Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 17

Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 49 friði í hendur andstæðinga okkar, og við létum auk þess samninga- umleitanir fara að snúast upp í þvinganir, er gengju þvert á okkar eigin hagsmuni. Til frambúðar þjónum við málstað friðarins best með því að viðhafa ætíð fyllstu nákvæmni, með því að gera strangar kröfur um gagnkvæmni samningsatriða, og með því að hafa í huga réttlætanlegar áhyggjur Sovétmanna af öryggi sínu, þegar við virðum heimsmálin fyrir okkur. 4. Efnahagstengsl austurs og vesturs Fyrir um það bil áratug, þegar viðskipti milli austurs og vesturs tóku að þróast og Vesturlönd tóku að miðla tæknikunnáttu og fjár- málalegum tengslum var komið á, var það álit margra, að efnahags- leg tengsl gætu reynst tæki til þess, meðal annars, að hafa letj- andi áhrif á framferði Sovét- manna í heimspólitíkinni. Þegar vandræðaástand skapaðist í heimsmálunum, álitum við, að óttinn við að missa markaði eða aðgang að hráefnum, tækninýj- ungum frá Vesturlöndum eða lánamöguleika í bönkum á Vestur- löndum myndi verða þess vald- andi, að Sovétmenn sýndu var- færni í utanríkispólitík sinni. í þessu áliti var gert ráð fyrir því, að vestræn ríki reyndust fús til að beita efnahagslegum styrk sínum til framdráttar víðtækri pólitískri stefnu. Það hefur greinilega ekki gerst. Margar Vesturlandaþjóðir hafa, þvert á móti, leyft sér að verða háðar verslun við Sovétríkin, og það svo mjög, að stöðvun verslun- arviðskipta gæti fullt eins vel orðið vopn í hendi Sovétmanna gegn Vesturlöndum. Bandarískir bændur eru harðánægðir yfir sölu 23 milljóna tonna af matvælum til Sovétríkjanna. En hvað gerist svo, ef öll okkar ræktun og afkoma landbúnaðar í Bandaríkjunum fer að miðast ófrávíkjanlega við það magn, sem Sovétríkjunum þókn- ast að flytja inn af okkar vörum. Hvor aðilinn hefur þá sterkari stöðu við samningaumleitanir? Á líkan hátt hafa vestrænir bankar lagt ofurkapp á að auka lánsfé til Póllands og annarra Austur-Evrópuríkja — og bank- arnir gáfu í þessum efnum engan gaum að opinberri stefnu heima- landa sinna gagnvart Austur- Evrópu. Afleiðingin er sú, að bankarnir standa uppi berskjald- aðir, ef eitthvert lát verður á þessu æðisgengna útlánaflóði einkafjármagns til Austur- Evrópu. Árið 1976 lagði bandaríska rík- isstjórnin til við ráðherrafund á vegum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, að unnið yrði hið allra fyrsta að ýtrlegri athugun á hinum ýmsu þáttum verslunarvið- skipta milli Austur-Evrópu og Vesturlanda, einnig varðandi vest- rænar lánveitingar til kommún- istaríkjanna, og þá áhættu, sem vestræn ríki taki í þeim viðskipt- um öllum. Benti Bandaríkjastjórn jafnframt á, hve nauðsynlegt væri að meira samræmis yrði gætt í þessum efnum af hálfu vestrænna ríkja. Þessum tilmælum hefur síð- an verið mjög litill gaumur gefinn. Afleiðingin er sú, að nú liggur ekki fyrir nein viðtekin pólitísk stefna til að hafa stjórn á við- skiptum milli Vesturlanda og kommúnistaríkjanna. Iðnríki Vesturlanda leggja sig öll fram við að láta spásögn Lenins rætast um