Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982
Norður-Atlantshafi frá 1929—
1934. Það er þess vegna ekki hægt
að segja að hvalir hafi verið al-
friðaðir hér nema í 14 ár.
Sem dæmi um skiptingu milli
tegunda í afla á þessum árum
veiddust 243 steypireyðar og 2348
langreyðar. Þessar veiðar lögðust
alfarið niður 1934 og hafa ekki
verið stundaðar síðan frá móð-
urskipum.
Árið 1935 hófust hvalveiðar hér
við land aftur og var hvalstöðin
staðsett í Tálknafirði. Veiðarnar
stunduðu 2—3 bátar og var þeim
haldið áfram til ársins 1939, en
lögðust niður á stríðsárunum.
Að undanteknu fyrsta árinu,
þar sem ef til vill var um byrjun-
arörðugleika að ræða, var ársveið-
in á bát á milli 40 til 50 hvalir og
var greinilegt að stofninn hafði
rétt allmikið við á þeim 20 árum,
sem hann var friðaður af Islend-
inga hálfu.
Hvalveiðar lögðust niður hér við
land eins og fyrr segir í seinni
heimsstyrjöldinni, en hófust aftur
1948 er hvalstöðin í Hvalfirði hóf
starfsemi sína.
Á árunum 1948 til 1981 eða þann
tíma sem Hvalur hf. hefur stund-
að veiðarnar hafa verið notuð 4
skip til veiðanna allan tímann og
skipting milli tegunda verið þann-
ig, steypireyður 163 dýr en hún
hefur verið alfriðuð síðan 1960,
Iangreyður 8466, sandreyður 2269,
búrhveli 2755 og 6 hnúfubakar.
Þetta er að meðaltali 401,7 hvalir
á bátana á ári. Af þessu má sjá að
sú friðun sem Alþingi setti á 1915
og stríðsárin hafa haft mjög góð
áhrif á stofninn.
Það er þó svo komið nú að vegna
óvissu um stærð búrhvalsstofns-
ins verður þetta seinasta árið, sem
búrhvalsveiðar verða leyfðar að
sinni eða þangað til meira verður
vitað um stofninn. Það má koma
fram hér að við ísland eru ekki
veiddir nema búrhvalstarfar, sem
talið er að séu burtrækir frá stofn-
inum í Suðurhöfum. Þessu til
skýringar má geta þess að búr-
hvalir eru fjölkvænisdýr og er
hver tarfur með um 20 til 40 kýr.
En það er um langreyðarstofn-
inn að segja að sjávarlífsfræð-
Hyalveiðar við
Eftir Jón Kr.
Guðmundsson
Hvalveiðar hafa verið stundað-
ar hér við ísland síðan 1883, en þá
hófu Norðmenn veiðar hér og
hófst þá sú hryggðarsaga, sem við
erum ennþá að bíta úr nálinni
með.
Þegar Norðmenn byrjuðu hér
veiðar reistu þeir hvalstöð við
Álftafjörð, sá sem reisti þá stöð
hét Thomas Amlie. Upprunalega
ætlaði hinn kunni norski hval-
veiðimaður Svend Foyn að vera
með í fyrirtækinu, en honum
samdi ekki við yfirvöld hér og dró
sig til baka, þótt hann væri búinn
að koma með allmikið af tækjum
hingað, svo sem vélar og annan
útbúnað, frá Finnmörk til hval-
veiða og vinnslu.
Ástæðurnar fyrir því að Norð-
menn fóru að stunda veiðar hér
við land voru margvíslegar.
Hvalveiðarnar við Finnmörk
sættu mikilli gagnrýni af hálfu
fiskimannanna og var af þeim
sökum gert erfitt fyrir á ýmsan
hátt; var reksturinn orðinn erfið-
ur hjá sumum þeirra m.a. vegna
minnkandi veiði. Eins gerðu þeir
sér grein fyrir, að hér væri um að
ræða algerlega ónytjaðan stofn,
sem miðað við reynsluna frá
Finnmörk, hlyti að gefa góðan arð.
Árið 1889 reistu bræðurnir
Hans og Andreas Ellefsen hval-
veiðistöð í Önundarfirði og var
það stærsta stöðin sem Norðmenn
ráku hér við land og stærri en aðr-
ar stöðvar í Norður-Atlantshafi á
þeim tíma. Voru 5 hvalveiðibátar
gerðir út frá stöðinni. Veiddu
þessir bátar mikið vegna þess að
það var mjög stutt að sækja á
fengsæl mið.
Megnið af því, sem veitt var hér
í upphafi, var stærsta skepna
jarðarinnar, sem nú er lifandi, eða
steypireyður og var hún aðaluppi-
staðan í aflanum á þessum árum.
