Morgunblaðið - 11.07.1982, Side 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JULI1982
í leiðinni
að kom flatt uppá heim-
inn, þegar Ronald
Reagan tilkynnti af-
sögn Alexander Haigs, utan-
ríkisráðherra síns, og boðaði
George Shultz í það embætti.
New York Times sagði í leið-
ara, að með hvarfi A1 Haigs
hafi Reagan misst einn sinn
besta mann; hinn eina í
stjórninni með hagnýta þekk-
ingu á málefnum Evrópu, og
bætti við: „Forsetinn er láns-
amur að hafa haft slíkan
mann sem George Shultz við
höndina. Hann er maður heill,
með víðtæka reynslu í ríkis-
stjórn og nýtur greinilega
trausts Reagans. En það munu
líða vikurnar áður en hann
tekur að láta að sér kveða. I
heimsmálunum hefur stjórn
Reagans sóað einu og hálfu
ári; hinum dýrmætasta tíma í
lífi ríkisstjórnar — og nú hef-
ur hún einnig sóað hæfileikum
og reynslu; hún hefur misst Al
Haig.“
William Safire, hörkutól,
fyrrum ráðgjafi Nixons og al-
kunnur dálkahöfundur vestra,
snæddi nýverið hádegisverð
með Alexander Haig. Aður en
þeir settust að borðum, sagði
Haig þjóninum að láta sig vita
umsvifalaust ef forsetinn
hringdi. Safire hugsaði með
sér, að Haig, vinur hans, væri
að reyna að gera sig svolítið
merkilegan, grunlaus um að
einungis-tveimur stundum áð-
ur hafði Alexander Haig sent
Ronald Reagan afsagnarbréf
með þeim formála, að hann
gæti ekki haldið áfram starfi
sínu, ef George Bush, James
Baker og William Clark ætti
að iíðast að taka fram fyrir
hendurnar á sér í Líbanon-
málinu.
Þeir voru rétt sestir, þegar
Haig lét í það skína, að hann
yrði ekki ellidauður í embætti
utanríkisráðherra. Safire kvað
það fullvissu sína, að hvert
orðspor um afsögn hans yrði
umsvifalaust þaggað niður, en
Haig rifjaði upp, að Henry
Kissinger hefði sagt af sér
þrjátíu sinnum á sinni utan-
ríkisráðherratíð. Átta skipti
reyndust fylla mælinn hjá
Reagan — og A1 Haig var lát-
inn fjúka. Safire rekur í grein
í New York Times það sem
Haig fór á milli í þessum síð-
asta hádegisverði Alexander
Haigs sem utanríkisráðherra
Bandaríkjanna:
Var Haig of vægur í garð
Sovétta, eftir afskipti
þeirra af Póllandi? Haig
sagði það ekki vera:
„Sagan mun sýna, að ég var
sá harðasti í þessari ríkis-
stjórn!“
Þessu næst sagði hann, að
sú ákvörðun Reagans að af-
létta kornsölubanninu á Sov-
étta hefðu verið „stærstu mis-
tök þessarar stjórnar í utan-
ríkismálum". Hann taldi áhrif
andstöðunnar við lagningu
gasleiðslunnar frá Síberíu
léttvæga samanborið við áhrif
kornsölubannsins.
En fyrst Haig var „sá harð-
asti“, hví viðurkenndi hann þá
í revnd stjórnvöld á Kúbu með
því að hitta kúbanska vara-
forsetann að máli í Mexíkó-
borg?
Jú, sá fundur var að beinni
skipun Reagans forseta, sem
hafði áhyggjur af þeirri
glæpaöldu sem fylgdi í kjöl-
farið af komu kúbanskra „út-
flytjenda" til Flórída. Þeir
„útflytjendur" reyndust flestir
hverjir sakamenn og geðsjúkl-
ingar, sem kommúnistum á
Kúbu fannst að væru best
geymdir í Bandaríkjunum!
Reagan vildi senda einhvern
sem var harður í horn að taka
á þennan fund, svo talað yrði
mál sem Kúbanir skildu!
