Morgunblaðið - 11.07.1982, Side 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982
Kkkehard Schall í hlulverki Liszts ásaml Richard Burton i hlutverki nafna síns Wagners.
Svíþjóð og gerðist þar hljóm-
sveitarstjóri. Síðan fór hann til
Weimar, þar sem hann kynntist
Liszt, en þaðan fór hann í sjö ára
útlegð í Zúrich. Árið 1861 fór
hann aftur til Þýzkalands og ári
síðar fór hann til Lundúna og
Parísar þar sem „Tannháser"
olli einhverju mesta hneyksli í
gjörvöllum óperuannál. Áðeins
fáeinir vinir hans stóðu með
honum, þ.á m. Baudelaire, en
eigi að síður hvarf hann aftur
heim til Þýzkalands, kalinn á
hjarta og vonlaus um að hasla
sér völl á erlendri grund. Árið
1864 tókust sérkennilegir dáleik-
• ar með tónskáldinu og Ludwig,
hinum geggjaða kóngi í Bæjara-
landi. Ásælni og eyðslusemi
Wagners gekk að lokum fram af
ráðgjöfum kóngsins og árið 1866
var honum ekki lengur vært í
byggðarlaginu. Hélt hann þá til
Lausanne í Sviss, þar sem hann
komst í kynni við Nietzsche og
Cosimu, óskilgetna dóttur Liszts,
en hún sagði skilið við fyrri
mann sinn þegar Wagner var
kominn til sögunnar.
Meðan á öllu þessu gekk var
Richard Wagner að semja óperu-
verk sem voru frábrugðin því
sem áður hafði þekkzt. Fyrstur
óperuhöfunda lagði hann
áherzlu á að texti og tónlist
væru órofa heild og hann skrif-
aði sjálfur sína eigin óperutexta.
í stað gamla einsöngsins var
komin tjáningarful), tónræn
framsögn.
I myndinni kemur fram að til-
finningalega var það ekki Cos-
ima sem var aðalpersónan í lífi
Wagners, heldur Minna, fyrri
kona hans.
„Óhamingjusamt hjónaband
þeirra," segir kvikmyndastjór-
inn, „skilnaðurinn og andlát
hennar höfðu áhrif á þau ástar-
sambönd sem Wagner stóð í eft-
ir þetta, og þar er sennilega
komin skýringin á hverflyndi
hans í ástum. Eitt af þessum
ástarsamböndum kann að hafa
verið örsök dauða hans.“ Hér
vitnar Palmer til ástarbréfs frá
Carrie Pringle, sem var í hlut-
verki blómastúlku þegar „Parsif-
al“ var frumfluttur. Það var Cos-
ima sem opnaði það bréf og rak
það síðan framan í eiginmann-
inn með tilheyrandi fyrirgangi.
Þrátt fyrir alla hina
óskemmtilegu þætti í fari Wagn-
ers telur Palmer engan vafa
leika á því að persónutöfrar
hans og stórkostlegir hæfileikar
hafi verið yfirsterkari þegar á
heildina er litið, og að sú hlið
persónunnar muni verða yfir-
gnæfandi í augum áhorfenda.
Hann segir að sá sem leikur
Wagner búi yfir aðdráttarafli og
persónutöfrum sem hæfi hlut-
verkinu. „Hann lifir sig algjör-
lega inn í hlutverkið," segir hann
um Burton. „Hann er fyrstur á
vettvang áður en kvikmyndataka
á að hefjast og fylgist með öllu
sem fram fer af óskaplegum
áhuga. Og hann töfrar fólk, al-
veg eins og Wagner hefur gert.“
Er fleira líkt með tónskáldinu
og leikaranum? „Ég tel að báðir
séu gæddir aðlögunarhæfileika.
Báðir hafa verið örlátir á fé og
gjarnir á að leggja allt undir
þegar þannig stóð á, og báðir
hafa haldið sínum ótrúlega
styrk."
Það er Vittorio Storano,
Óskarsverðlaunahafi, vegna
„Reds“ sem stjórnar kvikmynda-
tökunni. Hann vekur athygli á
því hve þeir eru líkir, þessir tveir
Ríkharðar. Hann heldur því
fram að þetta ágerist eftir því
sem líði á kvikmyndatökuna.
Hafi Richard Burton í upphafi
ekki verið annað en leikari sem
minnti á Wagner þá er hann nú
orðinn að Wagner.
„Það er ekki bara andlitið,
heidur öll persónana. Þetta er
þekkt fyrirbæri — það nægir að
benda á Brando til að minna á
það.“
En kvikmyndastjórinn segir:
„Ég er ekki að slægjast eftir
leikurum sem líkjast persónun-
um í útliti. Richard er fær um að
gæða Wagner lífi — að gera
hann sannfærandi."
