Morgunblaðið - 23.06.1982, Page 31

Morgunblaðið - 23.06.1982, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1982 31 Pétur Pétursson: „Feginn að vera laus frá liði Anderlechr — Þetta var eina leiðin fyrir mig til þess að losna frá Ander- lecht. Ég er ánægður með að vera laus og kominn yfir í annað gott lið. Antwerpen varð í fjórða sæti í belgísku deildinni á síðasta keppn- istímabili og er með gott lið, sagði Pétur Pétursson atvinnuknatt- spyrnumaður í spjalli við Mbl. í gær, en hann kom til landsins í gærdag í stutt frí með fjölskyldu sinni. Pétur sagðist vera nýkom- inn úr fríi frá Grikklandi og hefði stoppað í Belgíu til þess að ganga endanlega frá málum sínum hjá Antwerpen. „Þetta var góður samningur sem ég gerði, og hann er bara til eins árs. Nú verð ég að leika vel á næsta keppnistímabili. Ég fer utan 5. júlí og þá mun liðið hefja æfingar, sagði Pétur sem nú er að hefja feril sinn sem atvinnu- maður hjá sínu þriðja félagi. Fyrst lék hann með Feyenoord, síðan Anderlecht og nú kemur hann til með að spila fyrir Ant- werpen. — ÞR EINS OG knattspyrnuáhugamenn vita setti Bryan Robson nýtt met í markaskorun i úrslitakeppni HM er hann skoraði gegn Frakklandi eftir aðeins 27 sekúndur. Fyrir metið hlaut kappinn að launum forláta úr að verðmæti lítilla 15.000 króna ís- lenskra. George Best, írski vandræða- gemlingurinn, sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United hér áður fyrr, er einn af frétta- mönnum ensku sjónvarpsstöðvar- innar ITV í HM-keppninni á Spáni. Er það í fyrsta skipti sem Best tekur slíkt að sér. í leik Ungverja og E1 Salvador á dögunum fengu tveir ungverskir leikmenn, þeir Nyilasi og Fazckas, gul spjöld fyrir að drekka vatn inni á vellinum meðan leikurinn var í fullum gangi. Hafa forráða- menn Ungverja nú sent FIFA mótmæli vegna þessa. Enginn leikmaður í HM-keppn- inni hefur verið gripinn fyrir ólöglega lyfjaneyslu hingað til, og vonandi kemur ekki til þess. Held- ur er það hvimleitt þegar menn eru gripnir fyrir slíkt og muna all- ir hvernig fór fyrir Willie greyinu Johnston í Argentínu fyrir fjórum árum. Ekki gengur alltaf nógu vel þegar taka á þvagprufu af leik- mönnum og fékk skoski leikmað- urinn Alan Brazil illa að kenna á því er hann var valinn í „test“ eft- ir leikinn gegn Nýja Sjálandi á dögunum. Hann gat ómögulega pissað þrátt fyrir ómælda vatns- drykkju í fjóra tíma og gáfust menn þá upp við að reyna klukkan fjögur um nóttina. Morguninn eft- ir mættu Brazil og skoski læknir- inn aftur og þá með þvagprufu í fórum sínum og var hún send frá Sevilla til Madrid. Nefnd sú sem um þessi mál fjallar var þó ekki ánægð með framkvæmd málsins, virðist ekki hafa verið allt of viss um að Brazil hafi sjálfur pissað í glasið, og hefur sent FIFA málið til umfjöllunar. Eins og allir vita er knattspyrn- an óútreiknanleg eins og flest annað og kemur það stundum fyrir er Davíð og Golíat leiða sam- an hesta sína að Dabbi litli fer með sigur af hólmi. Skemmst er að minnast sigurs Alsírbúa á sjálfum Evrópumeisturum Vest- ur-Þjóðverja á dögunum. Erlend blöð skýrðu þá frá því að þýsk knattspyrna hefði verið jöfnuð við jörðu, og víst er að Þjóðverjar voru allt annað en hrifnir af þeim úrslitum. Ensk knattspyrna beið mikinn ósigur árið 1950 er Banda- ríkjamenn unnu þá í landsleik með einu marki gegn engu, og sama ár létust fjórir brasilískir áhangendur á Maracana-leikvell- inum í Rio de Janeiro er Uruguay sigraði Brasilíu 2—1. Einhverjir þeirra fengu hjartaáfall og einnig voru framin sjálfsmorð. Fjórum árum seinna sigruðu Vestur- Þjóðverjar Ungverja 3—2, sem teldist varla til stórtíðinda í dag, en á þeim tíma var Ferenc Puskas upp á sitt besta og Ungverjar tald- ir nær ósigranlegir. Eftir „undrið í Bern“, eins og sigurinn var kallað- ur, komst Puskas að þeirri niður- stöðu að Þjóðverjarnir hlytu að hafa verið dópaðir!! í úrslita- keppni HM í Englandi 1966 kom það mest á óvart er Norður- Kóreubúar skelltu Ítalíu með einu marki gegn engu, og slógu ensku blöðin því upp að fa.ll Rómaveldis hefði ekki verið neitt á við þessi ósköp! Góðir 1500 metrar hjá Gunnari Páli GUNNAR Páll Jóakimsson ÍR hljóp ágætt 1500 metra hlaup á innanfé- lagsmóti ÍR-inga í Laugardalnum á