Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 3 7
I>órir S. Gröndal
Bréí að vestan
Stríð, stríð, gaman, gaman
Loksins er komið almennilegt
stríð. Fólk getur aftur farið að
hlakka til að koma heim úr vinn-
unni og horfa á sjónvarpsfrétt-
irnar. Því miður er ekki alveg
nógu mikið af myndum frá Falk-
landseyjadeilunni ennþá, en það
hlýtur nú að standa til bóta. Þeir
vita, hve þetta er geysivinsælt
sjónvarpsefni.
Að vísu hafa ísraelsmenn og
Arabar verið mjög áhugasamir
stríðsmenn á undanförnum ár-
um, og hafa þeir látið í té mikið
myndefni. En flestir áhorfenda
eru orðnir leiðir á deilu þeirra
enda virðist vonlaust að endir
verði þar á. Sömuleiðis hefur
ekki verið nógu spennandi að
horfa á myndir frá stríði írana
og íraka. Einhvern veginn er það
fólk svo fjarri manni. En nú er
það eitthvað annað, England á
móti Argentínu.
Hér í Miami taka sjónvarps-
fréttamenn öðru hvoru tali
ferðafólk frá Argentínu og Eng-
landi, hvort í sínu lagi auðvitað,
til að leita álits þess á Falk-
landseyjastríðinu. Þetta fólk
virðist vera alveg dásamlega
trúað á stríðið og er mjög ánægt
með það, að viðkomandi stjórn-
endur skuli hafa tekið af skarið
og ekki látið hinn aðilann kúga
sig. Hvor um sig er staðfastur í
sinni trú og viss um, að réttur-
inn sé hans megin. Það er mikil
blessun, að fólkið skuli standa á
bak við valdahafa hinna stríð-
andi þjóða. Það var svo ósköp
sorglegt að sjá, hve margir Am-
eríkanar brugðust þjóð sinni í
Vietnam-stríðinu. Enda munið
þið, hvernig það fór.
Þetta er okkar stríð, stríð
hvítra við hvíta, kristinna við
kristna. Argentína er hvítasta
þjóðin í rómönsku Ameríku. Þar
búa afkomendur ítala, Spán-
verja, Þjóðverja og fleiri Evr-
ópuþjóða. Nú fá að spreyta sig
ungir atvinnuhermenn beggja
þjóðanna, sem búnir eru að
þjálfa sig og þjálfa sig í mörg ár
og búa sig undir eitthvað, sem
þeir voru ekki vissir um að nokk-
urn tíma kæmi. En nú er það
komið.
Séu hermennirnir ánægðir
með að fá loksins eitthvað að
gera, eru vopnaframleiðendur
ennþá ánægðari. Nú verður farið
að leika sér með dótið þeirra. Nú
er byrjað að nota öll þessi tól og
tæki, sem búið er að úthugsa,
hanna, smíða og reyna í öll þessi
ár. Herskip, flugvélar, kafbátar,
þyrlur, flugskeyti, fallbyssur,
þotur, tundurskeyti og margt,
margt fleira er nú tekið fram og
fengið argentínskum og brezkum
drápssérfræðingum í hendur. Og
þeir eru byrjaðir að leika sér
með dótið sitt.
Framleiðendur stríðstólanna
fylgjast með af ákefð, til þess að
sjá hvernig þeirra tæki standa
sig. Þannig ku hafa farið hrifn-
ingarbylgja um marga frans-
menn, þegar Argentína sökkti
brezka tundurspillinum Shef-
field með flugfisk, Exocet-flug-
skeyti, sem skotið var úr
franskri orrustuþotu. Það var
eins og franska landsliðið hefði
unnið stórsigur á knattspyrnu-
velli erlendis.
Pentagon-menn, hérna í hehni
Ameríku, eru spenntir að sjá,
hvernig floti Englendinga stend-
ur sig gegn orrustuþotum og
flugskeytum. Slæm útkoma hefir
valdið áhyggjum og umræður
hafa verið ákafar. Halda sumir
fram, að bandaríski flotinn sé
jafn berskjaldaður, og muni
koma að litlu gagni, þegar stóra
stríðið kemur.
