Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982
Norðurland eystra______________________________________________________________Fréttaskýring
Alþýðubandalagið tapar fulltrúa á
Akureyri, Húsavík, Dalvík og Raufarhöfn
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig 38% í
Ólafsfirði, 30% á Akureyri og 24% á Húsavík
Frambjóóendur Sjálfstsðisflokksins á akureyrir 22. maí 1982.
Framsóknarflokkur með hreinan meirihluta á Dalvík
Norðurland eystra er kostaríkur
landshluti. „I>ar er mörg matarhol-
an,“ eins og fyrrum var að orði
komizt. Þó hafa byggðir á þessu
svæði sætt tvennum timum. í við-
varandi harðæri á síðari hluta lið-
innar aldar tóku fólksflutningar til
Vesturheims drjúgan toll á Norð-
urlandi eystra, en frá aldamótum
hefur verið meiri mannfjölgun þar
cn í öðrum landshlutum, utan
Keykjavíkur- og Reykjanessvæða.
llm aldamót bjuggju þar um
12.000 manns, eða 15,2% þjóðar-
innar, en 1980 25.700 manns, eða
11%.
ByggAakjamar
Akureyri, höfuðstaður Norð-
urlands, er stærsti þéttbýlis-
kjarninn í kjördæminu með um
13.600 íbúa. Akureyri á og
stærstan hluta í mannfjölgun í
landshlutanum. Þar var íbúa-
fjölgun, umfram landsmeðaltal,
allt fram til 1950. Á áratugnum
1950—1960 dró úr vexti bæjarins
en síðan hefur fólksfjölgun verið
um 2,1% á ári að meðaltali, eða í
rúma tvo áratugi.
Akureyri er einn fegursti og
snyrtilegasti bær á íslandi og
stendur á gömlum merg, menn-
ingarlega, þó nokkuð hafi slakn-
að á hefðum, sem gáfu byggðar-
laginu mikinn „sjarma". Ovíða
er atvinnulíf jafn fjölþætt. Bær-
inn stendur jöfnum fótum í sjáv-
arútvegi og þjónustu við blómleg
nærliggjandi landbúnaðarhéruð.
Iðnaður, þ.á m. skipaiðnaður,
verzlun, ferðaþjónusta, heil-
brigðisþjónusta, að ógleymdum
fjölda fræðslustofnana (þar sem
Menntaskóli Akureyrar skipar
öndvegi) setja og svip sinn á
bæjarbraginn.
Húsavík (íbúar tæplega 2.500)
stendur, eins og Akureyri, jöfn-
um fótum í sjávarútvegi, úr-
vinnslu búvara og landbúnaðar-
þjónustu, en þessi tvíhliða at-
vinnugrundvöllur hefur reynzt
farsæll og traustari en sá, sem
byggir einhliða á sjávarútvegi.
Sama máli gegnir um Dalvík
(íbúar 1.300) en Ólafsfjörður
(íbúar 1.200) er hinsvegar dæmi-
gert sjávarpláss, þó nokkur
sveitabýli séu að vísu í firðinum.
Veruleg fólksfjölgun hefur
verið á framangreindum stöðum,
sem og Grenivík og Kópaskeri,
en byggð hefur lagzt niður í
Flatey á Skjálfanda. Tiltölulega
lítill vöxtur hefur verið á Þórs-
höfn og Raufarhöfn og fólks-
fækkun á Litla-Árskógssandi,
Hauganesi og Hjalteyri, en síð-
ast taldi staðurinn var „síldar-
pláss" meðan silfur hafsins
fannst enn fyrir Norðurlandi.
Á Norðurlandi eystra búa
samtals um 25.700 manns. Þar af
eru um 10.500 taldir starfandi. í
iðnaði og byggingarstarfsemi
starfa 32% fólks á vinnualdri,
við þjónustustörf — þar með
taldir opinberir starfsmenn —
20,6%, í sjávarútvegi — veiðum
og vinnslu — 18,6%, við sam-
göngur, verzlun og viðskipti
16,3%, við landbúnað — frum-
vinnslu — 11,9% ogannað0,6%.
