Morgunblaðið - 11.07.1982, Síða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982
Verður Edward Kennedy næsti
forsetaframbjóðandi demókrata?
„Kjörtímabii Ronaid Reagans er ekki hálfnaö,
en þrátt fyrir það er baráttan um útnefningu til
forsetakjörs byrjuö innan Demókrataflokksins. Þar ber
nú þrjá menn hæst, Edward Kennedy, öldunga-
deildarþingmann, fyrir Massachusetts, Walter
Mondale, fyrrum varaforseta, og John Glenn, fyrr-
um geimfara, en nú öldungadeildarþingmann fyrir
Ohio.“
KJÖRTÍMABIL Ronald Reagans
Bandaríkjaforseta er nú brátt
hálfnað og verður næst gengið til
forsetakosninga í nóvember 1984.
Þó að rúm tvö ár séu til stefnu er
nokkurs kosningaskjálfta farið að
gæta innan Demókrataflokksins.
Bandaríkjamenn hafa ekki fremur
en aðrir farið varhluta af þeirri
kreppu, sem hrjáir allan heim, at-
vinnuleysi hefur aukist, háir vextir
eru fyrirtækjunum þungir í skauti
og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar hafa ekki orðið til að auka á
vinsældir Reagans á forsetastóli.
Af þessum sökum m.a. þykir demó-
krötum sem gatan muni greið í
næstu forsetakosningum. Nú þegar
er vitað pm 12 menn, sem ætla að
keppa eftir útnefningu Demókrata-
flokksins sem forsetaframbjóðandi
en sem stendur eru þó aðeins þrír
þeirra taldir koma til greina. Það
eru þeir Edward Kennedy öldunga-
deildarþingmaður, Walter Mondale
fyrrum varaforseti og John Glenn,
fyrrverandi orrustuflugmaður,
geimfari og núverandi öldunga-
deildarþingmaður.
í skoðanakönnunum kemur
fram, að Edward Kennedy og Walt-
er Mondale njóta mests fylgis með-
al demókrata og yfirleitt hefur
John Glenn lent í þriðja sætinu.
Aðrir virðast hafa lítið fylgi, eru
svokallaðir „þriggja-prósenta-
rnenn", en í þeirra hópi eru þó ýms-
ir kunnir menn, eins og t.d. Gary
Hart öldungadeildarþingmaður frá
Colorado, Alan Cranston öldunga-
deildarþingmaður frá Kaliforníu,
Robert Strauss, fyrrum formaður
Demókrataflokksins, og Edward
Koch, borgarstjóri New York-
borgar.
Utkoma tveggja þeirra fyrst-
nefndu í skoðanakönnunum nú
þykir mjög athyglisverð með tilliti
til frammistöðu þeirra á árinu
1980. Kennedy barðist þá um út-
nefninguna við Jimmy Carter, sem
var óvinsæll forseti, og var spáð
auðveldum sigri en það fór þó á
annan veg. Hann beið hinn herfi-
legasta ósigur og þannig var einnig
með Mondale við hlið Carters gegn
Ronald Reagan og George Bush.
Inn úr kuldanum
Eftir ófarirnar í forkosningun-
um og kjör íhaldssömustu ríkis-
stjórnar, sem lengi hefur setið í
Bandaríkjunum, þótti mörgum sem
pólitísk saga hins frjálslynda
Kennedys væri öll og framtíðar-
horfur Mondales voru ekki taldar
miklu betri. Þrátt fyrir það hefur
Kennedy tekist að láta kveða að sér
á nýjan leik svo um munar og þessa
dagana vinnur hann ötullega að því
að tryggja endurkjör sitt sem öld-
ungadeildarþingmaður fyrir
Massachusetts. í síðustu fjórum
kosningum þar hefur hann fengið
yfir 65% atkvæða og ef hann vill
eiga góða möguleika á útnefningu í
forsetakjörið má hann ekki við því
að fá miklu lakari kosningu nú.
Kapphlaupið
um málefnin
Afstaða keppinautanna, Kenn-
edys og Mondales, til þeirra mál-
efna, sem þeir telja munu verða
efst á baugi í forsetakosningunum
1984, hefur verið að skýrast að und-
anförnu en í þessum efnum virðist
Kennedy einnig hafa nokkurt for-
skot og vera fyrri til.
Kennedy getur sagt með sanni —
og lætur raunar ekkert tækifæri
ónotað til þess — að hann hafi einn
þeirra öldungadeildarþingmanna,
sem nú leita eftir endurkjöri, greitt
atkvæði gegn allri efnahagsmála-
stefnu Reagans forseta og hann
lætur heldur ekki undir höfuð
leggjast að benda á hallann á fjár-
lögunum. „Hann kann að verða
þrefalt meiri en áður hefur þekkst
hjá nokkurri ríkisstjórn," segir
Kennedy og gerir hér gjarna hlé á
máli sínu til að auka áhrifin.