I einu atriði myndarinnar
sitja þeir saman, Wagner og
Liszt, faðir Cosimu. Burton talar
samfellt í tvær mínútur. Þetta er
eintal sem gerir gífurlegar kröf-
ur til leikarans og útheimtir
fimm „tökur". Fyrst brýzt sólin
fram, í annarri töku geltir hund-
ur og í tveimur næstu er mynda-
vélin ekki í fókus. Það sem held-
ur atriðinu saman m.a. er full-
komin frammistaða Burtons.
Þegar tökunni er lokið segir
hann um mótleikarann, Ekke-
hart Schall, sem kemur úr Berl-
iner Ensemble: „Einn mesti leik-
ari sem nú er uppi. Þetta er ein
samfelld áskorun. Maður lýkur
kvikmyndatöku með stórleikara
annan daginn og byrjar aftur
með öðrum stórleikara næsta
dag.“
Það er kominn matartími. Há-
degisverðurinn er framreiddur í
bátnum sem eltir kvikmynda-
tökufólkið á milli hinna ýmsu
staða í Feneyjum. Matreiðslu-
mennirnir eru enskir og þessi 75
manna hópur er vel alinn. Að
þessu sinni er á matseðlinum
steikt svínakjöt, salad, og ávext-
ir. En þetta er ekki eini báturinn
sem er í slagtogi — alls eru þeir
fjórtán talsins.
Nú birtist Vanessa Redgrave
til að koma fram í andlátsatrið-
inu. „Ég var búinn að hlakka til
að vinna með Richard," segir
leikkonan, „Ég hef dáð hann síð-
an hann lék ásamt föður mínum
í Stratford-upon-Avon. Hvað
það er sem 'gerir hann að svo
góðum leikara? Það er þessi
beina tjáning sem hann hefur á
valdi sínu.“
Kvikmyndastjórinn aðstoðaði
Ken Russel þegar Vanessa Red-
grave lék í myndinni um ísadóru
Duncan. „Mér þykir til þess
koma hvað Tony hefur mikinn
áhuga á að segja sögu eins og
hún raunverulega var,“ segir
leikkonan. „Ég leik hina hræði-
legu Cosimu, þetta skrímsl. Það
var Wagner auðvitað líka og það
endaði með því að hann datt
niður dauður í miðju rifrildi við
hana.“
Áður en andlátsatriðið sjálft
hefst sjást Cosima og Wagner í
nærmynd. Hann er sjötugur að
aldri, svartklæddur, hvítur fyrir
hærum, grænblá augu hörkuleg
og stingandi. I þessu atriði æpir
þögnin, og síðan skellur fárviðr-
ið á. Fjórar „tökur" — og síðan
er öllu lokið.
Um kvöldið er Richard Burton
staddur í troðfullri borðstofunni
í Gritti-höllinni við stærsta síkið
í Feneyjum. Hann fitlar við mat-
inn á disknum en er ekki jafná-
hugalaus um vínið í glasinu.''
„Æ, ég er búinn að deyja svo
oft, í kvikmyndum og á leik-
sviði," segir hann, „en myndavél-
in er miskunnarlaus. Meðan á
töku þessa atriðis stóð hugsaði
ég hvernig maður færi að því að
láta augun í sér deyja. Það er
ekki nóg að loka augunum.
Ég spurði Vanessu hvort hún
sæi dauðann í augunum á mér.
Þegar hún sagði já, þá vissi ég að
ég var búinn að ná því.“
Hvað annað hafa þau verið að
ræða? „Um Lé konung, sem ég
vonast til að leika á Broadway á
næsta ári. En áður en ég geri það
verð ég að þjálfa upp á mér
handleggina. I fimmta þætti
lyfti ég Kornelíu, og Vanessa er
stæðilegur kvenmaður. Lér var
frá Wales og mig hefur dreymt
um það í tuttugu ár að leika
hann.“
Hvernig finnst honum að leika
harðbrjósta mann eins og Wagn-
er?
„Ég hef leikið Machbeth sem
var morðingi. Það er ég ekki.“
Hvernig er sá Wagner sem hann
er að lýsa? „Óumræðilega upp-
tekinn af sjálfum sér, skemmti-
legur án þess að vita af því —
eiginlega fífl. En hann hlýtur að
hafa haft alveg sérstaka hæfi-
leika til að gabba fólk til að
leggja fram allt þetta fé og til að
komast yfir allar þessar konur.“
Svo kemur þögn á meðan Rich-
ard Burton er að drekka vínið
sitt.
Leyfist stórleikurum að vera
jafn öfgafullir og tónsnillingar
geta leyft sér að vera? „Skáld-
um, listmálurum og jafnvel leik-
urum leyfist hvað sem er ef þeir
skila einhverju af sér.“
Talið berst að þroska, aldri og
elli.