að auðvaldsríkin muni á sínum tímg berjast um þau forréttindi að fá að selja reipið, sem þau verði síðar hengd með. Það ber því mikla nauðsyn til að settar verði ákveðnar grundvall- arreglur, svo að hægt sé að fylgj- ast með verslunar- og fjármála- viðskiptum milli austurs og vest- urs. 5. Stefnumarkandi stofnun Með því að láta þjóðaröryggis- ráðið í Hvíta húsinu taka upp nýj- ar starfsaðferðir, mun William P. Clark, dómari, vilja fara ofan í saumana á því, hvernig á því stóð að örlagaríkum vikum var sóað í eintómt málskrúð; hann ætlar sér að komast að raun um, hvaða valkostir voru settir í fyrirrúm og i hvaða tímaröð. En framar öllu vill hann ganga úr skugga um, hverjar voru hinar herfræðilegu forsendur, sem lágu til grundvall- ar þeim mótsagnakenndu tillögum og kenningum, er bárust forsetan- um til álitsgjörðar. William P. Clark mun þannig vilja fullvissa sig um, að það sem hér eftir nái alla leið inn á Sívölu skrifstofuna, séu virkilegir valkostir. En hann verður að ganga enn lengra en þetta; hann verður að tryggja, að sjálf grundvallarhugs- unin að baki utanrikisstefnu bandarískra stjórnvalda verði skýrð. Hvernig sem allt veltur, þá krefst markviss utanríkisstefna hugmyndakjarna, sem menn fá skilið. Án þessa eru opinberar yf- irlýsingar stjórnvalda vart annað en innantómt orðagjálfur, og allar aðferðir myndu þá byggjast á póli- tískum baráttuaðferðum til að ná skammtíma markmiðum, án innra samhengis, án hugboðs um í hvaða átt stefnt er. Mótun stjórnmála- stefnu verður að byggjast á traustum vinnubrögðum, og það sem er enn þýðingarmeira: hún verður að standa föstum fótum á grundvelli skipulegrar hernaðar- listar. Á undanförnum árum hafa margir atburðir stuðlað að því að grafa undan tiltrú bandarísku þjóðarinnar á utanríkisstefnu okkar og skapa vingulslegar skoð- anir á þeim málum, og er svo kom- ið, að slíkar skoðanir ganga eins og rauður þráður gegnum allar okkar hernaðarlegu ígrundanir. Mér virðist bandarísk stjórn- völd ýmist hallast — að nýrri einangrunarstefnu eða að hinni hefðbundnu Atl- antshafsstefnu, — að því að draga taum þeirra, sem álíta úrslitaátök við Sovét- ríkin óhjákvæmileg eða þeirra, sem álíta að taumhald á kapphlaupinu milli risaveld- anna tveggja verði áfram fast- ur meginþáttur utanríkis- stefnu okkar — en Sovétkerfið sjálft taki smátt og smátt að liðast í sundur, endalokin þó ótímasett, — að skoðunum þeirra, sem álíta viðskipti, tæknikunnáttu og fjármál verða mál einkaaðila og þau lúti eingöngu lögmálum markaðsins eða að skoðunum þeirra, sem líta á efnahags- tengsl okkar, alveg sérstaklega við kommúnistaríkin, sem svo afgerandi atriði í framtíð jafnt austurs sem vesturs, að þau hljóti að verða einn meginþátt- urinn í opinberri stjórnar- stefnu okkar Bandaríkja- manna. Allan þann tíma frá því að kúg- unaraðgerðirnar í Póllandi hófust, hefur togstreitan, sprottin af sam- keppni þessara stríðandi skoðana- hópa innan stjórnarliðsins, verið öllum augljós. Þessi togstreita mun einnig næstu mánuði verða dragbítur á stjórnarstefnu okkar eða allt þar til við hefjumst handa við að binda endi á