Talið er að milli 2500—3000 ný
störf þurfi að verða til í kjör-
dæminu á þessum og næsta ára-
tug. Meðalbrúttótekjur framtelj-
enda í kjördæminu vóru rétt
tæplega landsmeðaltal fram-
taldra tekna á árabilinu
1970-1978.
Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn jók
fylgi sitt um rúmlega 30% á Ak-
ureyri í nýliðnum sveitarstjórn-
arkosningum miðað við kjörfylgi
1978. Flokkurinn hlaut 34,6%
greiddra atkvæða og fjóra bæj-
arfulltrúa, vann einn. Þetta þýð-
ir að Sjálfstæðisflokkurinn fær
nú sambærilegan stuðning og
1974 og hefur unnið upp fylgis-
tap í bæjarstjórnarkosningum
1978. Framóknarflokkurinn
stendur nokkurn veginn í stað
hvað fylgi varðar, fær 25,1% at-
kvæða og 3 fulltrúa kjörna. Al-
þýðubandalag tapar um 90 at-
kvæðum og 1 fulltrúa, fær 13,1%
kjörfylgi. Alþýðuflokkur, sem
fékk 1326 atkvæði og 21,5% kjör-
fylgi 1978, hrapar niður í 643 at-
kvæði og 9,8% kjörfylgi nú. Tap-
ar 1 fulltrúa eins og Alþýðu-
bandalagið. Sérstakt kvenna-
framboð hlaut 17,4% atkvæða og
2 fulltrúa, en Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna, sem
áttu 1 fulltrúa, buðu ekki fram
nú.
í stuttu máli: A-flokkarnir
tapa hvor um sig 1 fulltrúa og
frjálslyndir, sem höfðu 1, bjóða
nú ekki fram. Nýtt kvennafram-
boð fékk tvo af þessum full-
trúum, Sjálfstæðisflokkur 1.
Það sem gerðist síðan á Akur-
eyri var það, að kvennaframboð-
ið fyllti upp í það skarð vinstri
meirihluta, sem til varð við tap
Alþýðubandalagsins og hvarf
frjálslyndra, en Alþýðuflokkur-
inn heltist úr samstarfslestinni.
Olafsfjöröur
Vinstri flokkarnir stóðu að
sameiginlegu framboði í Ólafs-
firði bæði 1978 og 1982. í hið
fyrra skiptið fékk vinstri fylk-
ingin 64,2% atkvæða og 5 bæj-
arfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur
35,1% og 2 fulltrúa. Að þessu
sinni fékk sambræðslan 54,1%
atkvæða og 4 fulltrúa en sjálf-
stæðismenn 45,9% og 3. Sjálf-
stæðisflokkurinn jók kjörfylgi
sitt um 38% og vinnur 1 fulltrúa.
Hér hefur orðið umtalsverð
hægri sveifla. Kunnugir telja að
Jakob Ágústsson, rafveitustjóri,
sem leiddi kosningabaráttu
sjálfstæðismanna nú, hafi styrkt
framboð flokksins verulega.
Dalvík
Hér vinnur Framsóknarflokk-
urinn hreinan meirihluta, hlaut
48,2% atkvæða og 4 fulltrúa af 7.
Slíkt hefur ekki gerzt í kaupstað
á Islandi áður. Framsóknar-
flokkurinn hefur búið vel um sig
á Dalvík, á þar menn í flestum
lykilstöðum. Dalvík og Grinda-
vík vóru skrautblóm Framsókn-
ar í sveitarstjórnarkosningun-
um, sem á heildina litið sýndu
kyrrstöðu í fylgi flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
20,9% atkvæða á Dalvík og einn
fulltrúa kjörinn, hafði tvo. Dal-
vík er eini kaupstaðurinn þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn tapar
fylgi.
Alþýðuflokkur fékk 13,5%
kjörfylgi, eykur fylgi sitt úr 64 í
96 atkvæði og vinnur fulltrúa,
hafði engan áður.