sunnudag, hljóp keppnislaust á 3:54,8 mínútum, og var því aöeins sekúndubroti frá sínu bezta, sem hann náöi í hörkukeppni. Greinilegt er aö Gunnar Páll er í æfingu til að hlaupa undir 3:50 mínútum í 1500 m. Næsta keppni Gunnars Páls veröur í 800 metrum á afmælismóti ÍR í Laugardalnum á laugardag, en þar mætir hann Jóni Diörikssyni UMSB, sem sett hefur íslandsmet í 800 og 1500 mctrum í vor. Stefnir í stór- skemmtilega keppni þeirra á ÍR- Frjðisar Ibrúttir mótinu, og ef veöur veröur bærilegt eru íslandsmetin í stórhættu. Robson skorar Bryan Robson skorar hér glæsilega annað mark sitt og Englands í 3—1 sigrinum gegn Frökkum i síðustu viku. Hann meiddist í nára gegn Tékkum á laugardaginn og lék ekki meö enska liðinu eftir leikhlé, en það kom ekki að sök, England lagði Tékkóslóvakíu 2—0. HM-punktar: Belgíumenn sakaðir um ölvun og óreglu á HM SPÁNSKT dagblað skýrði frá því fyrir helgina að leikmenn belgíska landsliðsins heföu verið á fyllerii og kvennafari. Sum belgísku dagblöðin voru ekki lengi að birta söguna um þessa óæskilegu hegðun sinna manna. Eins og gefur að skilja urðu eiginkonur leikmannanna ekki ýkja hrifnar við þessar fréttir og hringdu sumar þeirra hvassyrtar í þá. Belg- iska knattspyrnusambandið hefur þverneitað að nokkur fótur sé fyrir þessari frétt blaðanna og herma fregnir að belgísku leikmennirnir hugsi ekki mjög hlýtt til blaðamanna frá heimalandinu fyrir að birta þessa slúðursögu spánska blaðsins. Stærstu blöð Belgíu eru með frétta- menn á Spáni sem fylgjast að sjálf- sögðu vel með sínum mönnum og hafa að sögn ekki orðið varir við neitt lauslæti leikmanna. Tele Santana, þjálfari Brassanna, segir að sínir menn séu ekki enn komnir á toppinn þrátt fyrir auðveld- an stórsigur á Skotum á föstudag- inn. „Við verðum ekki komnir í toppform fyrr en við leikum vel í báðum hálfleikjum leikjanna,“ sagði Tele. Hann sagði að leikmenn sínir hefðu bæði gert skyssur í fyrri hálf- leik og einnig verið seinir í gang eftir að Skotarnir skoruðu mark sitt. Joae Havelange, formaður Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segist viss um að fjölgun liða í 24 i úrslitakeppni HM muni verða til þess að auka gæði keppninnar. „Þessar þjóðir hafa lagt mikið á sig til þess að lcika góða knattspyrnu og við ættum að gefa þeim fleiri tækif- æri. Ég trúi ekki að nokkur sem sér þessi lið leika nú sé andmæltur því,“ Mick Mills, fyrirliði enska landsliðs- ins í knattspyrnu. Tekst honum að leiða lið sitt til sigurs? sagði formaöurinn. Hér eins og ann- ars staðar koma þó blessaðir pen- ingarnir inn í myndina og viður- kenndi formaðurinn að sumar þess- ara þjóða ættu við fjárhagsvanda að stríða og einnig hefðu liðin ekki nægilega reynslu. Jói sagði að hans menn, en hann er Brasilíumaður, ættu næga peninga og léku 80 til 90 ieiki á ári en bestu liðin í Asíu og Afriku hefðu ekki efni á að leika nema 30 leiki á ári í mesta lagi. Mick Mills, hinn gamalreyndi fyrirliði Ipswich Town, hefur verið fyrirliði enska landsliðsins i báðum leikjum þess á Spáni i fjarveru Kevin Keagans, sem enn hefur ekki leikið vegna meiðsla. Mills lék sinn 40. landsleik gegn Tékkum á sunnu- daginn, og var það fimmti leikur hans sem fyrirliða. Hann segir að ekki sé erfitt að vera fyrirliði lands- liðsins. „Margir leikmanna lands- liösins eru fyrirliðar sinna félagsliða og þeir eru hvorki sparir á góð ráð né fyrirskipanir. Þetta auðveldar verk mitt til muna.“ Margir töldu að ef Keagan meiddist yrði Phil Thompson frá Liverpool fyrir valinu sem fyrirliði landsliðsins á Spáni, en það kom Mills ekki á óvart að hann skyldi hreppa hnossið. „Thompson hefur yfirleitt ekki leitt liðið nema ég hafi ekki verið með, en ég hef oftast verið fyrirliði þegar Keagan hefur meiðst, ef ég hef lcikið á ann- að borð,“ segir Mills. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 'l afeAK' WÁL-FrU&lK teEVNJA HOLIÉJOO lUzioARr Autur HUAfS) t=eÍL? átETA eu VEDTufc- vdstauÍNj yetesT ....... T J#!Wj k>i f' fl?eMoe i| MAsteeve i K>U. HoLLEP)V5MoC3Afc. eW>cr3íV KTáfieucnT' vesToe - Dj'tj •cJI.. pi etcVvitvjd >5 velCXii? 'idv1 i ACS C>C<NAA.CriUU . k V'AEAp HAL'H s/iE’. Fengu gul spjöld fyrir vatnsdrykkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.