Morgunblaðið - 17.06.1982, Qupperneq 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982
Víða er jarðvegurinn fokinn út í veður og vind. Rofabarð þetta er rétt
við Kópasker. — LJóam.: Sig. Þórmriiuson.
Sennilega eru skipulagsmál ekki
beinlínis sterkasta hlið íslenzkra
yfirvalda. Sést það á ýmsu. Síð-
astliðna áratugi hafa Islendingar
vissulega haft í ærið mörg horn að
líta við margþætta uppbyggingu í
landinu og nýsköpun ýmiss konar
í þjóðfélaginu. Til margs hefur
orðið að taka hendinni og miklu
verið áorkað á tiltölulega skömm-
um tíma.
Þó er eftir það hornið, sem næst
er; það hefur að mestu gleymst:
Umhverfi íslenzkra kaupstaða og
kauptúna.-Tugþúsundir bæjarbúa
á Islandi hafa á undanförnum ára-
tugum gert óhemju átak við að
rækta tré, runna og annan gróður
á lóðunum við heimili sín — þeir
hafa gert þetta af sjáfsdáðum og
lagt sig alla fram við að bæta og
inu hafa rétt nýlega stuggað
sauðfénu endanlega út fyrir sín
bæjarmörk. Ekki hefur víðsýnin
hingað til verið meiri. Jafnvel
Vestmannaeyjakaupstaður er enn
þann dag í dag umsetinn af þess-
um blessuðu nagandi sauðkindum,
sem fá að mestu óáreittar að eyða
gróðri, jafnt innan girðinga sem
utan á Heimaey.
Við íslendingar höfum vart efni
á að kíma vorkunnsamlega að
heilögum kúm hindúa á Indlandi
— við eigum sjálfir nær hálfa
aðra milljón heilagra sauðkinda á
sumarbeit bókstaflega um allt
landið. Stóð þúsunda lítt brúkaðra
lúxushrossa bæjarbúa rótnaga allt
það land, sem þau komast í. Þetta
eru gífurlegar hjarðir, sem fara
árlega óskipulega og óáreittar líkt
Ónumið land að mestu
Eftir Halldór
Vilhjálmsson
fegra umhverfi sitt, stundum við
mjög erfið skilyrði. Og árangurinn
hefur heldur ekki látið á sér
standa, sem sjá má. Samt sem áð-
ur er hið næsta umhverfi ís-
lenzkra bæjarfélaga ennþá einna
líkast því sem tímabil mesta ráða-
leysis, fátæktar og umkomuleysis
þjóðarinnar á 17. og 18. öld standi
enn yfir: Auðnin og ömurleikinn í
umhverfi flestra þorpa og kaup-
staða í landinu minnir um margt á
yfirbragð byggðanna á austur-
strönd Grænlands eða umhverfi
arabískra eyðimerkurþorpa. Um
nöturleg, blásin holt, grýttar
skriður og naktar óyndislegar
brekkur vafrar snapandi sauðafé í
leit að síðustu grastónni, síðustu
blómjurtinni til að seðja með
hungur sitt. Svo mjög hefur gróð-
urleysið og nöturleikinn sett svip
sinn á næsta umhverfi flestra ís-
lenzkra þorpa og kaupstaða, að
íbúar þessara staða eru sennilega
farnir að halda að svona hafi
landið alltaf verið og svona eigi
þetta bara að vera um alla fram-
tíð.
Um aldamótin síðustu, þ.e. fyrir
aðeins rúml. 80 árum, bera heim-
ildir, bæði lýsingar íslenzkra
manna og frásagnir erlendra
ferðamanna, að jafnvel í höfuð-
stað Islendinga sjáist hvergi
trjágarður við hús, að undanskild-
um 3—4 örlitlum afgirtum skák-
um með tveimur til þremur kyrk-
ingslegum smáhríslum, vart
mannhæðarháaum. Menn þóttust
þá vita, að trjárækt væri vonlaust
fyrirtæki í þessu harðbala-landi.
Akureyringar, Seyðfirðingar og
Isfirðingar voru þegar á þessum
tíma komnir nokkru lengra á veg í
ræktun trjágarða til skjóls og
prýði við heimili sín. Annars stað-
ar í landinu var þess háttar mest
látið ógert enda álitið ógerlegt.
Erfiðleikarnir hafa líka verið
nægilegir í trjárækt bæjarbúa
innan sinna bæjar- og lóðamarka.