Sem dæmi um það hvernig
skipting milli tegunda var í
hvalstöð Hans Ellefsens
1889—1900, veiddust á þessu tíma-
bili 1296 steypireyðar, 732 lang-
reyðar, 17 sandreyðar og 126
hnúfubakar. AIls nam því steypi-
reyður um 60% aflans að tölu til,
en margfalt meira að magni; þar
sem reiknað er með að ein steypi-
reyður jafngildi 2 langreyðum eða
6 sandreyðum. Þannig að það er
ekkert skrítið að steypireyðurin
hafi fengið þá útreið, sem verður
nánar sagt frá á eftir.
Á eftir þessum forkólfum hval-
veiða hér við land komu margir
norskir aðilar til að ausa úr gull-
kistu hafsins hér. Þessi mikla
veiði var fljót að segja til sín og
undir lok aldarinnar var svo kom-
ið að bátarnir urðu að sækja
lengra og lengra, og árið 1900
Hvalveiðibátar á miöunum.
Jón Kr. Guðmundsson
flutti Ellefsen stöð sína til Mjóa-
fjarðar og brátt komu fleiri á eft-
ir. Það er einnig skýrt dæmi um
það hvað mikið var gengið á stofn-
ana hér á þessum tíma, hvað hvöl-
um fækkaði mikið á hvern bát.
Eins og fyrr segir jókst aflinn
nokkuð vegna tilfærslu á hin nýju
veiðisvæði við Austurland. Eftir
nokkurn tíma fyrir austan fer að
halla undan fæti; þó jókst veiðin
nokkuð á árunum 1907—1909,
vegna fjölgunar báta, en endalok-
in urðu samt ekki umflúin. Árið
1912 stunduðu 20 bátar veiðarnar,
en aflinn á bát var þá kominn
niður í 8 hvali miðað við 19 hvali
árið áður og 43 hvali árið 1902.
„Talið er að fullvaxin
langreyður éti um 2,5
tonn á dag, og ef það er
rétt að þær séu um 15
þúsund svamlandi í
kringum ísland þá er
þetta hvorki meira né
minna en 37.500 tonn á
dag, sem þær éta einar.
A ári eru þetta um
13.500.600 tonn, og ef
við gefum okkur að
loðna sé 30% af því sem
þær éta, þá eru það
4.106.250 tonn á ári.“
Þessu hélt svo fram til ársins
1915 að alltaf var fjölgað bátum
og minnkaði í sama hlutfalli fjöldi
þeirra hvala sem fékkst á hvern
bát.
Alþingi setti lög er bannaði all-
ar hvalveiðar á Islandi eftir árið
1915, en veiðarnar hefðu sennilega
hætt af sjálfu sér, því þær voru
orðnar óarðbærar. Það má af
þessu sjá hvað rányrkja getur haft
hrikalegar afleiðingar og mætti
margt af þessu skýra dæmi læra
um það.
Það er þó ekki alfarið svo að
hvalveiðar hafi hætt alveg hér við
land 1915 vegna þess að Norðmenn
veiddu frá móðurskipum hér í
ísland fyrr og nú
ingar telja hann vera um 60% af
þeirri stærð sem hann var 1948 og
þeir telja hann ekki vera í hættu
miðað við þau gögn sem aflað hef-
ur verið á undanförnum árum.
Sjávarlífsfræðingar telja að
grisjun sú sem átt hefur sér stað
hér á langreyðarstofninum sé
mjög til góða, og telja að með
sömu stjórnun á veiðunum megi
halda þeim áfram um ókomna
framtíð. Þessi grisjun hefur haft
það í för með sér að viðkoman í
stofninum eða fjöldi fæðinga hef-
ur verið þannig að einn kálfur er
talinn fæðast hjá öllum kynþroska
hvalkúm á 2ja ára fresti. Lang-
reyður verður kynþroska í kring-
um 8 ára aldur nú en var 11 ára í
kringum 1950 og er það svar
stofnsins við veiðunum.
Sandreyðurin er flökkuhvalur
og lítið vitað um hana, en sjávar-
lífsfræðingar telja þó að hún sé
ekki ofnýtt. Sveiflur í veiðum
okkar íslendinga hafa að nokkru
leyti byggst á því að sandreyðurin
hefur ekki látið sjá sig hér á
hefðbundnum vertíðartíma, en þó
er nokkur vissa fyrir því að hún
hefur verið hér við land fyrir og
eftir vertíð.
