Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982
Madrid og Barcelona — höfuðvígi HM í knattspyrnu í sumar
Frá lleljju Jónsdóttur, fréttariUra Mbl.
í Burgos á Spáni:
í BARCELONA fara fram átta
leikir í heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu í sumar. Keppt verð-
ur á 2 leikvöngum: Á Nou Camp-
leikvanginum í eigu félagsins
Barcelona verða leiknir 5 leikir.
Þar fer fram, þann 13. júní kl.
20.00, setningarleikur HM milii
Argentínu og Belgíu. Síðan verða
3 leikir í annarri umferð og loks
verður leikvangurinn notaður til
keppni um 3. saetið á HM. Hann
tekur 120.000 áhorfendur. Félagið
Barcelona hefur látið af hendi
hvorki meira né minna en 362
milljónir peseta til breytinga og
lagfæringa á leikvanginum vegna
heimsmeistarakeppninnar. Skipu-
lagsnefnd HM greiðir 270 milljón-
ir peseta til framkvæmdanna.
Hinn leikvangurinn er Sarriá í
eigu félagsins Espanol. Þar munu
fara fram 3 leikir í annarri um-
ferð. Tekur hann 44.000 áhorfend-
ur.
„Glaðan sjó, frjósamt land og
tært loft ...“ þannig leit Cervant-
es Barcelona-borg augum þegar
hann lét Don Quijote ganga inn í
hana í leit sinna síðustu einstæðu
ævintýra. Og þannig kemur Barce-
lona ferðamönnum fyrir sjónir
enn þann dag í dag ...
Barcelona varð þegar á 13. öld
ein mikilvægasta verslunar- og
viðskiptamiðstöð við Miðjarðar-
haf. í dag eru iðnaðarhverfi borg-
arinnar og nágrenni hennar eitt
háþróaðasta iðnaðarsvæði Spánar.
íbúar Barcelona eru yfir 4 millj-
•nir.
Hvað varðar veðurfar í Barce-
ona er það mjög breytilegt. Rign-
ingar eru þó ekki algengar. Helst
rignir á haustin, þannig að varla
verður ástæða til þess að taka með
sér regnhlíf á völlinn í leikjum
HM. Meðalhiti í júní er 21,5°C og í
iúlímánuði 24,3°C.
Barcelona er fögur og vinaleg
i)org. Við skulum kynnast nánar
mikilvægustu byggingum í borg-
inni. Við byrjum á dómkirkjunni.
Byggingu hennar var lokið 1892.
Farið var eftir teikningum
fransks arkitekts er uppi var á 15.
öld. Á stóru svæði ekki langt frá
dómkirkjunni má finna stjórnar-
ráðshöllina, biskupahöllina, kon-
ungshöllina, ráðhúsið, dómshöll-
ina, Kórsbræðrahúsið, Santa
Agueda-kapelluna, konungstorgið
... já, og las Ramblas með sínar
kirkjur, hallir, söfn, leikhús og
byggingar eftir Gaudí, eins og t.d.
Gúell-höll.
Það er sjálfsögð skylda að heim-
sækja Kirkju hinnar heilögu fjöl-
skyldu, meistaraverk Gaudí.
Kirkjan hefur verið í byggingu frá
1882. Hún er svo mikil, svo risa-
stór, að ekki hefur enn tekist að
ljúka henni. Hin frumlega og
sjaldgæfa fegurð kirkjunnar hefur
djúp áhrif á þá er hana líta aug-
um. Önnur skylda ferðamannsins í
Barcelona er að heimsækja söfn
(vandinn er að velja ...) sem þar
eru. Cataluna-listasafnið og Pic-
asso-safnið eru ein þeirra mikil-
vægustu. Ekkert safn í heimi er
ríkara að rómönskum málverkum
en Cataluna-listasafnið. Það
geymir einng óviðjafnanlegt safn
málverka frá Cataluna, Aragón,
Navarra og Valencia. í Berenguer
de Aguilar-höllinni frá 14. öld er
Picasso-safnið til húsa. Enginn
unnandi lista má láta þetta safn
fram hjá sér fara. Þar eru hundr-
uð verka meistarans frá Málaga
til sýnis er ná yfir nær allan lífs-
feril listamannsins. Mikilvægasti
hluti safnsins er röð 58 málverka
frá árinu 1957. Önnur athyglisverð
söfn í Barcelona eru Fornmenja-
safnið, Sjóminjasafnið, safn dóm-
kirkjunnar, Legado Cambó-safnið
(þar eru til sýnis húsgögn, vegg-
teppi, glitvefnaður, leirsmíðalist,
fílabein, gull og silfursmíði o.fl.
o.fl.) og söfn með verkum Gaudí og
Joan Miró.
