Morgunblaðið - 30.06.1982, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
Hin vondu veiðarfæri
Eftir Guðna Þor-
steinsson fiskifrœðing
Sjálfsagt fer miðlungi vel á því,
að undirritaður ófrægi þau tæki,
sem þjððin lifir þó á öllu öðru
fremur, veiðarfærin. Þau eru þó á
ýmsan hátt gallagripir og gengur
mönnum illa að koma sér saman
um það, hver séu verst og hver
kannske illskást, enda hafa menn
ýmis mismunandi atriði í huga,
þegar þeir fella dóma. Sagan segir
okkur, að jafnan hafi verið barist
skeleggast á móti öllum þeim veið-
arfærum, sem aflasælust eru
hverju sinni og eimir enn eftir af
þessari áráttu. Ekki er meiningin
með þessari grein að gera ein-
hvern alisherjar samanburð á
þeim veiðarfærum, sem við not-
um.
Hér á eftir verður hins vegar
leitast við að gera grein fyrir einu
einstöku eðli veiðarfæranna en
það er að rekja örlög þess fisks eða
annarra sjávardýra, sem komast í
kast við veiðarfærin án þess að
veiðast í venjulegum skilningi.
Þar er sem sagt um dýr að ræða,
sem sleppa undan eða út úr veið-
arfærunum. Til þess að réttlæta
hinn dapurlega titil greinarinnar,
skal það tekið fram strax, að þessi
viðskipti fisks og veiðarfæris enda
alltof oft með dauða fisksins.
Rétt og skylt er strax í upphafi
að gera grein fyrir þeim gögnum,
sem notuð hafa verið við samn-
ingu þessa pistils. Upphaf þess
máls má rekja til vinnunefndar-
fundar veiðarfæra- og atferlis-
fræðinga Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, sem haldinn var í Nantes
í Frakklandi vorið 1981. Þar var
samþykkt tillaga frá íslandi þess
efnis, að á næsta fundi, sem hald-
inn var í Aberdeen í maí 1982, yrði
aðalumræðuefnið einmitt fiska-
dauði af völdum veiðarfæra af
þeim fiski sem ekki veiðist. Téðir
sérfræðingar höfðu því eitt ár til
að gera tilraunir og viða að sér
efni til þess að varpa ljósi á það
mikla vandamál, sem hér er um að
ræða. Verður nú leitast við að
rekja hið helsta, sem í ljós kom á
síðasta fundi og skal það tekið
fram strax, að þær þjóðir sem
hafa yfir neðansjávarsjónvarpi að
ráða, gátu lagt mest af mörkum.
Það er að sjálfsögðu tilgangur
fiskveiða að drepa fisk eða önnur
sjávardýr. Veiðarfærin skila
okkur aflanum lifandi eða dauðum
en um það er ekki fengist, .ef
gæðin eru í lagi. Hitt er svo verra,
að veiðarfærin drepa ætíð eitthv-
að af fiski, sem ekki veiðist. Slíkt
dráp rýrir að sjálfsögðu fiski-
stofnana án þess að auka aflann
og er því mjög óæskilegt. Það hlýt-
ur að vera keppikefli okkar að afla
nákvæmra upplýsinga um þetta
atriði og reyna síðan eftir megni
að koma í veg fyrir þetta óvilja-
dráp bæði með breytingum á veið-
arfærum og reglugerðarákvæðum.
„Þaö er að sjálfsögðu
tilgangur fiskveiða að
drepa fisk eða önnur
sjávardýr. Veiðarfærin
skila okkur aflanum Iif-
andi eða dauðum, en
um það er ekki fengist,
ef gæðin eru í lagi. Hitt
er svo verra, að veiðar-
færin drepa ætíð eitt-
hvað af fiski, sem ekki
veiðist.“
Þessu drápi fisks sem ekki veið-
ist má skipta í 5 flokka. Er þar
fyrst að nefna fisk, sem tapast
með veiðarfærunum. Hér er því
um fisk að ræða, sem hefur veiðst
á venjulegan hátt, en nýtist samt
ekki, þar sem veiðarfærin tapast. í
öðru lagi geta veiðarfærin skadd-
að fiskinn til ólífis á ýmsan hátt.