hana og um leið að móta alhliða traust hug- myndatengsl varðandi pólitískan og hernaðarlegan framgangsmáta okkar, getu okkar og styrkleika, svo og varðandi víðfemari við- fangsefni okkar í heiminum. Sé þessi óeining ekki kveðin niður, er ómögulegt, jafnvel fyrir hinn virtasta leiðtoga, að finna annað en ósköp tætingslegar vís- bendingar í öllum þeim fjölda valkosta, sem starfslið hans legg- ur daglega fyrir hann til úrskurð- ar. Ef við hins vegar vinnum bug á þessari óeiningu og mörkum sam- tímis heilsteypta stjórnarstefnu, þá mun, þegar öllu er á botnin hvolft, hin pólitíska óáran í Pól- landi hafa varanlega góð áhrif í för með sér. Ef okkur mistekst, munum við minnast þessara mán- aða ekki bara með skömm, heldur sem ótvíræðra tímamóta í sögu Vesturlanda. (The New York Times.) Borg Eftir Þorstein Einarsson Reykjavík var sumarfögur sl. þjóðhátíðardag. íbúarnir nutu óvenjulegrar veðurblíðu og fjöl- menntu til útiskemmtana, prúð- búnir í litríkum fötum svo Arn- arhóll hefur aldrei verið litprúð- ari. Þó reykvísk hús séu litskrúð- ug, þá er nú svo komið fyrir ötul- leik húseigenda, virkt skipulegt framtak borgaryfirvalda og skóg- ræktarmanna að hinn græni litur gróðurs, grasflata og trjágarða, er sá litblær, sem er orðinn mest áberandi þegar yfir borgina er lit- ið af sjónarhóli eða úr lofti. Við sem erum í Reykjavík fæddir og uppaldir, og orðnir við aldur, skynjum sérstaklega hina miklu breytingu á gróðuraukningu. Trjágróðurinn hafa fuglar kunnað að meta, sem hafa það lífríki að kjörlendi t.d. skógarþröstur og auðnutittlingur. í trjágróðurinn leita fanga maríuerlur, þúfutittl- ingur, steindeplar og starrar, þó að þeir verpi eigi í hann, nema mólendi, urð, skurðir eða útihús séu í eða við hann. Þessi gróður laðar einnig til sín flækingsfugla, sem hingað berast við sérstök veð- urskilyrði t.d. hafa um nær mán- aðartíma gist hér í trjám Reykja- víkur fjallafinkur og tekið undir „raddir vorsins" með kallstefum sínum. I skjóli trjágróðurs í jöðrum eða á grasflötum eru fögur blómabeð og sumir borgarar hafa komið fyrir með hjálp plastþekja ræktun kálmetis sem um þetta leyti er orðið ætt t.d. hreðkur, graslaukur, grænkál, salat og þá rabarbari. Sá er þetta ritar býr í sunnan- verðum Laugarási. Hlíðin er orðin vel ræktuð og þar ber mest á skóglendinu og neðan hlíðarinnar eru grasflatir Laugardalsins og þá hinn unaðslegi trjá- og blóma- garður borgarinnar. Um skurði renna lækir, annað votlendi er horfið. Þrátt fyrir mikla umferð á stundum um dalinn, hróp og köll frá áhorfendasvæðum íþróttavall- anna, gjalla tjaldar, smella stelk- ir, hneggja mýrisspýtur, kríur og mávar leita þar að sniglum og lóur og spóar láta þar til sín heyra. Raddir fugla voru háværar á hinum fagra þjóðhátíðardegi og hvað mest um og eftir miðnætti. Um hádegi fór ég í göngu um trjá- og blómagarð Laugardalsins. Þar var fuglalífið fjörugt og mikill kliður. Skógarþrastaungar skut- ust um á jörðu undir trjáþykkn- inu, en starrar mötuðu unga sína upp í trjánum, en þeim er eigi sleppt úr hreiðrunum fyrr en fleygum, sem veitir þeim aukna möguleika til lífs fram