Morgunblaðið - 17.06.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 17.06.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 53 Leikendur og starfsfólk i Kristnihaldi undir Jökli. eitt leikrit á ári og hefur þá oft verið troðið upp með gamanleik annað árið, en eitthvað alvar- legra hið næsta. Sveinn Kjartansson svarar því hvers vegna Kristnihald undir Jökli varð fyrir valinu að þessu sinni: „A að velja alvarlegra verk, verk sem flytja einhvern boð- skap, eða eitthvað, sem kitlar hláturtaugar fólks? Fyrir hverju hefur hinn almenni fé- lagi mestan áhuga? Reynslan sýnir að auðveldara er að fá leikfélaga til að vinna að hinum stærri og erfiðari verkefnum. Það er krefjandi, en jafnframt spennandi, að fást við viðamikil verk og fólk leggur sig því meira fram, sem verkefnið er meira krefjandi. A þessu leikári var í fyrsta lagi ákveðið að sviðsett skyldi íslenzkt verk. Eftir mikl- ar vangaveltur varð „Kristni- hald undir Jökli“ fyrir valinu. Þegar haft var samband við höfund verksins, gaf hann að vísu góðfúslega leyfi sitt til að við spreyttum okkur á því, en lét það fylgja, okkur til uppörvun- ar, að skáldverk sín væru ekki leikhúsverk. Þau væru erfið í uppsetningu og trauðla á færi áhugamannafélaga að sviðsetja þau. Hann kvaðst ekki hafa skrifað fyrir leikhús, utan tvö eða þrjú verk, er hann samdi fyrir mörgum árum. Oft litist fólki vel á verk sín við fyrsta yfirlestur en réði síðan ekki við verkefnið þegar á reyndi. Taldi hann þurfa gott fólk og sviðs- vant til að setja verk sín upp, því fólk skildi þau ekki og vissi ekki ávallt hvað höfundur væri að fara. Ekki urðu þessi orð skáldsins til annars en að örva okkur til dáða. Við skyldum sýna hvað við gætum.“ Þannig komst Sveinn Kjartansson með- al annars að orði í leikskrá. Leikfélag Blönduóss er fyrsta áhugamannaleikhúsið úti á landi, sem sýnir Kristnihald undir Jökli. Það er heldur ekki á allra leikfélaga færi að taka slíkt verk til sýningar, en á Blönduósi er góð aðstaða til leiksýninga í félagsheimilinu. Meðal annars má nefna, að nýtt ljósaborð var nýlega tekið í notkun og leikfélagsmenn á Blönduósi segja með ánægju frá því, að sveitarfélagið hafi á síð- asta ári verið eitt fimm sveitar- félaga á landinu, sem lét meira af hendi rakna til leiklistar en því raunverulega bar. Æfingar á Kristnihaldi undir Jökli hófst 1. marz og þá var iðulega æft frá klukkan 5 á dag- inn fram yfir miðnætti og um helgar lungann úr deginum. Menn stoppuðu ekki mikið heima hjá sér meðan æfingarn- ar voru hvað strangastar og Pét- ur Pétursson, sem lék Helga, sagðist áætla, að hjá honum hefðu 160—170 tímar farið í æf- ingar „og sjálfsagt miklu meira hjá hinum sem voru í stærri hlutverkum". „Því er ekki að neita, að menn voru orðnir þreyttir undir það síðasta. Margir hafa.hótað að hætta og koma aldrei nálægt þessu, en ætli við mætum ekki öll galvösk í slaginn á næsta ári,“ sögðu prímusinn og félagar hans á Blönduósi í lokin. Og svo var fugladansinn stiginn af innlifun. Heldri bændur hún- vetnskir ræöa kotroskn- ir lífsins gang og nauð- synjar. Texli: Agúst I. Jónsson Myndir: Ragnar Axelsson Tölvuskólinn Skipholti 1 sími 25400 Tölvunámskeið Byrjendanámskeið Námskeiöin standa yfir í 2 vikur. Kennt er 2 stundfr á dag vfrka daga. Kl. 17.30—19.30 eða 20.00—22.00. Við kennsluna eru notaöar míkrótölvur af algengustu gerö. Námsefniö er allt á íslensku og ætlað byrjendum sem ekki hafa komiö nálægt tölvum áöur. Á nómskeiöunum er kennt m.a.: Grundvallaratriði forritunarmálsins BASIC. Fjallaö er um uppbyggingu tölva, notkunarsvíö og eig- inleika hinna ýmsu geröa tölva. Kynning á tölvukerfum, hugbúnaöi og vólbúnaði, sem notuö eru viö rekstur fyrirtækja. Innritun í síma 25400 Tannlæknastofa Hef opnaö tannlæknastofu aö Reykjavíkurvegi 60 Hafnarfiröi. Sími 52740. Viðtalstímar frá 9—5. Hörður V. Ingimarsson tannlæknir. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.