Er þar átt við það, að fiskurinn
kremjist eða særist. I þriðja lagi
getur fiskurinn svo afhreistrast til
ólífis við það að synda í gegnum
net veiðarfæranna. I fjórða lagi
getur fiskur svo drepist á þann
hátt, að sundmaginn skaddast eft-
ir að fiskurinn hefur verið dreginn
upp langa vegu. Loks getur fiskur
svo drepist vegna áhrifa veiðar-
færanna á miðtaugakerfið, þ.e. dá
eða lömun. Nú verður reynt að at-
huga hverja aðferð um sig örlítið
nánar með tilliti til einstakra
gerða veiðarfæra. Leiðir til úrbóta
verða nefndar, ef þær eru tiltæk-
ar.
Fiskur sem tapast
með veiðarfærunum
Troll og dragnætur: Þessi veið-
arfæri tapast tiltölulega sjaldan,
þannig að hér er varla um mikinn
fiskadauða að ræða.
Lína: Hlutar af línu tapast af og
til og er talið, að sá fiskur, sem er
á línunni, drepist fljótlega. Hér er
varla um stórt vandamál að ræða.
Helst mætti ráða bót á því með
því að nota sterkari línu, hafa
fleiri uppistöður og einnig með því
að kappkosta betur að hafa upp á
týndum línustubbum.
Lagnet: Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að þorskanet tapast
oft, enda þótt notaðar séu sterkar
línur í uppistöður. Netin og uppi-
stöðurnr geta borist með straum-
um, fallið niður bratta kanta eða
flækst í önnur net með þeim af-
leiðingum, að tengsl þeirra við yf-
irborð rofnar, þannig að netin týn-
ast. Hér er að sjálfsögðu um stórt
vandamál að ræða. Það kann að
vísu að vera misjafnt, hversu lengi
þessi net, drauganetin, halda
áfram að fiska. Oft lenda þau
sjálfsagt í hnút og fiska þá vænt-
anlega lítt eða ekki. í öðrum til-
vikum haldast netin tiltölulega
greið og geta þá fiskað um hríð. Þó
er ósennilegt, að netin séu mjög
fiskin eftir að fiskurinn í þeim er
farinn að úldna. Þegar drauganet
koma upp með trollum, finnast oft
í þeim lifandi fiskar, sem líklegt
er, að flækst hafi í netin í trollinu
en hefðu náð að forðast netin ella.
Persónuleg reynsla undirritaðs er
sú, að drauganetin séu oftar í hnút
en greið og fiskin. Á meðfylgjandi
mynd er þó ekkert um að villast,
fiskurinn í netunum er greinilega
mjög misvel á sig kominn. Annars
þarf ekki að orðlengja það, að
skoðanir eru mjög skiptar um það,
hve lengi drauganetin fiska. Að
sjálfsögðu er vandalaust að fá úr
þessu skorið. Við þurfum að fá
okkur neðansjávarsjónvarp og það
fyrr en seinna.
En hversu lengi sem netin fiska
eftir að þau tapast þá er þó ljóst,
að í þeim tapast mikið af fiski,
enda þótt flestir séu feimnir við að
nefna þar ákveðnar tölur.
Sitthvað er hægt að gera til þess
að draga úr fiskadauðanum í
drauganetunum. Sérhver skip-
stjóri reynir væntanlega að kraka
upp töpuð net, enda er mikið í húfi
að bjarga aflanum og netin eru
einnig það dýr, að menn sætta sig
ekki við það aðgerðarlausir að
tapa trossu. Oft kann þó að vera
naumur tími til slíkra aðgerða.
Kemur þá mjög til greina að hafa
sérstakt og vel útbúið skip ein-
göngu í því að kraka upp drauga-
net og hafa t.d. Norðmenn þennan
hátt á. Norðmenn hafa einnig
reynt að koma útvarpsmerkjum
fyrir á netunum til þess að auð-
velda leit að drauganetum.
Fyrir nokkrum árum var það
skylda á íslandi að nota náttúru-
leg efni í flothanka. Þetta var gert
til þess að koma í veg fyrir, að
drauganetin héldu endalaust
áfram að fiska, því að jurtatrefj-
arnar rotna til ónýtis áður en
langt um líður og losna flotin þá
frá netunum, sem falla þá til
botns og hætta að fiska. Þessi
lausn var ekki vinsæl á meðal sjó-
manna og útgerðarmanna, þar
sem hankarnir vildu slitna nokkuð
oft í lagningu og olli það bæði
aflatapi vegna þess að netin flutu
ekki eins vel upp frá botni og einn-
ig var talsverð aukavinna fólgin í
því að skipta um hanka. Að auki
komu svo óþarfa útgjöld vegna
fleiri hanka og flota. Þessi lausn
er því ekki fýsileg og enda verður
að stefna að því að koma drauga-
netunum upp fyrir yfirborð en
ekki láta þau liggja dauð á hafs-
botni.