Hvað um sambandið við
Kína? Var ekki komið á dag-
inn, að afstaða utanríkisráð-
uneytisins til Kína var vins-
amlegri en afstaða Hvíta hús-
sins, sem krafðist vopnasölu
til Taiwan?
Haig vitnaði til Richard
Nixons, viðurkennds sérfræð-
ings í málefnum Kína, og
sagði að framtíðaröryggi Ta-
iwan byggðist fyrst og fremst
á samkomulaginu milli Band-
aríkjanna og Kína.
Safire stríddi Haig á því, að
hann væri vondur uppalandi:
William Clark, núverandi ör-
yggisráðgjafi forsetans, gæti
ekki enn talað eins og fullorð-
inn maður við blaðamenn, en
hann var áður starfsmaður
Haigs í utanríkisráðuneytinu í
eitt ár. Haig viðurkenndi fús-
lega að hann væri slæmur
uppalandi — og það kom á
daginn, að „lekinn" mikli úr
utanríkisráðuneytinu stöðvað-
ist um leið og Clark færði sig
yfir í Hvíta húsið.
Mest ræddu þeir Safire
og Haig um Mið-
Austurlönd á þessum
hádegisfundi sínum, jafn-
framt sem þeir skáluðu í dýr-
indis rauðvíni og kýldu út
vömbina á besta nautakjöti —
ekki kaliforníukjöti samt.
Haig lagði á það áherslu, að
PLO yrði að hverfa á brott
með allt sitt fólk frá Líbanon
til að forða enn frekari blóðs-
úthellingum og hörmungum
almennings í landinu og
bjarga Vestur-Beirút. Hann
sagði ekki í hvaða skjól það
fólk ætti að flýja, en kvaðst
mjög andsnúinn þeirri stefnu
sem Bandaríkjastjórn virtist
hafa í málinu, því ef það yrði
tilkynnt opinberlega að
Bandaríkin tryggðu að ísrael-
ar réðust ekki inní Vestur-
Beirút, þá gæfi það PLO tæk-
ifæri til að berjast áfram með
öllum þeim hörmungum sem
það hefði í för með sér. Haig
gaf í skyn að þessi stefna væri
runnin undan rifjum Bush
varaforseta og Weinbergers
varnarmálaráðherra, sem
hefðu verið viðstaddir útför
Khaleds konungs í Saudi-
Arabíu.
Þar að auki mátti skilja á
Haig, að hann kenndi Bush
um það, að Bandaríkin hefðu
samþykkt ályktun Sameinuðu
þjóðanna númer 509, sem kvað
á um, að Israelar hyrfu um-
svifalaust á brott frá Líbanon,
en ekki Sýrlendingar og PLO í
leiðinni. Þessi samþykkt var
gerð á meðan Haig var í Evr-
ópureisunni með Reagan.
í lok þessa hádegisfundar
fór Safire að tala um forseta-
frambjóðanda repúblikana í
kosningunum 1984. Haig brást
þá við af mikilli hollustu við
forseta sinn og mælti:
„Eg hef margsinnis sagt
honum, að hann verði að
hætta að segja þessum drengj-
um sem eru í kringum hann,
að hann ætli ekki fram aftur!"
Alexander Haig segist
hafa verið hinn harði í
stjórn Reagans, sá
sterki. Ekki tekur Nicholas
von Hoffman undir það. Hann
er kunnur blaðamaður í
Washington og skrifar stund-
um dálka í Spectator. í miðri
Falklandseyja-deilunni réðist
hann harkalega á Haig, taldi
hann í engu færan til að vera
milligöngumaður í slíkri deilu,
hann skorti allt það sem Kiss-
inger hefði til brunns að bera
og hefði sá þó gert margt
glappaskotið. Alexander Haig
er ekki sá sterki! segir
Nicholas von Hoffman og bæt-
ir við:
„Háttalag Haigs í Hvíta
húsinu, þegar fréttir bárust af
mörðtilræðinu við Reagan í
fyrra, hefur ekki gleymst og
gefur allt aðra mynd af þess-
um manni en sumir Evrópu-
menn gera sér í hugarlund.
