Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 3

Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 3 5 Ný sundlaug vígö í Mývatnssveit: Megi rekstur henn- ar verða gæfurík- ur og slysalaus — sagði formaður byggingarnefndar Mývatnssveit, 25. júní. í DAG var vígð ný sundlaug í Mývatnssveit og er hún staðsett við íþróttavöllinn hjá Krossmúla. Jón Illugason, formaður byggingar- nefndar, flutti nokkur ávarpsorð en sveitarstjórinn, Arnaldur Bjarnason, stjórnaði samkomunni. Kirkjukór Reykjahlíðarsóknar söng undir stjórn Jóns Árna Sigfússonar. t>á flutti sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, blessunarorð og bæn. Síðan rakti Jón Illuga- son byggingarsögu sundlaugarinnar frá upphafi. Ræður og ávarp fluttu, Arnaldur Bjarnason, Árni Lund, Halldór Blöndal, Örnólfur Hall, Jón Bjartmar Sigurðsson og Þormóður Ásvaldsson, formaður HSÞ. Aö síðustu sýndu nokkrir unglingar, 12 til 13 ára, sund í lauginni undir stjórn Arngríms Geirssonar. Fjölmenni var við vígslu- hátíðina. Kostnaður við sundlaugarbygginguna er um 9 milljónir króna á núverandi verðlagi. Sundlaugarvörður verður Ingibjörg Gísladóttir. Eins og áður sagði rakti Jón 111- ugason byggingarsögu sundlaug- arinnar og sagðist honum meðal annars á þessa leið: „Það var á árinu 1974 að fyrst fékkst undir- búningsfjárveiting til sundlaugar á fjárlögum og sama ár ákvað sveitarstjórn að hefja undirbún- ing að byggingu sundlaugarinnar. Arkitektastofan sf., það er arki- tektarnir Ormar Þór Guðmunds- son og Örnólfur Hall, voru ráðnir til að teikna bygginguna og hófust þeir handa við þetta verkefni snemma á árinu 1975. 16. marz 1976 kaus sveitarstjórnin bygg- ingarnefnd til að annast fram- kvæmdir þessar. Nefndina skip- uðu Jón Illugason, Arnþór Björnsson og Ásmundur Jónsson. Umboð nefndarinnar var endur- nýjað í upphafi kjörtímabils, sem hófst 1978 og hefur hún því verið óbreytt frá upphafi. Verklegar framkvæmdir hófust 21. júní 1976 eða fyrir 6 árum og fjórum dögum og hafa staðið yfir síðan, að vísu með nokkrum hléum á milli, en verulegar framkvæmdir hafa þó verið á hverju ári. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjárveit- ingar ríkisins til íþróttamann- virkja hafa löngum verið tregar og hefur þetta mannvirki goldið þess hvað ríkið hefur verið langt á eftir með sínar fjárveitingar, en um þann kapítula í byggingarsögu þessa mannvirkis mætti margt segja, það verður ekki frekar rakið hér. Byggingin sjálf er 318 fermetrar á tveimur hæðum eða alls 2.300 rúmmetrar. Húsið er með steypt- um útveggjum, en milliveggir að hluta til hlaðnir úr steini frá Léttsteypunni. Sundlaugin er úr trefjaplasti frá Guðmundi Lárus- syni á Skagaströnd, 25 sinnum 11 metrar að stærð. Fjarhitun hf. annaðist verkfræðiþjónustu undir forystu Ragnars Ragnarssonar, tæknifræðings og Egill Olgeirs- son, rafmagnstæknifræðingur á Húsavík, annaðist rafmagnsteikn- ingar. Trésmíðameistari og yfir- smiður hússins hefur verið Héðinn Sverrisson, rafvirkjameistari Grímur Leifsson, pípulagningar annaðist Karl Guðmundsson og múrarameistari var Eiður Árna- son. Mikill hluti múrverks á neðri hæð hefur verið undir forystu Þorláks Jónassonar. Þá má geta um störf Sigurðar Bárðarsonar, starfsmanns Skútustaðahrepps, sem raunar er þúsund þjala smið- ur, og á drjúgan hlut í ótrúlega mörgum verkþáttum sundlaug- arbyggingarinnar. Aðalverktaki við bygginguna hefur verið Sniðill hf. undir forystu Héðins Sverris- sonar, Blikksmiðjan hf. undir for- ystu Ólafs Á. Jóhannessonar sá um loftræstikerfi, K. Auðunsson hf. undir stjórn Jóns K. Auðuns- sonar annaðist uppsetningu hreinsibúnaðar og setlauga og lagnir því tengdar. Fjölmargir hafa lagt fram gjafavinnu við þessa framkvæmd, en því miður eru ekki handbærar tölur þar um, en sú vinna er orðin geysimikil. Sömuleiðis hafa fjölmargir ein- staklingar og fyrirtæki gefið byggingunni gjafir. öllum þessum aðilum eru hér með færðar kærar þakkir og hafi einhverjum verið gleymt í þessu sambandi, er það ekki viljandi. Hlutverki byggingarnefndar er nú að ljúka og vil ég endurtaka þakkir mínar til allra hlutaðeig- andi aðila, óska okkur til ham- ingju með sundlaugina og íþrótta- miðstöðina í heild. Megi rekstur hennar verða gæfuríkur og slysa- laus, megi hún verða íbúum Mý- vatnssveitar og öllum öðrum, sem hana nota, til ánægjuauka, heilsu- bótar og aukinnar lífsfyllingar.“ — Kristján Arnaldur Bjarnason sveitarstjóri og Jón Illugason formaöur byggingarnefnd- ar- LjÓBmjrndir <hm FriðríkaHon. Hin nýja sundlaugarbygging viö íþróttavöllinn við Krossmúla í Mývatnssveit. Því meiri kröfur, sem þú gerir til utanhúsmálningar því meiri ástæða er til að bú notir HRAUN, sendna akrýlplastmáln- ingin hefur allt það til að bera, sem krafist er af góðri utanhússmáln- ingu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmierutilum meiraen 17ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plastmálningu. Hefur fallega áferð — til bæöi fín og gróf, og fæst í fjöl- breyttu litaúrvali. HRAUN stenst allan verðsamanburð. HRAUN litakortið fæst í öllum helstu máln- ingarvöruverslunum landsins. málninghlf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.