Rysjótt íslenzkt tíðarfar, rýr jarð-
vegur, dýrar víggirðingar gegn
búfé, lítil reynsla alls þorra
manna af því, hvernig staðið
skyldi að slíkri ræktun og svo van-
trú á verkinu framan af. Aðeins
nokkur stærstu bæjarfélög í Iand-
og logi um viðkvæmt gróðurlendi
landsins.
Samtímis þessu er, svo dæmi sé
tekið, árleg framleiðsla á kinda-
kjöti um það bil einum þriðja
meiri en þjóðin getur torgað, en
umframframleiðslan nær óselj-
anteg erlendis vegna hárrar verð-
lagningar. Mjög svo sérstætt
skipulag mála. Gróðurlendið styn-
ur undan ágangi þessara aðgangs-
frekju grasbíta, hniprar sig og
dregst saman, eyðist æ meir ár frá
ári. Og þó verður örugglega sett á
engu færra sauðfé næsta haust
heldur en síðastliðið haust í þess-
um óneitanlega dálítið frumstæða
íslenzka hjarðmennskubúskap,
sem kallaður er sauðfjárrækt.
Mjög svo sérstakt skipulag mála.
Og leikfangahestum bæjarbúa
mun enn fjölga eilítið, ef að líkum
lætur. Nú, engum dylst að íslenzka
sauðkindin er í sjálfu sér mikil
kostaskepna og ein aðalstoðin
undir landbúnaði okkar. Enginn
lastar heldur miklar og góðar af-
urðir sauðfjárins, né skynsamleg-
an sauðfjárbúskap, allra síst neyt-
endur. En spurningin er, hvort við
höfum öllu lengur efni á því að
leggja svo mikinn hluta af gróður-
lendi Islands í kaldakol til dýrðar
frumstæðri hjarðmennsku. Fer
ekki að verða tími til kominn að
taka upp öðruvísi skipulagða
sauðfjárrækt, þar sem fénu er
m.a. haldið til sumarbeitar á
ákveðnum, afmörkuðum svæðum
eins og tíðkast í öðrum og þróaðri
löndum heims.
Og svo er sauðkindin líka yndi
sumra bæjarbúa á íslandi, sem
elska þessar lagðprúðu, vinalegu
skepnur, þótt þeir vilji hins vegar
ekki flytjast með þessum ástvin-
um út í sveit, þar sem slíkur bú-
skapur á heima, og aðeins þar.
Eru þess dæmi og mörg, að 4—5
sauðfjáreigendur í einum kaup-
stað fái þau forréttindi að leggja
heilu bæjarlöndin í auðn. „Beitin
bætir svo landið," segja þessir
menn gjarna, og það láta bæjaryf-
irvöld bara gott heita. Sauðkindur
þessarra manna fá að spilla gróðri
innan girðinga sem utan í þéttbýli
um allt Island, bótalaust, og það
þótt þessi heilagi fénaður sé öllum
bæjarbúum til tjóns og ama. Samt
helzt þessi „búskapur" enn við
lýði. Sérstætt skipulag mála.
Ef litið er á það ótrúlega átak,
sem t.d. Reykvíkingar hafa nú
þegar gert í skógrækt á hinum
„Svo mjög hefur gróð-
urleysið og nöturleikinn
sett svip sinn á næsta
umhverfi flestra ís-
lenskra þorpa og kaup-
staða, að íbúar þessara
staða eru sennilega
farnir að halda að svona
hafi landið alltaf verið
og svona eigi þetta bara
að vera um alla fram-
tíð.“
fyrrum uppblásnu auðnum í landi
Reykjavíkur, þá gegnir það mestri
furðu, að svo ótrúlega fá önnur
bæjarfélög í landinu skuli hafa
tekið við sér í þessum efnum. Hvar
er þeirra stórátak í skipulegri
ræktun bæjarlandsins, íbúunum í
hag? Fæst þeirra hreyfa legg eða
lið til að bæta umhverfi sinna
bæja í stórum stíl á svipaðan hátt
og gert hefur verið í Heiðmörk, í
Fossvogsdal, á Öskjuhlíð, við Ell-
iðaár og víðar í landi Reykjavíkur.
Ekki virðist hin víðtæka ræktun,
sem Akureyrarkaupstaður hefur
áratugum saman staðið fyrir í
bæjarlandinu og víðar í næsta
nágrenni bæjarins í Eyjafirði,
hafa skapað fordæmi á ýkja mörg-
um stöðum norðanlands.
