Morgunblaðið - 17.06.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982
47
95 ára:
Pétur Þ. Guðmunds-
son frá Vatnshlíð
Höfuðþjóðbraut íslands liggur
um Vatnsskarð. Þá leið fer drjúg-
ur hluti íslensku þjóðarinar á
hverju ári. Landfræðileg þekking
margra er því talsvert bundin
henni. Kennileitin á þessari leið
eru flest auðskilin og sjálfsögð. Þó
er þar ein undantekning. Marka-
línan milli Austur-Húnavatns-
sýslu og Skagafjarðarsýslu fylgir
ekki vatnaskilum á Vatnsskarðinu
sjálfu, heldur var hún dregin
nokkru austar. Þannig er Vatns-
hlíð ekki einungis fyrsti bærinn
sem komið er að austan Vatns-
skarðs á leiðinni ofan i Skaga-
fjörð, heldur jafnframt austasta
jörð í Húnaþingi. Þetta misræmi
milli þeirra móta sem guðirnir
gerðu í öndverðu og línunnar sem
dauðlegir menn drógu síðar lögum
samkvæmt hefur m.a. valdið því
að Skagfirðingum er gjarnt að líta
á höfuðbólið Vatnshlíð sem hluta
af sínu eigin umdæmi. Engar
heimildir eru þó fyrir landamæra-
erjum á þessum slóðum. Miklu
fremur má líta á afbrigðileg sýslu-
mörk á Vatnsskarði sem tákn um
vinsemd og frið héraða í milli.
Þetta sameiningartákn efldist enn
að mun á fyrri hluta þessarar ald-
ar, þegar húsum réð í Vatnshlíð
Pétur bóndi Guðmundsson, sá
maður sem nýtur virðingar og
trausts um bæði Húnaþing og
Skagafjörð sem og meðal allra
þeirra sem hafa haft af honum
einhver kynni.
Því eru þessi orð á blað fest að
þann 18. júní á yfirstandanda vori
verður Pétur frá Vatnshlíð 95 ára
gamall, en á þeim bæ var hann í
heiminn borinn árið 1887. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Lilja Þur-
íður Stefánsdóttir og Guðmundur
Sigurðsson. Árið 1912 kvæntist
Pétur Herdísi Grímsdóttur frá
Syðri Reykjum í Biskupstungum,
glæsilegri sæmdarkonu. Hófu þau
hjón þá búskap í Vatnshlíð og
bjuggu þar síðan óslitið í aldar-
fjórðung eða til ársins 1938 er þau
fluttust til Sauðárkróks. Eftir að
Pétur lét af búskap, annaðist hann
ýmis störf og dró sig ekki í hlé
fyrr en hann stóð á áttræðu. Varð
starfsdagur hans því miklum mun
lengri en títt er. Frú Herdís and-
aðist á Sauðárkróki árið 1971, og
höfðu þau hjónin þá verið gift í
næstum sex áratugi. Þau Herdís
og Pétur eignuðust þrjár dætur.
Ein þeirra dó í frumbernsku. Hin-
ar tvær eru frú Kristín, búsett í
Reykjavík, og frú Þuríður á Sauð-
árkróki. Barnabörnin eru fjögur
að tölu, og þriðju kynslóð fer fjölg-
andi.
Þótt jörðin Vatnshlíð standi all-
hátt yfir sjávarmál, eru landkostir
þar góðir og nýttust þeir Pétri
bónda. Hann jók ræktun að mun,
og árið 1916 byggði hann stórt og
reisulegt íbúðarhús, sem í þá daga
stakk mjög í stúf austan Vatns-
skarðs, en þar um slóðir lét meiri-
hluti bænda torfbæina duga fram
undir öldina miðja. Ný peningshús
reisti Pétur og leiddi vatn í.
Fannst samtíðarmönnum og
grönnum mjög til um þá hagræð-
ingu. I einu og öllu hafði Vatns-
hlíðarheimilið á sér brag menn-
ingar og framfara.
Pétur frá Vatnshlíð er með af-
brigðum listhneigður maður. Ung-
ur að árum nam hann orgelleik
norður á Akureyri hjá hinum
kunna hljómlistarmanni Magnúsi
Einarssyni. Æ síðan hefur hann
forðast að sitja einn að sinni
mennt en látið aðra njóta hennar.
