Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 12
4 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982
ByggÖu ei hús þitt
í kirkjugarði
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
lllir andar eru að ná tökum á Heather litlu O’Rourke.
Kvikmyndaleikstjórinn Steven
Spielberg, sem m.a. hefur stjórnað
metaðsóknarmyndunum JAWS,
CLOSE ENCOUNTERS OF THE
THIRD KIND og RAIDERS OF
THE LOST ARK, verður heldur
betur í sviðsljósinu í sumar, þar
sem að tvær myndir hans til viðb-
ótar voru frumsýndar með viku
millibili fyrr í mánuðinum. Hér
verður fjallað um aðra þeirra
POLTERGEIST, sem frumsýnd
var i New York 4. þ.m. og spáö er
feiknavinsældum, á við þær sem
myndirnar þrjár sem fyrr er getið,
nutu á sínum tíma.
Heimsfrumsýningardagur
myndar eftir Steven Spielberg er
talsverður viðburður í augum
forfailins kvikmyndaneytanda,
svo ég tók daginn snemma og
hafði tekið mér stöðu í þá þegar
myndarlegri biðröð utan við
kvikmyndahúsið uppúr 9, (f.h.)
fyrsta sýning átti að hefjast
klukkan 11. Og tíminn líður
hratt á Times Square á heitum
og fögrum sumarmorgni. Margt
kúnstugt og kyndugt ber fyrir
augu eyjarskeggjans þegar hann
hefur ekkert annað fyrir stafni
en að virða fyrir sér iðandi og
litskrúðugt mannlífið á þessum
krossgötum veraldar. Það tínist
ýmislegt til. Og þegar byrjað var
að hleypa inn, var biðröðin orðin
næsta óárennileg.
POLTERGEIST er í bland
draugasaga og hrollvekja. Hún
segir af Freelin hjónunum,
(dæmigerðu millistéttarfólki —
eftirlæti Spielbergs), sem búa í
huggulegu, nýbyggðu úthverfi
ásamt börnum sínum þremur,
Dönu sem er á táningsaldri,
Robbie og litlu Carol Anne.
í myndarbyrjun eru þess eng-
in merki að ýmislegt læviblandið
liggi í loftinu. Heimilisföðurnum
vegnar vel og innan dyra ríkir
góður andi. Börnin eru þvegin,
kembd og háttuð og pabbi sofnar
útfrá sjónvarpinu. En þegar út-
sendingu lýkur um nóttina fer
ýmislegt á stjá sem enginn
greinir nema heimilishundurinn
og Carol litla. Hún dregst sem
bergnumin að sjónvarpstækinu
og í gegnum truflanirnar á auð-
um skjánum, skynjar hún öfl
sem reyna að ná til hennar.
Kvöldið eftir brestur svo allt
úr böndum. Robbie litli sofnar
ekki, þar sem hann óttast að tréð
fyrir utan gluggann ætli sér að
hremma sig, (sem það og gerir)
og yngsta barnið á bænum bíður
spennt eftir að hinir nýju vinir
hennar á skjánum birtist.
Nú gerist margt. Óveður skell-
ur á með tilheyrandi skruggum
og ljósagangi, gamla, kræklótta
tréð teygir visnar greinar sínar í
Robbie og hrífur hann til sín.
Pabba og mömmu tekst eftir
langa mæðu að heimta hann úr
helju eftir mörg skelfingar
augnablik, en á meðan hafa vo-
veiflegir hlutir gerst innan dyra.
Líkt og hvirfilvindur hafa hin
illu öfl af skjánum sogað til sín
Carol litlu, en þó heyrir heimilis-
fólkið neyðaróp hennar ein-
hversstaðar úr fjarska.
Samtímis verður reimt í hús-
inu, óhugnanleg hljóð og birta
skelfa íbúana. Húsgögn fara á
flakk og framliðnir birtast, og af
og til berast til eyrna kveinstafir
litlu stúlkunnar. En lífið gengur
hvarvetna sinn vanagang í
hverfinu, svo þau hjónin vita
ekki hvert þau eiga að snúa sér í
leit að hjálp.