Flotasérfræðingar mótmæla
því, að ameriski flotinn geti ekki
varið sig gegn flugskeytum. Þeir
segjast hafa alls kyns varnir, svo
sem ratsjár-vélar, sem fyrst
finni óvinaþotur og rugli síðan
stefnuratsjár flugskeytanna,
sem þær skjóta. Svo séu mörg
skipin útbúin andskeytum, sem
þjóti á loft og skjóti niður
flugskeytin.
En hvenær kemur þá stóra
stríðið? Hvenær fáum við að sjá,
hvort andskeytin geta skotið
niður flugskeytin? Sérfróðir
segja að varla hafi, í manna
minnum, verið eins miklar við-
sjár í heiminum. Samningar,
sem tekið hefir ár og dag að
negla saman milli þjóðanna, eru
virtir að vettugi. Efnahags-
vandræði, atvinnuleysi og al-
menn óánægja ríkja víða um
heim. Lýðurinn vill láta leiða sig
og sameina sig. Til þess eru stríð
tilvalin.
Við látum okkur nægja að
horfa á stríðsmyndir í sjónvarp-
inu frá Falklandseyjum í þeirri
vissu, að stórveldin séu að undir-
búa viðameira og stórkostlegra
stríðsefni fyrir sjónvarpsfréttir
komandi ára. ÞSG.
140 þúsund
manns sáu
Rollingana
1'arÍK, 15. júní. AP.
Rúmlega 140 þúsund manns hlý-
ddu á brezku hljómsveitina „The
Rolling Stones" á tvennum hljóm-
leikum á Auteuil-vellinum í vestur-
borg Parísar á sunnudag og mánu-
dag. Hljómsveitin hélt síðast hljóm-
leika í París 1976.
Að sögn aðstandenda hljómleik-
anna komu rúm 70 þúsund manns
hvort kvöldið. Flest blöð Parísar
sögðu frá hljómleikunum á forsíð-
um í dag og gær, en uppselt var á
þá fyrir mörgum mánuðum, og að-
göngumiðar á svörtu því verðmikl-
ir síðustu dægrin fyrir hljómleik-
ana.
Að sögn franskra fjölmiðla voru
hljómleikarnir vel heppnaðir.
Hljómsveitin heldur hljómleika í
Lyon á miðvikudag. Um eitt þús-
und lögregluþjónar og öryggis-
verðir gættu þess að ekkert færi
úr skefjum á hljómleikunum, og
11 einkalífverðir gættu Mick Jagg-
er söngvara. Fjölmargir áhorfend-
anna voru ekki fæddir þegar Roll-
ingarnir komu fyrst fram opin-
berlega, en það var í Marquee-
klúbbnum í Lundúnum 21. júlí
1962, eða fyrir rétt tæpum 20 ár-
um.
Bestu bílakaupin á
íslandi í dag!
Hinn nýi
MAZDA 929
uppfyllir allar óskir þeirra
kröfuhörðustu um glæsilega
hönnun, þægindi og spar-
neytni.
Eftirtalinn búnaður er innifal-
inn í verði á MAZDA 929 Sup-
er DeLuxe:
Útispeglar beggja vegna
Viðvörunartalva
Snúningshraðamælir
Quarts klukka
Stokkur milli framsæta með
geymsluhólfi
Opnun á bensínloki og farangurs-
geymslu innan frá
Barnaöryggislæsingar
Halogenframljós
60 A rafgeymir
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23, sími 812 99.
Litað gler í rúðum
Ljós í hanskahólfi og skotti
Farangursgeymsla teppaklædd í
hólf og gólf
Diskahemlar á öllum hjólum
Hitastokkur aftur í
Innlelld rúllubelti á fram- og
aftursætum
Örfáum bílum úr
næstu sendingu óráð-
stafað. Tryggið ykkur
því bíl strax meðan
lága verðið helst.
Verð á MAZDA 929
SUPER DELUXE
kr. 138.200
(gengisskr. 14.6. ’82)