Stórfelldar breytingar í gróður-
átt hafa nær hvergi gerst næst
þéttbýli í landinu.
Má þó nefna framtak manna í
einu þessara litlu fiskiþorpa á
Austurlandi. Þessi staður leggur
sameiginlegum sjóði landsmanna
árlega til tugi milljóna nýkróna
virði í erlendum gjaldeyri með út-
flutningsframleiðslu sinni; lítið af
því fe er fest þar aftur í mann-
virkjum enda fári bankar þar. En
Stöðfirðingar hafa af dugnaði og
framsýni tekið allstóra spildu af
bæjarlandinu til skógræktar, oger
þessi reitur nú þegar til mikillar
bæjarprýði. En vel flest íslenzk
bæjarfélög róa ennþá ráðlaus og
sinnulaus fram í gráðið í þessum
efnum, rétt eins og 19. öldin væri
enn ekki alveg liðin hjá; Auðn og
grjót upp í mót, uppblástur á alla
vegu, nöturleiki og berangur eru
enn einna greinilegustu drættirnir
í næsta umhverfi þessara staða,
og auglýsa þannig þetur en nokk-
uð annað framtaksleysi og verk-
menningarskort viðkomandi bæj-
arfélaga. Það er umbúðalaus
sannleikur. Landið bíður ónumið
við bæjardyrnar.
Þetta þarf þó ekki svo að vera.
Með vissri undirbúningsvinnu og
skipulagningu þessara mála
mætti, hvar sem er á landinu, gera
stórátak í ræktun stórra lands-
svæða, útivistarsvæða fyrir bæj-
arbúa, rétt við byggð, í hverju ein-
asta kauptúni og kaupstað á land-
inu. Það virðist nefnilega vera nóg
til af vinnufúsum höndum, sem
myndu vilja leggja fram stóran
skerf til betra og hlýlegra um-
hverfis í bæjarfélaginu sínu. Þetta
sýna bæjarbúar sjálfir á þeim
landskikum, sem þeir ráða yfir. Á
hverju vori og sumri starfa mörg
þúsund einstaklinga ósleitilega við
ræktun og fegrun á lóðunum við
heimili sín eða þá í garðlöndum
utan við bæina: rækta matjurtir,
planta trjám og runnum til skjóls
og prýði, rækta blómjurtur og
koma sér upp iðgrænum grasflöt-
um; allt þetta er í grýttum, örfoka
auðnum.
Að koma inn í íslenzk þorp og
bæi núorðið, er eins og að koma í
vinjar í risavaxinni eyðimörk:
gróðurangan í lofti og gróður,
hvert sem litið er. Allt eru þetta
handarverk einstaklinga, unnin í
sjálfboðavinnu. Stórvirki í rækt-
un, sem fólk hefur ráðist í af eigin
hvötum og unnið í frístundum sín-
um; starf, sem margar kynslóðir
Islendinga eiga eftir að njóta góðs
af. Með þessu græna átaki hefur
almenningur í okkar skóglitla
landi einnig um leið sagt hug sinn
afdráttarlaust: Menn vilja klæða
umhverfi sitt skýlandi trjágróðri,
og hafa þegar gert það, sem í valdi
einstaklingsins stendur.
Hlutur íslenzkra bæjaryfirvalda
liggur hins vegar víðast hvar eftir.
Hvílíkum stakkaskiptum myndi
umhverfi bæjarfélaga í landinu
ekki taka á fáum áratugum, ef
allri þessari atorkusemi, ósér-
hlífni og kunnáttu bæjarbúa væri
veitt í breiðari farveg en hingað til
hefur verið, og fólkinu sjálfu
beinlínis gert kleift að taka til
hendinni í næsta nágrenni sínu í
bæjarlandinu við skynsamlega
uppgræðslu, endurbætur og fegr-
un bæjarlandsins utan byggðar.
Væri aðeins bæjaryfirvöldum
hvers einasta þorps og kaupstaðar
í landinu nánast gert skylt að
friða með skepnuheldum girðing-
um fáeina hektara af algjörlega
ónýttu bæjarlandi handa bæjar-
búum sjálfum, þá myndi fólkið
brátt eignast ómetanleg útivist-
arsvæði rétt við byggðina, bæði til
gagns, yndis og heilsubótar mörg-
um kynslóðum staðarbúa. Flest
tré, sem komast vel á legg geta,
vel að merkja, auðveldlega orðið
þetta hundrað — sum allt að fjög-
ur hundruð ára gömul. Með skóg-
argróðri er því ekki tjaldað til
einnar nætur, og jafnvel fáeinir
hektarar skóglendis á Islandi er
orðið verðmætt land.
