja það um Foxinn,
að þrátt fyrir smæðina er ágætt
fyrir meðalstóra menn að stíga upp
í hann. Hurðirnar opnast mjög vel
og rými er ágætt til að smeygja sér
inn. Aðeins er ætlast til þess, að
aftursætisfarþegar fari inn far-
þegameginn að framan og sætið
þannig úr garði gert, að hægt er að
leggja það fram og færa fram á við
í heilu lagi, sem gerir það að verk-
um, að tiltölulega skaplegt er að
komast aftur í.
Auk þess að vera með tiltölulega
stórar framdyr, sem gott er að
ganga um, eru stórar dyr aftan á
bílnum, sem gefa honum mjög auk-
ið gildi. Það opnast hreinlega allur
gaflinn, þannig að mjög auðvelt er
að flytja hluti í Foxinum. Það er
hægt að leggja aftursætið fram, eða
hreinlega kippa því úr án mikillar
fyrirhafnar og má þá segja, að kom-
inn sé lítill sendibíll. Því má og
Jóhannes Tómasson
Sighvatur Blöndahl
inn er mjög léttur, eða aðeins um
800 kg, sem gefur síðan möguleika á
minni vél en gengur og gerist í
jeppum. Vélin er aðeins 45 hestöfl
við 5.000 snúninga, en það ótrúlega
er, að bíllinn er alls ekki eins afl-
vana eins og menn gætu ætlað.
Eins og áður sagði svipar akst-
urseiginleikum Foxins mjög til
Willys-jeppanna, enda er Foxinn
stuttur á grind og með fjaðrir en
ekki gorma. I innanbæjarakstri
verður maður tiltölulega lítið var
við þessa jeppaeiginleika og er
hann í raun mjög lipur og beygju-
radíusinn er aðeins 4,9 metrar. Það
getur vart betra verið. Hins vegar
er því ekki að neita, að um leið og
koma ójöfnur og farið er að aka á
malarvegum, verður maður að vera
vel vakandi. Blessaður bíllinn á það
til að gera tilraun til að taka völdin
og fara eigin leiðir. Þetta þýðir ekki
endilega að hann sé hættulega
hastur, heldur aðeins það, að menn
verða að halda vel vöku sinni, eins
og gildir reyndar um alla jeppana.
Þeir verða aldrei eins og fólksbílar.
Á malbikuðum vegum er alveg
ágætt að keyra Foxinn og það vekur
athygli, að auðvelt er að aka honum
á um 100 km hraða, án þess að farið
sé að syngja og hvína í öllu. Hann
er tiltölulega hátt drifaður, sem
gerir þetta fyrst og fremst að verk-
um. Þegar ekið er á mölinni er hann
eins og áður sagði hastur og því alls
ekki hægt að keyra hann mjög
hratt. Góður ferðahraði er á bilinu
50—70 km á klukkustund. Þess má
geta, að hámarkshraði er talinn
vera um 115 km á klukkustund.
Foxinn kom mér töluvert á óvart
þegar ég fór að aka honum í torfær-
um. Hann er mjög lipur og þótt
hann komi á tiltölulega litlum og
mjóum dekkjum komst hann furðu-
mikið. Það er mjög þægilegt, að
koma honum í framdrif og síðan í
lágadrif, í raun óvenjulega þægilegt
af jeppa að vera. Aðalgallinn við
bílinn í torfærum er hversu hátt
drifaður hann er, sem hins vegar
kemur honum til góða í venjulegum
Foxinn kom furðuvel út utan vegar.
þurrkurnar, sem eru tveggja hraða,
og aðalljósarofinn, sem er á vinstri
hönd, en í honum er ennfremur
flautan. Innsogið er mjög hand-
hægt innan seilingar og sömuleiðis
er auðvelt að koma lyklinum fyrir í
stýrinu. Það sem kannski helzt má
finna að staðsetningu stjórntækj-
anna er miðstöðin, en aðalrofi
hennar er tiltölulega langt út til
hægri í borðinu, þannig að maður
verður að teygja sig í átt að honum.