Loks má svo takmarka neta-
veiðar í tíma og rúmi með reglu-
gerðum. Er þá einkum átt við það
að draga úr netaveiðum fyrri
hluta vertíðar, þegar veður er yf-
irleitt rysjótt og einnig kæmi til
greina að skorða netaveiðarnar
við eitthvert hámarksdýpi, því að
sennilegt er, að net tapist frekar á
Egilsstaðir:
Bátsferðir á
Lagarfljóti
Kgil.sstöðum, 27. júní.
I byrjun næsta mánaðar munu
hefjast daglegar bátsferðir á Lag-
arfljóti milli Egilsstaða og Atlavíkur
í Hallormsstaðarskógi. Auk þess eru
nú hafnar áætlunarferðir þrisvar í
viku með sérleyfisbifreiðum Sveins
Sigurbjörnssonar milli Egilsstaða og
Hallormsstaðar.
Þetta kom fram á fundi — sem
hótelstjóri Hótels Eddu á Hall-
ormsstað, Þórhalla Snæbjörns-
dóttir, Þórhallur Sigurðsson, út-
gerðarmaður á Lagarfljóti og
Sveinn Sigurbjörnsson, sérleyfis-
hafi, efndu til með frétta- og
blaðamönnum nú á dögunum.
Þetta er fjórða sumarið sem
Ferðaskrifstofa ríkisins rekur
sumarhótelið á Hallormsstað.
Fram til þessa hafa gestir hótels-
ins einkum verið erlendir ferða-
hópar. Nú er hins vegar ætlunin
að breyta til og kappkosta að reka
hótelið fyrir fámenna hópa, ein-
staklinga og fjölskyldur.
I matsal hótelsins er hægt að
velja á milli 17 aðalrétta að jafn-
aði. Létt vín eru á boðstólum með
mat. Um helgar verður köku-
hlaðborð með kaffinu með svo-
nefndu „gestgjafa tilboði". í því
felst að einn (gestgjafinn) greiðir
fulit verð, síðan lækkar verðið um
3 kr. fyrir hvern einstakling þar
til 18% afsláttur er fenginn. Ef
fólk dvelur um lengri tíma á hótel-
inu er veittur verulegur afsláttur
bæði á gistingu og mat. Börn inn-
an 6 ára aldurs greiða hvorki fyrir
mat né gistingu — og börn 6—12
ára greiða ekki fyrir gistingu en
hálfvirði matar.
Matsveinn Hótels Eddu á Hall-
ormsstað, er Einar Ingólfsson,
sem áður starfaði á Hlíðarenda í
Reykjavík.
Að sögn hótelstjóra hefur Hótel
Edda á Hallormsstað nokkuð
goldið þess að vera fjarri hring-
vegi — en nú ætti að rætast úr
með tilkomu fastra áætlunarferða
á láði og legi milli Egilsstaða og
Hallormsstaðar. Áætlunarbjfreið-
ir Sveins Sigurbjörnssonar fara
frá Ferðamiðstöð Austurlands á
Egilsstöðum til Hallormsstaðar á
föstudögum og sunnudögum kl.
18.00 og kl. 14.00 á þriðjudögum.
Til Egilsstaða er farið aftur eftir
eins og hálfs tíma stans.
Bátur Þórhalls Sigurðssonar,
sem tekur 8 manns í sæti, fer frá
Egilsstöðum (líklega frá Lagar-
fljótsbrú) á hverjum morgni og úr
Atlavík til Egilsstaða að kvöldi.
Hótelstjóri taldi kjörið fyrir
fólk til að hrista af sér gráan
hversdagsleikann og taka áætlun-
arbifreiðina einhvern daginn inn
að Hallormsstað, njóta þar gist-
ingar, matar og drykkjar í hinu
fegursta umhverfi og fara síðan
með bátnum að kvöldi til Egils-
staða.
Að líkum geta gestir í Atlavík
fengið bátinn til leiguferða um
Löginn milli áætlunarferðanna.
— Ólafur.
Þórhallur Sigurösson, útgerðarmaður á Lagarfljóti, Þórhalla Snæbjörnsdóttir, hótelstjóri Hótels Eddu á Hallorms-
stað og Sveinn Sigurbjörnsson, sérleyfishafi.
Hótel Edda á Hallormsstað.