„Það var mikið sungið og spilað í
Vatnshlíð," mælti kunnugur, og
eftir að Pétur var orðinn einbúi á
Sauðárkróki, þá kominn talsvert
yfir áttrætt, bar við að hann
gleymdi sér við orgelið fram eftir
nóttu. Meðal afkomenda Péturs
gætir þessarar ríku listhneigðar
og tónagleði, og um suma þeirra
má með sanni segja að þeir láti
ekkert aftra sér ef sönggyðjan og
tónlistin eru annars vegar.
Pétur Guðmundsson er höfð-
ingsmaður að allri gerð, og kurteis
reisn er hans aðal. Hálftíræður
fer hann sér ögn hægar heldur en
þegar gengið var milli flekkja á
Vatnshlíðartúninu forðum, en
andlegu atgervi heldur hann
óskertu.
Ættingjar Péturs og vinir senda
honum hugheilar afmæliskveðjur.
M.B. og H.B.
Royal Viking Star
í Reykjavík
Royal Viking Star, stærsta far-
þegaskip sem hefur lagzt aö
bryggju í Reykjavík, kom hingað
frá New York meö viðdvöl á
Bermuda-eyjum síðasta sunnudag.
Skipið stóð aöeins við i einn sól-
arhring. Héðan siglir það til Nor-
egs þar sem stoppað verður á ýms-
um stöðum og þá til Kaupmanna-
hafnar. Royal Viking Star kemur
aftur til íslands 16. ágúst.
Royal Viking Star er í eigu
Royal Viking Line-skipafélags-
ins sem í viðbót við Royal Viking
Star er með tvö önnur skip í eigu
sinni, Royal Viking Sky og Royal
Viking Sea og kom fyrrnefnda
skipið hingað í fyrra.
Royal Viking Star tekur sjö
Skemmtiatriði æfð um borð í Royal Viking Star.
Royal Viking Star liggur við festar í Reykjavík.
hundruð farþega þó aðeins séu
fjögur hundruð farþegar með
skipinu í þessari ferð. Stjórn
skipsins er öll í höndum Norð-
manna en Bandaríkjamenn sjá
um fararstjórn þar sem aðal-
markaður Royal Viking Line-
skipafélagsins er í Bandaríkjun-
um. Meirihluti farþega er
Bandaríkjamenn, en einnig eru
Evrópumenn, Ástralíumenn og
Kanadamenn um borð. Það er
ferðaskrifstofan Atlantík sem
sér um alla fyrirgreiðslu við far-
þega hérlendis.
Engum þarf að leiðast um
borð í Royal Viking Star, því um
30 fastráðnir skemmtikraftar
eru um borð. Á hverju kvöldi eru
um fimm mismunandi skemmti-
atriði, auk þess er þar kvik-
myndasalur þar sem fara fram
sýningar á ýmsum kvikmyndum,
myndbandasjónvarp, sauna-böð,
leikfimissalur og nuddstofa.
Einnig eru tvær útisundlaugar
um borð.
Royal Viking Star er rúmlega
28 þúsund rúmlestir að stærð og
nær 22 hnúta hraða. Aðalskrif-
stofa Royal Viking-skipafélags-
ins er í San Francisco í Banda-
ríkjunum.
ATAR
Góö greiösluViör
Stuttur
„tnreiðslulrestur
SKIPAVIÐGERÐIR HF.
Frá og meö 1. mars 1982 hefur fyrirtækiö Skipaviö-
geröir hf., Vestmannaeyjum, sem framleiöa mun
undir nafninu S.V. BÁTAR, keypt framleiösluréttinn
á fiski- og skemmtibátum af fyrirtækinu Mótun hf.,
Hafnarfirði. Framleiösla er þegar hafin í Vest-
mannaeyjum á eftirtöldum bátstegundum:
Áöur MOTUN 26 nú S.V. bátur 26 (Færeyingur).
Áöur MÓTUN 25 nú S.V. bátur 25 (25 feta planandi
fiskibátur).
Undirbúningur framleiöslu á S.V. bát 20, sem er 20
feta planandi fiskibátur meö lúkar, er á lokastigi.
Okkur er sérstök ánægja aö tilkynna aö söluaöili
okkar er Þ. Skaftason hf., Grandagaröi 9, R. Sími
91-15750 og 91-14575, sem veitir fúslega allar upp-
lýsingar, en einnig munum viö veita upplýsingar í
síma 98-1821 eöa 98-1226, kvöldsími.
Viö munum kappkosta viö að halda afgreiðslutíma stuttum, en meðalafgreiðslufrestur í dag er 6—8 vikur.
Skipaviðgerðir hf., Stofnað1958 Vestmannaeyjum.
sími 98-1821.