yfir unga skógarþrastarins, sem velta úr hreiðrum ófleygir. Síðari hluta föstudags 18. júní sat ég við skriftir og rétt fyrir kl. 20 gékk ég út til að draga niður fána, barst þá að vitum mér sterk- ur þefur og er ég leit til garða næstu húsa ofan og vestan við mig Menningarsamtök Norðlendinga voru stofnuð föstudaginn 18. júní sl. í Stórutjarnaskóla í Suður-Þingeyjar- sýslu. Til stofnfundarins var boðað af sérstakri undirbúningsnefnd sem skipuð var að frumkvæði Fjórðungs- sambands Norðlendinga, en unnið hefur verið að því að hrinda þessu máli í framkvæmd nokkur síðustu ár- in af hálfu félags- og mcnningarmála- nefndar sambandsins. Menningarsamtök Norðlendinga eru heildarsamtök einstaklinga og félaga, sem vinna að menningar- málum á Norðurlandi. Tilgangur þeirra er að efla menningarlíf og menningarsamskipti á Norður- úðuð Þorsteinn Einarsson „Eigi þessi eiturhernað- ur á blaðlýs og skógar- maðka að viðgangast svo skefjalaus sem ég hefi lýst, er heilbrigði manna í veði, ræktuh snemmvaxins grænmet- is nær gagnslaus og til- vera ákveðinna fugla- tegunda í hættu.“ voru þar grímuklæddir menn í brúnum og rauðum vosklæðum við úðun eiturs á tré og runna. Slöng- ur lágu til þeirra frá gulum tank- bíl, þaðan sem hávær loftþrýsti- dæla knúði eiturblöndu til úðunar á hæstu trjátoppa og þar með vítt út í andrúmsloftið. Vindur var þennan eftirmiðdag af vestri, 4 vindstig (kaldi). Efst í garði mín- um voru opnir vermireitir með salati og hreðkum, beð með rab- arbara, graslauki og grænkáli. Ræktun undir plasti hafði örvað svo vöxt þessara jurta og hreðkur og graslaukur hafa verið á borðum í 4 vikur, salat í 10 daga og þá rabarbarinn. Börnin ná sér fljótt og oft í til átu, blöð af graslauk, grænkáli og rabarbaraleggir freista þeirra. Þar sem enginn hafði gert viðvart um úðun eiturs á tré hafði eigi verið breytt yfir kálmetið, og þá voru gluggar húsa opnir, þvottur á snúrum og börn að leik. Þessi úðun, sem er orðin hátæknilega vélvædd, er tröllslega stórvirk og þeir, sem henni stjórna sýna ekki þá varúð og nærgætni, sem áskilin hlýtur að vera af heilbrigðisyfirvöldum í sambandi við slíkt handverk og meðferð eiturs — eða erum við mannfólkið ofurselt eiturúðuninni eins og blaðlýsnar? Eitur það sem í nágrenni við mig var notað heitir Bladan (Eg- odan Parathion 35 EC) er þrí- krossað og fellur undir x-flokk eit- urefna. Um eiturefni til notkunar við garðyrkju gilda ákvæði í reglu- landi. Til að ná tilgangi sínum hyggjast samtökin m.a.: a) safna og miðla upplýsingum um listastarfsemi og menningarlíf í Norðlendingafjórðungi svo og ann- ars staðar. b) liðsinna við ráðningu leiðbein- enda, c) stuðla að bættri umfjöllun um listir í fjölmiðlum, d) beita sér fyrir bættri aðstöðu og betra skipulagi listkynningar, e) halda árlega ráðstefnu um lista- og menningarlíf í fjórðungnum. Á fundinum var ákveðið að und- irbúningsnefndin gegndi störfum bráðabirgðastjórnar fram að reglu- eitri gerð nr. 132 frá 1971 og þar undir heyra þau, sem beitt er gegn blað- lús og skógarmaðki. Samkvæmt reglugerðinni eru engin ákvæði sem kveða á um varúð við úðun