Annars má segja það um miðstöð-
ina, að hún virkar alveg ágætlega
og er tiltölulega fljót að hita bílinn
upp.
Foxinn er byggður á stálheilgrind
og svipar uppbygging hennar mjög
til gamla Willys, enda eru aksturs-
eiginleikar um margt svipaðir. Bíll-
Ljósmyndir Mbl. Kristján.
45 hestafla vél er í Suzuki Fox
skjóta inn í,’ að fyrir aftan aftur-
sætið er smápláss fyrir minni far-
angur, þannig að segja má, að hver
sentimetri sé fullnýttur í bílnum.
Þegar setzt er inn í Foxinn og
hann skoðaður er hann óneitanlega
frekar hrár. Það vantar alla klæðn-
ingu inn í hann aftur í og á fram-
hurðum eru síðan spjöld. Þessu er
auðvelt að kippa í liðinni með léttri
klæðningu, sem myndi gerbreyta
bílnum til hins betra. Bæði gera
hann hlýlegri og ennfremur að
minnka í honum hávaðann, því
óneitanlega er nokkur glymjandi í
honum þegar ekkert hefur verið
gert.
Annar hlutur er það, sem maður
tekur strax eftir, en það er hversu
gott útsýni er úr bílnum frammi í.
Maður situr tiltölulega hátt og hef-
ur mjög góða yfirsýn yfir bílhlut-
ana. Mælaborðið er frekar einfalt,
en skilar sínu hlutverki annars vel.
Auðvelt er að sjá á mæla án þess að
hreyfa sig til og stjórntæki eru flest
innan seilingar, svo sem stefnu-
ljósarofi, en í honum eru ennfremur
Suzuki Fox hefur hreinar og beinar linur.
Mælaborðið er frekar einfalt, en skilar sínu.
Bílar
Ný Toyota Celica Supra 2.8:
„EINN MEÐ ÖLLU“
„EINN með öllu“ kalla þeir hjá Toyota nýju útfsrsluna af Toyota Celica-sport-
bílnum kunna, en hann er nú fáanlegur í sérstakri lúxusútgáfu og nefnist Celica
Supra 2.8.
Bíllinn er búinn flestum hugsanlegum aukatskjum, sem yfírleitt eru ekki í
hefðbundnum útfsrslum. Má þar nefna sólþak, sæti með loftpúðum, sem eru
upphituð. Þau getur viðkomandi pumpað eftir eigin geðþótta, rafmagnsrúðuupp-
halara, miðstýrða læsingu á hurðum, steríótæki, auk ýmiss konar msla til að
kanna stöðu hinna ýmsu kerfa bílsins. Annars er innrétting bilsins mjög ríkulega
búin.
Toyota Celica Supra er knúinn 6 strokka benzinvél, sem er 170 DIN-hestöfl.
Nýjung hjá Opel:
Ascona og Kadett fáanlegir með dies
Ennfremur hefur verið kynntur nýr Manta
Opelverksmiðjurnar vestur-þýzku
hafa á undanförnum misserum kynnt
nýja línu i Opel Kadett og Opel
Ascona, en þeir bílar hafa náð mikl-
um vinsældum, sérstaklega í Evrópu.
Þessir bílar hafa verið knúnir benz-
ínvélum, en nú hefur Opel bætt um
betur og býður þá nú með dísilvél.
Dísiivélin, sem Opel býður nú í
bílana, er fjögurra strokka, með 1,6
lítra rúmtak og er 54 DIN hestöfl
við 4.600 snúninga. Menn fá sem
sagt sömu vélina, hvort heldur þeir
kaupa Kadett eða Ascona og spurn-
ingin er því um pláss og þyngd bíls-
ins.
Þar sem Kadettinn er eilítið létt-
ari bíll heldur en Asconan eyðir
hann ennfremur heldur minni olíu,
en samkvæmt upplýsingum Opel er
hægt að aka 19,6 kilómetra á hverj-
Opel Kadett.
Opel Ascona.