„Þegar ég var 27 ára lék ég
Hamlet. Nokkrum árum síðar
lék ég hann aftur og þá fann ég
fjölmarga nýja fleti á hlutverk-
inu. Ég hef kannski verið seinn
til að taka út þroska — seinn til
að finna sjálfan mig. Ég hef
staðið í þessu leiklistarbrasi í
mörg ár og ég held að ég hafi
aldrei verið betri leikari en ég er
nú. Hver einasti listamaður
verður fyrir orkusprengingu ein-
hverntíma á ferli sínum. Líttu á
Shakespeare — fyrstu leikritin
hans eru ekki ýkja merkileg
samanborið við þau sem á eftir
komu. Það er fyrst í gamanleikj-
unum sem snilldin fer að koma í
ljós og þegar hann er búinn að
skrifa þá kemur orkusprenging-
in sem þessir fimm stórkostlegu
harmleikir verða til úr. Orka
skiptir miklu máli hjá leikurum.
Framan af tók leikurinn mjög á
mig líkamlega. Ég réðst á hlut-
verkin eins og ótt naut. Nú nota
ég ekki eins mikla orku í þetta.
Reynslan kemur að miklum not-
um. Þess vegna er ég ekki
hræddur við að eldast."
Sér hann eftir einhverju? Hef-
ur hann efasemdir um eitthvað
sem hefur drifið á daga hans?
„Ég get ekki annað en tekið und-
ir með Edit Piaf þegar hún segir:
„Je ne regrette rien“.“
Hvað ætlar hann að gera þeg-
ar hann er hættur að leika? „Þá
fer ég aftur til Wales. Ég ætla að
sitja við þetta skelfilega haf í
skelfilegu veðri, skjálfandi og
nötrandi. Vonandi verður samt
einhver þar við hliðina á mer.“
Þýð. og endursögn — Á.R.
Jafnaðarmönnum spáð auknu fylgi
Frá (.uófinnu Kat;narsdúUur, frúiiariiara Mbl. í Siokkhólmi.
JAFNAÐARMENN vinna sænsku kosninj'arnar í haust og
Olof l'alme jjetur myndað nýja stjórn, — þannig verður
útkoma kosninganna ef trúa má nýjustu sænsku skoðana-
könnunum. Fylgi jafnaðarmanna á að aukast úr 43% í 46%.
Hægri flokkurinn á einnig að halda áfram að auka fylgi sitt
og fá 27% alkvæða í stað 20% við kosningarnar 1979.
Fylgi Þjóðarflokksins sem einn-
ig er með í stjórninni minnkar úr
10,7% í 7%. Kommúnistaflokkur-
inn rétt nær að halda sínu í þing-
inu, en til þess þarf 4% atkvæða.
Skoðanakönnunin spáir honum
einungis 4,1% atkvæða, en í síð-
ustu kosningum fékk hann 5,6%.
Tveir smáflokkar munu bjóða
fram í þingkosningur.um, sem
verða í september í haust, en hvor-
ugur þeirra mun ná kosningu sam-
kvæmt skoðanakönnuninni. Ann-
ar flokkanna hefur trúarleg tengsl
og kallar sig Kristilega demó-
krata, en hinn er Umhverfisflokk-
ur sem er nýstofnaður. Umhverf-
isflokkurinn mun samkvæmt
spánni fá 2,7% atkvæða.
Að baki þessarar skoðanakönn-
unar, sem telst ein ábyggilegasta
könnun landsins, standa meðal
annars allir stjórnmálaflokkarnir.
Við kosningarnar 1979 rættust
spár skoðanakannaninnar í stór-
um dráttum. Mestu frávik voru þá
1,8%.
Borgaraflokkarnir þrír munu
samkvæmt könnuninni fá samtals
45,2% atkvæða og jafnaðarmenn
og kommúnistar 50,2%. Staðan
getur þó breyst ef kommúnistar fá
minna en 4% atkvæða.
Kommúnistar og jafnaðarmenn
hafa að jafnaði staðið saman gegn
borgaraflokkunum þremur og í
dag er aðeins eins atkvæðis munur
á þeim á þinginu.
Hingað til hefur verið mikill
stöðugleiki í sænskum stjórnmál-
um og skoðanir manna hafa lítið
breyst milli kosninga. Reglan um
að þingflokkar þurfi að fá 4% at-
kvæða hefur einnig bægt smá-
flokkum frá framboði.
Aðalbreytingarnar núna munu
verða, spáir skoðanakönnunin, að
Hægri flokkurinn fær atkvæði frá
Mið- og Þjóðarflokknum og jafn-
aðarmönnum, en jafnaðarmenn fá
atkvæði frá kommúnistum.
Af þeim sem nú ganga til kosn-
inga í fyrsta skipti munu, sam-
kvæmt spánni, 31% kjósa jafnað-
armenn, 21% Hægri flokkinn, 6%
kommúnista en aðeins 2% munu
kjósa Miðflokkinn og 1% Þjóðar-
flokkinn, þá tvo flokka sem nú
sitja í stjórn.