Að lokum hugkvæmist þeim
að leita á náðir sérfræðinga í
reimleikum og dveljast þeir á
heimilinu um hríð, hlaðnir
margvíslegum tæknibúnaði. Þeir
fá þó ekkert aðgert, frekar að
draugagangurinn aukist en hitt,
fyrr en til hjálpar er kvaddur
dvergvaxinn miðill, hin furðu-
legasta persóna í alla staði. Eftir
mikinn darraðardans við illar
vættir, tekst þó móðurinni —
fyrir visku miðilsins — að „fara
yfir mörkin" og heimta barn sitt
úr heljargreipum. Allt virðist nú
fallið í Ijúfa löð, vísindamenn-
irnir hverfa á braut og miðillinn
lýsir húsið „hreint".
En húsráðendur una ekki hag
sínum lengur á þessum stað, að
auki hafa þau komist að því að
það er byggt á gömlum kirkju-
garði og þar virðist komin skýr-
ingin á djöfulganginum. Hús-
bóndinn heldur á braut til að
ganga frá sínum málum fyrir
brottflutninginn. En hann er
ekki fyrr horfinn en enn eitt áf-
allið ríður yfir hrjáða íbúa húss-
ins, og nú er sem allir árar and-
skotans leiki lausum hala ...
Eins og sjá má af efninu er
POLTERGEIST hrein fantasía,
sem menn eiga að njóta sér til
skemmtunar og forðast að taka
alvarlega. Og svo sannarlega
tekst Spielberg að hafa ofan af
fyrir manni í þá tæpu tvo tíma
sem myndin stendur. Reyndar er
erfitt að sjá hvert hann stefnir
en að mínu áliti var það takmark
hans fyrst og fremst að gera
skemmtimynd í anda sinna
bestu mynda.
Þó má ailtaf greina óttann
sem nagar barnssálina í gegnum
mestan hluta POLTERGEIST,
óttann sem við munum örugg-
lega velflest eftir frá bernskuár-
unum. Ótta við myrkrið sem
helltist yfir mann þegar ljós
voru slökkt á kvöldin, ótta við
ókindina sem bjó um sig í
myrkrinu undir rúminu og leit-
aði færis að grípa heljartökum
um fætur manns ef maður vog-
aði sér framúr, (sem var sjald-
an), jafnvel góðvinir manns,
leikföngin gátu fengið á sig
ískyggilegan blæ ef hugar-
ástandið var bágborið á myrkv-
uðu síðkvöldi þegar flestir voru
gengnir til náða. Myrkfælnina
man Spielberg og kemur trú-
verðulega til skila.
Sennilega hafa sjónbrellur og
hljóðeffektar sjaldan notið sín
jafnvel og í POLTERGEIST. Hér
koma í ljós sterkustu hliðar
töframannsins Spielbergs.
Hann, ásamt úrvals aðstoðar-
mönnum, baðar áhorfendur í
margbreytilegri lýsingu, sem á
mögnuðustu köflunum virkar
ójarðnesk. Hann kemur út á
þeim köldum svita með einkar
útsjónarsamri hijóðupptöku í
sex rása Dolby, þar sem bregður
fyrir hverskyns brellum og níst-
andi kveinstöfum. Sjónbrellurn-
ar eru stórkostlegar. Andarnir
sem svífa útúr sjónvarpstækinu
eru flókin og illframkvæmanleg
tækniafrek, sama má segja um
kölska gamla, sem bregður fyrir.
Hann minnir á hákarlsskoltinn
fræga. Þá eru í myndinni nokk-
ur, mjög vel unnin förðunar-
atriði.
Leikurinn hvílir næstum ein-
göngu á herðum óþekktra leik-
ara utan Beatrice Straight sem
fer fyrir hóp vísindamannanna
sem kallaðir eru til hjálpar. Það
reynir ekki svo mikið á leikhæfi-
leikana í POLTERGEIST, hér
eru það Spielberg og tækni-
meistarar hans sem eru stjörn-
urnar. Undantekningar eru þó
hlutverk barnanna tveggja, en
með þau fara Oliver Robbins og
Heather O’Rourke. Þau fara á
kostum og er leikur hvorttveggja
sannfærandi og skemmtiiegur.