Það á því ekki einungis að leyfa
einstaklingum að koma og gróð-
ursetja í bæjarlandinu, heldur
bæri forráðamönnum bæjarfélaga
eiginlega bein skylda til að láta
búa í haginn, hvetja og styrkja
fólk í þessum efnum og aðstoða
einstaklinga, félög og hópa við að
hefjast handa. Það mætti hugsa
sér, að mönnum væru úthlutaðir
reitir eða skákir, sem þeir mættu
sjálfir annast um og hafa gleðina
af að fylgjast með í áratugi, þótt
landið sjálft væri eign bæjarfé-
lagsins og öllum heimil frjáls,
eðlileg afnot alls svæðisins. Þann-
ig starf er ekki aðeins ræktun
gróðurs, heldur um leið mann-
rækt, og hún ekki ómerk.
Þúsundir manna í landinu
kunna nú orðið sjálfir af eigin
reynslu að koma til græðlingum af
fjótvöxnum víðitegundum, af ösp
og harðgerum berjarunnum, sem
þrífast harla vel í íslenzkri mold.
Menn kunna einnig að sá til lúp-
ínu og annarra fljótvaxinna, harð-
gerra blómjurta, sem á skömmum
tíma geta klætt stór uppblásin
svæði og berangra. En þetta fólk
hefur vart nokkurt friðað svæði í
næsta nágrenni við sín bæjarfé-
lög, þar sem það sjálft gæti komið
upp trjágróðri í stórum stíl og
grætt upp landið með annarri
ræktun. Svo ankannaleg er stjórn
þessara mála í flestum íslenzkum
bæjarfélögum, að ef bæjarbúar
leggja ekki sjálfir út í kaup á landi
handa sér lengst úti í sveit, er
þeim, sem gjarnan vildu og gætu
lagt mikið af mörkum til skóg-
ræktar, allar bjargir bannaðar.
Fólkvanginn vantar víðast hvar.
Jafnvel stórgrýttum skriðum má
breyta í skógarbrekkur, svörtum,
steindauðum brunahraunum má
umbreyta í aðlaðandi skóglendi.
Vafalaust dást margir íslenzkir
ferðamenn að vöxtulegum skógum
og skjólsælum trjálundum, sem öll
nágrannalönd okkar á meginlönd-
um Evrópu og Ameríku geta stát-
að af, og íbúum þessara landa
finnst óhugsandi að vera án. Hitt
grunar fæsta, að þessi skógarlönd
nágrannaþjóðanna eru að mjög
miklu leyti handarverk manna.
Allar Evrópuþjóðir — einnig Líb-
anon og ísrael, sem kunngt er —
leggja árlega óhemju vinnu og
fjármagn í plöntun og viðhald
skóga og skjólbelta; leggur bæði
hið opinbera og fjöldi einstaklinga
hönd á plóginn við að klæða löndin
skógi. Þessar þjóðir skilja betur
en við arðsemi stórra skóglenda og
þýðingu fyrir eðlilega búsetu í
löndum sínum.
Ræktun á skógi til skjóls og
fegrunar í næsta nágrenni þétt-
býlis hér á landi, er hvorki munað-
ur, tímasóun né óarðbær fjárfest-
ing, heldur brýn nauðsyn, sem
fyrir löngu hefði átt að vera búið
að koma skipulagi á. Núna, undir
lok 20. aldar, er sannarlega kom-
inn tími til að bæta úr þessari
vanrækslu. Kominn tími til að af-
má þennan ömurlega svip menn-
ingarskorts og umkomuleysis af
næsta nágrenni íslenzkra þorpa og
kaupstaða. Bæjarlöndin þarf að
nema á nýjan leik með því að
klæða þau reglulegum skógar-
gróðri og gefa þannig landinu eðli-
legt svipmót. Og það á að láta íbú-
ana að mestu sjálfa um að skapa
sér sinn eiginn fólkvang og úti-
vistarsvæði í skjóli nýrra skóga,
rétt við bæjardyr sínar.
Þessa framfærsluskuld eigum
við Islendingar enn ógreidda við
landið.