Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 30

Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 KRISTINN GUÐNASOH HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 , BMW520Í Úr f lokki 500 - Fákanna BMW 520i hefur til að bera alla þá kosti sem prýtt geta glæstan gæðing. BMW 520i er traustur, þolgóður og þægilegur, þó svo að sprett sé úr spori. BMW 520 i lætur vel að stjórn og þú getur treyst honum fyrir þeim sem eru þér kærastir. Góðir gæðingar hafa löngum þótt konungs- gersemar og því mun verðið koma þér á óvart. Enginn kaupir gæðing óséðan og því bjóðum við þér að koma og reynsluaka BMW. BMW þolir að hann sé vel skoðaður. Þér mun þykja vænt um 500 - fákinn þinn. BMW 520 i er 6 cyl. 125 din. hestöfl, með beinni innspýtingu og vökvastýri. Fæst bæði beinskiptur og sjáifskiptur. Rúben með aukasýningu RÚBEN trúður frá Svíþjóð, sem skemmt hefur börnum og fullorðn- um í Norræna húsinu á Listahátíð, jafnfram því sem hann hefur verið með sirkusskóla, verður með auka- sýningu kl. 18 á föstudaginn. Aðsókn að skemmtiatriðum trúðsins hefur verið mjög góð, að sögn forráðamann Norræna húss- ins. 17. júní kemur Rúben trúður fram á skemmtun í Garðabæ og síðan er fyrirhuguð ferð hans til Grindavikur. Fyrr í þessari viku lék hann listir sínar fyrir Akur- eyringa. Kirkju- dagur að Kálfatjörn NÆSTKOMANDI sunnudag, 20. júní, verður hinn áriegi kirkjudagur Kálfatjarnarsafnaðar. Hefst hann með guðþjónustu í Kálfatjarnarkirkju kl. 2 e.h. Þórir Guðbergsson, félagsmálafulltrúi, flytur ræðu og kirkjukór Kálfa- tjarnarkirkju syngur undir stjórn Jóns Guðnasonar, organista. Sóknarpresturinn, séra Bragi Friðriksson, prófastur, þjónar fyrir altari. Að lokinni messu mun Kvenfé- lagið Fjóla selja kaffiveitingar í Glaðheimum. Að þessu sinni hafa sóknar- nefnd og Lionsklúbburinn Keilir samvinnu um að bjóða vistfólki á Garðvangi og ellilífeyrisþegum í sókninni að vera gestir safnaðar- ins og er það von þeirra, að sem flestir geti komið. Kirkjudagurinn er árlegur við- burður í safnaðarstarfseminni og hefur ávallt verið mjög ánægju- legur. * * + + + + + I dag, 17. júní, kaupa allir miða í byggingarhappdrætti SATT ’82 setja merki í barminn EFLUM LIFAIMDI TÓNLIST - SATT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.