Alþýðubandalagið missir
hinsvegar um 39% fyrra fylgis,
fær 123 atkvæði (202 1978) og
tapar öðrum af tveimur bæjar-
fulltrúum sínum. Þetta fylgi
sýnist hafa farið yfir á Fram-
sóknarflokk og Alþýðuflokk.
Sem sagt: Alþýðubandalag og
Sjálfstæðisflokkur missa 1 full-
trúa hvor sem Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur vinna.
Húsavík
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
mjög góða kosningu á Húsavík,
jók kjörfylgi sitt um tæp 24%.
Hann fékk 21,3% greiddra at-
kvæða og 2 bæjarfulltrúa
kjörna. Alþýðuflokkurinn eykur
og fylgi sitt og vinnur fulltrúa,
fær tvo kjörna. Alþýðuflokkur-
inn fékk 18,6% atkvæða. Alþýðu-
bandalag og óháðir, sem höfðu 3
fulltrúa, fá hinsvegar aðeins tvo
kjörna nú. Hlutu 26,6% fylgis nú
en höfðu 34% 1978. Framsóknar-
flokkurinn er sem fyrrum
stærsti flokkur staðarins, fær
33,5% kjörfylgi og 3 fulltrúa,
eins og áður.
Kauptúnahreppar
Á Raufarhöfn vinnur Fram-
sóknarflokkur hreppsnefndar-
fulltrúa af Alþýðubandalagi.
Framsóknarflokkur fær 32,6%
atkvæða (76 atkvæði) og tvo
kjörna, Sjálfstæðisflokkur 26%
(56) og 1 kjörinn, Alþýðubanda-
lag 20,2% (47) og 1 fulltrúa,
Óháðir kjósendur 23,3% (54) og 1
fulltrúa. Alþýðubandalagið tap-
ar um helmingi fyrra fylgis.
Á Þórshöfn komu ekki fram
flokkslistar og í Hrísey var
óhlutbundin kosning.
Horft um öxl — og
fram á veginn
Sjálfstæðismenn buðu fram í
tvennu lagi á Norðurlandi eystra
1979: flokkslista, sem fékk 2.758
atkvæði, og hliðarlista, sem fékk
859 atkvæði. Af D-lista var kjör-
inn Lárus Jónsson og Halldór
Blöndal var landskjörinn (upp-
bótarþingmaður). S-listi fékk
ekki mann kjörinn. Féllu því all-
mörg atkvæði áhrifalaus í kjör-
dæminu. Samanlagt kjörfylgi
þessara lista var 3.615 atkvæði.
Framsóknarflokkurinn var
sigurvegari á Norðurlandi eystra
1979, fékk 5.896 atkvæði og þrjá
þingmenn kjörna: Ingvar Gísla-
son, Stefán Valgeirsson og Guð-
mund Bjarnason. Alþýðubanda-
lag fékk 2.141 atkvæði og Stefán
Jónsson kjörinn. Alþýðuflokkur
1.789 atkvæði og Árna Gunnars-
son kjörinn.
Úrslit sveitarstjórnarkosn-
inga í kjördæminu benda til, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið
upp fylgi sitt frá því fyrir 1978,
en það ár snérist kosningagæfan
nokkuð í höndum hans á heild-
ina litið. Flokkurinn hefur
greinilegan byr í kjördæminu nú
— og þingmenn hans, Lárus
Jónsson og Halldór Blöndal,
hafa staðið sig með ágætum í
þingstörfum. Það ættu því að
vera sterk spil á hendinni þegar
gengið verður til Alþingiskosn-
inga á nýjan leik, sem verður í
síðasta lagi síðla næsta árs — en
getur vel orðið fyrr.
Síldarstemmning á Húsavík 1981 — en þá náðu Húsvíkingar í smávegis
búbót af hafsilfri — síld — í lagnet.
Alþýðuflokkur missir
helming atkvæða á Akureyri