Þær ákvarðanir sem sjávarlífs-
fræðingar hafa tekið um stærðir
hvalastofnanna byggjast á því
nákvæma rannsóknarstarfi, sem
hér hefur farið fram á undanförn-
um árum, bæði með merkingum á
hvölum, sem framkvæmdar eru
þannig að merkjum er skotið í
hvalina og stofnstærðin ákveðin
með tilliti til þess hvað mörg
merki hafa borist á land aftur.
Það kunna kannski einhverjir að
hugsa að okkur sé ekki alls varnað
í því að pína biessaða hvalina með
því að skjóta í þá merkjum líka.
En mér fannst það ekkert ómann-
úðlegt eftir að ég reiknaði út að
merkið er ekki nema 330.000asti
partur af þyngd hvalsins.
Það er einn hlutur sem lítið hef-
ur verið rannsakaður, en það er
fæðuskipting milli tegunda sem
veiddar eru hér við land. Það er
vitað að reyðarhvalir éta ljósátu
og loðnu, og að loðnan lifir einnig
á átu, þannig að það veit enginn
hvað gerast myndi ef hætt yrði
alveg að veiða hvali. Ef maður
hugsar aðeins um þetta, má gefa
sér að ofnýttur loðnustofn eigi sér
svolítið erfitt uppdráttar í keppni
um fæðu við hvalina. Talið er að
fullvaxin langreyður éti um 2,5
tonn á dag, og ef það er rétt að
þær séu um 15 þúsund svamlandi í
kringum ísland þá eru þetta
hvorki meira né minna en 37.500
tonn á dag sem þær éta einar. Á
ári eru þetta um 13.500.000 tonn
og ef við gefum okkur að loðna sé
30% af því sem þær éta þá er það
4.106.250 tonn á ári.
Að lokum ætla ég aðeins að
minnast á hrefnuveiðarnar, þær
hafa verið stundaðar hér síðan
1914 og fram á þennan dag.
Þessar veiðar hafa verið mjög
markvissar og öruggar. Fyrstu ár-
in voru aðeins veidd 30 til 40 dýr á
ári eða til 1960. Eftir það hafa ver-
ið veidd 200 dýr á ári. Það er talið
að hrefnustofninn þoli þessa veiði
mjög vel.
Að síðustu vona ég að stjórnun
á hvalveiðunum verði jafn góð og
hún hefur verið til þessa svo hægt
verði að nýta þetta forðabúr mat-
ar, sem heimurinn á, um ókomna
framtíð.
Norrænir orkurádherrar
komu saman í Reykjavík
HJNDUR orkuráðherra Norðurlanda
var haldinn í Reykjavík í gær, þriðju-
daginn 15. júní. Þátt í þessum fundi
tóku orkuráðherra Danmerkur Poul
Nielson, olíu- og orkuráðherra Nor-
egs Vidkun Hveding, vinnumarkaðs-
og orkuráðherra Svíþjóðar Ingemar
Eliasson, iðnaðar- og orkuráðherra
íslands Hjörleifur Guttormsson og í
forfollum verslunar- og iðnaðar-
ráðherra Finnlands, Esko Ollila, sat
Erkki Vaara frá verslunar- og iðnað-
arráðuneyti Finnlands fundinn.
Samstarf í orkumálum Norður-
landa hófst í mars 1980 fyrir til-
stilii Anker Jörgensens. Síðan þá
hafa verið haldnir tveir fundir á
ári og starfa eimbættismanna-
nefndir þess á milli. Síðasti fundur
orkumálaráðherra Norðurlanda
var í Helsinki í Finnlandi í febrúar
síðastliðnum. Þar var gengið frá
nýjum starfsáætlunum á sviði iðn-
aðar- og orkumála og er þeim ætlað
að vera leiðbeinandi fyrir vinnu að
þessum málum á samnorrænum
vettvangi næstu ár.
Á fundinum í gær ræddu ráð-
herrarnir ástandið í orkumálum á
alþjóðavettvangi. Auk þess ræddu
ráðherrarnir þýðingu þess fyrir
Norðurlönd, að þar fyndist gas í
jörðu og hverja þýðingu það hefði
fyrir framfærsluöryggi Norður-
landa og Evrópu í heild.
Orkurannsóknahópur var mynd-
aður eftir fundinn í febrúar og
skýrsla um árangur þessa sam-
starfs hefur verið gefin út í bókar-
formi. Auk þessa fundar ráðherr-
anna hér á Islandi fer fram hér á
landi norræn ráðstefna um orku-
skipulagningu.
Frá vistri olíu- og orkuráðherra Noregs, Vidkun Hveding, orkuráðherra Dan-
merkur, Poul Nielson, Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- og orkuráðherra ís-
lands, vinnumarkaðs- og orkuráðherra Svíþjóðar, Ingemar Eliasson, og Erkki
Vaara frá finnska verslunar- og iðnaðarráðuneytinu.