Og ekki má gleyma furðukvend-
inu Zeldu Rubinstein í hinu
makalausa hlutverki dvergmið-
ilsins sem er sér kafli útaf fyrir
sig.
POLTERGEIST er tvímæla-
laust enn ein skrautfjöðrin í
hattinn hans Spielberg. Því
þrátt fyrir endasleppan og
óhugsandi efnisþráð, hefur hon-
um enn einu sinni tekist að
skapa afburða afþreyingarmynd,
þar sem hvergi er höggstað að
finna frá tæknilegu eða skemmt-
analegu sjónarmiði. Hinsvegar
hefur hann auðgað kvikmynda-
formið með sífrjórri útsjónar-
semi sinni og ríku hugmynda-
flugi. Og ekki var laust við að
maður andaði léttar er útí sól-
skinið var komið að nýju.
ATH.: Ég hef alfarið eignað
Spielberg myndina POLTER-
GEIST, hinsvegar er Tobe Hoop-
er titlaður leikstjóri á kreditlist-
anum. Sá er frægastur fyrir
ófögnuðinn THE TEXAS
CHAINSAW MASSACRE, eina
subbulegustu og ósmekklegustu
lágkúru síðari ára, sem naut þó
talsverðra vinsælda. Af þeim
sökum bauð Spielberg Hooper
leikstjórastarfið, en von bráðar
kom í ljós að hann var því engan
veginn vaxinn. Spielberg tók því
yfir eins og bersýnilega kemur
fram á gæðum og yfirbragði
myndarinnar. Af vissum ástæð-
um lét hann þó ekki afmá nafn
Hoopers — sem heldur hefur
ekki borið á móti þessari afsetn-
ingu.
Gerð 1982 af MGM/UA. Fram-
leiðandi: Steven Spielberg, Frank
Marshall. Leikstjóri: Tobe Hooper.
Handrit: Spielberg, Michale Grais
og Mark Victor. Söguþráður: Spiel-
berg. Kvikmyndtataka: Matthew
F. Leonett. Klipping: Michael
Kahn. Tónlist: Jerry Goldsmith.
Sýningartími 115 mín. Aðalhlut-
verk: Graig T. Nelson, Jobeth
Williams, Beatrice Straight, Dom-
inique Dunne, Oliver Robins,
Heather O’Rourke og Zelda Rub-
instein.
Jobeth Williams, í hlutverki móðurinnar, í óskemmtilegum félagsskap f
lokauppgjöri manna og illra afla i POLTERGEIST.
It knoMs H'hat scares you.
Nafn myndarinnar.
Hönnunarsýningu á Kjarvals-
stöðum lýkur um helgina
Sýningunni Hönnun '82, sem
haldin er á Kjarvalsstöðum í til-
efni Listahátíðar, lýkur um helg-
ina, en sýningin er árangur sam-
starfs stjórnar Kjarvalsstaða og
stjórnarnefndar markaðsátaks í
þágu íslenzks húsgagnaiðnaðar. Á
sýningunni er úrval húsgagna,
lampa og „textíla" frá ellefu ís-
lenzkum framleiðendum, svo og
ýmiskonar listmunir eftir 27 ís-
lenzka listamenn.
Tilgangurinn með sýningunni
er, að sögn forráðamanna
Kjarvalsstaða, að leiða saman
listamenn og framleiðendur til
sameiginlegs átaks og vekja með
því móti athygli á því hvernig
listin getur unnið fyrir og með
hinum ýmsu þáttum atvinnu-
lífsins. I því sambandi er á það
bent hvernig þróun hönnunar
t.d. í Finnlandi og Danmörku
hefur sannað hverju hugvit og
listrænn metnaður fá áorkað í
þessum efnum.
Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, skoðaði sýninguna sl. mánudag, ásamt Hjörleifi Guttormssyni og fleiri
gestum, og var myndin tekin við það tækifæri.