Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 11

Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 43 75 ára afmæli Patrekshrepps: Minnzt með sam- eiginlegri kaffi- drykkju bæjarbúa Patreksfirði. í DAG, 17. júní, býður hreppsnefnd Patrekshrepps öllum íbúum þorps- ins til sameiginlegrar kaffidrykkju í félagsheimili Patreksfjarðar í til- efni af 75 ára afmæli staðarins, sem var fimmtánda þessa mánað- ar. Það var 15. júni árið 1907 sem Rauðavatnshreppi var formlega skipt og var þá Patrekshreppur stofnaður en áður hafði Vatnseyri og Geirseyri sem nú nefnast einu nafni Patreksfjörður tilheyrt Rauðavatnshreppi. íbúafjöldi staðarins var þá um 300 manns. Fyrsti oddviti hreppsins var Jón Snæbjörnsson. Tveir menn komu mikið við sögu uppbyggingar Patreksfjarðar á fyrstu árum staðarins. Það voru þeir Pétur A. Ólafsson við upp- byggingu Geirseyrar og Ólafur Jóhannesson við uppbyggingu á Vatneyri og tengdasynir hans, þeir Garðar og Friðþjófur. Snemma kom hér sjúkrahús og var Patreksfjörður mikill við- komustaður franskra fiskiskipa og síðar færeyskra. Seinna þegar skútuöld lauk var staðurinn fjöl- Samdrátt- ur 1 þurrk- un saltfisks Útflutningur á þurrkuðum saltf- iski dróst mikið saman á síðastliðnu ári og varð aðeins 840 tonn á móti 2.539 tonnum árið 1980. Á aðalfundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda kom fram, að á árinu 1980 hafi reyndar mikið ver- ið flutt út af gömlum birgðum af úrgagnsfiski til Zaire. Segir að samdráttur í þurrfiskframleiðsl- unni hafi verið óumflýjanlegur. Þó undarlegt megi virðast, sé tæpast nokkurt samband á milli heims- markaðsverðs á blautsöltuðum fiski annars vegar og þurrkaðs saltfisks hins vegar. Islendingar hafi haft afgerandi áhrif hingað til á verðlag blautsaltaðs fisks, en hins vegar sé saltfiskþurrkun í Noregi ríkisstyrkt í stórum stíl. Þurrfiskframleiðsla Norðmanna hefur numið 50.000 tonnum á ári mörg undanfarin ár og hefur sölu- verð Norðmanna almennt numið hráefnisverði því, sem íslenzkir framleiðendur þurfa að borga. sóttur viðkomustaður breskra og þýskra togara, sem sóttu hingað margs konar þjónustu. Myndar- legur barnaskóli var reistur og gegnir nú því hlutverki að vera ráðhús staðarins. Þar hefur einn- ig sýslubókasafnið aðsetur. Vatnið á eyrinni, sem Vatneyri dregur nafn sitt af, var grafið út og gerð þar myndarlegasta höfn. Má segja að þá hafi staðurinn að nokkru leyti misst nafn sitt. Áð- ur var oft talað um Vatneyri við Patreksfjörð en nú er sú nafngift að mestu leyti horfin og alltaf talað um Patreksfjörð. Áður töl- uðu bændur í Rauðasandshreppi og Barðastrandarhreppi, ef þeir ætluðu í kaupstað, um að fara á Eyrar en nú er þetta með öllu horfið en eimir ennþá eftir af þessum nöfnum hjá gömlum fyrirtækjum, má t.d. nefna Eyr- arsparisjóð, sem búinn er að þjóna þessum stað um áratugi. Miklar framkvæmdir hafa ver- ið hér á undanförnum árum sem og annarstaðar. Á miðjum fimmta áratugnum var byggt myndarlegt sjúkrahús á þeirra tíma mælikvarða og nú hefur nýlega verið tekin í notkun vönd- uð og glæsileg heilsugæslustöð. Tveir læknar eru hér starfandi. Myndarlegt og stórt félags- heimili hefur verið tekið í notkun en er ekki að fullu lokið. Slökkvi- stöð hefur verið byggð og barna- heimili er í byggingu. Slitlag hef- ur verið lagt á flestar götur. Sýslumaður Barðastrandarsýslu