„Demókrötum er jafnan borið á
brýn að vera miklar eyðsluklær en
nú tekur fyrst steininn úr.“
Utanríkismál og varnarmál hafa
ekki verið fyrirferðarmikil í mál-
flutningi Kennedys til þessa en nú
nýlega tók hann skýra afstöðu til
hugmyndarinnar um allsherjar-
stöðvun á framleiðslu kjarnorku-
vopna og hefur síðan eignað sér
það mál alveg. Honum hefur tekist
að mynda nokkuð breiða samfylk-
ingu þessu máli til framdráttar
jafnt meðal pólitískra andstæðinga
sinna sem samherja og lagði t.d. nú
fyrir skemmstu fram um það álykt-
un í öldungadeildinni ásamt Mark
Eftir ófarirnar í forkosningunum 1980 var grunnt á því góda með
Kennedy og Carter fyrst um sinn. Það jafnaðist þó og hér sést
Kennedy ávarpa landsfund demókrata í New York það ár.
Walter Mondale, fyrrum varaforseti. Hér er hann staddur í Þing-
vallakirkju ásamt séra Eiríki J. Eiríkssyni fyrrv. þjóðgarðsverði, og
var myndin tekin í heimsókn hans hér á landi í april 1979. Mondale
er af norskum ættum og komu forfeður hans frá Mundal í Noregi.
Hatfield, öldungadeildarþing-
manni repúblikana frá Oregon.
Mondale er einnig hlynntur
gagnkvæmri stöðvun kjarnorku-
vopnaframleiðslunnar og lýsti
þeirri skoðun sinni fyrr en Kenn-
edy en hefur samt sem áður ekki
tekist að vekja jafn mikla athygli á
þeim skoðunum sínum. Mondale er
hins vegar enginn eftirbátur
Kennedys í því að skamma repú-
blikana fyrir aðgerðir þeirra í
efnahagsmálum. Hann vill, að
þingið falli frá tekjuskattslækkun-
inni, sem ráðgerð er á þessu ári, að
fyrirtækjum verði bannað að
versla með fjárskuldbindingar, sem
leiða til skattalækkunar, og hann
vill miða skattvísitöluna við efna-
hagsástandið og hallann á fjárlög-
um. Hann hefur krafist 10 millj-
arða dollara lækkunar á framlög-
um til hermála og vill að komist
verði að samkomulagi við seðla-
bankann um að draga úr þeim
hömlum, sem eru á peningamagni í
umferð.
Sammála um flest —
en ekki allt
Mondale og Kennedy eru í aðal-
atriðum sammála en greinir þó á í
nokkrum atriðum. Kennedy vill t.d.
falla alveg frá skattvísitölunni og
fresta en ekki afnema tekjuskatts-
lækkunina. Hann er líka hlynntur
frjálsum viðskiptum fyrirtækja
með fjárskuldbindingar en vill
samt setja þeim strangari skorður.
Það eru einkum tvö mál, sem
Mondale leggur mikla áherslu á og
hefur tekist að gera að sínum ef svo
má segja. Annað þeirra er vísindi
og tækniþróunin. Hann hvetur til
að fjárframlög til grundvallar-
rannsókna og tæknilegrar þróunar
verði stóraukin og er harðorður í
garð ríkisstjórnar Reagans fyrir
samdrátt í þessum efnum. Hitt
málið er „fjármögnun stjórnmál-
anna“. „Það á að leiða í lög,“ segir
hann, „að fólkið sjálft kosti þing-
kosningarnar og að kjörseðlarnir,
ekki lagafrumvörp, ráði framvindu
stjórnmálanna í þessu landi."
Þeir, sem starfa að skoðanakönn-
unum, láta í ljós nokkra undrun á
gengi Kennedys. „Það er mjög
merkilegt, að hann skuli njóta fylg-
is 50-54% demókrata þegar höfð er
í huga útreiðin, sem hann fékk
1980,“ segir einn þeirra, Peter Hart
að nafni. Hann og kollegar hans
segja þó, að almenningur viti hver
Kennedy er og hvaða skoðanir
hann hefur. Fólk veit líka ýmislegt
um Mondale en þó er því ekki jafn
ljóst hvaða mann hann hefur að
geyma eða fyrir hverju hann berst.
Bíll meö fjölbreytilega
möguleika. Nú fyrirliggj-
andi meö stuttum fyrir-
vara.
Verð frá 126.500
— gengískr. 1/7 ’82.
HONDA Á ÍSLANDI
Suöurlandsbraut 20, sími 38772