Bandaríkjamenn minnast
taugaæsts manns, skjálfandi
og nötrandi á beinunum; æði í
svipnum þegar Alexander
Haig birtist á sjónvarpsskján-
um og sagði: „Eg er við stjórn
hér í Hvíta húsinu." Hann
reyndist ekki einu sinni hafa
stjórn á sjálfum sér þá stund-
ina, því á næstu mínútu
hnakkreifst hann við Caspar
Weinbergar varnarmálaráð-
herra um það, hver væri og
hver væri ekki við stjórnina í
Hvíta húsinu. Og það var ekki
mörgum mánuðum seinna,
sem Haig sló á þráðinn til
blaðamanns nokkurs sem
skrifar kjaftasögudálka og
sagði honum, að „einhver" í
ríkisstjórninni ræki „skæru-
hernað" gegn sér. Þvílíkt og
annað eins lagt saman við
ýmsar frásagnir af talsmáta
mannsins í hanastélsveislum,
gefa þeim „spekúlasjónum"
byr undir báða vængi, að
hjartaaðgerð sú, sem Alex-
ander Haig gekkst undir, hafi
haft varanleg áhrif á persónu-
gerð hans!“
Þessi orð Hoffmans eru ein-
kennileg, en gefa nokkra mynd
af skrifum erlendra blaða-
manna um ríkisstjórn Reag-
ans.
Enhver dálkahöfundur-
nn spurði í pistli, hví
teagan hefði ekki afhent
Bechtel Group-stórfyrirtæk-
inu á einu bretti þá óreiðu sem
utanríkismálastefna hans
væri. Hinn nýi utanríkisráð-
herra var nefnilega forstjóri
þess fyrirtækis og
varnarmálaráðherrann, Casp-
ar Weinberger, er einnig úr
þeirri átt! Annars segja
menn, að Alexander Haig hafi
vitað meira um utanríkismál
en nokkur annar í stjórninni
og það hefði verið gott og
blessað, ef Haig hefði látið það
vera að minna hina sífellt á
það. Reagan vissi takmarkað
um utanríkismál, þegar hann
tók við embætti, nema að þau
sneru að útlöndum og væru
heldur hvimleið! Þetta fullyrð-
ir James Reston í stuttum
pistli í New York Times og
bætir við: Eins var með Harry
Truman. Hann setti líka besta
manninn í embætti utanrík-
isráðherra, James Byrnes, en
Jimmy hélt eins og Haig, að
hann væri klárari en forsetinn
— og þegar hann tók að láta
það uppi, var hann látinn
fjúka!
En hvað svo sem menn segja
um Alexander Haig, þá verður
afsögn hans alfarið að skrifast
á reikning Reagans. Haig er
hershöfðingi og Reagan lofaði
honum frjálsum höndum í
upphafi, en umkringdi hann
svo af félögum sínum frá Kali-
forníu í Pentagon og örygg-
ismálaskrifstofunni og batt
um leið hendur hans. Enginn
hershöfðingi sættir sig við
slíkt.
Hvað sem þessu öllu líður,
þá hefur meginmálið enn ekki
komist á dagskrá fjölmiðla.
Hvað er að gerast í utanrík-
ismálum Bandaríkjanna?
Virtur sendiherra í Washing-
ton lét svo um mælt, þegar
hann frétti afsögn Haigs:
„Eg hef verið hér í þrjú ár
og mun nú kynnast fjórða
manninum í embætti
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna á sama tíma: Vance,
Muskie, Haig og nú Shultz. Er
ekki eitthvað að?“^
Jakob F. Ásgeirsson
Fjórir utanríkisráðherrar í Bandaríkjunum á
þremur árum: Vance, Muskie, (Haig) og nú
Shultz.
Þú keyrir, Schultz — við Weinberger og Clark
stýrum!