situr á Patreksfirði. Núverandi sýslumaður er Jóhannes Árna- son. Prófastur sýslunnar situr hér einnig, séra Þórarinn Þór. úr massivu beyki rUriVCr eikog ask Hagstætt verð/góð greiðstukjör Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1 S. 18430 Patreksfjörður hefur alla tíð byggt afkomu sína á sjósókn og útgerð og höfum við átt því láni að fagna að eiga afburða duglega og aflasama sjómenn. Hafa bát- ar hér oft verið hæstir og með þeim hæstu vertíð eftir vertíð hvað afla snertir. Margir stórir vélbátar eru gerðir hér út og einn skuttogari ásamt fjölda minni báta. Hraðfrystihús Patreksfjarðar er nýflutt í stór og glæsileg húsa- kynni. Það gerir út skuttogarann „Sigurey" og vélbátinn „Þrym“. „Oddi hf.“ er með mikla salt- fisksverkun og skreiðarfram- leiðslu og hefur gert út bátana „Vestra" og „Garðar" og einn til viðbótar. „Garðar" hefur nú sem kunnugt er verið dreginn á land í Skápadal til endanlegrar veru en hann er elsta fiskiskip landsins. Verið er að smíða í Stykkishólmi nýtt skip í stað „Garðars" og kemur það væntanlega í haust. Framkvæmdastjóri „Odda hf.“ er Jón Magnússon. Finnbogi Magn- ússon sem til skamms tíma gerði út „Helgu Guðmundsdóttur" rek- Ankeri og irskur kross eru sam- tvinnuð í hinu nýja merki Patreks- fjarðar, sem Dýrleif Guðjónsdóttir hannaði. ur hér einnig fiskverkunarstöð- ina „Vesturröst" og vélskipið „Dofra". Bræðurnir Héðinn og Hörður Jónssynir reka hér einn- ig nýbyggða fiskverkunarstöð og gera út bátana „Gylfa“ og „Jón Þórðarson". „Kópanes hf“ hefur keypt hraðfrystihúsið „Skjöld" og er Karl Jónsson byggingar- meistari þar forsvarsmaður. Þrjú byggingafyrirtæki eru starfandi hér á staðnum, „Bygg- Frá Patreksfirði. ir“, „Iðnverk", og „Einar Óli“ og þrjár vélsmiðjur, „Logi“, „Sindri“, og „Bílaverkstæði Guð- jóns“. Veita þessi fyrirtæki fjölda manns atvinnu. Einnig er hér mjólkursamlag og nýbyggt sláturhús. I tilefni afmælisins hefur verið gert merki fyrir staðinn. Var það samþykkt til notkunar á hátíðar- fundi hreppsnefndar þann 15. júní. Ung stúlka hér, Dýrleif Guðjónsdóttir, teiknaði merkið sem er bæði einfalt, sérlega fal- legt og táknrænt fyrir staðinn. Það er írski krossinn og ankeri samtvinnað. Ankerið er tákn trausts og atvinnuhátta staðar- ins en írski krossinn minnir á nafngift staðarins, en eins og kunnugt er þá gaf landnámsmað- urinn Örlygur gamli firðinum nafn eftir heilögum Patreki. Nú- verandi oddviti Patrekshrepps er Hjörleifur Guðmundsson en sveitarstjóri er Úlfar Thor- oddsen. Fjölbreytt hátíðarhöld verða hér í dag í tilefni afmælis- ins og þjóðhátíðardagsins. — Páll. Til Benidorm 22. júní Fylgist með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu á Spáni. Þaðeraðeins um klukkutíma aksturfrá Benidorm til borganna Valencia, Alicante og Elche, en þari fara t.d. fram leikir heimsmeistaranna Argentínumanna og leikir landsliðs Spánverja (3. og 5. riðillinn). Ferðamiðstöðin hefur þegar útvegað takmarkað magn miða á leiki.sem fara fram eftir 22 júní, og á þeirra vegum fóru farþegar frá Benidorm ströndinni á setning- arathöfnina Það varla fiægt að fylgjast betur með heimsmeistara- keþpninni en að fara til Benidorm 22 júní með Ferðamið- stöðinnil. 1FERÐAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI9 Sl'MI 28133 11255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.