gagnvart mönnum. Aðeins tekið fram að þeir sem hljóta skírteini, sem heimila þeim úðun eiturefna, bera ábyrgð á úðunarstörfum sín- um og skulu á þriggja ára fresti sækja um endurnýjun skírteina. Hér í Reykjavík mun það vera eit- urefnanefnd, sem annast útgáfu skírteina en úti á landi lögreglu- stjórar, bæjarfógetar og sýslu- menn. Á tveggja ára fresti hefur nefndin efnt til námskeiða fyrir úðunarmenn (síðast 1981, og sóttu það „svolítið" af þessum mönnum). Enginn má annast úð- un, nema hann hafi skírteini. Mér skilst að heilbrigðisyfirvöld Reykjavíkur hafi bannað „þoku- úðadælur" til þess að hindra að eitrið berist um of út í andrúms- loftið. Hvað má þá segja um úðun frá háþrýstidælum, svo efnið kom- ist á blöð hæstu trjáa án þess að úðunarmaður þurfi að klifra í stiga? Mér skilst að andi umræddrar reglugerðar sé sá, að úðun eiturs á trjágróður sé framkvæmdur í hófi og eftir þörfum, en mér virðist reynslan vera sú að úðunarmenn ráðist til atlögu við meint skordýr alls trjágróðurs í hverjum garði, hvort sem um er að ræða lússæk- inn víði (t.d. brekkuvíði) eða önnur tré sem ekki eru eins ásótt af trjámaðki eða blaðlús. Þurfum við að vera ofurseld þessum hóflausa helhernaði með eiturúðun á hinn vöxtulega og fagra trjágróður borgarinnar til þess að viðhalda honum? Eru ekki fleiri en ég, sem ofbýður þessi eit- urúðun? Að vísu er mér kunnugt um að íbúar við ákveðna götu hafa bundist samtökum um að afþakka eiturúðun. Veit ég að húseigendur sem ekki hafa kært sig um úðun hafa orðið fyrir aðkasti nágranna sinna sem láta úða og bera þeim á brýn ræktun skaðdýra, sem herji síðan á garða þeirra. í krafti þess- arar skoðunar hafa úðunarmenn lagt til úðunar trjágarða óbeðnir. Eigi þessi eiturhernaður á blað- lýs og skógarmaðka að viðgangast svo skefjalaus, sem ég hefi hér lýst, er heilbrigði manna í veði, ræktun snemmvaxins grænmetis nær gagnlaus og tilvera ákveðinna fuglategunda í hættu. Að kvöldi þess dags sem úðað var og um lág- nætti söng enginn skógarþröstur í suðurhlíð Laugarássins og sama var um morgun næsta dags að segja. Viðkomandi stjórnvöldum er treystandi til þess að beina þess- ari úðun inn á veg hófs og varúðar en að skógræktarmenn og garð- yrkjumenn beiti fræðslu, svo að til eiturúðunar sé aðeins gripið til í ýtrustu neyð. Hinn fagri blær á borginni okkar frá runnum og vöxtulegum meiðum á ekki að þurfa að færa méð sér skefjalausan eiturhernað. Þorsteinn Einarsson legum aðalfundi samtakanna, sem haldinn verður eigi síðar en 15. september nk. Stjórnina skipa: Kristinn G. Jóhannsson, Einar Njálsson, Örn Ingi Gíslason og Jón Hlöðver Áskelsson. Á stofnfundinum gerðust 40 ein- staklingar og félög á Norðurlandi stofnendur menningarsamtakanna, en samkvæmt tillögu sem samþykkt var, teljast þeir stofnendur samtak- anna sem ganga í þau í síðasta lagi á fyrsta aðalfundi þeirra í haust. Þeir sem hafa áhuga á því að gerast stofnendur geta snúið sér til ein- hvers í stjórninni eða skrifstofu Fjórðungssambands Norðlendinga. 40 aðilar stóðu að stofnun Menn- ingarsamtaka Norðlendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.