Morgunblaðið - 30.06.1982, Síða 6

Morgunblaðið - 30.06.1982, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 w Alyktun stjórnar SUS á fundi í Vestmannaeyjum: Nauðsynlegt að sjálfstæð- ismenn sameinist á ný í landsmálabaráttunni Nýkjörin stjórn Heimdallar. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Ólafsson, Ólafur Jóhannsson, Jóhannes Sigurðsson, Svanbjörn Thor- oddsen, Ásdís Loftsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Árni Sigfússon, Árni Sigurðsson, Örn Þ. Þorvarðarson, Þorsteinn Haraldsson og Haukur Þ. Hauksson. Aðalfundur Heimdallar: Sigur Sjálfstæðis- flokksins sýnir hvers hann er megnugur Árni Sigfússon endurkjörinn formaður — sú er krafa stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins AÐALFUNDUR Heimdallar, SUS, var haldinn í Valhöll sunnu- daginn 6. júní síðastliðinn og var á fundinum Árni Sigfússon kos- inn formaður. Hann var sjálfkjör- inn. Aðrir í stjórn voru kosnir: Árni Sigurðsson, Ásdís Lofts- dóttir, Baldvin Einarsson, Edda Magnúsdóttir, Haukur Þ. Hauksson, Jóhannes Sigurðs- son, Ólafur Jóhannsson, Sig- urður Ólafsson, Svanbjörn Thoroddsen, Þorsteinn Har- aldsson og Örn Þ. Þorvarðar- son. Skýrsla stjórnar var lögð fyrir fundinn og reikningar fé- lagsins voru samþykktir. Þá var stjórnmálaályktun samþykkt samhljóða, en þar segir m.a. að sigur Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum sýni hvers flokkurinn sé megnugur, standi sjálfstæð- ismenn saman um sjálfstæð- isstefnuna, sem ein er fær um að tryggja kröftuga endurupp- byggingu íslensks þjóðfélags. „Sigur Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum ítrekar enn frekar mikilvægi þess að þingmenn flokksins standi á ný sameinaðir á Al- þingi íslendinga. Aðeins með þeim hætti getur unnist sá sig- ur í alþingiskosningum sem sjálfstæðisfólk væntir og þjóð- in þarfnast," segir í stjórn- málaályktuninni. NYAFSTAÐNAR sveitnar- stjórnarkosningar marka tíma- mót í stjórnmálum á íslandi. Þrátt fyrir innri erfiðleika und- anfarin misseri vann Sjálfstæð- isflokkurinn glæsilega sigra um land allt. í Vestmannaeyjum, þar sem stjórn SUS er nú saman komin, vann Sjálfstæðisflokkur- inn einhvern stærsta sigur í sögu sinni. Um allt land flykktist ungt fólk til liðs við flokkinn enda sýndi enginn flokkur ungu fólki jafnmikið traust og Sjálf- stæðisflokkurinn með því að velja það til framboðs. Hópar kjósenda, eins og t.d. námsmenn erlendis, sem stundum áður hafa verið Sjálfstæðisflokknum frem- ur andsnúnir, komu nú til liðs við flokkinn í ríkara mæli en fyrr. Ljóst er að tilraunir andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins til að kljúfa hann hafa mistekizt og andstæðingaflokkarnir féllu á eigin bragði í kosningunum. Úr- slit þeirra sýna svo ekki verður um villzt, að Sjálfstæðisflokkur- inn er nú sem fyrr langöflugasta stjórnmálaflið í landinu. Samstaka og samvinna allra sjálfstæðismanna á vafalaust mikinn þátt í því, hversu vel tókst til í kosningabaráttunni. Mikið liggur við, að sjálfstæð- ismenn um land allt taki einnig höndum saman fyrir næstu al- þingiskosningar, sem orðið geta fyrr en varir. Sveitarstjórnar- kosningarnar í maí sýna hvers flokkurinn er megnugur, þegar flokksmenn standa saman. Örlagaríkir tímar eru fram- undan í þjóðmálum á íslandi. Við blasir efnahags- og stjórn- arfarslegt öngþveiti verði ekki tekið í stjórnartaumana af festu og styrk. Erfiðar vinnudeilur standa yfir og mikill vandi steðj- ar að atvinnulífi þjóðarinnar og fjárhag heimilanna samfara minnkandi þjóðartekjum og margvíslegum erfiðleikum í út- flutningsatvinnuvegunum. Enda þótt hluti þeirrar efna- hagsholskeflu, sem yfirvofandi er, sé til kominn vegna ytri áfalla þjóðarbúsins er ekki síður um að kenna fyrirhyggjuleysi núverandi ríkisstjórnar, þar sem afturhaldsöflin í Alþýðubanda- laginu ráða ferðinni og hafa taf- ið eðlilega atvinnuuppbyggingu með þeim afleiðingum að stöðn- um blasir við. Viðhorf almennings til stefnu Alþýðubandalagsins kom þó glöggt fram í nýafstöðnum kosn- ingum og ljóst er að stefna þess nýtur lítils fylgis. Þannig hrundi fylgið af Alþýðubandalaginu í Reykjaneskjördæmi, en einmitt í því kjördæmi hefur þröngsýni alþýðubandalagsmanna, varð- andi byggingu nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli og eðli- legar framkvæmdir í tengslum Frá fundinum í Vestmannaeyjum. Geir H. Haarde formaður SUS í ræðustól. Stjórn SUS með fund í Vestmannaeyjum STJÓRN SUS - Sambands ungra sjálfstæðismanna — hélt nýlega stjórnarfund í Vestmannaeyjum. Tóku Ey- verjar vel á móti stjórninni og fylgifiskum hennar, eins og vænta mátti. Stjórnarmenn í SUS, Heimdalli og Eyverjum á bryggjunni í Vest- mannaeyjum, skömmu áður en lagt var upp í bátsferðina um Eyj- arnar. Stjórnin sendi frá sér ályktun í tilefni kosningúr- slitanna og er ályktunin birt hér á síðunni. Einnig voru ýmis önnur mál rædd á fundinum. Að fundarstörf- um loknum var farið í báts- ferð og Eyjarnar skoðaðar og þótti hún takast vel. Um kvöldið mættu menn á sigur- hátíð sjálfstæðismanna í Eyjum, sem var hin fjörug- asta eins og hátíðir Eyja- manna jafnan eru. Auk stjórnarmanna í SUS mætti hluti stjórnar Heimdallar á sigurhátíðina í Vestmanna- eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.