Geysitnörg íþróttamannvirki
eru í Barcelona er auðvelda iðkun
nær hvaða íþróttar sem er. Sund-
laugar, knattspyrnuvellir, fim-
leikahallir, skautahallir, frjáls-
íþróttasvæði, tennis- og golfvellir, „La Tuna“, söngvar og dansar í gamla borgarhlutanum í Madrid.
íþróttahallir ... Það er sama hver
uppáhaldsíþróttin er. Það er hægt
að iðka hana á meðan dvalið er í
Barcelona.
Um 315 gistihús og hótel eru í
Barcelona. Þar eru sex 5 stjörnu
hótel, tuttugu og sex 4 stjörnu
hótel og fimmtíu og sjö 3 stjörnu
hótel. Fræg eru Avenida, Palace,
Diplomatic, Gran Hotel Sarriá,
Presidente, Princesa Sofía, Ritz,
Arenas, Balmoral ...
MADRID
Madrid varð höfuðborg Spánar
1606 í valdatíð Felipe III. Borgin
er í miðju landinu, 650 m fyrir
ofan sjávarmál.
Loftslagið er meginlandslofts-
lag. Búast má við mjög góðu og
sólríku veðri (skýjaður himinn er
ekki algeng sjón í Madrid, enda
þótt hann sýnist ekki alltaf blár
vegna mengunar ...) þann tíma
sem heimsmeistarakeppnin fer
fram, því meðalhiti í Madrid í
júnímánuði er 20,6°C og í júlí
24,2°C. íbúar höfuðborgar Spánar
eru 4.500.000.
Það er erfitt að vita hvar skal
byrja þegar segja á frá helstu
minnisvörðum og frægustu bygg-
ingunum í Madrid. Og þó, án
nokkurs efa er Prado-safnið dýr-
mætasti fjársjóður Madridbúa. Og
enn meira virði er safnið nú í aug-
um allra Spánverja þegar málverk
Pablo Picasso „Guernica", er kom-
ið heim og hægt er að skoða það í
el Casón del Buen Retiro, einni af
byggingum safnsins. í Prado-
safninu er Velázquez-salur,
Goya-salur, el Greco-salur ...
En það verður að segja frá fleiri
söfnum, því ekki er Prado eina
safnið í Madrid (þau eru milli 40
og 50); Lázaro Galdeano-safnið
varðveitir málverk meistara
flæmskrar málaralistar og þar eru
verk eftir Velázquez, Zurbaran og
Goya. Fornmenjasafnið, Samtíð-
arlistasafnið, Ameríkusafnið,
Hersafnið, Sorolla-safnið, Cerr-
albo-safnið; eitthvert þessara
safna ætti að vera ofarlega á
„heimsóknarlista" ferðamannsins
í Madrid.
Margir fallegir lystigarðar eru í
Madrid. Þeirra frægastur er Ret-
iro-garðurinn. í nágrenni hans má
finna nokkrar fegurstu byggingar
borgarinnar.
Enginn, sem staddur er í Madr-
id á sunnudegi, mun sjá eftir því
að vera árrisull og fara að Át-
ocha-járnbrautarstöðinni þar sem
el Rastro, sá frægi flóamarkaður,
teygir sig yfir stórt svæði þröngra
sunda og gatna. Söluvarningurinn
er í einu orði sagt ótrúlegur. Það
er hægt að finna allt milli himins
og jarðar (notað og ónotað); fatn-
að, fugla, húsgögn, varahluti,
gömul leikföng, málverk, glervör-
ur, teppi, bækur (svona til að
nefna eitthvað)... Tilvalinn stað-
ur til að kaupa ódýrt... en geymið
budduna ekki í opnum rassvasa og
haldið af öllu afli utan um mynda-
vélina. E1 Rastro ku vera paradís
prakkara (það getur verið gaman
að þeim meðan maður er sjálfur
ekki fórnarlamb ...).
í borginni eru yfir 50.000 hótel-
rými. Þar eru fimmtán 5 stjörnu
hótel, þrjátíu og þrjú 4 stjörnu
hótel, enn fleiri 3 stjörnu hótel og
fjöldinn allur af ódýrari hótelum
og gistihúsum.
í Madrid munu verða háðir átta
leikir í heimsmeistarakeppninni.
Leikið verður á 2 leikvöngum.
Annar þeirra er hinn frægi San-
tiago Bernabéu-leikvangur, eign
félagsins Real Madrid. Leikvang-
urinn var tekinn í notkun 1947,
tekur hann 105.000 áhorfendur.
Þar munu fara fram fjórir leikir:
þrír í annarri umferð og úrslita-
leikur HM. Hinn leikvangurinn er
Vicente Calderón í eigu annars
frægs félags, Atlético de Madrid.
Leikvangurinn er nýr af nálinni.
Hann var tekinn í notkun árið
1970 og tekur 70.000 áhorfendur.